Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Side 14
Góð þjónusta
n Sáttur viðskiptavinur Max1 hafði
samband við DV og vildi koma á
framfæri þakklæti sínu. Konan segir
að starfsmenn bílaþjónustunnar
hafi verið einkar liðlegir og greið-
viknir þegar hún þurfti að leita til
þeirra. Dekk sprakk á bílnum
hennar en að hún notar hún
dekk sem ekki fást alls stað-
ar. Starfsmennirnir gerðu
dauðaleit að dekki fyrir
hana og fundu. Hún
var mjög ánægð með
þessa góðu og jákvæðu
þjónustu.
Geymsluaðferð
mikilvæg
Nú þegar hátíðirnar eru yfirstaðnar
fer fólk að hugsa betur um pyngjuna
og nýta sér tilboð verslana og setja í
frystinn. Á heimasíðu Leiðbeininga-
stöðvar heimilanna eru leiðbeining-
ar um hvernig best sé að ganga frá
matvælum í frystingu og kælingu.
Þar segir að góður frágangur sé mik-
ilvægur en þegar geyma skal kjöt,
fisk eða aðra matvöru þarf að geyma
hana í lofttæmdum umbúðum.
Kjöt sem er geymt í plastpoka hefur
helmingi minni geymslutíma en
það sem geymt er við lofttæmingu.
Eins er ráðlagt að merkja ílátin með
innihaldi og dagsetningu og ganga
þarf frá kæli- og frystivöru sem allra
fyrst eftir að hún er keypt.
Engin afsökunar-
beiðni
n Viðskiptavinur Olís lét vita af eftir-
farandi samskiptum við starfsmann
fyrirtækisins. „Ég fæ mér oft ham-
borgara á Olís því mér finnst þeir
góðir en í þetta skipti gekk allt á aft-
urfótunum. Ég pantaði tvö ostborg-
aratilboð en fékk einungis annað
tilboðið og í þokkabót var sá ham-
borgari brenndur. Þegar ég ræddi
þetta við afgreiðslustúlkuna varð
hún pirruð, tók hamborgarann með
höndunum og sagðist
ætla að gera nýjan. Við
vorum því með fransk-
ar en enga borgara.
Þegar þeir loks komu
voru þeir hálfhráir. Ég
átti ekki orð yfir þessari
framkomu og aldrei vorum
við beðin afsökunar.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Fáðu vöruna á hilluverði Neytendastofa bendir á að allar vörur í verslunum
eiga að vera skýrt verðmerktar og á heimasíðu hennar segir að almenna reglan sé að verslanir
skuli selja vöru á því verði sem varan er verðmerkt á, jafnvel þótt um mistök sé að ræða. Þetta
gildir þó ekki ef sjá má, eða það ætti að sjást, að um mistök er að ræða. Þá gildir þetta heldur ekki
ef röng verðmerking er ekki sök fyrirtækisins heldur hafi til dæmis annar viðskiptavinur breytt
verðmerkingu eða fært vörur til. Í matvöruverslunum getur verið misræmi á verðmerkingu á hillu
og í afgreiðslukassa en þá á neytandinn að fá vöruna á hilluverðinu. Byggist þetta á því að neyt-
endur velja vöruna á grundvelli verðmerkingarinnar en ekki á grundvelli verðs í afgreiðslukassa
enda hafa neytendur engin tök á því að sjá það verð fyrr en komið er að því að greiða vöruna.
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 5. janúar 2011 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 209,5 kr. Verð á lítra 211,3 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 209,3 kr. Verð á lítra 211,1 kr.
Verð á lítra 210,0 kr. Verð á lítra 211,3 kr.
Verð á lítra 209,2 kr. Verð á lítra 211,1 kr.
Verð á lítra 209,3 kr. Verð á lítra 211,1 kr.
Verð á lítra 209,5 kr. Verð á lítra 211,3 kr.
Algengt verð
Almennt verð
Algengt verð
Akureyri
Melabraut
Algengt verð
n Útsölur er hafnar af miklum krafti n Dæmi eru um 70 til 80 prósenta
lækkun á völdum vörum n Verslunarmenn ánægðir með viðtökurnar
Útsölurnar eru komnar á fullt og
virðast flestir vera á sama máli um
að þær séu betri en oft áður. Um
er að ræða mikla verðlækkun á
eldri vörum en einnig er meira um
að nýjar vörur séu settar á útsölu.
Verslunarmenn sem DV ræddi við
sögðu að viðtökurnar hefðu verið
góðar og mikið væri að gera fyrstu
daga útsalanna. Í Kringlunni og
Smáralind standa þær yfir þar til
í byrjun febrúar en þá verða settir
upp götumarkaðir. Blaðamaður DV
fór á stúfana og athugaði hvað er í
boði á útsölunum í nokkrum versl-
unum.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
SPARAÐU OG KAUPTU NÚNA
Kvenfatnaður
Hjá Benetton fengust þær upplýsingar að 40 prósenta afsláttur væri á völdum vörum
en það eru flíkur sem eru að klárast. Nýjar vörur fara ekki á útsölu þar. Cobra, sem
selur sokka og sokkabuxur, veitir einnig 40 prósenta afslátt á völdum vörum. ZikZak
er með 30 prósenta afslátt, aðallega á eldri flíkum, en inni á milli eru þó nýjar vörur.
Eins er þar tilboðsslá þar sem allt er á 1.000 krónur. Evans, sem selur kvenfatnað í
yfirstærð, býður upp á 40 til 70 prósenta afslátt á völdum vörum en vinsælar vörur sem
eru alltaf til eru á sama verði, sem og nýjustu vörurnar. Emami selur kvenföt sem eru
skandinavísk hönnun. Þar er allt með afslætti á bilinu 10 til 60 prósent. Til dæmis má
þar fá Limit less-kjólana í sumarlitum á 60 prósenta afslætti. Zara opnaði sína útsölu
fyrir áramót en á henni er allt sem kom í búðina á síðasta ári. Afslátturinn er allt að 80
prósent en nýjar vörur eru ekki á útsölu.
Herraföt
Þeir karlmenn sem vilja bæta í fataskápinn ættu ekki að vera í vandræðum með að
finna eina eða tvær flíkur á útsölunum í herrafatabúðunum. Herragarðurinn og Hugo
Boss eru með langflestar vörur sínar á afslætti en þar býðst 30 prósenta afsláttur.
Staðlaðar flíkur sem eru til sölu allt árið, svo sem nærföt og sokkar, eru þó á sama
verði og áður. Verslunin Jack & Jones slær einnig 30 prósent af öllu nema nýjum
vörum. Auk þess er hægt að fá nokkrar týpur af skóm á niðursettu verði. Í Selected er
mikið af gallabuxum á útsölunni þar sem verið er að skipta út gömlum týpum og taka
inn nýjar. Þar er einnig veittur 30 prósenta afsláttur af völdum vörum.
Unga fólkið
Unglingarnir ættu einnig að
finna eitthvað við sitt hæfi
en Outfitters Nation er með
30 til 40 prósenta afslátt
á völdum vörum. Í Gallerý
sautján eru bæði nýjar og
eldri vörur á útsölunni.
Dömudeildin býður upp á 40
prósenta afslátt af völdum
vörum en í herradeildinni er
afslátturinn á milli 30 og 40
prósent. Þar fyrir utan eru
allar vörur með 10 prósenta
afslætti.
Bækur og ritföng
Bókabúðirnar eru ekki byrjaðar með sínar útsölur þar sem þær hafa gefið fólki lengri
skilafrest á jólagjöfum. Útsalan í Eymundsson hefst í kringum 11. janúar og um svipað
leyti í Máli og menningu. Þar eru þó búið að lækka verð á skólavörum, ritföngum og
skrifstofuvörum en sumar af þeim vörum er á 30 til 50 prósenta afslætti.
Skóbúðir
Bossa Nova veitir allt að 40 prósenta afslátt af völdum
vörum. Það er meirihluti af skóm verslunarinnar fyrir
utan þá sem komu í desember og klassíska skó sem eru
alltaf vinsælir. Útsala hófst á sunnudaginn hjá Skór.
is og þar er einnig boðið upp á 40 prósenta afslátt af
skónum. Þeirra á meðal eru vinsælar vörur svo sem
Sixmix-skór. Hjá Kaupfélaginu fengust þær upplýsingar
að óvenjumikið af vörunum væri á útsölu. Þar eru mest
áberandi dömuskór og leðurstígvél og er veittur 40
prósenta afsláttur af ústöluvörum.
Örtröð Það var margt um manninn í
verslunarmiðstöðvum þegar útsölur hófust.
MYNDIR SIGTRYGGUR ARI JóHANNSSON