Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Page 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 5. janúar 2011
Laun, sem skilanefndar- og slita-
stjórnarmenn þiggja, þykja há á ís-
lenskan mælikvarða og hafa sætt
gagnrýni. Augljóslega hafa margir
þeirra nú allt að tvöfalt hærri laun en
eftirsóttustu lögfræðingar, sem geta
haft 2 til 3 milljónir króna á mánuði.
Talað er um eftirlitslausa sjálftöku og
á það bent að í raun hafi lögfræðing-
ar og endurskoðendur innan þeirra
lítinn hag af því að hraða uppgjöri
og slitum bankanna. Því lengri tími,
því meiri verða tekjurnar yfir lengri
tíma.
Jafnframt er reglulega gagnrýnt
að skilanefndir bankanna og slita-
stjórnir séu óháðar eftirliti og hafi
öðlast stöðu eins og ríki í ríkinu.
DV hefur látið reyna á þetta og
fengið þau svör hjá FME, stjórnvöld-
um og dómstólum, að erfitt sé að að-
hafast nokkuð nema athugasemd-
ir berist frá kröfuhöfum. Í mörgum
tilvikum virðast einnig kröfuhafar
vera óvirkir gagnvart skilanefndun-
um og slitastjórnunum. Sérfróðir
hafa meðal annars bent blaðamanni
DV á að kröfur hafi í mörgum tilvik-
um ekki enn verið viðurkenndar og
því eigi fulltrúar erlendra sem inn-
lendra kröfuhafa einnig bágt með að
beita sér.
Takmarkað eftirlit
„FME kom að skipun í skilanefnd-
irnar á sínum tíma og við þekkjum
kostnaðinn við þetta,“ segir Gunn-
ar Andersen, forstjóri Fjármála-
eftirlitsins, í samtali við DV. „Það
er varla sanngjarnt að halda því
fram að skilanefndir og slitastjórn-
ir séu að tefja mál í eigin þágu að-
eins tveimur árum eftir hrun stóru
bankanna. Um eftirlitið er það að
segja að við misstum ákveðið boð-
vald yfir skilanefndunum með lög-
um sem sett voru í apríl 2009. Við
höfum samt ákveðið eftirlit með
gömlu bönkunum þar sem þeir
hafa starfsleyfi ennþá af ýmsum
ástæðum. Við fáum þannig skýrslur
frá þeim reglulega. Þá hafa einnig
verið skipaðar slitastjórnir af dóm-
stólum og skilanefndir og slita-
stjórnir eru með ákveðna verka-
skiptingu og samvinnu. Þannig að
þetta á ekki að vera með öllu eft-
irlitslaust. En boðvald okkar er
minna en áður.“
Gunnar segir að ábendingar um
hagsmunaárekstra og vanhæfi slita-
stjórnar- og skilanefndarmanna
við meðferð mikilla eigna hafi hon-
um vitanlega ekki komið inn á borð
FME. „Skilanefndarmaður sendi
þó árið 2009 innheimtumál til eig-
in lögfræðistofu og við höfðum bein
afskipti af því á sínum tíma. Það var
leiðrétt,“ segir Gunnar.
Með vissu er hér um að ræða
milljarða innheimtumál á hendur
Exista sem skilanefnd Landsbanka
Íslands sendi til Lögfræðistofu
Reykjavíkur sem er meðal annars í
eigu Lárentsínusar Kristjánssonar,
formanns skilanefndar bankans.
Kostnaði á að halda niðri
Ríkið og Seðlabanki Íslands eru
meðal stórra kröfuhafa í bönkunum.
Þannig á Seðlabankinn til að mynda
um 200 milljarða króna kröfu í Spari-
sjóðabankann sem slitastjórnin við-
urkennir ekki og hefur hafnað þar af
leiðandi.
„Við í fjármálaráðuneytinu höf-
um ekki miklar upplýsingar um
þetta. Það helgast meðal annars af
því að meðferð krafnanna er núna
að uppistöðu til í höndum eignar-
haldsfélags Seðlabankans sem fer
sameiginlega með kröfur ríkisins og
Seðlabankans,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra í sam-
tali við DV. „Að því marki sem þessi
mál heyra undir einhvern er það
væntanlega efnahags- og viðskipta-
ráðuneytið. Ég held að þetta sé
mjög misjafnt. Ég hef ástæðu til að
ætla að menn dæmi kannski allan
skóginn eftir tilteknum trjám. Við
höfum vissulega heyrt ýmsar svona
sögur. Ég held að að uppistöðu til
séu nú skilanefndirnar og svo hinar
dómskipuðu slitastjórnir að vinna
samkvæmt því sem eðlilegt getur
talist við það að endurheimta eignir
og vinna úr búunum. Maður hefur
svo líka heyrt sögur af því að menn
séu að gera vel við sjálfa sig og ekk-
ert að flýta sér við úrvinnsluna og
þá er það eitthvað sem þarf að taka
á. Að sjálfsögðu þarf að sjá til þess
að kostnaði sé haldið í lágmarki og
að hann fari ekki upp úr öllu valdi.
Gallinn við þetta er sá að þetta eru
að miklu leyti erlendir kröfuhaf-
ar, stórir bankar og sjóðir, sem eru
með kröfur alla vega í stóru bank-
ana. Og þeir eru vanir þannig töxt-
um að þeim finnst þetta örugglega
lágt tímakaup sem menn skammta
sér hér á Íslandi þótt það sé mjög
hátt í okkar umhverfi.“
Steingrímur kveðst sjálfur hafa
reynt á eigin skinni hvað það kost-
ar að kaupa lögfræðiráðgjöf frá er-
lendum aðilum. „Við þurfum að
borga heilmikla reikninga vegna
ónefndra mála og þá fyrst sér mað-
ur kauptaxta sem fá mann til að
svitna. Þótt þessar tölur séu háar
hér og stingi í augu þykja þetta ekki
endilega háar tölur í erlendu sam-
hengi. Þegar upp er staðið skipt-
ir rekstrarkostnaður sem hlutfall af
eignum þrotabúanna mestu máli.“
„Kostnaðinum sé
haldið í lágmarki“
n Fjármálaráðherra vill að kostnaði við slit bankanna sé haldið í lágmarki n Vanhæfi
og hagsmunaárekstrar slitastjórna og skilanefnda koma lítið til kasta FME
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
Skert boðvald Gunnar Andersen,
forstjóri FME, segir vanhæfismál og
hagsmunaárekstra innan skilanefnda eða
slitastjórna ekki koma inn á borð FME.
Stjórnarherrar og skilanefndarmenn
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
segir að taka verði á því sannist að menn séu
að gera vel við sig og hraði ekki verkum sínum.
„Maður hefur svo líka heyrt
sögur af því að menn séu
að gera vel við sjálfa sig og ekk-
ert að flýta sér við úrvinnsluna
og þá er það eitthvað sem þarf
að taka á.
n Þeir sem eru í skilanefndum og slitastjórnum bankanna eru í hópi tekjuhæstu einstaklinga
þjóðarinnar eftir hrunið n Tólf þeirra högnuðust samanlagt um 460 milljónir króna í gegnum
einkahlutafélög sín allt árið 2009 n Það jafngildir á fjórðu milljón króna á mánuði
Hin nýja auðstétt hrunsins
stöðvun og slit gamla Lands-
bankans nam tæpum 6 millj-
örðum króna fyrstu sex
mánuði nýliðins árs eða
sem nemur einum milljarði
króna á mánuði. Skilanefnd-
armenn töldu í ágúst síðast-
liðnum að kostnaðurinn yrði
nokkru minni síðari hluta árs-
ins. Hann gæti engu að síður
hæglega hafa orðið 10 millj-
arðar króna. Til samanburðar
má geta þess að samanlagð-
ur kostnaður skilanefndar og
slitastjórnar Glitnis nam 4,6
milljörðum króna árið 2009.
Sex milljarða króna kostn-
aður við skil og slit gamla
Landsbankans á fyrri hluta
síðasta árs skiptist þannig að
um 1,6 milljarðar króna eru
laun og launatengd gjöld. Það
er liðlega fjórðungur heildar-
upphæðarinnar. Réttum helm-
ingi upphæðarinnar, tæpum 3
milljörðum króna, var varið til
kaupa á þjónustu lögfræðinga
og öðrum sérfræðikostnaði.
Þar af nam kostnaður erlend-
is um 2,5 milljörðum króna en
lögfræði- og sérfræðikostnað-
ur hérlendis nam á sex mán-
uðum 470 milljónum króna.
Lárentsínus Kristjánsson,
lögfræðingur og formaður
skilanefndar Landsbankans,
sagði á þessum tíma að kröfu-
hafar hefðu engar athuga-
semdir gert við kostnað vegna
umsýslu með eignir bank-
ans og störf skilanefndar og
slitastjórnar við að innheimta
kröfur og verja eignasafn bús-
ins.
Þótt taxtar skilanefndanna
og slitastjórnanna þyki háir á
íslenskan mælikvarða þykja
þeir ekki ýkja háir í nágranna-
löndunum, svo sem í Bret-
landi, eins og bæði fjármála-
ráðherra og forstjóri FME geta
um hægra megin á opnunni.
Í New York Páll Eiríksson
og Steinunn Guðbjartsdóttir
á tröppum dómstóls í New
York þegar máli slitastjórnar
gegn fyrrverandi eigendum og
stjórnendum Glitnis var vísað
frá. Málareksturinn kostaði
hundruð milljóna króna.
MYNd JóhaNNES Kr. KriSTJáNSSoN