Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 31. janúar 2011 Mánudagur
Talsverður munur er á eignum ís-
lenskra stjórnmálaflokka og getur sá
munur hlaupið á hundruðum millj-
óna. Sjálfstæðisflokkurinn er langsam-
lega ríkasta stjórnmálahreyfing á land-
inu með eigið fé upp á 626 milljónir.
Eigið fé annars ríkisstjórnarflokksins,
Vinstri grænna, er hins vegar neikvætt
um rúmar 50 milljónir króna. Samfylk-
ingin sem í dag hefur flest sæti á þingi
á um 20 milljónir í eigið fé. Framsókn-
arflokkurinn hefur ekki enn skilað árs-
reikningi og hafa því upplýsingar um
fjárhagslega stöðu þess flokks ekki ver-
ið kunngerðar. Þetta kemur fram í árs-
reikningum stjórnmálaflokkanna fyrir
árið 2009 sem ríkisendurskoðun hefur
birt á vef sínum.
Athygli vekur að Sjálfstæðisflokkur-
inn fékk samanlagt hærri styrki frá fyr-
irtækjum árið 2009 en hann fékk fyrir
hrun árið 2008, þegar hann var jafn-
framt í ríkisstjórn.
600 milljóna eigið fé
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við
völd mestallan lýðræðistímann og
hefur hlotið fjárstyrki frá ríkinu und-
anfarin ár miðað við fylgi í alþingis-
kosningum. Ríkisstyrkur til Sjálfstæð-
isflokksins fyrir árið 2009 nam um 158
milljónum króna. Fjárframlög fyrir-
tækja námu um 29 milljónum króna
en meðal þeirra fyrirtækja sem styrktu
Sjálfstæðisflokkinn eru rekstraraðili
IKEA á Íslandi, Brim, olíufélögin N1,
Skeljungur og Atlantsolía, og Bæjarins
bestu sf. Við það bætast svo styrkir frá
sveitarfélögum, að upphæð tæplega
25 milljónir, og styrkir einstaklinga, að
upphæð tæplega 35 milljónir króna.
Samkvæmt úrdrætti úr ársreikningi
Sjálfstæðisflokksins kemur fram að
hann eigi 627 milljónir króna í eigið fé
auk annarra verulegra eigna. Flokkur-
inn á rétt tæpum 600 milljónum meira
eigið fé en næsti flokkur þar á eftir, sem
er Samfylkingin.
Dýr rekstur flokksins
Talsvert meiri peningur fer í rekstur
Sjálfstæðisflokksins en annarra flokka.
Gjaldaliður rekstrarreiknings flokksins
sýnir að útgjöld vegna reksturs flokks-
ins nema um 330 milljónum króna og
rekstur fasteigna flokksins um rúm-
lega 28,5 milljónum.
Rekstrargjöld flokksins fyrir árið
2009 eru 140 milljónum króna hærri
en rekstrargjöld hans voru árið áður.
Kosningar fóru fram árið 2009 og gæti
það útskýrt þennan mun á milli ára
en meðal annars þurfti að halda próf-
kjör og standa í kosningabaráttu með
tilheyrandi kostnaði. Þessi munur á
milli ára skilar sér hins vegar í 46 millj-
óna króna tapi á rekstri flokksins, sem
kemur þó varla að sök.
Ef rekstrarreikningur Sjálfstæðis-
flokksins er borinn saman við rekstra-
reikning Vinstri grænna, sem stend-
ur verst þeirra stjórnmálahreyfinga
sem birtar hafa verið upplýsingar um,
sést að mikill munur er á tekjum og
útgjöldum flokkanna. Vinstri grænir
fá ríkisstyrk upp á tæpar 160 milljón-
ir króna og styrki frá fyrirtækjum upp
á eina milljón og frá einstaklingum
upp á 27 milljónir. Meðal styrktaraðila
Vinstri grænna er aðeins eitt olíufélag
en hæsti styrkurinn er greiddur af Ice-
landair Group upp á 300 þúsund krón-
ur, sem er lögbundið hámark.
Munur á fjárframlögum
fyrirtækja
Talsverður munur er á fjárframlög-
um lögaðila til stærstu stjórnmála-
flokkanna. Munurinn felst bæði í því
hvaða fyrirtæki, í hvaða geira, styrkja
flokkana auk þess hversu háar upp-
hæðirnar eru á milli flokka hjá þeim
fyrirtækjum sem styrkja fleiri en einn
flokk. Til að mynda styrkti útgerð-
arfélagið Vísir Sjálfstæðisflokkinn
og Samfylkinguna um 300 þúsund
krónur en Vinstri græna um einung-
is fimm þúsund krónur. Rekstrarað-
ili IKEA styrkti þá einungis Sjálfstæð-
isflokkinn og Vinstri græna en ekki
Samfylkinguna.
Fjárhæðirnar sem Sjálfstæðisflokk-
urinn og Samfylkingin fengu í styrki
voru að jafnaði talsvert hærri en þær
sem Vinstri grænir voru styrktir um.
57 fyrirtæki af þeim 109 sem styrktu
Sjálfstæðisflokkinn styrktu hann um
300 þúsund krónur, sem er lögbund-
ið hámark. Sextán af 59 fyrirtækjum
sem styrktu Samfylkinguna styrktu
flokkinn um sömu upphæð en aðeins
eitt fyrirtæki af þrettán styrkti Vinstri
græna um svo háa upphæð.
Flestir styrkir Vinstri grænna eru
undir 100 þúsund krónum en átta af
þrettán styrkjanna eru undir 50 þús-
und krónum. Enginn af styrkjum fyr-
irtækja til Sjálfstæðisflokksins er undir
50 þúsund krónum.
Veikburða Vinstri grænir
Staða Vinstri grænna er verst allra
flokkanna en eigið fé flokksins er nei-
kvætt um rúmar 50 milljónir króna.
Tekjur flokksins eru þó verulegar á
tímabilinu þrátt fyrir að styrkir frá
fyrirtækjum og einstaklingum séu
ekki jafnháir og hjá Sjálfstæðisflokki
og Samfylkingunni. Staða flokks-
ins fer versnandi á milli ára og stór-
aukast skuldir hans frá árinu 2008.
Rekstrarkostnaður flokksins hækkar
vel rúmlega tvöfalt á milli ára og fer
úr 43 milljónum í rúmar 118 millj-
ónir. Líklegasta skýringin á svo mikl-
um mun eru þingkosningarnar sem
haldnar voru árið 2009. Svo virð-
ist sem flokkurinn hafi enn verið að
rétta úr sér fjárhagslega árinu áður,
eftir síðustu kosningabaráttu.
Árið 2008 er enga styrki frá fyrir-
tækjum til Vinstri grænna að finna
í ársreikningi flokksins en styrkir
til þeirra frá fyrirtækjum árið 2009
námu um 4,3 prósentum af styrkjum
til Sjálfstæðisflokksins og um 12,6
prósentum af styrkjum til Samfylk-
ingarinnar.
„Mest af þessum skuldum er til-
komið vegna fasteignakaupa og þar
standa náttúrulega fasteignirnar á
bak við,“ segir Auður Lilja Erlings-
dóttir, framkvæmdastýra Vinstri
grænna, aðspurð um skuldir flokks-
ins. Hún segir að miðað sé að því að
greiða skuldirnar skref fyrir skref og
nefnir að samkvæmt fjárhagsáætlun
flokksins fyrir árið 2011 verði engar
yfirdráttarskuldir eftir hjá flokknum
í lok ársins.
Tveir styrkja alla þrjá
Aðeins tvö fyrirtæki styrktu alla flokk-
ana þrjá sem DV tók til skoðunar, út-
gerðarfélagið Vísir og olíufélagið N1.
Talsverður munur var hins vegar á
styrkupphæðunum. N1 styrkti Sam-
fylkinguna mest, um 250 þúsund
krónur, á meðan félagið styrkti Sjálf-
stæðisflokkinn og Vinstri græna um
200 þúsund krónur.
Fæstir þeirra sem styrktu ein-
hvern stjórnmálaflokkanna styrktu
fleiri en einn flokk. Það voru þó
fimmtán fyrirtæki sem styrktu bæði
Sjálfstæðisflokkinn og Samfylking-
una, þrjú fyrirtæki sem styrktu bara
Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna og
n Sjálfstæðisflokkurinn er ríkasti flokkurinn n Staða Vinstri grænna mjög slæm
n Styrkir hækkuðu á milli áranna 2008 og 2009 n Óvæntar þingkosningar settu
mark sitt á fjárhag flokkanna n Framsókn hefur ekki enn skilað ársreikningi
FLOKKURINN Á 626 MILLJÓNIR
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„Rekstrargjöld
flokksins fyrir árið
2009 eru hundrað og
fjörutíu milljónum meiri
en rekstrargjöld hans
voru árið áður.
Aðili Fjárhæð
Hagar hf. 300.000 kr.
Icelandair Group 300.000 kr.
N1 hf. 200.000 kr.
Miklatorg hf. 100.000 kr.
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur
50.000 kr.
Samkaup 20.000 kr.
Verslunarmannafélag Suðurnesja
20.000 kr.
Mjólkursamsalan ehf. 15.000 kr.
Norðlenska ehf. 6.000 kr.
A1988 5.000 kr.
Rafvirkjafélag Norðurlands 5.000 kr.
Vísir hf. 5.000 kr.
Kaupfélag Eyfirðinga 3.000 kr.
Samtals 3.900.000 kr.
Styrkir til VG
Aðili Fjárhæð
Akso hf. 300.000 kr.
Atlantsolía 300.000 kr.
Brim hf. 300.000 kr.
Exista 300.000 kr.
Hagar hf. 300.000 kr.
Húsasmiðjan 300.000 kr.
Icelandic Group hf. 300.000 kr.
Mannvit verkfræðistofa 300.000 kr.
MP banki 300.000 kr.
Samherji hf. 300.000 kr.
Samkaup 300.000 kr.
Samskip 300.000 kr.
Síldarvinnslan 300.000 kr.
Styrktarsjóður SUJ 300.000 kr.
Vísir 300.000 kr.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.
300.000 kr.
Avant 250.000 kr.
KPMG 250.000 kr.
N1 250.000 kr.
Delottie 200.000 kr.
Vinnslustöðin hf. 200.000 kr.
Valitor 175.000 kr.
Eyrir invest. 150.000 kr.
Frumherji hf. 150.000 kr.
Ístak hf. 150.000 kr.
Veritas Capital 150.000 kr.
Flugfélagið 125.000 kr.
Oddi 120.084 kr.
Alþýðuflokksfélag Grindavíkur 100.000 kr.
Borgun hf. 100.000 kr.
Rafafl ehf. 100.000 kr.
Verkís ehf. 100.000 kr.
Skýrr 75.000 kr.
Eskja 50.000 kr.
Gullberg 50.000 kr.
Hamraborg ehf. 50.000 kr.
Íslenska gámafélagið ehf. 50.000 kr.
Pfaff 50.000 kr.
Olís 43.500 kr.
Sparisjóður Vestmannaeyja 40.000 kr.
Árni Helgason hf. 30.000 kr.
Átak ehf. 30.000 kr.
Sparisjóður Svarfdæla 30.000 kr.
A300 25.000 kr.
Axis húsgögn ehf. 25.000 kr.
Sparisjóður Hornafjarðar 25.000 kr.
Sparisjóður Suðurlands 25.000 kr.
Hótel KEA 20.000 kr.
Miðás ehf. 20.000 kr.
Norðlenska matarborðið 20.000 kr.
Sparisjóður Norðfjarðar 20.000 kr.
Starfsgreinafélag Austurlands 15.000 kr.
Starfsgreinasamband Íslands 15.000 kr.
Útfararþjónusta kirkjugarðanna ehf.
15.000 kr.
Útfararþjónustan ehf. 13.000 kr.
Bólsturverk sf. 10.000 kr.
Íslandsbleikja ehf. 10.000 kr.
Samvinnufélag útgerðarmanna 10.000 kr.
Verkfræðistofa Austurlands 10.000 kr.
Samtals 8.146.584 kr.
Styrkir til Samfylkingarinnar