Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Síða 20
20 | Fókus 26. janúar 2011 Miðvikudagur Ekki missa af Adèle Rúmlega 1.000 gestir komu um síð- ustu helgi á franska kvikmyndahátíð sem nú stendur sem hæst í Háskóla- bíói. Aðstandendur hátíðarinnar eru Alliance Française í Reykjavík, Sendi- ráð Frakklands á Íslandi og Græna ljósið. Opnunarmyndin Potiche, eða Bara húsmóðir, er vinsælust myndanna tíu sem boðið er upp á en óhætt er einnig að mæla með myndinni sem fylgir fast á hæla hennar:  Ævintýri Adèle Blanc- Sec eftir Luc Besson. Ef einhver hefur velt fyrir sér hvernig bræðingur af Indiana Jones, Löru Croft og Nellie Bly lítur út, þá er svarið Adèle, heillandi og sterk kven- hetja í æsispennandi ævintýri. Stutt- og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs stendur frá 27.–31. janúar. Alls verður boðið upp á um 40 stutt- og heimildamyndir frá Íslandi og Norðurlöndum. Opnunar- mynd hátíðarinnar er myndin Roð- laust og beinlaust, íslensk heimilda- mynd sem Ingvar Þórisson leikstýrir og framleiðir. Á meðal mynda sem sýndar verða á hátíðinni er stuttmyndin Yes yes eftir Maríu Reyndal sem byggð er á viðtölum við taílenskar konur sem búa á Íslandi og lýsir hvernig þær eru algjörlega háðar mönnunum sem þær flytjast til en jafnframt hvern- ig þær ná að sigrast á erfiðleikunum sem þær lenda í, eins og segir á Face- book-síðu hátíðarinnar. Þá verður stuttmyndin Ég elska þig eftir Sævar Sigurgeirsson sýnd á hátíðinni, Þyngdarafl eftir Loga Hilmarsson, Pleisið eftir Jakob Hall- dórsson, Veran eftir Snorra Fair- weather, Svefnrof eftir Ragnar Snorrason og Heart to heart eftir Veru Sölvadóttur. Vera Sölvadóttir fer sjálf með aðal hlutverkið í mynd sinni. „Þetta er fantasíu-ástarsaga um stelpu sem sendir manni ást í pósti. Þau drag- ast hvort að öðru,“ segir Vera. „Ég fer sjálf með aðalhlutverkið og vinur minn Damon Younger leikur á móti mér.“ Enn fremur verða sýndar mynd- irnar Skáksaga eftir Ingvar Stefáns- son, en með aðalhlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson og Thorsteinn Bach- mann. Söguþáður þeirrar myndar er svona: „Tveir virðulegir menn setjast niður til að tefla hraðskák. Skákein- vígið breytist í blóðugan bardaga en ekki er allt sem sýnist.“ kristjana@dv.is Stutt- og heimildamyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs í Bíó Paradís: Spennandi kvikmyndahátíð Fordkeppnin fer fram í Hafnar-húsinu þann 4. febrúar í Hafn-arhúsinu og 15 stúlkur hafa ver- ið valdar til að taka þátt. Umgjörðin í kringum keppnina er verulega frá- brugðin því sem verið hefur og rík áhersla er lögð á íslenska hönnun og list. Parið Hildur Hermannsdótt- ir og Jói Kjartans vann myndaþátt- inn Project Runway fyrir keppnina. Myndirnar koma einnig við sögu í sjónvarpsþáttum Ásgríms. Hild- ur Hermanns sat fyrir svörum um myndirnar en nokkrar þeirra hafa birst í Nýju Lífi og á Face book-síðu Ford-keppninnar og hafa vakið mikla athygli enda er þar myndefn- ið langt frá meginstefnunni sem hef- ur verið fegurð og kynþokki. Myndir Hildar og Jóa þykja hins vegar teygja sig í jaðarinn og vera listrænar og fjörugar. Vandræðaunglingaþema Aðspurð um hvaða pælingar liggi á bak við myndirnar segir Hildur hug- myndina vera 90‘s grunge vandræða- unglingaþema. „Myndirnar voru teknar í Hlíðardalsskóla sem er gam- all heimavistaskóli og þegar við viss- um það ákváðum við að vera með svona „cabin fever-fíling“ á þessu og eins og þær væru að stinga af þaðan.“ Um samstarf sitt og Jóa segir Hild- ur: „Við erum ekki alltaf sammála en höfum mjög svipaðan smekk á mörgu, við elskum til dæmis bæði allt sem fer út í öfgar og mikla liti. Ég var pínu hrædd við að taka svona verkefni að okkur saman þar sem ég bjóst við því að við myndum kannski rífast yfir einhverju, en svo var alls ekki, við vinnum rosalega vel saman! Getum tekið gagnrýni frá hvort öðru á mjög þroskaðan hátt sem var æðis- legt að uppgötva og við eigum pott- þétt eftir að vinna helling meira. It‘s meant to be!“ Hildur segir undirbúninginn hafa verið léttan og liðugan en Project Runway er 24 mynda sería. „Við Jói tókum nokkra góða „brainstorm“- fundi um þetta og ég man ekki eftir neinum hraðahindrunum, þetta bara flaug af stað og fékk góða lendingu.“ Ford-keppnin tengd við grasrótina „Ford-keppnin hefur alltaf verið tengd við grasrótina,“ segir Andr- ea Brabin hjá Eskimo Models sem sér um framkvæmd keppninnar um þessar fersku áherslur í ár. „Tíska og fersk tónlist hefur verið í fyrirrúmi. Má til dæmis nefna að hljómsveitir og tónlistarmenn á borð við Mínus og Erp Eyvindarson komu fram í byrjun síns ferils á Ford-keppninni.“ Andrea segir hönnunarteymið Kiosk sjá um hönnun á klæðnaði fyr- ir keppendur og verði alfarið um ís- lenska hönnun að ræða. Þá standi Eskimo og Sýrland/Benzin Music fyr- ir hljómsveitarkeppni þar sem leitað er að nýjum hljómsveitum (bílskúrs- böndum). Í dómnefndinni eru Rósa Birgitta Ísfeld, Heiðar Austmann, Andrea Jónsdóttir, Börkur Hrafn Birgisson og Dj. Casanova. Hljóm- sveitin sem vinnur spilar á keppninni með Feldberg og Sykri og þá verð- ur lagið tekið upp og hljóðblandað af Benzinbræðrunum Daða og Berki Hrafni Birgissyni. Þá leikstýrir Ás- grímur Már, fatahönnuður og leik- stjóri, myndbandi. Skjár Einn mun einnig sýna tvo sjónvarpsþætti um keppnina, framleidda af Fjarkanum og leikstýrðum af Ásgrími Má. Í þátt- unum verður fylgst með stúlkunum og hvernig þær eru fræddar um fyrir- sætuheiminn. „Viðburðurinn sjálfur verður svo lifandi og skemmtilegur,“ bæt- ir Andrea við. „Sýnd verða vídeó- verk eftir Sögu Sigurðardóttur, Silju Magg og Weird Girls og að sjálfsögðu hlökkum við til að heyra vinnings- bandið spila.“ kristjana@dv.is Ein af merkilegri bókum sem út komu hér á landi í fyrra var tví-mælalaust endurútgáfa á 35 ára gömlum æviminningum sveitapiltsins Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk. Um er að ræða fyrsta bindið af þremur sem Tryggvi skrifaði og gaf út þegar hann var kominn á efri ár á áttunda og ní- unda áratug síðustu aldar. Bókin kom út hjá Forlaginu nokkru fyrir jól. Í þessu fyrsta bindi ræðir Tryggvi um erfiða barnæsku sína og unglings- ár á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Hann missti móður sína ungur og ólst upp við kröpp kjör á Akureyri, í sveit á Norðurlandi og í Reykjavík, hjá föð- ur sínum og hjá ættingjum en einn- ig vandalausum. Harðræðið sem ein- kenndi tilveru Tryggva er á köflum afar nöturlegt og þá hvað helst þegar hann lýsir því atlæti sem hann fékk þegar hann var sendur í vist til ókunnugra en þar var hann pískaður út í vinnu og þurfti að þola líkamlegt og andlegt of- beldi. Á köflum er erfitt að trúa að frásögn Tryggva sé svo nálægt okkur í tíma – hann dó 92 ára að aldri árið 1993 – enda er samfélagið sem hann lýsir ís- lenska samfélagið sem var óbreytt um aldir fram á 20. öld. Hann leið skort, bæði í mat og eins hvað varðar öll önn- ur efnisleg gæði, og þurfti að fara fót- gangandi langar vegalengdir í vonsku- veðrum. Tryggvi lýsir þessu hokurlífi sínu af mikilli næmni og fegurð og eins eru náttúrulýsingar hans oft bæði hrikalegar og fallegar enda ólst hann upp í afar nánu samneyti við náttúr- una líkt og almennt gilti um sveitafólk á þessum tíma. Hann kunni því lagið á náttúrunni og skepnunum sem hann tók þátt í að sinna. Eins er bókin áhuga- verð heimild að því leyti að hann lýsir vel lífinu í íslenska torfbænum, kostum þess og göllum. Afar áhugaverð smáatriði eru í bók- inni sem bregða upp mynd af dag- legu lífi á Íslandi þessara tíma. Til að mynda er sagt frá stjúpsystur Tryggva sem vinnur fyrir sér sem vændiskona á hóruhúsi á Akureyri og verður þung- uð við starfann. Tryggvi kallar portkon- urnar „píur“ í bókinni. Persónulega vissi ég ekki að vændi hefði tíðkast með svo skipulögð- um hætti á Ís- landi á þessum tíma, rétt fyrir 1920. Bókin er í alla staði afar vel heppn- uð og er nánast ótrúlegt hversu vel Tryggvi skrifar þegar litið er til þess að hann gekk aldrei í skóla og hlaut aldrei neina formlega menntun – hvernig hefði hann eiginlega skrifað ef hann hefði fengið tækifæri til að rækta eðlis- læga stílgáfu sína betur? Ég varð djúpt snortinn af þessari bók; í henni er ekki vottur af tilgerð heldur er hún hrika- lega einlæg og falleg og atburðir sem hún lýsir afar dramatískir á köflum þó ekki séu þeir merkilegir í stóra sam- hengi hlutanna. Þetta er persónuleg nærmynd af Íslandi sem var. Persónuleg nærmynd Burlesque í bíó Myndin Burlesque hlaut nýverið þrjár tilnefingar til Golden Globe verð- launa, meðal annars sem besta mynd ársins. Myndin er nú í sýningum í Háskólabíói og Sambíóunum Smára- torgi. Myndin er revíumynd og skartar þeim Christinu Aquileru og Cher í aðalhlutverkum. Svakalegir búning- ar, djörf dansatriði og fallegur söngur einkennir myndina. Hvað ertu að gera? Hvað ertu að lesa núna? „Ég er náttúrulega í námi, þannig að ég eiginlega verð að stilla mig um að lesa nokkuð annað en náms- bækurnar. Ég stefni á að ljúka mastersprófi í guðfræði í vor og það er slíkur stafli af námsbókum á náttborðinu að ég verð að setja bóklestur í salt fram á vor.“ Hvaða dagskrárliði horfir þú á í RÚV? „Ég horfi á Aðþrengdar eiginkonur og má helst ekki missa af þætti. Öll fimmtudagskvöld hef ég haft frátekin fyrir þessa þætti. En svo allt í einu hvarf þátturinn af dagskrá í miðri seríu. Hvert fóru þær? Ég varð því að grípa til þess ráðs að stelast í að horfa á hann á netinu því ég var svo spenntur.“ Hvað gerir þú þér til afþreyingar um helg- ar? „Á laugardagsmorgnum hitti ég nokkra félaga mína og æskuvini úr Hafnarfirðinum. Við förum í göngutúr um Hafnarfjörðinn og endum á kaffi og hádegisverði í Súfistanum. Þar ræðum við um heimspeki, menningu og listir til þess að auðga andann og félagslífið.“ Hvaða vefsíður skoðar þú? „Ég nota netið til afþreyingar, les fréttir og annað slíkt og það er alltaf að aukast að ég bjargi mér um sjónvarpsefni á netinu. Ég horfði til dæmis á handboltann á netinu og eins og ég sagði áður þá hef ég verið að stelast í að horfa á Aðþrengdar eiginkonur. En svo er ég líka að nota ákaflega gagnlegar og vandaðar síður á netinu í náminu. Það má til að mynda lesa heilaga ritningu á frummálinu á netinu. Á síðunni interlinearbible.org get ég til að mynda dvalið löngum stundum.“ Davíð Þór Jónsson leikari og meistaranemi í guðfræði. Ætlað að vinna saman n Umgjörð Ford-keppninnar er frábrugðin því sem verið hefur n Íslensk hönnun og list í öndvegi n Myndir Jóa Kjartans og Hildar Hermanns af fyrirsætunum hafa vakið mikla athygli fyrir fersk efnistök Ekki allt sem sýnist Þessi gullfallega snót virkar saklaus en blái varaliturinn er grunsamlegur. Prakkarar Þarna eru tveir vandræða- unglingar búnir að vera að prakkarast og reyna að fela það með því að þykjast vökva blómin, en Andrés Önd grunar eitthvað. Náttgalsi Tvær prinsessur búnar að vera með náttgalsa alla nóttina, morguninn er kominn og þær ætla fá sér banana í morgunmat. Vera Sölvadóttir sýnir Heart to Heart Á stutt- og heimildarmyndahátið sem stend- ur yfir dagana 27.–31.janúar í Bíó Paradís. Hvert fóru eiginkonur? Aðþrengdar Fátækt fólk Höfundur: Tryggvi Emilsson Útgefandi: Forlagið Sería: Íslensk klassík Bækur Ingi Freyr Vilhjálmsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.