Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Side 19
Heimsbyggðin fagnar fæðingu Jesú og boðskap hans á jól-unum. Þó 2.000 ár séu liðin frá sporgöngu hans um eyðimörk- ina er fagnaðarerindið enn leið- arljós mannkyns. Ein helsta mót- staða frelsarans voru þáverandi ráðamenn sem virtust lítt hrifnir af tjáningarfrelsi öðru en á eigin nótum. Allt sem hreyfði við lýðn- um var ógn og ögrun. Og sagan endurtekur sig. Heimsbyggðin leitar huggunar í fagnaðarerind- inu en í reynd hefur mannkynið ekki gengið götuna fram eftir veg. Mannréttindamál eru víða í ólestri og lýðræðisríki glíma við innan- mein sem rekja má til sömu rótar og fyrir 2.000 árum. Við eltum ein- hverja hugsjón og komum okkur fyrir í hópum sem að lokum verða mikilvægari en hugsjónin sjálf. Slík klíkumyndun virðist vera saga mannkyns í hnotskurn og af henni eigum við að læra. Gerum okkur að leik að vafra yfir veröldina. Kína, eitt mesta stórveldi heims, er ekki beinlín- is þekkt fyrir mannréttindi. Minni spámenn í suðri, N-Kórea og Búrma, grá fyrir járnum, og í vestri blaka Rússar ekki mannúðarfána. Tjsetsjenía státar af nýjum Stal- ín og í Afganistan er stríðsástand. Herforingja- og ógnarstjórnir ráða ríkjum víðs vegar um Afríku ásamt trúarofstæki. Miðausturlönd eru eyrnabólga heimsins, þar rennur gröfturinn án afláts og engin með- ferð virðist duga til langframa. Írak er í herkví og Íran hlær að lýðræð- istilburðum heimsbyggðarinnar. Skammt frá glottir svo Berlusconi. Heimsmyndin batnar í raun lít- ið hinum megin við hafið. Banda- ríkjamenn, sjálfskipaðir öryggis- verðir jarðarkringlunnar, talsmenn frelsis og framtaks, hafa í gegnum tíðina staðið í leynimakki gegn öllu sem að þeirra dómi ógnar öryggi heimsbyggðarinnar. Nefni Fidel Castró, Saddam Hussein og nú síð- ast Julian Assange hjá Wikileaks. Þó við höfum misjafnar skoðan- ir á þessum málum liggur eitt fyr- ir: Mannkynið hefur hugsanlega meðtekið boðskap Jesú Krists en tileinkunin á langt í land. Endum þetta veraldarvafst- ur hér uppi á Íslandi, Ísland- inu góða. Ég held við getum með þokkalegri samvisku talið okk- ur til skásta heimshlutans hvað mannréttindi og spillingu varðar. Við erum þó sýnu verst á svæðinu og drögum meðalkúrvuna niður. Hvar okkur varð á í messunni má sjá í hrunskýrslunum og verkefn- ið fram undan hlýtur að vera að losa stjórnmálin upp úr farvegum hagsmunahópa og leyfa valdinu að flæða um þjóðfélagið allt. Af öllum hagsmunahópunum eru stjórnmálamennirnir sjálf- ir sýnu verstir. Þetta sjá æ fleiri. Spurningin er hvort sú uppgötvun muni sameinast í einni allsherjar- flóðbylgju og ryðja burtu varnar- görðum hægrisins og vinstrisins. Hvorutveggja byrgir okkur sýn og eru einungis tafskaflar á leið okk- ar til betra lífs. Við þurfum hvorki né verðum sammála um allt en við ættum að geta sameinast um grundvöll, grundvöll sem trygg- ir lausnir byggðar á þjóðarvilja og þjóðarsátt. Þetta er lykilmál og ætti að vera keppikefli nýs árs. Umræða | 19Miðvikudagur 5. janúar 2011 Matrix og Jurassic Park alltaf bestar 1 Davíð nefndur „drusla“ Hilmar Jónsson, bloggari á mbl.is, kallar Davíð Oddsson druslu eftir að hluti þess sem hann kallar drottningarvið- tal Viðskiptablaðsins við Davíð birtist á mbl.is. 2 Bankinn slær sérkjör af Lands-bankinn hefur slegið af sérkjör þeirra innistæðueigenda sem töpuðu peningum í peningamarkaðssjóðum gamla Landsbankans. 3 Tíu ára gamall drengur skaut móður sína til bana Drengur í Ohio myrti móður sína á heimili þeirra í Big Prairie, mitt á milli Cleveland og Col- umbus, síðastliðið sunnudagskvöld, með því að skjóta hana í höfuðið. 4 H&M á Íslandi: Fulltrúar skoða verslunarhúsnæði Ásgeir Bolli Kristinsson staðfesti í samtali við Fréttablaðið að fulltrúar sænska fatarisans H&M hafi komið hingað til lands fyrir jól og skoðað verslunar- húsnæði. 5 Óbreytt kerfi gæti valdið nýju hruni Lítið hefur verið rætt um æskilegt lánshlutfall eftir hrunið hérlendis en óbreytt kerfi gæti valdið nýju hruni. Erlingur Grétar Einarsson er ritstjóri tímaritsins Mynda mánaðarins og hefur í samstarfi við kvikmyndir.is komið á fót nýjum íslenskum kvik- myndaverðlaunum. Þar fær áhorfand- inn að hafa áhrif því kosningin fer fram á kvikmyndir.is. Hver er maðurinn? „Erlingur Grétar Einarsson, ritstjóri Mynda mánaðarins.“ Hvart ertu uppalinn? „Í sveit í Rangárvallasýslu.“ Hvað drífur þig áfram? „Allavega ekki peningar. Ég myndi segja að það væri vonin um að eignast hund.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „San Diego í Kaliforníu, ekki spurning. Við konan fórum þangað á Comic Con í sumar og urðum ástfangin af þessari borg.“ Uppáhaldsbíómynd? „Matrix og Jurassic Park enda alltaf á toppnum.“ Hvernig kom þessi hugmynd upp með kvikmyndaverðlaunin? „Mér leiddist þannig að mér datt þetta í hug. Ég ákvað að spyrja þá hjá kvikmyndir.is sem við erum í samstarfi við hvort þeir hefðu áhuga og þeim leist vel á þetta. Mig langaði að búa til eitthvað spennandi í kringum kvik- myndir á Íslandi. Þó að hver Íslendingur fari 5–6 sinnum á ári í bíó eru fréttir af kvikmynd- um takmarkaðar. Sérstaklega langaði mig að leyfa fólki að fá að vera með í þessu.“ Verður verðlaunahátíð af einhverri sort? „Já, við ætlum að reyna það. Við ætlum allavega að hafa einhverja smá athöfn fyrir íslensku myndirnar.“ Finnst þér vanta vettvang fyrir kvik- myndaunnendur að koma skoðunum sínum á framfæri? „Algjörlega. Við erum með Edduverðlaunin sem eru svona akademísk verðlaun og eru alveg frábær. En það vantaði svona alvöru áhorfendaverðlaun. Með því að gera þetta vel núna og vera ekkert að skjóta neitt yfir markið langar okkur að styrkja þá tilfinningu hjá áhorfandanum að hann geti fengið að hafa áhrif á þetta.“ Hver fannst þér besta erlenda mynd ársins? „Mér fannst Inception alveg viðbjóðslega góð en alveg á hinum skalanum var Scott Pilgrim vs. the World algörlega æðisleg.“ „Mér fannst það vera í slappari kantinum.“ Guðrún Lína Thoroddsen 28 ára kvikmyndagerðarmaður „Mér fannst það bara fínt.“ Hrafnhildur Faulk 32 ára vinnur á bókasafni „Mér fannst það frábært.“ Þórbergur Bollason 11 ára nemi „Mér fannst það geggjað skemmtilegt.“ Perla Ýr Kristjánsdóttir 11 ára nemi „Mér fannst það mjög gott.“ Katrín Björgvinsdóttir 57 ára bankastarfsmaður Mest lesið á dv.is Maður dagsins Hvernig fannst þér Áramótaskaupið? Nýtt ár Það er ófrávíkjanleg regla að ungir drengir leika sér með rakettuprikin, síðustu leifarnar af gamla árinu. Þessir kappar voru nýverið í miðju ævintýri við Ægisíðuna. Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson Myndin Jólaboðskapurinn á langt í land Dómstóll götunnar Kjallari Lýður Árnason læknir og kvikmyndagerðarmaður „Af öllum hags- munahópunum eru stjórnmálamenn- irnir sjálfir sýnu verstir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.