Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2011, Síða 22
Þótt ekki sé fallegt að dæma bók af kápunni einni saman hefur kápan mikið um það að segja hvort bók höfðar til okkar eða ekki. DV leitaði til málsmetandi álitsgjafa í leitinni að bestu og verstu íslensku bókarkápum ársins 2010. Bækur Braga Ólafs- sonar og Einars Kárasonar deila efsta sætinu í flokkn- um yfir bestu kápurnar en það er hin forvitnilega bók Biðukollur útum allt sem fær þann vafasama heiður að sitja efst á listanum yfir verstu kápurnar. 1.–2. sæti 1.–2. sæti 3. sæti 4. sæti f l o t t a r k á p u r S l Æ M a r k á p u r Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexon Höfundur: Bragi Ólafsson „Hrátt og einfalt. Less is more.“ „Einfaldlega fallegasta bókarkápan í ár.“ „Langflottust! Jafnvel þó bókin væri ekki eftir þekktan höfund myndi hún skera sig úr í fjöldanum. Svona einföld og með þessari brjáluðu skrift sem er ekki einu sinni neitt sérstaklega falleg en kallar samt á mann langar leiðir.“ „Fallega ljót.“ „Stundum er best að hlutirnir séu bara það sem þeir eru. Falleg og einföld lausn.“ „Ótrúlega áreynslulaus kápa sem lætur mann þó strax langa til að kynnast innhaldinu betur.“ 22 | Bækur 5. janúar 2011 Miðvikudagur Mér er skemmt Höfundur: Einar Kárason „Formið og endurtekningin eru skemmtileg og passa eitthvað svo vel við höfundinn. Maður gæti einhvern veginn alveg ímyndað sér hann að pikka þetta á meðan hann bíður eftir innblæstri.“ „Flott og frumleg kápa. Retró.“ „Flott og töff kápa og um leið gamaldags. Góð litasamsetning.“ „Góð hugmynd að hönnun og flott útfærð.“ „Skemmtileg nálgun á titli bókarinnar. Ískrandi húmor á kápunni er tilvitnun í innihaldið.“ „Einföld og grípandi kápa. Á afskaplega vel við um innihald bókarinnar. Retro og skemmtileg ... maður finnur næstum pappírslyktina.“ eiga bestu kápurnar Bragi og Einar Kára Gunnar Thoroddsen – Ævisaga Höfundur: Guðni Th. Jóhannesson „Kápan sýnir leiðtogann.“ „Lýsandi, flott og greinilega útpælt, flott að láta sjást aftan á hann þar sem hann horfir í mannfjöldann.“ „Flott kápa sem býr yfir dulúð, sýnir mann með breitt bak og virkar spennandi til lesningar.“ „Sérlega flott kápa og lýsandi. Maðurinn andspænis fólkinu. Um leið og kápan hæfir svo mikilsverðum stjórnmálaforingja þá er ákveðin mystík yfir henni um leið sem vekur forvitni lesandans.“ „Dæmi um góða framsetningu á ævisögu, gefur vel til kynna inntak bókar. Skemtilegt hvernig myndin er notuð, bókin er spennandi valkostur fyrir kaupendur.“ Missir Höfundur: Guðbergur Bergsson „Einfalt og dekoratíft, fallegt í einfaldleika sínum og lýsir hógværð.“ „Einföld og falleg týpógrafía. Fallegt efni á bókinni.“ „Einfalt útlit en áferðin á kápunni gerir hana áhuga- verða. Svolítið eins og ung og smekkleg manneskja sem er með gamla sál.“ „Ótrúlega „crispy“ bók. Engin pappírskápa að þvælast fyrir. Góð og „lesleg“ viðkomu. Mann langar! Leturgerð falleg – litir jarðbundnir og seðjandi.“ 1. sæti 2. sæti 3.–5. sæti 3.–5. sæti Biðukollur út um allt Höfundur: Kleópatra Kristbjörg „Fallega ljót og næstum „surreal“. Veit ekki alveg hvort þetta er besta eða versta bókarkápan í ár? Athyglisverð tilraun frá majónesdrottningunni.“ „Erfitt að rökstyðja af hverju þetta er ljót kápa, hún er vægast sagt fáránleg og smekklaus en eftirtekt- arverð samt.“ „Dæs – treysti mér ekki til að dæma þessa kápu.“ „Svo skelfilega ljót kápa að hún verður næstum því flott. Næstum því.“ „Hræðilega ósmekkleg kápa og lítur út eins og fræðibók frekar en skáldverk.“ „Með því versta sem ég hef séð. Algjörlega vinnings- hafi í þessum flokki og dæmir sig sjálf.“ Loksins – sexbomba á sextugsaldri Höfundur: Helga Thorberg „Þetta er voðalega vond kápa.“ „Hahahah! Alveg agalegt!“ „Var ekki búið að banna þetta letur? Svo er eins og konan sé að flýja í dauðans ofboði upp úr sjónum. En Helga er bráðskemmtileg svo bókin klikkar örugglega ekki.“ „Einhvern veginn er allt rangt við þessa kápu. Ferleg mynd af konu sem á líklegast að líta út fyrir að vera að skemmta sér en ég verð bara hrædd við hana og svo er leturnotkunin fyrir neðan allar hellur.“ „Þrátt fyrir örugglega yndislega sögu þá er þetta afskaplega „Word-lega“ hönnuð bókarkápa. Allt of þung ásýndar. Leturtýpan hræðilegt fontafyllerí og ólæsileg. Ekkert tælandi við hana. Amalegt fyrir annars lofandi skáldsögu.“ Allt fínt …en þú? Höfundur: Jónína Leósdóttir „Leiðinlega uppstillt og óraunveruleg.“ „Gæti verið ágæt bók en kápan er það léleg að maður missir alveg áhugann. Ætti betur við sem auglýsing fyrir slysatryggingar! Svo skemmir að sjá andlit aðalsöguhetjunnar, maður á að fá að ímynda sér hana sjálfur.“ „Minnir helst á sjálfshjálparbók fyrir fólk í mjög, mjög slæmum málum. Fæ martraðir ef ég horfi of mikið á svip konunnar.“ Jónína Ben Höfundur: Sölvi Tryggvason „Ég fæ gæsahúð niður í rass þegar ég sé Jónínu Ben á hverju strætóskýli. Aðallega vegna þess að myndin er svo hræðilega illa fótósjoppuð. Konan er í raun stórglæsileg en lítur út eins og leirkall á þessari ógeðsmynd. Látið fagmenn um að vinna vinnuna sína.“ „Kannski klassísk kápa á endurminningabók en gerir ekkert fyrir bókina. Myndin er ekki góð og er aðeins of unnin.“ „Versta fótósjopp síðari ára. Verulega óhugnanleg forsíða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.