Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Síða 13
Fréttir | 13Miðvikudagur 26. janúar 2011 Hvað segja borgararnir? Blaðaður DV rölti út á götu og fékk viðbrögð þjóðarinnar við þessum sérkjörum ráðamanna. „Þetta er glatað. Jafnt á að ganga yfir alla og það á að afnema öll sérkjör sem ráðamenn fá. Þar fyrir utan er áfengi orðið allt of dýrt.“ Katrín Grétarsdóttir ritari og Tómas F. Hjaltason „Ég er almennt á móti sérkjörum, því að einhver njóti betri kjara en aðrir. Mér finnst það ekki viðeigandi.“ Helgi Héðinsson, nemi í Háskóla Íslands „Þetta er rosalega slæmt fordæmi. Ekki síst vegna þeirra sjónarmiða sem ríkisstjórnin hefur haft varðandi áfengi, þar sem endalaust er verið að hækka álögur. Það er mjög súrt að það sé verið að hækka álögur á þegnana á meðan útvaldir njóta sérkjara.“ Jakob Rafnsson, stuðningsfulltrúi í málefnum fatlaðra „Þetta er alls ekki ásættanlegt. Þeir eiga að borga jafn mikið og við hin. Fyrir utan það á að lækka þessa skatta. Það kaupir enginn vodkaflösku á þessu verði. Sjálf kaupi ég einstaka sinnum léttvín og verð að segja það að verðið er út úr kú.“ Sigrún Birna Dagbjartsdóttir skrifstofukona ­alþjóðasamningum­ og­ aðila­ sem­ ríkisstjórnin­ ákveður.­ Ljóst­ er­ að­ ákvörðunin­hefur­því­lagaheimild.­ Árið­1995­var­í­ fyrsta­skipti­ lagt­ á­ áfengisgjald­ en­ fyrir­ þann­ tíma­ nutu­ diplómatar­ og­ þessir­ aðil- ar­ sérkjara­ með­ öðrum­ hætti­ þar­ sem­ til­ var­ sérstakt­ afsláttarverð­ til­ þeirra­ í­ ÁTVR.­ Á­ sama­ fundi­ var­ einnig­ ákveðið­ að­ Áfengis-­ og­ tóbaksverslun­ ríkisins­ og­ forstjóri­ hennar­ fengju­ sömu­ heimild­ til­ kaupa­á­áfengi­á­sérkjörum. Einkamál og fríðindi Sérkjör­ ráðamanna­ eru­ því­ ekki­ ný­ af­ nálinni­ en­ þau­ hafa­ löngum­ verið­ umdeild­ og­ í­ gegnum­ tíðina­ hafa­komið­upp­mál­þar­sem­menn­ misnotuðu­aðstöðu­sína.­Árið­1988­ komst­ upp­ að­ Magnús­ Thorodd- sen,­ forseti­ Hæstaréttar,­ hefði­ sem­ handhafi­ forsetavalds­ í­ fjar- veru­forseta­á­tveimur­árum­keypt­ 2.160­flöskur­af­áfengi­á­sérkjörum.­ Í­ kjölfarið­ sagði­ hann­ af­ sér­ sem­ forseti­Hæstaréttar­ í­von­um­að­ fá­ frið­ um­ réttinn.­ Áður­ hafði­ hann­ sagt­ að­ áfengiskaupin­ væru­ hans­ einkamál­ og­ fríðindi­ og­ því­ kæmi­ afsögn­ekki­til­greina.­Ólafur­Ragn- ar­ Grímsson­ forseti­ var­ þá­ fjár- málaráðherra­og­sagði­það­grund- vallarmisskilning­ hjá­ Magnúsi,­ því­að­sérkjörin­væru­ekki­fríðindi­ heldur­ bundin­ embættinu­ til­ að­ sinna­opinberri­gestgjafaskyldu. „Hélt bara að þetta gerðist í Þýskalandi nasismans“ Magnús­skilaði­aftur­rúmlega­þús- und­flöskum­en­málið­fór­engu­að­ síður­fyrir­dóm.­Sér­til­varnar­sagði­ Magnús­ að­ engar­ reglur­ væru­ um­ kaup­ af­ þessu­ tagi­ og­ hann­ hefði­ litið­á­heimildina­sem­hlunn- indi.­ Sagði­ hann­ líka­ að­ hart­ hefði­ verið­ að­ sér­ veist­ eftir­ að­ fjallað­ var­ um­ málið­ í­ fjöl- miðlum:­ „Þá­ hafði­ tek- ist­ að­ skapa­ slíkt­ mold- viðri­ í­ þessu­ þjóðfélagi­ og­ ­múgsefjun­ að­ engu­ lagi­ var­ líkt.­ Ég­ hélt­ satt­ að­segja­að­svona­ lagað­ gæti­ ekki­ gerst­ á­ Íslandi.­ Ég­ hélt­ bara­ að­ þetta­ gerðist­ í­ Þýskalandi­ nasismans.­ En­ það­ er­ greinilegt­ ­ að­ múgsefjun­ á­sér­engin­landamæri­ eða­ fer­ ekki­ eftir­ rasa­ eða­ þjóðerni,­ hún­ býr­ inni­ í­ mann- skepnunni­sjálfri.­Eftir­að­allt­þetta­ hafði­ gerst,­ þá­ var­ slíkur­ djöful- gangur­á­okkar­heimili­og­ofsókn- ir­ og­ hótanir,­ að­ ég­ taldi­ rétt­ þess­ vegna­ til­ þess­ að­ skapa­ frið­ um­ heimilið,­að­skila­þessu­aftur­og­til­ þess­um­leið­að­slá­á­þá­öfund­sem­ upp­hafði­risið­í­þessu­þjóðfélagi.“­ Síðar­bauð­Skuggabarinn­upp­á­ kokteil­sem­hét­Magnús­Thorodd- sen.­Einfaldur­gin­í­tvöfaldan­viskí­ á­klaka,­sem­voru­sömu­hlutföll­af­ áfengi­og­leyndust­heima­hjá­hon- um. Sérkjaravín í afmælisveislu vinar Í­ kjölfarið­ spunnust­ miklar­ um- ræður­um­sérkjör­á­áfengi­og­kom­í­ ljós­að­Þorvaldur­Garðarsson­þing- forseti,­ sem­ var­ einnig­ handhafi­ forsetavalds­ í­ fjarveru­ forsetans,­ hafði­keypt­100–200­flöskur­í­hvert­ sinn­sem­forsetinn­fór­utan.­ Jón­ Baldvin­ Hannibalsson,­ þá- verandi­ fjármálaráðherra,­ varð­ síðan­ uppvís­ að­ því­ að­ láta­ rík- issjóð­ greiða­ áfengi­ á­ sérkjörum­ vegna­ afmælis­ Ingólfs­ Margeirssonar,­ rit- stjóra­ Alþýðu- blaðsins.­ Jón­ Baldvin­var­þó­ ekki­ á­ því­ að­ hann­ hefði­ brotið­neinar­ reglur,­ enda­ reglurnar­ óljósar,­ en­ viðurkenndi­ þó­ að­ hann­ hefði­ gert­ mistök.­ Hann­ endurgreiddi­ reikninga­ til­ ÁTVR­ á­ út- söluverði­ ­miðað­ við­ gildandi­ gjaldskrá­ en­ málið­ hafði­ ekki­ aðrar­ afleiðingar­ fyrir­ hann.­ Eftir­ þetta­ voru­ reglurnar­ hert- ar­ en­ hjá­ fjármálaráðuneytinu­ var­ enn­ verið­ að­ leita­ að­ svörum­ við­ því­ hvort­ búið­ væri­ að­ setja­ ein- hver­takmörk­á­heimildina,­það­er­ að­ segja­ hversu­ mikið­ hver­ mætti­ kaupa­ og­ í­ hve­ miklum­ mæli­ þeir­ hefðu­nýtt­sér­heimildina­á­undan- förnum­árum.­ Áratuga hefð Miklar­ umræður­ um­ þessi­ sérkjör­ ráðamanna­ spunnust­ upp­ af­ þess- um­ málum­ og­ rakti­ Björn­ Bjarna- son­ sögu­ málsins­ í­ ítarlegri­ grein­ um­þessi­sérkjör­ráðamanna.­Taldi­ hann­ að­ reglurnar­ mætti­ rekja­ allt­ aftur­ til­ fjórða­ áratugarins­ þegar­ áfengisbanni­var­aflétt­og­ríkið­hóf­ að­ selja­ vín.­ Haustið­ 1943­ var­ rætt­ um­ áfengislögin­ á­ Alþingi­ og­ stóð­ þá­ til­ að­ skammta­ það­ magn­ sem­ mönnum­ væri­ heimilt­ að­ kaupa.­ Bernharð­ Stefánsson­ benti­ þá­ á­ að­ vissir­ menn­ gætu,­ stöðu­ sinn- ar­vegna,­ekki­komist­af­með­þann­ áfengisskammt­ sem­ almenningur­ ætti­ að­ geta­ komist­ af­ með.­ Menn­ sem­þyrftu­að­halda­uppi­risnu.­Lík- lega­ voru­ svipuð­ rök­ færð­ fyrir­ því­ að­ráðamenn­þyrftu­ekki­að­greiða­ fullt­ verð­ fyrir­ áfengi.­ Í­ kringum­ 1990­ var­ rætt­ um­ málið­ í­ fjölmiðl- um­ og­ var­ þá­ talað­ um­ að­ engin­ ástæða­ væri­ fyrir­ þessum­ sérkjör- um­önnur­en­áratugalöng­hefð.­ Nokkrum­ sinnum­ hafa­ þingmenn­ barist­ fyrir­ því­ að­ heimild­ fyrir­ sérkjörum­á­áfengi­ yrði­ afnumin­ en­ málið­ hef- ur­ aldrei­ náðst­ í­ gegn. Þessir aðilar þurfa ekki að greiða áfengisgjöld. En hve miklu vörðu þeir í áfengi á síðasta ári? Áfengiskaup ráðuneyta og sendiráða árið 2010 Sala áfengis til ráðuneyta árið 2010 Efnahags- og viðskiptaráðuneyti 203.274 kr. Umhverfisráðuneyti 248.310 kr. Iðnaðarráðuneyti 304.541 kr. Fjármálaráðuneyti 313.102 kr. Dómsmála- og mannréttindaráðun. 317.470 kr. Alþingi 397.470 kr. Heilbrigðisráðuneytið 434.184 kr. Biskupsstofa 436.780 kr. Ríkisendurskoðun 441.229 kr. Mennta- og menningarmálaráðun. 458.116 kr. Samgönguráðuneyti 514.937 kr. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðun. 607.835 kr. Forsætisráðuneyti 1.168.529 kr. Forseti Íslands 1.221.509 kr. Utanríkisráðuneyti 3.575.249 kr. Samtals sala án vsk. 10.642.657 kr. Sala áfengis til sendiráða 2010 Breska sendiráðið 26.314 kr. Sendiráð Indlands 28.656 kr. Sendiráð Japans 53.143 kr. Sendiráð Póllands 60.666 kr. Sendiráð Frakklands 128.038 kr. Skrifstofa sendifulltrúa AGS 180.759 kr. Norska sendiráðið 214.935 kr. Sendiráð Rússlands 219.888 kr. Sendiráð Kína 257.404 kr. Sendiráð Sambandslýðv. Þýskal. 331.445 kr. Danska sendiráðið 369.447 kr. Sendinefnd Evrópusambandsins 451.759 kr. Sendiráð Svíþjóðar 718.398 kr. Sendiráð Bandaríkjanna 953.386 kr. Samtals án vsk. 3.994.238 kr. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherraJón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra Ögmundur Jónasson innaríkis ráðherra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Ásta R. Jóhannesd. handhafi forsetavalds Ingibjörg Benedikstdóttir forseti Hæstaréttar og handhafi forsetavalds ÞAU FÁ ÁFENGI Á SÉRKJÖRUM Jón Baldvin Hannibalsson Misnotaði aðstöðu sína sem fjármálaráðherra til kaupa á áfengi fyrir afmælisveislu vinar síns. Starfsmenn ráðuneyta mega ekki kaupa áfengi á sérkjörum til einkanota. „Það má halda árs- hátíð eða önnur boð og bjóða starfs- mönnum upp á áfengi en það má ekki láta starfsmenn fá flöskuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.