Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Blaðsíða 11
miðvikudagur 29. september 2010 fréttir 11 „Sameiginleg sjávarútvegstefna ESB er einungis ásættanleg ef í aðildar- samningi eru tryggð ákvæði gegn rányrkju. Ef gengið er út frá að sam- komulag náist um nauðsynlega verndun fiskistofna mun hagnað- urinn af ESB aðild til langs tíma lit- ið vera meiri en kostnaðurinn,“ segir dr. Magnús Bjarnason í nýútkominni bók sinni sem Háskólinn í Amster- dam gefur út. Bókin er doktorsvörn Magnúsar þar sem hann vegur kosti og galla aðildar Íslands að ESB með stjórnmálahagfræðilegri greiningu. Magnús segir í samtali við DV að frjálst flæði fjármagns í heiminum þýði að eignarhald fyrirtækja í heim- inum verði flóknara en á árum áður þegar meira máli skipti hvar félög, til dæmis sjávarútvegsfyrirtæki voru skráð. „Ég sé ekki mikinn mun á því hvort það er Spánverji sem veiðir fiskinn og fjárfestir hann á Íslandi, sem skapar atvinnu þar, eða hvort það er íslenskur kvótabarón sem veiðir fiskinn og fer svo með pening- inn beint til Lúxemborgar og út úr landi,“ segir Magnús. Hlutfallslegur stöðugleiki „Aðalreglan innan ESB þegar geng- ið er inn er sú að þeir sem hafa veitt áður reyna að halda hlut- fallslegum stöðugleika. Þeir sem hafa veitt við Ísland eru fyrst og fremst Íslend- ingar og þannig yrði það því áfram. En það er ekki þar með sagt að eftir 25 ár verði ekki byrjað að endurskoða það. Að menn segi, Íslend- ingar eru ekki að nota kvót- ann, látum einhverja aðra sjómenn nota hann í stað- inn. Það sem skiptir máli er að ákveðnum hluta aflans sé landað á Íslandi og ekki síður að það sé niðurneglt að menn veiði ekki meira en það sem fiskifræðing- ar segja að sé hámarksafli,“ segir Magnús Bjarnason. Pólitíkusar stuðla að rányrkju Hann bendir á að vegna pólitískra hrossakaupa í ráðherraráði ESB ger- ist það oft að ráðamenn afhendi meiri fiskveiði- kvóta en vísindamenn mæli með. Þess vegna hafi rányrkja verið stunduð um ára- bil í höfunum við ESB-löndin. „Það gerist alltaf á hverju ári í Brussel þeg- ar sjávarútvegsráðherrarnir hittast og ákveða kvóta næsta árs. Fram- kvæmdastjórn ESB leggur til tillögur um hámarksafla, sem byggðar eru á tillögum fiskifræðinga. Síðan ræða sjávarútvegsráðherrarnir um málið í ráðinu og þar eru teknar pólitísk- ar ákvarðanir með hrossakaupum. Þeir hugsa sem svo að sjómennirnir séu kjósendur sínir og vilja því oft gefa meiri kvóta. Þannig verður kvót- inn alltaf stærri en fiskifræðingarnir mæla með. Rányrkjan hefur minnk- að á síðustu árum, en ekki nóg,“ segir Magnús og telur að Íslendingar þurfi að festa með einhverjum hætti í að- ildarsamningnum að það gerist ekki á Íslandsmiðum. Megum ekki flýta okkur „Við verðum að vera ákveðin, vita hvað við viljum. Við verðum að passa okkur á því að sækja ekki um ESB í svo mikilli örvæntingu og skrifa und- ir hvað sem er né heldur að loka okk- ur inni á Íslandi og vilja ekki taka þátt í neinu. Við verðum að fara milliveg- inn. Það held ég sé hægt ef við för- um varlega í viðræðunum. Ef það er rokið af stað eins og í Icesave verður kannski betur heima setið. En ESB er ekki í því að eyðileggja efnahag aðildarríkj- anna,“ segir hann. Flotarnir of stórir Aðspurður um áhyggj- ur margra Íslendinga um að Íslandsmið muni fyllast af spænskum togurum seg- ir Magnús að eignarhald sjáv- arútvegsfyrirtækjanna sé ekki aðal atriðið, ef veiðarnar skapi atvinnu á Íslandi. Mikilvægast sé hins vegar að fiskurinn í haf- inu verði ekki tæmdur. „Spænski flotinn og aðrir flotar í ESB, þar á meðal sá ís- lenski, eru of stórir fyrir fiskana í sjónum. ESB hefur „leyst“ það vandamál á ýmsan hátt, annars vegar með því að veiða of mik- ið og hins vegar hefur ESB gert samninga við ríki utan sam- bandsins um að veiða í þeirra lögsögu. Slíkir samningar hafa verið gerðir við Grænland, ESB veiðir þar og einnig undan Afríku- ströndum.“ Umhverfismál „Það þarf að standa á pappír, nið- urneglt í aðildarsamningnum, að fiskistofnarnir séu ekki nýttir um- fram það sem fiskifræðingar mæla með. Hins vegar verður mjög erfitt að standa á því að Íslendingar ein- ir megi eiga sjávarútvegsfyrirtæki á landinu, á meðan íslensku sjávarút- vegsfyrirtækin mega á hinn bóginn kaupa fyrirtæki í öðrum ESB-lönd- um, sem þau eru þegar byrjuð að gera. Þetta hlýtur að þurfa að virka í báðar áttir,“ segir hann. En Magnús bendir á að vernd- un fiskveiðistofna sé ekki einung- is efnahagslegt mál, heldur einnig umhverfislegt. „Það er merkilegt að samtök eins og Greenpeace hafi ekki fjallað meira um rányrkjuna í hafinu. Það verður allt snarvitlaust þegar tré eru felld eða þegar selir og hvalir eru skotnir, sem eru með lítil og sæt augu, en það virðist enginn hafa áhuga á dauðum þorskum.“ Flókið eignarhald Magnús Bjarnason segir að frjálst flæði fjármagns í alþjóðaviðskiptum nútímans geri heimsmyndina flókna. „Það mun áreiðanlega gerast að Ís- lendingar kaupi sér sjávarútvegsfyr- irtæki á Spáni. En þá er spurningin hvar aflinn sé unninn, það skapar at- vinnu á Íslandi ef hann er unninn þar. Það segir orðið lítið hvar fyrirtæki eru skráð, samanber féð sem hefur horf- ið frá Íslandi á undanförnum árum. Ef fjárhirslur í Lúxemborg, Sviss og Karíbahafi verða opnaðar munu sjást margir eigendur, sem hafa jafnvel fjárfest aftur í öðrum löndum. Frjálst flæði fjármagns felur ekki í sér jafn einfalda heimsmynd og var í gamla daga þegar menn gátu sagt að Bret- ar ættu þetta og veiddu þetta en hin- ir hitt. Ef við tökum spænskan togara sem dæmi, sem siglir um hafið, gætu Íslendingar verið hluthafar í fyrirtæk- inu sem á hann. Það þarf hins vegar að skoða þessa hluti mjög alvarlega í aðildarviðræðunum.“ Högnumst á EsB án rányrkju Dr. Magnús Bjarnason segir í nýútkominni bók sinni um framtíð Íslands á 21. öldinni að Íslendingar muni hagnast á inngöngu í Evrópusambandið til langs tíma, náist samningar um nauðsynlega verndun fiskveiði- stofna. Hann telur að rányrkja hafi verið stunduð í ESB vegna pólitískra hrossakaupa ráðamanna en ekki vegna framkvæmdastjórnarinnar. Helgi HraFn gUðMUndsson blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Það þarf að standa á papp- ír, niðurneglt í aðildar- samningnum, að fiski- stofnarnir séu ekki nýttir umfram það sem fiski- fræðingar mæla með Komum í veg fyrir rányrkju Dr.MagnúsBjarnason teluraðÍslendingarþurfiaðbeitaséraðverndun fiskistofna.ÞaðsémikilvægastamálÍslandsíaðildarvið- ræðunumviðESB.FlotarEvrópuséuofstórirmiðaðvið magnfisksinsíhafinu.HannsegiraðÍslendingarþurfiað hafaminniáhyggjurafhverjirveiðifiskinnáÍslandsmið- um,máliskiptiaðhonumverðilandaðhérálandi. Ástunda hrossakaup Dr.MagnúsBjarnasonsegirframkvæmdastjórninaíESB umhugaðumfiskverndarstefnuenpólitískhrossakaupsjávarútvegsráðherra aðildarríkjannahafigertaðverkumaðrányrkjaséstunduðíhöfunum. Hagnaður af esB náist samningar Dr.Magnússkrifarínýútkominnibóksinni,ThePoliticalEconomyofJoiningtheEuropeanUnion,Iceland’sPositionattheBeginningofthe21stCentury,aðÍslandmunihagnastáESBefsamkomulagnæstumverndunfiskistofna.HúnverðurfáanleghjáBóksölustúdentaeftirtværvikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.