Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Page 17
Erlent | 17Miðvikudagur 26. janúar 2011 Nóbelsverðlaunahafinn Mohamed ElBaradei vonar að Egyptar fylgi fordæmi Túnisa: „Það verður ekki aftur snúið“ Írar hafa fundið skemmtilega leið til að fá útrás fyrir reiði sína í garð þeirra bankamanna sem áttu stærstan þátt í írska efnahagshrun- inu. Á mánudag sagði DV frá Seán nokkrum FitzPatrick, sem er fyrr- verandi stjórnarformaður Anglo- Irish-bankans, en fall hans lagði öðru fremur grunninn að írska hruninu. Nú hefur einn af bíl- um FitzPatricks, BMW-bifreið úr 3-seríunni, verið seld hæstbjóð- anda á uppboði á netinu. Boð- ið gekk hins vegar ekki út á hver myndi eignast bílinn til sinna eigin afnota. Hæstbjóðandi, sem bauð rúmlega fimm þúsund evrur, hefur hins vegar öðlast þann heiður að fá að þrýsta á hnappinn sem mun setja af stað málmpressuna sem mun kremja bíl bankastjórans. Ágóði uppboðsins mun renna til góðgerðarmála og þá eru einn- ig hugmyndir um að selja kubbinn sem úr pressunni kemur, en hann væri hægt að nota sem lítið kaffi- borð eða jafnvel sem skemil. Eins og útrásarvíkingur Saga FitzPatricks er keimlík þeim sem lesendur ættu að kannast við af hinum íslensku útrásarvíking- um. Sem stjórnarformaður Anglo- Irish-bankans samþykkti FitzPatr- ick gegndarlaus lán til vildarvina sinna, sem voru oftar en ekki bygg- ingaverktakar. Í fasteignabólunni á Írlandi voru það fyrst og fremst verktakar sem keyrðu áfram hag- kerfið, á lánum vitaskuld. Fitz- Patrick lét ekki staðar numið við vafasöm lán til vina sinna, held- ur lánaði hann einnig sjálfum sér rúmlega 150 milljón evrur, sem samsvara um 24 milljörðum ís- lenskra króna. FitzPatrick hefur ekkert borgað af skuld sinni við bankann. FitzPatrick naut einnig víðtækra tengsla í stjórnmálalífinu. Hann er meðlimur Fianna Faíl-flokksins og gegndi hann fjölmörgum embætt- um og stjórnarsetum sem flokkur- inn skipaði hann í. Á Írlandi, rétt eins og á Íslandi, stendur yfir rann- sókn þar sem reynt er að varpa ljósi á þá óeðlilegu viðskiptahætti og mark- aðsmisnotkun sem leiddu til hruns- ins. Í mars í fyrra var FitzPatrick handtekinn og færður til yfirheyrslu. Eftir að hafa verið yfirheyrður í sólar- hring gekk FitzPatrick hins vegar út frjáls maður. Hann hefur enn ekki verið ákærður fyrir neitt. Engin eftirsjá Skömmu eftir hrun Anglo-Irish- bankans var FitzPatrick spurð- ur í sjónvarpsviðtali hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í ljósi þess að bankinn væri fall- inn vegna glæfralegrar lánastarf- semi. FitzPatrick uppskar mikla reiði írsku þjóðarinnar þegar hann sagðist ekki sjá eftir neinu, og að fall bankans mætti frekar rekja til hinnar alþjóðlegu fjár- málakreppu. Um sín eigin lán vildi hann ekkert segja. Bíll bankastjóra verður kraminn n Írar kepptust við að fá þann heiður að þrýsta á hnappinn sem ræsir málmpressu til að kremja bíl Seáns FitzPatricks, fyrrverandi stjórnarformanns Anglo-Irish n Ferill hans er spegilmynd íslensku útrásarvíkinganna n Sér ekki eftir neinu Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Lánaði hann einn- ig sjálfum sér rúm- lega 150 milljón evrur, eða það sem samsvarar um 24 milljörðum íslenskra króna Um það bil að verða kraminn Örlög bifreiðar FitzPatricks verða í svipuðum dúr. Seán FitzPatrick Sér ekki eftir að hafa lánað sjálfum sér 150 milljón evrur. Loughner segist saklaus Maðurinn sem gekk berserksgang í Tucson í Arizona-fylki í Bandaríkj- unum þann 8. janúar, þar sem hann myrti sex og særði 13, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Maðurinn, Jared Loug- hner, gekk þá beint að þingkonunni Gabrielle Giffords og skaut hana í höfuðið. Hann hóf síðan skothríð að fólki sem hafði safnast saman á bílastæði á stjórnmálafundi sem Giffords hafði boðað til. Loughner mætti fyrir dómara í Tucson á mánudag, hlekkjaður á höndum og fótum, í appelsínugulum fangabún- ingi. Samkvæmt vitnum mun hann hafa brosað sínu breiðasta þegar hann sagði dómara að hann væri saklaus af ákærum þeim sem væru bornar á hann. Emanuel ekki borgarstjóri Dómstólar í Chicago hafa úrskurð- að Rahm Emanuel, sem sækist eftir embætti borgarstjóra, óhæfan til framboðs. Ástæðan er sú að Emanu- el hefur verið búsettur of lengi í Washington til að geta talist fullgild- ur íbúi Chicago-borgar. Emanuel, sem sagði af sér sem skrifstofustjóri Hvíta hússins, eins valdamesta emb- ættisins í ríkisstjórn Baracks Obama, hefur notið mikils fylgis í skoðana- könnunum undanfarið. Hann hef- ur sagt að það væri æskudraumur sinn að verða borgarstjóri í Chicago, en þar er hann alinn upp. Emanu- el, sem gengur undir gælunafninu „Rahmbo,“ starfaði einnig sem ráð- gjafi Bills Clintons í forsetatíð hans. Þingmenn skiptast á sætum Þingmenn í fulltrúadeild bandaríska þingsins skiptust á sætum í gær á fyrsta þingfundi ársins þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu yfir þingheim. Ætla þeir þar með að sýna samstöðu vegna morð- tilraunarinnar á Gabrielle Giffords, þingmanns demókrata. Mikið hefur verið rætt um hina miklu gjá sem hefur myndast milli repúblikana og demókrata í bandarískum stjórn- málum, og er þessi gjá jafnvel talin eiga hlut að máli í morðtilrauninni á Giffords. Bandarísku þingmennirnir vilja sýna að samvinna milli flokka sé möguleg, enda sé hún nauðsyn- leg í fjölmörgum málum er varða þjóðarhag Bandaríkjanna. Mohamed ElBaradei, fyrrverandi stjórnandi Alþjóða kjarnorkumála- stofnunarinnar og handhafi friðar- verðlauna Nóbels árið 2005, sagði í viðtali við þýska fréttablaðið Der Spiegel að hann styðji mótmæli sem boðuð voru í gær í Egyptalandi. Stjórnmálaskýrendur hafa mikið rætt og ritað um stjórnmálaástandið í Norður-Afríku og er því jafnvel spáð að fleiri þjóðir fylgi í fótspor Túnisa, sem hófu byltingu gegn ríkjandi stjórnvöldum nú í byrjun janúar. Hin svokallaða „Jasmín“-bylting í Túnis varð til þess að Zine al-Abidine Ben Ali, sem hafði verið forseti síðan 1987, flúði land og er nú í útlegð í Sádi-Ar- abíu. Í gær var boðað til mótmæla í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, undir yfirskriftinni „dagur reiði.“ ElBaradei vonast til þess að breytingar séu einn- ig í nánd í Egyptalandi. „Ég styð allar friðsamlegar kröfur til breytinga. Mín- ar eigin óskir um breytingar hafa ver- ið hundsaðar af ríkisstjórninni og nú sér fólkið ekki annan kost en að fylkja liði á götum úti. Hér er á ferðinni ungt og óþolinmótt fólk sem vill sýna í verki að það vilji breytingar.“ En tel- ur ElBaradei að stjórnvöld muni ein- faldlega láta mótmælin óáreitt? „Ég vona innilega að öryggissveitir beiti mótmælendur ekki ofbeldi. Ég biðla til Mubaraks [forseta Egyptalands] að gera ástandið ekki verra en það er. Stjórnvöld eiga að virða hinn alþjóð- lega rétt fólksins til að mótmæla.“ ElBaradei hefur löngum verið tals- maður betri og lýðræðislegri stjórnar- hátta í Egyptalandi. Hann segist von- ast til þess að byltingin í Túnis marki upphaf „vorsins í Arabíu,“ og vísar þar með til „vorsins í Prag,“ þegar Tékkar reyndu að brjótast undan oki Sovét- ríkjanna. Það vor endaði hins vegar ekki vel. bjorn@dv.is Mohamed ElBaradei Hann hefur lýst yfir áhuga sínum á að taka við forsetaembætti í Egyptalandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.