Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Page 10
10 | Fréttir 26. janúar 2011 Miðvikudagur
Þótt Hæstiréttur hafi nú ógilt kosn-
ingar til stjórnlagaþings getur Al-
þingi tekið sér fyrir hendur að
kjósa 25 manna stjórnlagaþing eða
ráðgefandi stjórnlaganefnd sem
haldið getur áfram því starfi sem
fela átti stjórnlagaþinginu. Ekkert
mælir gegn því að það verði jafn-
framt þeir sömu 25 og kosnir voru í
lok nóvember.
Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-
isráðherra nefndi þennan mögu-
leika í umræðum á Alþingi á
þriðjudag. Hún ítrekaði að óhugs-
andi væri að stjórnlagaþing yrði
af þjóðinni tekið enda hefðu end-
urbætur á stjórnarskránni og lýð-
ræðisumbætur verið ein helsta
krafa almennings í kjölfar banka-
hrunsins. Hinn möguleikinn væri
að endurtaka kosningar til stjórn-
lagaþings. Hún útilokaði hins veg-
ar að stjórnlagaþing yrði slegið af
í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar.
„Stjórnlagaþingið verður ekki tek-
ið af þjóðinni.“
600 til 700 milljónir
Kostnaður við stjórnlagaþing-
ið hleypur þegar á hundruðum
milljóna króna. Kostnaðurinn er í
megin atriðum tvískiptur; annars
vegar vegna kosninganna sjálfra í
nóvember og síðan við þinghaldið
sjálft, en sá möguleiki er opinn að
það starfi lengur en í tvo mánuði.
Heildarkostnaður var áætlaður um
600 milljónir króna. Heimildir eru
fyrir því að kostnaðurinn við kosn-
ingarnar hafi farið nokkuð fram úr
áætlun. Nú bætist við úrskurður
Hæstaréttar og því er fyrirsjáanlegt
að kostnaðurinn verður mun meiri,
eða 600 til 700 milljónir króna, og
enn meiri ef efnt verður til nýrra
kosninga til stjórnlagaþings.
Forsætisráðherra
hugsi sinn gang
Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki,
sagði í umræðunum að í fyrsta
skipti í lýðveldissögunni hefðu al-
mennar kosningar verið ógiltar.
Hæstiréttur hefði komist að því
að lagagrundvölllur stjórnlaga-
þingskosninganna hefði verið svo
skakkur að nauðsynlegt hefði ver-
ið að ógilda þær. Hún krafðist þess
að Jóhanna tæki málið alvarlega og
legði fram raunhæfar tillögur strax
um viðbrögð. „Öll framkvæmdin
var meirihluta þingsins til vansa.
Farið var fram með of miklu
offorsi,“ sagði Ólöf og bað forsætis-
ráðherra að íhuga stöðu sína.
Hún áréttaði að Sjálfstæð-
isflokkurinn hefði verið á móti
stjórnlagaþingskosningunum,
málið hefði verið illa undirbúið
og vanreifað auk þess sem flokk-
urinn teldi að löggjöf ætti að vera
í höndum Alþingis en ekki stjórn-
lagaþings.
„Íhaldið er órólegt“
Rifjað var upp, meðal annars af
Margréti Tryggvadóttur í Hreyf-
ingunni, að allir vissu hverjir lagst
hefðu gegn stjórnlagaþinginu. Nú
væri ekkert annað að gera en að
kjósa til stjórnlagaþings á ný og
standa þannig með lýðræðinu.
„Íhaldið er órólegt því það er
skíthrætt við stjórnlagaþing,“ sagði
Jóhanna í lok umræðunnar. Hún
bætti við að sú hræðsla ætti ræt-
ur sínar að rekja til þess að með
stjórnlagaþinginu gæti hugsanlega
komið inn ákvæði í stjórnarskrá
um að auðlindirnar ættu að vera í
eigu þjóðarinnar.
Raunverulegt
efni til ógildingar?
Í lögum um kosningar til Alþing-
is eru ákvæði um að Alþingi sjálft
geti ógilt kosningu þingmanns eða
þingmanna komi í ljós að þeir hafi
ekki kjörgengi eða kosningu sé áf-
átt á einhvern hátt. Í 120. grein
laganna er ekki gert ráð fyrir því
að kosningarnar sem slíkar verði
ógiltar með hliðstæðum hætti og
Hæstiréttur gerði á þriðjudag varð-
andi kosningarnar í lok nóvember
síðastliðins til stjórnlagaþingsins.
Að svo miklu leyti sem nýju lögin
um stjórnlagaþingið duga ekki má
ætla að umrædd lög um kosningar
til Alþingis gildi, enda vísar Hæsti-
réttur til umræddra laga jöfnum
höndum í úrskurði sínum. Ýms-
ir lögfræðingar sem DV hefur rætt
við telja að Hæstiréttur hafi ekki
rökstutt nægilega vel að gallarn-
ir á framkvæmd kosninganna til
stjórnlagaþings hafi raunverulega
haft áhrif á úrslit kosninganna og
nægt til þess að ógilda sjálfar kosn-
ingarnar.
Málsgreinin í lögunum um al-
þingiskosningarnar, sem að þessu
lýtur, hljóðar svo: „Ef þeir gall-
ar eru á framboði eða kosningu
þingmanns sem ætla má að hafi
haft áhrif á úrslit kosningarinnar
úrskurðar Alþingi kosningu hans
ógilda og einnig án þess ef þing-
maðurinn sjálfur, umboðsmenn
hans eða meðmælendur hafa vís-
vitandi átt sök á misfellunum,
enda séu þær verulegar. Fer um
alla þingmenn, kosna af listanum,
eins og annars um einstakan þing-
mann ef misfellurnar varða listann
í heild.“
Sýna ekki áhrif á úrslit
Eiríkur Tómasson lagaprófessor
tekur undir þetta og segir Hæsta-
rétt – sem gegnir sama hlutverki
varðandi stjórnlagaþingið og Al-
þingi gagnvart kjöri þingmanna
– ekki rökstyðja á fullnægjandi
hátt að ágallarnir hafi nægt til að
ógilda kosningarnar sjálfar. „Þar
kemur fram sú meginregla að ekki
skuli ógilda kosningu nema að
ætla megi að ágallar á þeim hafi
haft áhrif á úrslit kosninganna.
Hæstiréttur víkur ekkert beint
að þessum sjónarmiðum í sín-
um rökstuðningi en vísar í eldri
hæstaréttardóm þar sem þetta er
túlkað þannig að ekki þurfi mik-
ið til að ógilda kosningar. Þetta er
ekki í samræmi við orðalag þeirr-
ar greinar sem hér er vitnað til. En
hæstaréttardómurinn er góður að
því leyti til að hann gerir mjög stíf-
ar kröfur til kosninga og gefi í skyn
að frávik, sérstaklega um leynileg-
ar kosningar og að fylgst sé með
talningu atkvæða á lögmætan hátt,
verði illa liðin. Að þessu leyti vísar
úrskurðurinn fram á veginn.“
Eiríkur segir að sú nýja aðferð
sem fylgt var við stjórnlagaþing-
skosningarnar sé alltaf áhættusöm.
„Aðferðin er ekki aðeins framandi
fyrir kjósendur heldur einnig þá
sem eiga að framkvæma kosning-
arnar. Og Hæstiréttur segir að setja
hefði átt ýtarlegri lagaákvæði um
framkvæmd kosninganna. Það er
ekkert auðvelt verk, það þekki ég
sjálfur, að framkvæmd kosninga er
mjög flókið fyrirbæri. Menn hafa
gert breytingar smátt og smátt á
kosningareglum. Stundum fóru
menn fram úr sér, til dæmis þegar
byrjað var að flokka atkvæði fyrir
talningu. Fyrir því var ekki laga-
stoð. Menn voru ekki búnir að
prufukeyra þetta, til dæmis í stað-
bundnum kosningum, og það á
þátt í því hvernig fór. Menn sjá
ekki fyrir alla hluti, til dæmis fjölda
frambjóðenda.“
Pólitískur þefur
Þeir eru til í stétt lögfræðinga –
eins og DV hefur komist að – sem
telja að úrskurður Hæstaréttar um
stjórnlagaþingskosningarnar sé
rammpólitískur. Í því sambandi
er bent á að flestir hæstaréttar-
dómaranna, sem úrskurðuðu um
stjórnlagaþingskosningarnar, séu
sjálfstæðismenn. Fyrir liggur að
Sjálfstæðisflokkurinn var og er
einn á móti því að stjórnlagaþing
hlutist til um breytingar á stjórn-
arskránni. Þá liggur einnig fyrir,
eins og DV hefur áður fjallað um,
að helstu átökin um stjórnarskrá
snúast um sameign eða einkaeign
á náttúruauðlindum. Alþingi verði
því að fjalla sérstaklega um það
hvort það sætti sig við að brugðið
sé pólitískum fæti fyrir áform um
stjórnlagaþing og stjórnarskrár-
breytingar.
„Kostnaðurinn
verður mun meiri,
eða 600 til 700 milljón-
ir króna, og enn meiri ef
efnt verður til nýrra kosn-
inga til stjórnlagaþings.
„Stjórnlagaþingið verður“
n Óvíst hver viðbrögð stjórnvalda verða við úrskurði Hæsta-
réttar um stjórnlagaþingið n Heildarkostnaður var áætlaður
600 milljónir króna en verður meiri n Íhaldið skíthrætt við stjórn-
lagaþing, segir forsætisráðherra n Skortir rökstuðning Hæsta-
réttar um áhrif á niðurstöður kosninga, að mati lagaprófessors
Sjálfstæðisflokkurinn andvígur stjórnlagaþingi „Öll framkvæmdin var meirihluta
þingsins til vansa,“ sagði Ólöf Nordal í umræðunum. Mynd RÓbeRt ReyniSSon
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
illugi Jökulsson:
„Mjög sérkennilegt“
„Ég er ansi undrandi á þessu,“ segir
fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson um þá
niðurstöðu Hæstaréttar að ógilda kosningu
til stjórnlagaþings. Illugi var nýbúinn að
frétta af ákvörðun Hæstaréttar þegar DV
náði tali af honum.
Illugi er einn þeirra 25 sem náðu kjöri til
stjórnlagaþings.
„Ég veit ekki til þess að nokkur hafi
kvartað þegar kosningin fór fram. Mér finnst
þetta mjög sérkennilegt.“
Á Facebook-síðu sinni sagði Illugi: „Óska
þeim hjartanlega til hamingju sem vilja eng-
ar breytingar á íslensku samfélagi, nema
samkvæmt forsjá stjórnmálaflokkanna.
Þeir hljóta að þakka nú þeim hugdjörfu
hetjum sem kærðu stjórnlagaþingskosning-
una. Miklir menn eru þeir þremenningar.“
Þorvaldur Gylfason:
Tjáir sig ekki strax
„Ég á eftir að lesa dóminn. Þú verður að tala
við mig seinna,“ segir Þorvaldur Gylfason,
prófessor í hagfræði, um þá niðurstöðu
Hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings
sé ógild.
Þorvaldur hlaut langflest atkvæði til
stjórnlagaþings, eða 7.192 – fimm þúsund
atkvæðum fleiri en næsti maður á eftir. Þor-
valdur sagðist í samtali við DV ætla að gefa
sér tíma til að fara yfir dóm Hæstaréttar
áður en hann tjáir sig um hann.
Silja bára Ómarsdóttir:
„Alltaf hægt að
gera betur“
„Maður verður að lúta þessu. Þetta
var alveg eins viðbúið,“ segir Silja Bára
Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur um
niðurstöðu Hæstaréttar um að ógilda
kosningu til stjórnlagaþings.
„Maður býður sig fram til að leggja sitt
af mörkum og ég verð svekkt ef þetta
gengur ekki eftir,“ segir Silja Bára sem
tekur fram að næstu skref séu óákveðin.
Hvort stjórnlagaþingið verði lagt af eða
hvort farið verði af stað í nýjar kosningar.
Aðspurð hvað henni finnist um
undirbúninginn og þá hvort ekki hafi verið
vandað nóg til verka í aðdraganda kosn-
inganna segir Silja: „Ekki þannig. Maður
fann samt að þarna var fólk sem ekki
hafði skilið kosningakerfið. Það er alltaf
hægt að gera betur.“ Silja Bára hafði ekki
kynnt sér niðurstöðu Hæstaréttar til
hlítar þegar rætt var við hana.