Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 31. janúar 2011 Mánudagur
Verslingar setja Drauminn á svið:
Mun frægðarsólin rísa?
Nemendamót Verslunarskóla Íslands hefur verið haldið ár hvert síðastliðin 79 ár. Hápunkt-
ur nemendamótsins hefur undanfar-
in ár verið leikrit sem sett er á svið,
bæði fyrir nemendur og aðra áhuga-
sama gesti. „Þetta gengur ljómandi.
Við erum að setja sýninguna saman
á sviðinu, púsla þessu saman,“ segir
Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, for-
maður nemendamótsnefndar Versl-
unarskólans. Hún segir að sýningin
í ár sé full af hæfileikaríkum krökk-
um en margar íslenskar stjörnur hafa
stigið sín fyrstu skref í nemendamóts-
sýningum skólans. Spurning er hvort
slík stjarna stígi fram í ár þegar skól-
inn setur á svið Drauminn í leikstjórn
Orra Hugins Ágústssonar, sem byggt
er á Draumi á Jónsmessunótt, eftir
Will iam Shakespeare.
Friðrik Dór Jónsson tónlistarmað-
ur og Ólöf Jara Skagfjörð eru meðal
þeirra sem hafa tekið þátt í nemenda-
mótssýningum síðustu árin. Frægð-
arsól þeirra beggja hefur risið hratt
frá því að þau tóku þátt í sýningunum,
Ólöf Jara Skagfjörð sem leikkona og
Friðrik Dór sem tónlistarmaður. Védís
Hervör Árnadóttir og Þorvaldur Dav-
íð Kristjánsson tóku þátt í nemenda-
mótssýningunum, en bæði þóttu
þau slá í gegn í hlutverkum sínum.
Þorvaldur Davíð þótti strax þá einn
efnilegasti leikari landsins, en hann
stundar nú nám við hinn virta Juilli-
ard-listaskóla í Bandaríkjunum.
Þá hafa nokkrir leikstjórar stigið
sín fyrstu skref í leikstjórn í tengsl-
um við nemendamótið, en þar
má meðal annarra nefna Selmu
Björnsdóttur, söng- og leikkonu,
en hún leikstýrði söngleiknum
Sextán. Síðan hefur hún meðal
annars verið leikstjóri í Þjóðleik-
húsinu og víðar.
Á
meðan áhorfendur tínast
inn í salinn standa leikend-
ur á sviðinu – það er leikið á
sléttu gólfi Nýja sviðsins fyrir
upphækkuðum áhorfendapöllum –
og horfa á okkur þungbúnir á svip.
Manni hálfbregður; ætli maður hafi
gert eitthvað af sér? Og þegar maður
tekur upp leikskrána verður svipað
uppi á teningnum: af forsíðu hennar
stara sömu ásjónur á móti okkur líkt
og á passamyndum, mjög alvöru-
gefnar, eins og allar áhyggjur heims-
ins hvíli á herðum þeirra. Já, hugsar
áhorfandinn, það er greinilega ekk-
ert hopp og hí og trallalla í vændum.
Sú verður ekki heldur raunin.
Leikritið Elsku barn, Taking Care of
Baby, eftir breska leikskáldið Dennis
Kelly, fjallar um konu sem er dæmd
fyrir að hafa ráðið tveimur ungbörn-
um sínum bana. Dómurinn er reistur
á kenningu sálfræðings nokkurs um
ákveðið heilkenni sem konan á að
vera haldin; sjálf heldur hún statt og
stöðugt fram sakleysi sínu, að börnin
hafi dáið hinum óskiljanlega vöggu-
dauða. Kenning sálfræðingsins reyn-
ist bull og vitleysa, eins og svo margt
í þeim vísindunum, og konan er
sýknuð eftir nokkurra ára fangels-
isvist. En þá er líf hennar vitaskuld í
rúst, eiginmaðurinn farinn frá henni
og hún á í rauninni engan að annan
en móður sem er alger hryllingur.
Þetta er nöturlegt efni og verður
ekki hugþekkara í höndum Kellys.
Leikurinn er settur upp sem einhvers
konar stæling á heimildaleik – efn-
ið er að nokkru sótt í þekkt breskt
sakamál og dómsmorð sem menn
geta lesið sér til um í leikskránni –
eða réttarhaldi; leikskáldið kemur
sjálft fram í mynd raddar sem hljóm-
ar aftan úr salnum og yfirheyrir jafn-
vel persónurnar í sumum atriðanna.
Hann er í rauninni ein af persónun-
um frá upphafi. Eintöl og ræðuhöld
eru annars meginuppistaða verks-
ins, en byggingin er óreiðukennd,
það er hlaupið úr einu í annað, í tíma
og rúmi; maður verður á köflum
hálfringlaður og sumt er enn hálf-
óljóst í huga manns, þegar upp er
staðið. Meginatriði sögunnar raðast
þó sæmilega skýrt upp. En um sekt
konunnar eða sakleysi skilur skáld-
ið okkur eftir í óvissu. Rétt eins og
dómararnir í slíkum málum getum
við aldrei verið hundrað prósent ör-
ugg. Það er eins gott að þurfa ekki að
kveða upp neinn úrskurð.
Það er tvennt sem mér finnst
aðallega að þessu leikriti. Í fyrsta lagi
eru flestar persónurnar lítt áhuga-
verðar eða aðlaðandi. Í öðru lagi er
eins og höfundi liggi alltof margt á
hjarta; honum dugar ekki aðeins
að taka fyrir hið siðferðislega álita-
efni sem tengist harmsögu móður-
innar ungu, hann þarf líka að setja
dómsdag yfir breskri pólitík, sið-
lausri pressu, vísindamönnum sem
nota fræðin til að upphefja sjálfa
sig fremur en að leita sannleikans,
hjálpa fólki. Honum er sérstaklega í
nöp við afstæðishyggju nútíma hug-
og félagsvísinda og kemur þeirri van-
þóknun sinni svo skýrt til skila sem
verða má. Þegar öllu þessu hefur ver-
ið dembt í einn pakka er ekki laust
við að hann sé kominn í talsverða
yfirvikt – eins þótt leikstjórinn hafi
strikað eitt og annað út úr texta höf-
undar.
Hvað fyrra atriðið varðar, hinar
ógeðfelldu persónur, má vissulega
svara því til á móti, að ágæt leikrit
hafi verið skrifuð um slíkt fólk. Það
er rétt, en þá verða menn að gá að
einu: í slíkum leikritum er eitthvað
sem vegur upp á móti ljótleikanum:
hrífandi póesía, ljóðræna, áhuga-
verð táknfærsla; það getur verið svo
margt. Í leik Kellys er ekkert slíkt að
finna. Á sviðinu hlýtur það því að
standa eða falla með úrvinnslu leik-
hússins. Og hér hefur vel til tekist:
fjölbreytileg sviðsetning Jóns Páls
Eyjólfssonar og stílhrein leikmynd
Ilmar Stefánsdóttur eru einstaklega
fallega unnin verk, og sama gildir um
ljós og tóna sem styrk hönd leikstjór-
ans heldur fast utan um. Þessi vinnu-
brögð bjarga kvöldinu, gera stundina
bærilega, en þau koma ekki í stað
þess sem á vantar í skáldskapnum.
Svipað gildir um frammistöðu
leikenda. Unnur Ösp Stefánsdótt-
ir hefur líkast til aldrei gert betur en
í hlutverki hinnar dæmdu móður.
Og ég veit ekki hvort það er hægt að
fá meira út úr leiðindakellingunni
móður hennar en Halldóra Geir-
harðsdóttir gerir, þessu pólitíska
prumphænsni sem skirrist ekki við
að nýta sér ógæfu dótturinnar sér til
framdráttar – ef ég hef skilið mein-
ingu höfundar rétt. Halldóra sýnir
enn og aftur að hún á að fá að leika
burðugri hlutverk en leikhússtjórar
hafa boðið henni í mörg ár. Bene-
dikt Erlingsson var stórgóður í hlut-
verki vonda vísindamannsins, ekki
síst í yfirheyrslunni eftir hlé; mað-
ur var beinlínis farinn að vorkenna
karltuskunni þar sem hann iðaði í
skinninu undir miskunnarlausum
spurningum dómarans. Nína Dögg
Filippusdóttir skilaði hlutverki hinn-
ar subbulegu blaðakonu snyrtilega;
úr vandræðalegu hlutverki eigin-
konu vísindamannsins gat hún lít-
ið gert. Og Valur Freyr Einarsson var
frekar skringilegur sem vinur móð-
urinnar og hlaupasnati.
En bestur var Hallgrímur Ólafs-
son sem eiginmaður konunnar, fað-
ir hinna dánu barna. Ég hugsa að
hlutverkið sé einnig það best skrif-
aða í leiknum. Þetta er hversdags-
maður sem lendir í aðstæðum sem
hann hvorki skilur né höndlar; hann
berst lengi gegn frekjunni í höfund-
inum sem vill fá að hitta hann til að
pumpa hann um líf hans, rífa ofan
af sárum sem aldrei munu gróa, en
gefst að lokum upp og opnar sig í
löngu samtalsatriði þar sem hann
gefur okkur hlutdeild í sársauka sín-
um og kvöl. Þetta var frábærlega vel
túlkað af Hallgrími, og auðheyrt og
fundið að í salnum voru ýmsir djúpt
snortnir. Það hefur verið gaman að
fylgjast með þessum unga leikara frá
því hann byrjaði hjá Leikfélagi Akur-
eyrar, fór síðan í Borgarleikhúsið með
Magnúsi Geir; hversu vel hann hef-
ur nýtt öll tækifæri sem hann hefur
fengið, bæði í alvöru og skopi, og vax-
ið jafnt og þétt. Með sama áframhaldi
stefnir hann í að verða stór dramat-
ískur leikari; hann hefur alla tilfinn-
ingalega og vitsmunalega burði til
þess, eða annað fæ ég ekki ráðið af
því sem ég hef séð til hans. En það er
auðvitað allt undir því komið að leik-
húsið búi vel að honum.
Elsku barn er annað leikrit Dennis
Kelly sem hér er leikið. Hitt var lítið
þriggja manna verk sem nokkrir ung-
ir leikarar sýndu í Norræna húsinu í
fyrravetur. Það var hnitmiðað klass-
ískt átakadrama, kammerleikur fyr-
ir lítið svið, og mér fannst það miklu
betra verk en þetta.
Sumir grétu
Elsku barn
Leikfélag Reykjavíkur
Höfundur: Dennis Kelly
Þýðandi: Hafliði Arngrímsson
Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson
Leikmynd og Búningar: Ilmur Stefánsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Tónlist og hljóðmynd: Hallur Ingólfsson
Leikrit
Jón Viðar
Jónsson
í salnum
Góð frammistaða leikara Unnur
Ösp Stefánsdóttir hefur líkast til aldrei
gert betur en í hlutverki hinnar dæmdu
móður en bestur var Hallgrímur
Ólafsson sem eiginmaður konunnar,
faðir hinna dánu barna.
Apakötturinn á Rás 1
Útvarpsleikritið Apakötturinn verður flutt
á Rás 1 á fimmtudagskvöld klukkan 22.15.
Um er að ræða gamanleik með söngvum
eftir eina vinsælustu leikkonu Dana á 19.
öldinni, Johanne Luise Heiberg, en hún
var jafnframt virtur leikstjóri. Leikendur
eru Haraldur Björnsson, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Inga Þórðardóttir,
Brynjólfur Jóhannesson og Jón
Sigurbjörnsson.
frumsýnd á Íslandi
Loksins, loksins verður hinn umtal-
aði Svarti svanur frumsýndur hér á
landi þann 4. febrúar næstkomandi.
Natalie Portman hefur verið tilnefnd
til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í
myndinni sem er víst magnaður sál-
fræðitryllir ef marka má dóma ytra.
Natalie fer með hlutverk Ninu sem
er ballettdansmær við New York City
-ballettinn. Líf hennar snýst allt um
ballett og þeim þrönga heimi deilir
hún með stjórnsamri móður sinni,
Ericu, fyrrverandi ballerínu.
Andlit að
austan á útsölu
Í Listasafni Íslands er lagersala á
listaverkabókum og kortum. Þar er
allt að 70 prósenta afsláttur gefinn
og listunnend-
ur ættu að geta
gert góð kaup.
Sem dæmi má
nefna bókina
Ljósbrigði um
verk Ásgríms
Jónsson-
ar, bók um
Guðmundu
Andrésdóttur, Júlíönu Sveinsdótt-
ur, og bókina Andlit að austan. Í
Andlitum að austan eru teikningar
Jóhannesar S. Kjarval af alþýðu-
fólki á Borgarfirði eystra, sem hann
gerði árið 1926 og skipa sérstakan
sess í íslenskri listasögu og teljast
meðal gersema safnsins. Lagersal-
an stendur yfir til 31. janúar.
sigrar heiminn
Litla tuskubrúðan Sackboy, úr tölvu-
leiknum LittleBigPlanet, hefur sigrað
heiminn. Leikurinn er með þeim
allra vinsælustu sem gefnir hafa verið
út hin síðari ár og þótti vera ákveðin
bylting því að í honum reynir mikið
á sköpunarkraft þeirra sem spila.
Leikmenn geta búið til sín eigin borð.
Nú er kominn út nýr leikur með nýj-
um söguþræði og enn er Sackboy í
aðalhlutverki. Líkt og í fyrri leiknum
geta leikmenn búið til sín eigin borð,
en nú er farið skrefinu lengra og geta
leikmenn búið til sína
eigin leiki – skot-
leiki, bílaleiki, has-
arleiki eða í raun
hvað sem hugur-
inn girnist. Hér er
því á ferðinni enn
önnur byltingin frá
smiðum þessa
leiks.
Black Swan
Tuskubrúða
Stífar æfingar Nemendur Verslunarskólans undirbúa nú af fullum krafti næstu sýningu
nemendamótsins. MYND SNORRI BJÖRNSSON