Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Side 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 26. janúar 2011 Miðvikudagur Til í Celtic núna n Sol Campbell, fyrrverandi lands- liðsmiðvörður Englands, segist nú vera tilbúinn að ganga til liðs við Glasgow Celtic í sumar bjóð- ist honum það. Campbell af- þakkaði Celtic í fyrrasumar og gekk í raðir New- castle. „Ég væri til í að skoða málin, ég væri í raun til í að skoða hvað sem er,“ seg- ir Campbell. „Ég gat ekki komist að samkomulagi við Celtic í fyrrasum- ar en þannig ganga hlutirnir bara fyrir sig. Stundum, þegar maður horfir á heildarmyndina sex mán- uðum síðar kemst maður kannski að því að aðrir hlutir voru betri fyrir mann,“ segir Campbell. Vantaði hálfan milljarð punda n Eigendur Manchester United neita því staðfastlega að hafa átt í viðræðum við eignarhaldsfélagið Qatar Holding varðandi kaup á félaginu en greint var frá því í Mail on Sun- day að arabarnir hefðu boðið 1,5 milljarða punda í það. Talið er víst að fundur- inn hafi átt sér stað en samninga- viðræður hafi ekki gengið upp. Er því haldið fram að Glazer-feðg- ar vilji fá tvo milljarða punda fyrir Manchester United og vantaði því hálfan milljarð upp á. Ekki er langt síðan Qatar Holding gerði auglýs- ingasamning upp á 150 milljónir punda við Barcelona. Teknir af leiknum n Knattspyrnuþulurinn Richard Keys og aðalsérfræðingur Sky Sports um enska boltann, Andy Gray, fengu skömm í hattinn fyrir orð sem þeir létu falla um línuvörðinn Sian Massey á laugardaginn. Keys og Gray áttu að sjá um lýsingu á leik Bolton og Chelsea á mánudags- kvöldið sem Englandsmeistararn- ir unnu örugglega, 4–0. Voru þeir félagarnir teknir af leiknum en Barney Francis, framkvæmdastjóri Sky Sports, sagði: „Þeim hefur ver- ið gerð grein fyrir að það sem þeir sögðu er algjörlega óásættanlegt.“ Wenger vill nýjan Messi n Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur lýst opinberlega yfir áhuga sínum á belgíska undra- barninu Eden Hazard sem leikur með Lille í frönsku úrvalsdeildinni. Mörg félög fylgjast með framgöngu þessa pilts sem þykir um margt minna á sjálfan Lionel Messi. „Þetta er leikmaður sem ég hef fylgst með í svolítinn tíma. Ég vil samt ekki vera að gera Lille þann grikk að hrófla við hon- um núna. Þegar hann verður laus sé ég til hvort það verði ekki mögu- leiki að fá hann til Arsen- al,“ segir Wenger. Molar Reykjavíkurslagur í Dalhúsum Fimmtánda umferð Iceland Express-deildarinnar í körfubolta hefst á fimmtudagskvöldið með þremur leikjum. Tindastóll tekur á móti ÍR, Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn og Grindavík tekur á móti Haukum. Á föstudag- inn klárast svo umferðin með Reykjavíkurslag Fjölnis og KR í Dalhúsum, Hamar heimsækir Keflavík og botnlið KFÍ fær Íslands- og bikarmeistara Snæfells í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Þrír fínir fótboltaleikir Undirbúningstímabilið í knattspyrnunni er komið á fullt en knattspyrnuáhugamenn geta séð þrjá fína leiki í dag og á morgun. Í dag, miðvikudag, mætir Fjölnir liði ÍR í Reykjavíkurmótinu klukkan 20.00 í Egilshöllinni. Fótbolta.net-mótið heldur einnig áfram og er sannkallaður Suðurnesjaslagur Keflavíkur og Grindavíkur er á dagskrá í Reykjaneshöllinni klukkan 17.30. Á fimmtudagskvöldið fer fram annar leikur í Fótbolta.net-mótinu en þar mætast ÍA og ÍBV á Akranesi klukkan 19.00. Nafn skoska miðjumannsins Charl- ies Adams hjá Blackpool hefur ver- ið á allra vörum undanfarna daga. Adam hefur farið á kostum með nýliðum Blackpool í ensku úrvals- deildinni og lagði Liverpool inn fjögurra milljóna punda tilboð í leikmanninn um helgina. Því var hafnað um hæl en Blackpool-menn vilja sjá töluvert hærra tilboð svo þeir íhugi yfirhöfuð að selja sína skærustu stjörnu. Eftir að tilboðið kom frá Liver- pool var Adam ekki lengi að henda inn beiðni um félagaskipti en hann vill meira en allt komast til Liver- pool. Breska blaðið Daily Express greindi frá því í gær að með fé- lagaskiptabeiðninni sé Adam að henda frá sér vænni bónusgreiðslu. Adam er með ákvæði í samningi sínum sem tryggir honum tuttugu prósent af því fé sem greitt verður fyrir hann. Fær hann þau tuttugu prósent beint í vasann. Ákvæðið kveður á um að biðji hann sjálf- ur um að fara falli fyrri liðurinn úr gildi. Fari til dæmis svo að Black- pool samþykki tilboð upp á sex milljónir punda myndi Adam verða af 1,2 milljónum. Þetta þykir þó sýna hversu mik- ið Skotann langar til Liverpool en þar er við stjórnvölinn ein af hetj- um hans og samlandi, Kenny Dal- glish. Er það Dalglish sem pressar nú stíft á peningamenn Liverpool að bjóða sómasamlega upphæð í Adam. Segir Ian Holloway, stjóri Blackpool, að Adam sé 46 milljóna punda virði en það er þó morgun- ljóst að engar svoleiðis upphæðir koma til greina. tomas@dv.is Charlie Adam gerir allt til að komast til Liverpool: Fórnar vænum bónus Samherjar? Charlie Adam gæti spilað samhliða Lucas áður en langt um líður. MynD REuTERS Íslenska landsliðið í handbolta, strák- arnir okkar, töpuðu þriðja leik sínum í röð á HM í handbolta í gærkvöldi gegn Frakklandi, 34-28. Því er ljóst að Ísland tapaði öllum leikjum sínum í milliriðlinum en það er í fyrsta skipt- ið í sögunni sem það gerist. Þrátt fyr- ir þennan slaka árangur í millriðlum spilar Ísland um fimmta sætið gegn Króatíu á föstudaginn. Franska lið- ið átti aldrei í nokkrum vandræðum með strákana okkar og ef þeir gerðu sig einhvern tíma líklega til að minnka muninn skiptu Frakkar einfaldlega upp um gír og keyrðu yfir strákana. Frakkar númeri of stórir Íslenska liðið byrjaði leikinn gegn vel Frakklandi og komst í 3-1. Þá, eins og svo oft í leiknum, skiptum Frakkar einfaldlega upp um gír og settu vélina í gang. Frakkar skoruðu þá sex mörk í röð, breyttu stöðunni í 7-3 og eftir það varð ekki aftur snúið. Heims, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakkar voru með leikinn í tangarhaldi og slepptu því aldrei, sama hversu mörg áhlaup íslenska liðið gerði. Munurinn var þrjú mörk í hálfleik, 16-13, en varð sex mörk á endanum, 34-28. Strákarnir fá hrós fyrir baráttu- anda í seinni hálfleik, þá sérstaklega Vignir Svavarsson sem var staðráð- inn í að gera sitt besta. Hann þurfti að standa allan tímann í vörninni þar sem Ingimundur Ingimundarson meiddist fyrir leikinn. Murinn á liðunum var einfald- lega of mikill. Frakkar leyfðu sér að hvíla helstu leikmenn sína drjúgan hluta leiksins. Líklega besti mark- vörður sögunnar, Thierry Omeyer, kom ekki inn fyrr en um korter var eft- ir og skellti hann í lás eins og honum var von og vísa. Til að Íslandi geti lagt Frakkland að velli verður einfaldlega allt að ganga upp. Að annar varnar- maðurinn meiðist fyrir leikinn, hinn fái rautt spjald eftir þrjátíu mínútur og sóknin sé ekki að ganga nægilega vel eru einfaldlega of mörg vandamál til að geta unnið Frakkland. Geta jafnað besta árangurinn Þrátt fyrir að Ísland hafi tapað öll- um leikjum sínum í milliriðli eiga Ís- lendingar enn möguleika á að jafna besta árangur sinn á HM sem er fimmta sætið. Ísland mætir Króatíu í leik um fimmta sætið á föstudaginn. Það voru þó ekki íslensku strákarn- ir sem unnu fyrir því í milliriðlinum. Frábær spilamennska liðsins í riðla- keppninni lagði grunninn að þessum árangri en heppnin var þó sannar- lega með okkur í gær. Norðmenn tóku sig til og rassskelltu Þjóðverja og þá unnu Spánverjar lið Ungverja örugg- lega. Var því orðið ljóst að Ísland væri komið í forkeppni Ólympíuleikana áður en leikurinn gegn Frakklandi fór fram. Er skelfilegt að hugsa til þess að Ísland tapaði illa fyrir Þjóðverjum en svo tapar þýska stálið fyrir Noregi, liði sem Ísland fór létt með að leggja að velli. Það er engin skömm að lenda í fimmta sæti á heimsmeistaramóti en liðið setti sér hærri markmið. Fengu lítið að spila Á meðan Frakkar leyfðu sér að hvíla sína helstu menn nýtti Guðmund- ur Guðmundsson ekki tækifærið að leyfa þeim sem minna hafa spilað að spreyta sig. Sigurbergur Sveins- son fékk ekki nema nokkrar mínútur, sömu sögu má segja um Odd Gretars- son en Kári Kristján Kristjánsson sat allan tímann á bekknum. Vildi Guð- mundur væntanlega halda í við Frakk- ana frekar en að gefa mönnum mínút- ur en þetta var þó leikurinn til þess. Ólafur Stefánsson spilaði ekkert vegna meiðsla og sömu sögu má segja um Ingimund Ingimundarson. Er óvís um þátttöku þeirra í leiknum um fimmta sætið. Hefði Guðmundur þó klárlega mátt nýta mannskapinn betur gegn Frakklandi þó liðið fái nú tveggja daga hvíld fyrir leikinn gegn Króatíu. Aldrei séns gegn frAkklAndi n Frakkar unnu auðveldan sigur á Íslandi, 34-28 n Í fyrsta skipti í sögunni vann Ísland ekki leik í milliriðli n Spila um fimmta sætið við Króatíu á föstudag n Geta jafnað besta árangurinn Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Ísland – Frakkland 34-28 Mörk Íslands: Alexander Petersson 6, Róbert Gunnarsson 5, Vignir Svavarsson 3, Þórir Ólafsson 3, GuðjónValur Sigurðsson 3, Aron Pálmarsson 3, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Arnór Atlason 1, Sigurbergur Sveinsson 1. Varin Skot: Björgvin Páll Gústavsson 14, Hreiðar Levy Guðmundsson 1. Koma svo Ísland getur enn jafnað sinn besta árangur á HM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.