Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Síða 6
Starfskjör Bíllinn er hluti af
starfskjörum Hilmars sem er bæði
formaður og framkvæmdastjóri FIT.
6 | Fréttir 5. janúar 2011 Miðvikudagur
Íslendingur liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Austurríki:
Féll tuttugu metra
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
n Formaður Félags iðn- og tæknigreina fékk nýjan jeppa til afnota
n Kostar fimm og hálfa milljón n Kom til álita að kaupa ódýrari bifreið
Keyptu lúxusjeppa
fyrir formanninn
Félag iðn- og tæknigreina, FIT, fjár-
festi í desember í glænýrri Chevro-
let Captiva-jeppabifreið. Bifreiðin
kostaði rúmlega fimm og hálfa millj-
ón króna og er ætluð formanni fé-
lagsins til afnota. Félagið virðist hafa
nóg fjármagn í höndunum en nýver-
ið greindi DV frá því að tíu stjórnar-
menn félagsins fóru til Seattle á dög-
unum á kostnað félagsins þar sem
Boeing-verksmiðjurnar voru meðal
annars heimsóttar. Tilgangur ferðar-
innar var að sækja endurmenntun-
arnámskeið hjá Boeing. Rúmlega 300
félagsmenn eru atvinnulausir.
Fríðindi formanns
„Þetta er bara endurnýjun á bíl sem
framkvæmdastjóri hefur. Félagið er
með þrjá bíla. Þetta er til að þjón-
usta meðal annars orlofshúsin af
því að það er nú snjór og við erum
með þrjátíu og tvö orlofshús og við
þjónustum þau yfir vetrartímann,“
segir Hilmar Harðarson, formað-
ur og framkvæmdastjóri félagsins,
um sjö manna lúxus-jeppabifreið-
ina. „Þetta hefur alltaf verið bíll fyr-
ir framkvæmdastjóra hjá félaginu og
að sjálfsögðu eru borguð öll hlunn-
indi af því til skattsins eins og ber að
gera,“ segir hann en hann segir jafn-
framt að endurskoðendur félags-
ins hafi ráðlagt því að kaupa bifreið
í stað þess að borga aksturspeninga.
„Það hefði verið hægt að gera það en
þetta hefur verið bíllinn sem hefur
verið í gangi síðustu árin,“ segir hann
aðspurður hvort ekki hafi komið til
greina að kaupa ódýrari bíl.
Fríðindi formanns
Hilmar segir að sú bifreið sé keypt
sem hagstæðast sé að kaupa á hverj-
um tíma, í þessum stærðar- og verð-
flokki. „Stjórn félagsins tók ákvörð-
un um að endurnýja þetta vegna
þess að við vissum að bifreiðar væru
að hækka verulega um áramótin út
af endurskoðun á tollum og öðru,“
segir hann. „Það hefur þótt eðlilegt
að hafa einn jeppa til að geta far-
ið í hvaða sumarhús sem er.“ Hilm-
ar ítrekaði það oft í samtali sínu við
blaðamann að bíllinn sé nauðsyn-
legur til að þjónusta orlofshús félags-
ins en þrír iðnaðarmenn vinna við
að þjónusta orlofshúsin. Þeir hafa þó
tvær aðrar bifreiðar til að sinna verk-
efnum sínum.
Sinnir viðhaldi
„Nei, hann er nýttur fyrst og fremst
fyrir mig til að komast á fundi, alls
staðar á okkar félagssvæði, og jafn-
framt þar sem þarf jeppabifreið til
þess að komast ef það þarf að draga
eða koma kerru eða einhverju að,
þá er hann nýttur í það,“ segir hann
aðspurður hvort bifreiðin sé einnig
nýtt til að sinna viðhaldi á orlofshús-
um félagsins. Hann segir að skoðað
hafi verið í þaula hvort hægt væri að
kaupa ódýrari bifreið og segir hann
að niðurstaðan hafi verið sú að þessi
bifreið væri sú ódýrasta.
„Raunverulegur lúxus“
Bifreiðin er af gerðinni Chevrolet
Captiva og kostar ný, samkvæmt
upplýsingum frá umboðsaðila
Chevrolet á Íslandi, rúmlega fimm
og hálfa milljón króna. Samkvæmt
skráningu bifreiðarinnar var hún
nýskráð 16. desember. Bifreiðin er
búin alls kyns lúxus sem þó er stað-
albúnaður í bílnum. Þar á meðal má
nefna tengi fyrir MP3-spilara, álfelg-
ur, hraðastilli og rúðuþurrkuhitara.
Bifreiðin hækkar í verði nú um ára-
mótin vegna aukinna vörugjalda á
innfluttum bifreiðum. Á heimasíðu
umboðsaðila segir um bílinn að
hann sé sjö manna sportjeppi og tal-
að um hann sé „raunverulegur lúx-
us“.
„Það hefur þótt
eðlilegt að hafa
einn jeppa til að geta farið
í hvaða sumarhús sem er.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Formannsbíllinn Hilmar segir bílinn fyrst og f
remst notaðan
til að hann komist á fundi, en einnig til að s
inna viðhaldi orlofs-
húsa. Hann segir þó bílinn vera hluta af sta
rfskjörum sínum.
Tuttugu og fimm ára Íslending-
ur liggur alvarlega slasaður á
sjúkrahúsi í borginni Innsbruck í
Austur ríki, eftir að hann hrapaði
niður fjallshlíð í skógi í borginni
á gamlárskvöld. Maðurinn hef-
ur búið í borginni að undanförnu
ásamt fleiri Íslendingum. Hon-
um var haldið sofandi á sjúkra-
húsi fyrstu dagana eftir slysið en
samkvæmt heimildum DV er hann
ekki í lífshættu. Hann er hins veg-
ar bæði rifbeins- og hryggbrotinn,
með samfallið lunga, auk þess sem
hann hefur gengist undir aðgerð.
Hann hlaut einnig höfuðáverka
við fallið.
Maðurinn var á gangi ásamt
öðrum manni á svæðinu, í þeim
tilgangi að stytta sér leið eftir að
þeir misstu af strætisvagni. Talið er
að honum hafi skrikað fótur með
þeim afleiðingum að hann hrap-
aði um 20 metra niður fjallshlíðina
og er talið að þar af hafi verið um 7
til 8 metrar í frjálsu falli. Mjög erf-
iðlega gekk að koma hinum slas-
aða undir læknishendur en hann
lá í um tvær klukkustundir áður en
hjálp barst.
valgeir@dv.is
Innsbruck 25 ára Íslending-
ur liggur alvarlega slasaður á
sjúkrahúsi í Austurríki.
Óboðinn gestur um jólin:
Jólatréð iðaði
af lífi
Íbúi einn í Hafnarfirði fékk heldur
meira en hann bað um þegar hann
keypti jólatré í ræktunarreit í Mos-
fellsbæ fyrir jólin. Tréð tók nefnilega
að iða af lífi þegar það var komið á
sinn stað inni í stofu. Frá þessu er
sagt á vef Náttúrufræðistofnunar en
þar segir að asparglyttan alræmda
hafi fylgt trénu. Asparglyttan er ann-
álaður skaðvaldur á öspum og víði-
tegundum ýmiss konar. Samkvæmt
vef Náttúrufræðistofnunar duttu
hátt í hundrað bjöllur af trénu þegar
eitri var úðað á það.
Asparglyttan er nýlegur landnemi
og sögð afar efnilegur skaðvaldur á
trjám og runnum í görðum. Hún er
orðin einkar fjölliðuð í Mosfellsbæ, í
nágrenni meintra upptaka tegund-
arinnar hér á landi, og eykur hún
útbreiðslu sína í höfuðborginni jafnt
og þétt með hverju árinu.
Á haustin koma fullorðnar aspar-
glyttur, það er bjöllurnar grænu,
sér fyrir til vetrardvalar, gjarnan í
sprungum í trjáberki og undir laus-
um berki. Ofangreint dæmi úr Hafn-
arfirði gefur til kynna að grenitré
veiti glyttunum ákjósanlegt vetrar-
skjól. Myndina hér að ofan tók Er-
ling Ólafsson.
Vegtollum
mótmælt
Hátt í tíu þúsund manns hafa
mótmælt fyrirhuguðum vega-
tollum umhverfis höfuðborgar-
svæðið. Félag íslenskra bif-
reiðaeigenda stendur fyrir
undirskriftasöfnun á vefsíðu
sinni. Kennitölur þurfa að fylgja
nöfnum þannig að nær öruggt
er að nöfn séu ekki tvítalin á list-
anum. Undirskriftasöfnuninni
var hrundið af stað síðdegis á
mánudag.
„Það er því að verða ljóst
hvern hug almenningur ber til
þeirrar fyrirætlunar stjórnvalda
að girða höfuðborgarsvæðið af
með tollmúr og leggja vegtolla á
alla umferð um þjóðvegina inn á
og út af svæðinu þegar endurbót-
um á þessum vegum verður lokið
eftir fá ár,“ segir í tilkynningu.
Mynd eRlIng ÓlaFSSon