Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 29. september 2010 miðvikudagur
Þingmönnum var heitt í hamsi á Al-
þingi á þriðjudaginn í kjölfar þeirr-
ar niðurstöðu að einungis Geir H.
Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra, yrði ákærður fyrir vanrækslu í
starfi en ekki þrír samráðherrar hans.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, sagði við at-
kvæðagreiðsluna að það hefði verið
vélað í bakherbergjum um að ákæra
einn mann. Þingmaður Hreyfing-
arinnar Þór Saari segir kosninguna
sýna að flokkapólitíkin lifi enn góðu
lífi og að endurreisnin sé greinilega
afar stutt á veg komin.
„Ég er fegin ef ég hugsa um sjálfa
mig en þetta er engu að síður dap-
urleg stund,“ segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir við DV. Ekki náðist í Árna
M. Mathiesen, fyrrverandi fjármála-
ráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson,
fyrrverandi viðskiptaráðherra. Geir
H. Haarde hefur tekið til varna í fjöl-
miðlum.
Pólitísk kosning
Það er augljóst að atkvæðagreiðslan
á þinginu á þriðjudag var pólitísk því
miklu máli skipti hvernig þingmenn
greiddu atkvæði í málinu. Þingmenn
Vinstri grænna greiddu allir atkvæði
gegn öllum ráðherrunum fjórum og
þingmenn Sjálfstæðisflokks gegn
ákæru. Þar gátu flokkslínur varla ver-
ið skýrari. Þingmenn Samfylkingar
voru hins vegar margklofnir í afstöðu
sinni. Athyglisvert er að það eru helst
nýir þingmenn Samfylkingarinnar
sem greiða atkvæði með því að ákæra
ráðherrana.
Atkvæðagreiðslan er merkileg fyr-
ir margra hluta sakir, þá allra helst
þann tilfinningaþunga sem hef-
ur einkennt umræðuna um ákæru.
Flestir þingmanna virðast óánægð-
ir með niðurstöðuna og málsmeð-
ferðina alla í heild. Það mætti með
sönnu segja að þeir einir séu ánægð-
ir sem sleppa við ákæru þótt ánægj-
an sé blendin. Vörn Geirs H. Haarde í
fjölmiðlum virðist einnig þrungin til-
finningum og yfirlýsingum um órétt-
læti og ofstæki Alþingis.
Veik vörn
Jóni Ólafssyni heimspekingi þykir
vörn Geirs H. Haarde veik. „Hvernig
getur það blasað betur við að maður-
inn er sekur?“ spyr Jón um þá niður-
stöðu Alþingis að sækja Geir H. Haar-
de til saka fyrir landsdómi. „Þetta er
sú niðurstaða sem ég bjóst við sjálf-
ur,“ segir Jón. „Hún er rökrétt bara
vegna þess að það er mjög auðvelt
að sjá alls konar lagalega annmarka
á því að ákæra hina ráðherrana. Mér
fyndist það mjög skrýtið ef stjórnvöld
gerast sek um svona hrikaleg mis-
tök að enginn beri lagalega ábyrgð
og svari til saka fyrir það.“ Hann seg-
ist þó spyrja sig hvort það sé endi-
lega Geir H. Haarde sem beri mesta
ábyrgð. „Er ekki einhver annar sem
ber meiri siðferðilega ábyrgð, eins og
til dæmis Davíð Oddsson eða Hall-
dór Ásgrímsson?
Tilfellið er að hann er forsætisráð-
herra þegar þetta gerist. Lögin sem
við höfum um ráðherraábyrgð eru
mjög skýr og einföld og þau opna
þessa leið fyrir löggjafann að ákæra
og ég get ekki séð annað en einfalda
rökvísi í því að hann sé ákærður. Síð-
an verður gagnlegt að sjá hver fram-
vindan verður. Hvernig hann ver sig
og hvort hann verður sakfelldur.“
Ótrúlegt píp
Jóni finnst fróðlegt að fylgjast með
því hvernig ákærur gegn ráðherr-
unum hafa orðið að hápólitískum
slag. Þingmenn séu augljóslega að
spinna málið pólitískt hver í sínum
tilgangi. Sérstaklega finnst honum
vert í því sambandi að fylgjast með
þingmönnum gefa út yfirlýsingar um
ákærurnar. Þær séu í flestum tilfell-
um í besta falli vandræðalegar: „Einn
þingmanna sagði að þetta væri öm-
urleg niðurstaða og öllum til skamm-
ar af því allir voru ekki ákærðir. Annar
segir ákærurnar vera hráskinnaleik.
Allir eru þeir hátíðlegir en þegar rýnt
er í orð þeirra eru þau ótrúlegt píp!“
Jón segir það miður umræðunn-
ar vegna að fjölmiðlamenn detti í að
trúa þessum spuna þingmanna frek-
ar en að skoða veruleikann í sam-
hengi við liðna atburðarás frá því fyr-
ir hrun.
Ekkert tilefni til aðgerða
Jóni finnst jákvætt að leikar hafi farið
þannig að einhver ráðherranna hafi
á endanum verið ákærður. Almenn-
ingur verði að hugsa um aðdraganda
hrunsins árið 2008 og þá ætti hann
að rifja sérstaklega upp það þegar
Geir H. Haarde var spurður hvað eftir
annað hvað hann væri að gera til þess
að verja hagkerfi þjóðarinnar gegn
áföllum. Geir hafi aftur og aftur gef-
ið þau svör í þinginu að ekkert tilefni
væri til aðgerða.
Ragnar Aðalsteinsson tekur und-
ir með Jóni um að yfirlýsingar þing-
manna varðandi ákærurnar séu
bagalegar. Sér í lagi séu þær settar í
samhengi við hversu léttvæg ákvörð-
un það var að taka ákvörðun um að
ákæra níumenningana fyrir að trufla
störf Alþingis.
„Það er svo auðvelt að ákæra það
fólk, það er talið léttvægt verk að taka
ákvörðun um það. Það er hins vegar
talið þyngra að taka ákvörðun um að
ákæra ráðherrana,“ segir Ragnar.
GEIR EINN Í SNÖRUNNI
BIRGIR GUÐMUNDSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR:
GAMALL UPPVAKNINGUR
„Þetta eru söguleg tíðindi, að lands-
dómur skuli vera vakinn upp,“ seg-
ir stjórnmálafræðingurinn Birgir
Guðmundsson um það að Alþingi
hafi ákveðið að ákæra Geir H. Haar-
de. „Þetta er hundrað ára gam-
all uppvakningur sem enginn veit
nákvæmlega hvað mun fela í sér í
einstökum atriðum, menn hafa þó
einhverjar hugmyndir. Atkvæða-
greiðslan og þróunin, að Geir skuli
einn sitja uppi með þennan svar-
tapétur, eiga eftir að draga talsverð-
an pólitískan dilk á eftir sér fyrir
stjórnmálin hérna,“ segir Birgir í
samtali við DV.
Aðspurður hvers vegna málið
eigi eftir að draga dilk á eftir sér seg-
ir Birgir að það sé aðallega vegna
þess að Geir er talinn bera einn
mestu ábyrgðina á ríkisstjórnarsam-
starfinu. „Þar sem hefur ríkt jafn-
ræði með flokkum. Það er í sjálfu
sér svolítið nýtt að forsætisráðherra
er talinn bera svona mikla ábyrgð,“
segir Birgir.
Hann segir klofið þing taka þessa
ákvörðun og því fáist ekki hreinar
línur. „Ef við erum að tala um upp-
gjör þá er það uppgjör sem er í þoku
ennþá og með flokkspólitískan
undirtón. Enda sér maður það strax
á viðbrögðum hvernig það er. Þetta
mun þýða það að andrúmsloftið
hreinsast ekki af því að munurinn
er svona lítill,“ segir Birgir sem segir
málið eiga eftir að eitra samstarf
flokkanna á þingi. birgir@dv.is
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra, verður einn dreginn til ábyrgðar
fyrir landsdómi. Jón Ólafsson heimspek-
ingur telur þetta vera rökrétta niðurstöðu
og að sekt Geirs blasi við. Ragnar Að-
alsteinsson lögfræðingur vekur athygli
á því hversu léttvægt það þótti að taka
ákvörðun um að ákæra níumenningana
sem trufluðu störf Alþingis meðan ákæra
á hendur ráðherrunum fjórum hafi verið
þingmönnum þung byrði.
kRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is
Hvernig getur það blasað
betur við að maðurinn
er sekur?