Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Qupperneq 26
26 | Fólk 26. janúar 2011 Miðvikudagur
Nýjar auglýsingar fyrir Trygg-ingamiðstöðina voru teknar upp að hluta til um síðustu
helgi. Tónlistarmaðurinn Harald-
ur Ari Stefánsson úr hljómsveitinni
Retro Stefsson fer með aðalhlut-
verk í auglýsingunum sem eru eins
og eins konar stuttmynd. Auglýs-
ingarnar eiga að ganga í einhvern
tíma og bætast alltaf fleiri við eftir
því sem líður á, en auglýsingarn-
ar eiga að segja ástarsögu. Tökum
verður haldið áfram þegar eitthvað
er liðið á sýningar fyrstu auglýsing-
anna.
Í auglýsingunum verður sögð lít-
il ástarsaga sem á að eiga sér stað
á Siglufirði á árunum 1982–1992.
Siglufjarðarbær verður í aðalhlut-
verki í auglýsingunum og voru
íbúar nokkurra gatna beðnir um
að færa bíla sína, svo að engir ný-
legir bílar sæjust í auglýsingunni.
„Þar sem auglýsingin gerist á 8.
og 9. áratugnum mega ekki sjást
nýlegir bílar í myndrammanum,“
sagði í bréfi sem framleiðslustjóri
hjá auglýsingastofunni Jónsson &
Le‘macks sendi bæjarbúum, og birt
er á vefnum siglo.is.
Miðbær Siglufjarðar lék stórt
hlutverk í tökum á auglýsingunni.
Flugeldar, með tilheyrandi ljósa-
dýrð, voru meðal annars sprengd-
ir á svæði Síldarminjasafnsins um
helgina við tökurnar.
Haraldur Ari Stefánsson leikur í tryggingaauglýsingu:
Ástarsaga Á siglufirði
Meðlimur í Retro Stefson Haraldur Ari er vinstra megin á myndinni.
sirrý fyllir
Á tankinn
Fjölmiðlakonan Sirrý hefur látið til sín taka í
kreppunni og fyrirlestrar hennar um hvernig
hægt sé að halda í orkuna, sjálfstraustið og
draumana þrátt fyrir mótbyr hafa slegið í
gegn. Sirrý heldur opinn fyrirlestur í Heilsu-
borg á fimmtudagskvöld kl. 19.30. Hann
heitir „Fylltu á tankinn“. Einkar viðeigandi
nafn enda samræmist framboð Sirrýjar
á ókeypis jákvæðni mun betur eftirspurn
almennings en síhækkandi bensíndropinn.
frá Vr á
golfvöllinn
Gunnar Páll Pálsson, fyrrverandi formaður
stéttarfélagsins VR, hefur fundið sér
nýjan starfsvettvang, rekstur golfvalla,
samkvæmt heimildum DV. Hann sér um
rekstur nokkurra golfvalla á höfuðborgar-
svæðinu, en það verður að teljast nokkur
breyting hjá Gunnari Páli, sem áður var
fulltrúi Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, vegna
formennsku sinnar í VR, í stjórnum margra
stórra fyrirtækja. Hann hrökklaðist úr stöðu
formanns í VR einmitt vegna stjórnarsetu
sinnar í Kaupþingi, þar sem hann samþykkti
meðal annars að fella niður persónulegar
ábyrgðir nokkurra lykilstarfsmanna, eins
og þeir voru sagðir vera, vegna margra
milljarða króna lána.
A
gli Gillz Einarssyni hefur
verið boðið hlutverk í mynd-
inni Svartur á leik, byggðri á
samnefndri glæpasögu Stef-
áns Mána og getur látið draum sinn
um að verða leikari rætast. Í viðtali
við DV nýverið sagði Egill frá því að
hann ætti sér þann draum að verða
leikari og þann draum ætlaði hann
að taka alla leið. Egill mætti í pruf-
ur fyrir myndina og stóð sig betur
en margir þrautreyndir leikarar sem
börðust um sama hlutverk. Hann
gefur ekki upp hvaða hlutverk sé um
að ræða og segist líklega taka boð-
inu.
Framleiðslufyrirtækin ZikZak
og Filmus standa að gerð mynd-
arinnar en leikstjóri er Óskar Axel
Óskarsson. Hann skrifaði handritið
að myndinni ásamt Stefáni Mána.
„Prufurnar fyrir hlutverkið gengu
vel og það er líklegt að ég taki þessu
góða boði þrátt fyrir að árið verði
mjög annasamt hjá mér. Ég gef út
bók, stýri símaskránni og stend í
sjónvarpsþáttaframleiðslu og svo er
ég auðvitað alltaf að þjálfa líka.“
Glerharður eins og þykki
Hann er hrifinn af leikaravali leik-
stjórans en eins og áður hefur ver-
ið kunngert munu Þorvaldur Dav-
íð Kristjánsson, Jóhannes Haukur,
María Birta og Damon Younger fara
með burðarhlutverk. „Þeir leikarar
sem taka þátt í myndinni eru allir
rándýrir og það er spurning hvort ég
verði með allt lóðrétt niður um mig í
samanburði. Nei, annars held ég að
stjarna mín muni örugglega skína
skært,“ segir hann og hlær og segir
allar efasemdir auðvitað bannaðar.
Hann segist líka bera virðingu
fyrir rithöfundinum Stefáni Mána,
þar sé á ferðinni glerharður náungi.
„Ég get ekkert kennt honum, hann
er glerharður eins og Þykki!“
n Gillz fékk tilboð um að leika
í kvikmyndinni Svartur á leik
n Líst vel á leikarana
n Stefán Máni er gler-
harður eins og Þykki
Gillz boðið
hlutverk í
Svartur
á leik
Rándýrir leikarar
Egill Gillz segist líklega taka að
sér hlutverk í myndinni Svartur á
leik. Honum líst vel á þá leikara
sem hafa samþykkt að vera með.
„Rándýrir leikarar,“ segir Gillz.
Egill Gillz Einarsson:
Glerharður Agli hugnast
ekki bara leikarar myndar-
innar heldur er hann hrifinn
af Stefáni Mána. „Hann er
glerharður, ég þarf ekkert
að kenna honum!“
Gamlir bílar Range Rover-inn var
sóttur var inn í Eyjafjörð og er árgerð 1982
og gamall Ford Escort líklegast árgerð 1988
var fenginn að láni í gegnum Fordbílaklúbb
Akureyrar.
Mynd: SiGLo.iS / HELGA SiGuRbjöRnSdóttiR