Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Blaðsíða 15
Ofnæmisvaldandi efni Margar algengar snyrtivörur og hreinsiefni til heimilisnota innihalda kemísk eða tilbúin efni sem geta valdið ofnæmi. Þar sem bæði börn og fullorðnir geta verið viðkvæm fyrir þessum efnum er ekki úr vegi að hafa augun opin og lesa innihaldslýsingar á vörunum áður en þær eru keyptar. Leiðbeiningastöð heimilanna er með lista yfir þessi efni á heimasíðu sinni og þar segir að efni þessi séu mjög algeng í snyrtivörum og í hreinsiefnum. Efnin eru lögleg í snyrtivörum samkvæmt reglugerðum Evr- ópuráðsins þar sem ekki hefur verið sannað að þau hafi skaðleg áhrif á fólk þar sem magnið sé yfirleitt lítið. Á hinn bóginn er heldur ekki sannað að þau séu skaðlaus að öllu leyti. Neytendum er ráðlagt að kynna sér listann á heimasíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Ginkgo biloba-bætiefni Úr laufum ginkgo biloba-trésins er unninn safi sem er eitt vinsælasta jurtabætiefnið sem selt er í heiminum. Um þetta er fjallað á heilsubankinn.is en þar segir einnig að vísindamenn hafi ritað greinar um virkni þess en það er talið auka blóðstreymi og súrefnisflæði til hjarta, heila og annarra líkams- svæða. Þessi virkni gerir jurtina góða til inntöku við öllum æðasjúkdómum, hún eflir minni og hún vinnur gegn ótímabærri öldrun. Jurtin er einnig góð við sleni og svima, hún virkar til lækkunar á blóðþrýstingi og dregur úr líkum á blóðtappa. Eins segir að hún sé sérstaklega góð fyrir eldra fólk sem er gjarnan með lélegt blóðstreymi og að það hafi verið sýnt fram á að jurtin geti unnið gegn byrjunareinkennum Alzheimer. Neytendur | 15Miðvikudagur 26. janúar 2011 1. Vertu gagnrýninn á tryggingarfélögin Neytendur þurfa að huga vel að því hvað þeir greiða í tryggingar. Oft má spara töluvert á því að hringja í tryggingarfélögin og biðja um tilboð. Stundum kemur í ljós að maður hefur greitt of mikið eða jafnvel að maður er ekki eins vel tryggður og maður hélt. 2. Vertu bankaviðskiptavinur frá helvíti Herjaðu á bankann. Passaðu að þú fáir alltaf bestu fáanlegu vextina og athugaðu reglulega hvort aðrir bankar bjóða betur. Skiptu um banka ef það borgar sig. 3. Vertu sparnaðarfíkill Skoðaðu tilboð og afslætti. Þeir sem eru bestir í þessu hafa gert leit að góðum kaupum á netinu að listformi. Þetta tekur tíma en það margborgar sig. 4. Leitaðu vítt og breitt Við eigum það til að upplifa að sá sem situr við hliðina á okkur í flugi hafi fengið ferðina á mun lægra verði en við. Það er vegna þess að sú manneskja er snillingur í að skipuleggja og bóka ferðalagið ár fram í tímann. Það er ódýrara að ferðast utan mesta ferðamannatímans. 5. Vertu mjög skynsamur Það getur verið leiðinlegt en sparar pening. Ef markmiðið er að spara pening er fátt meira pirrandi en að eyða óvart í eitthvað sem þú alls ekki þarft. Það kæmi þér á óvart hver mikill peningur fer í óþarfa. 6. Leigðu eða seldu Það er hægt að selja allt á netinu. Leyfðu öðrum að eignast það sem þú þarft ekki lengur á að halda. Eins gefur það aukapen- ing ef þú átt eitthvað sem þú getur leigt en sem dæmi standa margir sumarbústaðir tómir stóran hluta ársins. Þeir gætu laumað aukapening vasann. 7. Auktu tekjurnar Ef þú ert í tímabundnum fjárhagserfið- leikum skaltu íhuga að fá þér aukavinnu. Það getur verið strembið en maður fær aukapening. Eins er tilvalið að skoða hvort að hægt sé að fá aukapening fyrir að sinna áhugamálunum. Til dæmis er hægt að dæma leiki í fótbolta eða handbolta í yngri flokkum og fá smá aur fyrir. 8. Vertu klár í sparnaðinum Allt of margir fleygja peningum út um gluggann í greiðsluþjónustu. Veldu einfalt, ódýrt og gegnsætt. Best er þó að greiða niður skuldir eða leggja aukapening inn á reikning sem gefur háa vexti ef þú ert skuldlaus. Heimild: vg.no/dinepenger Svona getum við sparað Nokkur sparnaðarráð: n ELKO hefur boðið upp á lágt verð á raftækjum n Það gæti hins vegar borgað sig að fara til Norðurlandanna til að kaupa raftæki n Raftæki hér eru á allt að helmingi hærra verði en í Danmörku RAFTÆKI ERU MIKLU DÝRARI HÉR Á LANDI Íslendingar eru vanir því að vöruverð sé lægra erlendis en hér á landi. Við höfum löngum farið í verslunarferð- ir út fyrir landsteinana og það hefur vart tíðkast að gera verðsamanburð á milli íslenskra verslana og erlendra. Hins vegar vekur athygli hinn mikli verðmunur á vörum ELKO á Íslandi og Elkjöp og Elgiganten, sambæri- legum verslunum á Norðurlöndun- um Viðskiptasamingur við Elkjöp Þegar gerður er verðsamanburður á raftækjum í ELKO og versluninni Elgiganten í Danmörku sést tölu- verður munur á verði en þetta eru sambærilegar búðir með sömu vöru- merki undir sömu vörunúmerum. Þar má nefna að verðmunur á Sam- sung 3D Blu-ray-spilara var tæpar 40.000 krónur en munur á Samsung Plasma-sjónvarpi var um 215.000 krónur. Þær upplýsingar fengust þó hjá ELKO að þessar búðir væru ekki í eigu sömu aðila líkt og ekki væri sami eigandi á IKEA á Íslandi og í Dan- mörku. ELKO er í eigu BYKO en El- kjöp í eigu bresks fyrirtækis. Keðjan stuðli að lágu verði Á heimasíðu ELKO segir að fyrirtæk- ið sé með viðskiptasaming við Elkjöp sem sé stærsta raftækjakeðja Norð- urlanda. Með því að vera í samstarfi við keðjuna sé stuðlað að lágu raf- tækjaverði á Íslandi. Keðjan kaupi inn mikið magn fyrir allar sínar verslanir og dreifi þeim svo á milli verslananna í Evrópu frá einum lag- er. Þar segir einnig að ELKO á Íslandi sé þar engin undantekning, vörurn- ar komi hingað frá risalager í Svíþjóð og verslunin sé því alltaf með bestu merkin á lægsta mögulegu verði. Samkvæmt könnunum hafi raftækja- verð lækkað um 40 til 60 prósent frá opnun ELKO og fyrirtækið eigi stór- an þátt í að breyta raftækjamarkað- inum á Íslandi þar sem einkaumboð réðu ríkjum. Sömu vörur, ólíkt verð Í ljósi þessa má teljast undarlegt að slíkur verðmunur sé á sömu vörum sem eru keyptar af sama aðila og koma frá sama lager. Einnig var bor- ið saman verð við Elkjöp í Noregi og kom þá í ljós svipaður munur á tækj- um fyrir utan Kenwood-hrærivélina og Bosch-kæliskápinn sem voru á svipuðu verði og í ELKO. Tekið skal fram að ekki voru skoðaðar sam- bærilega vörur í öðrum verslunum hér á landi. Eins má nefna að þegar borinn var saman munur á vöruverði í IKEA og Rúmfatalagernum á Íslandi og í Danmörku var vart merkjanleg- ur munur og sumar vörurnar voru ódýrari hér á landi. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Keðjan kaupi inn mikið magn fyr- ir allar sínar verslanir og dreifi þeim svo á milli verslananna í Evrópu frá einum lager. Hér má sjá nokkur dæmi um verðmuninn á sömu tækjum í ELKO og Elgiganten: Samsung 50‘‘ plasma- sjónvarp - 3D ready / Full HD Vörunúmer PS50C7705XXE Á Íslandi 449.995 krónur Í Danmörku 234.949 krónur Mismunur 215.046 krónur HP G5241sc-borðtölva Vörunúmer HPG5241SC Á Íslandi 89.995 krónur Í Danmörku 53.381 krónur Mismunur 36.614 krónur Garmin Nuvi 1490TV GPS- tæki - m/ TV-móttakara Vörunúmer 0100084230 Á Íslandi 72.995 krónur Í Danmörku 39.923 krónur Mismunur 33.072 krónur Kenwood-hrærivél (900w) - Hvít Vörunúmer KM615SP Á Íslandi 49.995 krónur Í Danmörku 36.292 krónur Mismunur 13.703 krónur Samsung 3D Blu-ray-spilari Vörunúmer BDC6900XEE Á Íslandi 79.900 krónur Í Danmörku 40.350 krónur Mismunur 39.550 krónur Bosch-kæliskápur (186cm) Vörunúmer KSR38N11 Á Íslandi 129.995 krónur Í Danmörku 64.061 krónur Mismunur 65.934 krónur Raftæki ELKO býður upp á ýmis raftæki á lágu verði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.