Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Síða 4
4 | Fréttir 5. janúar 2011 Miðvikudagur Ólafur Gottskálksson tekinn af lögreglu vegna líkamsárásar: Sleppt að lokinni skýrslutöku Fjölþrepa bakbrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun • Má nota hvar sem er Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Verð: 7.950 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Eva Björg Sigurðardóttir lenti í þeirri óvenjulegu lífsreynslu á gamlársdag að fæða barn í heita pottinum í garðin- um heima hjá sér í Grindavík. Það var faðir barnsins, Rafn Franklín Arnar- son, sem tók á móti syni sínum í pott- inum en fyrir eiga þau tvo stráka. Ætlaði að eiga heima „Við ætluðum að eiga hann hérna heima og vorum búin að vera með til- búna fæðingarlaug hér inni í þrjár vik- ur. Við ætluðum að hafa þetta mjög náttúrulegt með kertaljósum, rólegri tónlist og ilmolíum og það átti að koma ljósmóðir,“ segir Eva Björg en af fyrri reynslu bjóst hún við að fæðingin tæki talsvert langan tíma. „En svo vakna ég með verki klukk- an sex að morgni gamlársdags og fer á fætur um hálfsjö. Ég sendi ljósmóður- inni smáskeyti um að ég sé að byrja að fara af stað og hún hringir í mig róleg og segir mér að hafa samband ef eitt- hvað breytist. Ég er síðan inni í um það bil 40 mínútur en ákveð síðan að fara í pottinn úti í garði til að lina verkina og svo að maðurinn minn geti gert allt tilbúið fyrir fæðinguna hérna inni á meðan.“ Kom syndandi út Eva Björg var búin að vera í fimmtán mínútur í heita pottinum þegar hún fann að barnið væri að fara að fæð- ast. Þá kallaði hún í Rafn Franklín og sagði honum að hann yrði að koma út og taka á móti barninu. Hann hringdi strax í ljósmóðurina sem býr á Vatns- leysuströnd og lagði hún strax af stað. „Síðan líða um 10 mínútur og þegar maðurinn minn sér hausinn vera að koma hringir hann í ofboði aftur í ljós- móðurina sem var ókomin. Hún talar hann í gegnum þetta og biður hann um að segja mér að vera bara róleg og bíða eftir næstu hríð. Maðurinn minn kraup síðan við pottinn og í sömu andrá og strákurinn kom syndandi út kom mamma hlaupandi fyrir hornið. Þannig að klukkan hálfátta á gamlárs- dagsmorgun vorum við með nýfætt barn hérna í pottinum úti í garði. Þetta var alveg æðislegt,“ segir nýbakaða móðirin og ljómar. Grét af gleði Nágrannakona sem vaknaði við um- stangið sagði við Evu að hún hefði hreinlega farið að gráta af gleði þegar hún áttaði sig á því að hún væri vitni að fæðingu og fannst þetta mögnuð upplifun. Ljósmóðirin hafði hringt í sjúkrabíl til vonar og vara ef drengurinn þyrfti að komast fljótt undir læknishend- ur og komu sjúkraflutningamenn- irnir skömmu eftir að drengurinn var kominn í heiminn. Þeir hurfu þó fljót- lega frá þar sem bæði móður og barni heilsaðist vel. Ljósmóðirin kom einn- ig fljótlega á staðinn og var hjá Evu á meðan hún fæddi fylgjuna í pottin- um. „Þetta var bara yndislegt og hálf- tíma eftir fæðinguna fékk ég mér ristað brauð með graflaxi og kaffi inni í eld- húsi. Við erum alveg í skýjunum.“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var færður á lögreglu- stöðina í Reykjanesbæ á nýársdags- morgun, grunaður um að hafa í fé- lagi við annan mann brotist inn á heimili í bænum þar sem íbúi lá sof- andi og ráðist á hann. Ekki er vitað um tilefni meintrar árásar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjanesbæ barst til- kynning klukkan 8.44 á nýársdags- morgun um að verið væri að ráðast á mann á Hafnargötunni í Keflavík. Lögreglumenn fóru á staðinn en urðu einskis varir. Í lögregluskýrslu kemur fram að lögreglumenn hafi síðar fengið upplýsingar um að árás- in ætti sér stað á heimili manns við götuna. Lögreglan fór inn á heimil- ið og var Ólafur færður á lögreglu- stöðina í viðtal en fékk að fara heim að því loknu. Í lögregluskýrslu segir að fórnarlamb árásarinnar hafi ver- ið með smávægilega áverka í andliti en hafi ekki viljað þiggja aðstoð frá lögreglu á vettvangi. Meint árás hef- ur ekki verið kærð og mun lögregl- an ekkert aðhafast fyrr en kæra hef- ur borist. Fórnarlambið þurfti að leggjast inn á sjúkrahús á nýársdag þar sem hann lá í tvo sólarhringa. Samkvæmt heimildum DV er fórnarlambið með samfallið lunga og rifbeinsbrotið. Ólafur, sem er grunaður um að eiga þátt í málinu, var á síðasta ári dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyr- ir að hafa ráðist inn á heimili í félagi við annan mann, gengið í skrokk á heimilismanni og haft á brott með sér fartölvu. Hann lék á sínum tíma 9 landsleiki fyrir A-landslið Íslands og var atvinnumaður í knattspyrnu þar til hann var dæmdur í ævilangt keppnisbann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Árás Ólafi Gottskálkssyni var sleppt að lokinni skýrslutöku. Fæddi barnið í heita pottinum n Barnið fæddist í heita pottinum heima á gamlársdag n Faðirinn tók á móti barninu n Nágrannakonan grét af gleði þegar hún heyrði barnið koma í heiminn Potturinn góði Eva Björg og Rafn Franklín við heita pottinn í garðinum. Hamingja Eva Björg segir fæðinguna hafa verið æðislega og að allt hafi gengið eins vel og hugsast gat. MyNdir rÓBert reyNiSSoN Fjölskyldan Eva Björg og Rafn Franklín ásamt strákunum sínum þremur. Siv gegn Sigmundi Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, vill ekki þjóðstjórn líkt og formaður Framsóknarflokks- ins. Hún vill heldur ekki að boðað verði til kosninga. Talar hún þar með þvert gegn Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni, formanni flokks hennar, sem hefur ítrekað talað um þjóð- stjórn og nýjar kosningar. Ummælin lét Siv falla í Morgunútvarpinu á Rás 2 á þriðjudagsmorgun. Sagði hún meðal annars að hún teldi að kosningar á þessum tíma- punkti væru eitt af því sísta sem samfélagið þyrfti á að halda. Siv sagðist aldrei hafa verið hrifin af hugmyndinni um þjóðstjórn. Sagði hún að lýðræðinu væri betur þjón- að með því að hafa bæði stjórn og stjórnarandstöðu sem gæti veitt að- hald og bent á það sem betur mætti fara. Lottóvinningshafi fer huldu höfði Lottóvinningshafinn heppni á Þing- eyri fer ennþá huldu höfði. Þorps- búar hafa margir hverjir bendlað ákveðinn aðila við vinninginn en sá segist ekki hafa keypt lottómiða í mörg ár. Hann hefði þó glaður tekið á móti 25 milljónunum ef miðinn hefði verið hans. Leitin að milljónamæringnum á Þingeyri heldur því áfram og þorps- búar verða að halda áfram með getgáturnar þangað til hinn heppni stígur fram, ef hann gerir það þá. Vinningsmiðinn var keyptur í söluskála N1 á Þingeyri á milli jóla og nýárs. Starfsstúlka í söluskálan- um sagði í samtali við DV í byrjun vikunnar að hún teldi nokkuð víst að vinningshafinn væri heimamaður, enda hefði verið lítið um að utan- bæjarfólk væri á ferðinni á þessum tíma. 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.