Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 14
ReikningaRniR
klikka aldRei
n „Ég var númer 24 í röðinni í þjón-
ustuveri Símans,“ sagði óánægður
viðskiptavinur sem mátti bíða í 27
mínútur eftir því að röðin kæmi að
honum. „Ég beið næstum í hálftíma
eftir þjónustu sem skilaði engu. Ég
er enn ekki með internetsjónvarp
sem virkar,“ sagði hann en tók fram
að rukkanakerfið fyrir
þær sjónvarpsstöðvar
sem hann á að hafa
klikkaði aldrei: „Ég fæ
reikninginn alltaf á
réttum tíma, þó ég sé
sjónvarpslaus heilu og hálfu
dagana. Það er Síminn.“
FyRsta Flokks
FiskFélag
n „Þar má fá ótrúlega góðan og
ódýran mat – og þjónustan er fyrsta
flokks,“ sagði ánægður viðskipta-
vinur Fiskfélagsins á Grófartorgi við
Vesturgötu 2. Hann sagðist reynd-
ar aldrei hitta sömu þjónana
tvisvar en þeir væru allir
mjög almennilegir og fag-
mannlegir í öllu sem þeir
gerðu. „Hádegisverð-
artilboðið þeirra er tví-
mælalaust þess verð-
ugt að fá lof í DV,“ sagði
viðskiptavinurinn.
Dísilolía
algengt verð verð á lítra 193,6 kr. verð á lítra 194,6 kr.
skeifunni verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 194,4 kr.
algengt verð verð á lítra 194,9 kr. verð á lítra 195,7 kr.
bensín
dalvegi verð á lítra 193,3 kr. verð á lítra 194,3 kr.
Melabraut verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 194,4 kr.
algengt verð verð á lítra 193,6 kr. verð á lítra 194,6 kr.e
l
d
s
n
e
y
t
i
Bílaframleiðendur í Asíu standa öðrum langtum framar þegar
kemur að áreiðanleika, samkvæmt tölum frá breskum trygg-
ingarisa. Toyota Corolla er sú bílategund sem fær flest stig og
er því besti bíllinn. Land Rover er í neðsta sæti.
skulu hætta
að MeRkja
FyRiR FRaM
Neytendasamtökin fagna því að
Hagar, sem reka meðal annars Bón-
us og Hagkaup, þurfi nú að grípa
til ráðstafana sem er ætlað að efla
samkeppni í sölu á kjötvörum, neyt-
endum til hagsbóta. Samkeppn-
iseftirlitið, sem komst að sam-
komulagi við Haga um greiðslu 270
milljóna króna sektar vegna mis-
notkunar á markaðsráðandi stöðu,
hefur gert Högum að hætta svoköll-
uðum forverðmerkingum í áföng-
um. „Hagar og átta kjötvinnslur
brutu lög með tvíhliða samningum
eða samstilltum aðgerðum í tengsl-
um við forverðmerkingar á kjötvör-
um sem seldar voru í verslunum
Haga,“ segja Neytendasamtökin en
með forverðmerkingum er átt við að
framleiðendur verðmerkja matvör-
ur fyrirfram með leiðbeinandi smá-
söluverði. Þetta er algengt þegar um
er að ræða kjötvörur, osta og aðrar
landbúnaðarvörur. Gjarnan er svo
veittur afsláttur af merktu verði.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
lOF&lAst
14 neytendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 29. september 2010 miðvikudagur
MótOrhjól sækir bílA Sænskt fyrirtæki
hefur hannað farartæki sem flytur bilaða bíla á viðgerðarstað, að
því er FÍB greinir frá. Farartækið er í grunninn Honda Goldwing
mótorhjól en aftan á það hefur verið smíðað tæki úr áli sem fella
má saman og draga út eftir þörfum. Þegar það er dregið út mynd-
ar það þriggja hjóla grind sem rennt er undir framhjól bílsins sem
á að draga. Hjólið kallast Retriever, eða Sækir, en nafnið vísar til
hundakyns sem er sérlega duglegt við að sækja hluti sem eigand-
inn biður þá um, til dæmis fallna bráð.
Japanskir bílar eru áreiðanlegustu
bílarnir sem völ er á, samkvæmt
rannsókn tímaritsins What Car?
og tölum tryggingarisans Warran-
ty Direct. Honda er, eins og fjögur
undanfarin ár, efst á lista yfir áreið-
anlegasta framleiðandann. Toyota
Corolla kemur þó langbest út þegar
einstakir bílar eru skoðaðir. Toyota
Corolla er langbesti bíllinn þegar
horft er á áreiðanleika, bilanatíðni
og viðgerðarkostnað.
góðir á milljón krónur
Eins og bent var á í mánudagsblaði
DV kann markaður með bíla að
glæðast nú þegar skuldir á 40 þús-
und bílum lækka – í kjölfar dóms
Hæstaréttar. Í því ljósi er gott að
vera meðvitaður um áreiðanleika
mismunandi bílategunda.
Þeir sem vilja kaupa áreiðanleg-
an notaðan bíl sem er ódýr í rekstri
ættu ekki að þurfa að greiða meira
en eina milljón króna fyrir hann.
Ódýrustu týpurnar af tíu áreið-
anlegustu bílunum (skráðir í jan-
úar 2005) kosta í kringum milljón
krónur, samkvæmt viðmiðunar-
verði Bílgreinasambandins. Þar er
þó miðað við minnstu týpur hverr-
ar tegundar.
Áreiðanlegir framleiðendur
Asía hefur yfirburðastöðu gagnvart
öðrum heimsálfum þegar kem-
ur að því að framleiða örugga bíla
sem bila sjaldan. Tékkneski bíla-
framleiðandinn Skoda er sá eini
sem kemst á lista yfir átta áreið-
anlegustu bílaframleiðendurna,
eins og sjá má í meðfylgjandi töflu.
Honda, Toyota, Suzuki og Subaru
eru í efstu fjórum sætunum.
Þegar kemur að verstu bílafram-
leiðendunum vermir Land Rover
neðsta sætið en Porsche, Jeep og
Alfa Romeo koma einnig illa út.
audi rs6 kemur verst út
Eins og áður segir tekur stuðullinn
mið af viðgerðarkostnaði, verði á
varahlutum og bilanatíðni. Hann
tekur einnig mið af því hve lengi
bílarnir eru óökufærir vegna þess
að þeir eru á verkstæði og meðal-
aldri þeirra bíla sem liggja til
grundvallar. Meðaltal allra bíla er
100 sem þýðir að ef talan er hærri
en 100 bilar bíllinn oftar (og með
meiri kostnaði) en meðal bíll. Eftir
því sem talan er lægri, því áreiðan-
legri er bíllinn – og því betra er það
fyrir budduna. Toyota Corolla er
langbesti bíllinn miðað við þennan
mælikvarða með stuðulinn 8,35 en
Audi RS6 kemur langverst út með
stuðulinn 686,98.
Á listanum yfir bestu bílana má
líka sjá hver meðal viðgerðarkostn-
aðurinn er. Eins og sjá má kostar
að jafnaði um 30 þúsund krónur að
gera við Toyota Corolla en 54 þús-
und að gera við Hondu HR-V, svo
dæmi séu tekin en miðað er við
viðgerðarkostnað í Bretlandi. Toy-
ota Corolla er ekki með lægsta við-
gerðakostnaðinn en er samt með
besta stuðulinn. Það þýðir að hann
bilar sjaldnar.
Stuðullinn fyrir framleiðend-
urna er sá sami en gott er að hafa
í huga að einstakir bílar geta reynst
eigendum þeirra ákaflega vel eða
illa, þvert á það sem stuðlarnir
sýna. Einungis er um meðaltal að
ræða, sem ætti að gefa fólki hug-
mynd um hversu áreiðanlegir og/
eða dýrir í rekstri bílarnir eru.
dýrt að gera við Porsche
Land Rover er sá bílaframleiðandi
„Stjórnvöld koma í veg fyrir að neyt-
endur njóti góðs af milliríkjasamn-
ingum sem hafa það að markmiði að
auka viðskipti milli landa og lækka
vöruverð. Neytendasamtökin krefj-
ast þess að stjórnvöld endurskoði þá
verndarstefnu sem hér hefur verið
við lýði með hagsmuni neytenda að
leiðarljósi,“ segir Jóhannes Gunn-
arsson, formaður Neytendasamtak-
anna, í grein í Neytendablaðinu.
Samtökin gagnrýna harðlega að
háir tollar séu lagðir á flestar inn-
fluttar landbúnaðarvörur. Sú vernd-
arstefna skerði valfrelsi neytenda og
ekki fáist séð að rök eins og matvæla-
öryggi réttlæti á nokkurn hátt him-
inháa tolla á vörum á borð við osta,
sem ekki séu framleiddir hér á landi.
Jóhannes bendir á að innfluttir
ostar beri 30 prósenta toll auk þess
sem 430 til 500 króna gjald fyrir hvert
kíló sé lagt á vöruna. „Það þarf því
ekki að koma á óvart að úrvalið af
innfluttum ostum er afar lítið. Sam-
kvæmt tvíhliða samningi við Evrópu-
sambandið er heimilt að flytja inn
allt að 100 tonn af ostum frá lönd-
um sambandsins án tolla. Þessi kvóti
er hins vegar boðinn út og því bæt-
ist útboðskostnaður við innkaups-
verðið. Neytendasamtökin hafa
gagnrýnt þessa
leið og lagt
til að kvót-
anum verði
úthlutað
samkvæmt
hlutkesti,“
skrifar Jó-
hannes og
bendir á að
samkvæmt samningi Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar skuli hvert að-
ildarland heimila innflutning á 3 til
5 prósentum af innanlandsneyslu í
þeim tilgangi að tryggja lágmarksað-
gang erlendra landbúnaðarafurða á
lægri tollum en ella gildi. Miðað hafi
verið ákveðna krónutölu á hvert kíló
og það hafi verið lág upphæð. „Með
reglugerð landbúnaðarráðherra frá
árinu 2009 var tollum á smjöri og
ostum breytt úr krónutölu í prósentu
og eru tollarnir nú 182%–193% á
ostum og 216% á smjöri,“ skrif-
ar hann.
Neytendasamtökin segja að stjórnvöld hamli lækkun vöruverðs:
200 prósenta tollur á osta
baldur guðmundsson
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
dýrastir í viðgerðum
n Porsche 130.207 kr.
n mazda 87.350 kr.
n Audi 86.804 kr.
ódýrastir í viðgerðum
n Renault 41.041 kr.
n Fiat 43.039 kr.
n Smart 45.582 kr.
atH. mIÐAÐ ER VIÐ mEÐALVERÐ.
viðgeRðiR
1. HONDA 29.82
2. SUZUKI 40.50
3. TOYOTA 50.52
4. SUBARU 55.53
5. SKODA 59.67
6. HYUNDAI 62.99
7. LEXUS 66.91
8. mAZDA 66.94
9. FORD 68.47
10. CITROEN 68.93
11. FIAT 69.06
12. NISSAN 71.28
13. PEUGEOT 75.79
14. SmART 77.44
15. DAEWOO 79.60
16. KIA 82.53
17. OPEL 83.06
18. mITSUBISHI 84.12
19. VOLKSWAGEN 87.48
20. mINI 93.90
21. ROVER 96.16
22. BmW 109.49
23. VOLVO 109.86
24. RENAULT 110.65
25. SAAB 132.12
26. CHRYSLER 133.46
27. jAGUAR 137.57
28. mERCEDES 140.23
29. AUDI 150.55
30. ALFA ROmEO 152.27
31. jEEP 168.15
32. PORSCHE 178.32
33. LANDROVER 225.34
áReiðanleiki bílaFRaMleiðenda
Heimild: RELIABILITYINDEX.COm
ToyoTa Corolla langbesTi bíllinn
Land Rover er sá bílaframleiðandi
sem kemur verst út af
þeim 33 sem voru bornir
saman.
Krefst endurskoðunar
jóhannes vill að stjórnvöld
hafi hagsmuni neytenda
að leiðarljósi.