Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 31. janúar 2011 Mánudagur
Tottenham snýr sér að
Llorente
n Harry Redknapp, knattspyrnustjóri
Tottenham, ætlar sér að landa
framherja áður en janúarlugginn
lokast og virðist
sá eiga að vera í
dýrari kantinum.
Redknapp hefur
alltaf verið mjög
hrifinn af „stór-
lítill“-blöndunni.
Tilboði Tot-
tenham í hinn
sjóðheita Andy
Carroll var hafnað og beinir Harry
nú sjónum sínum að spænska
landsliðsmanninum Fernando
Llorente hjá Athletic Bilbao. Er
Totten ham búið að bjóða 23
milljónir punda í kappann en því
var hafnað um hæl.
Djokovic fór létt með
Murray
n Serbinn Novak Djokovic landaði
fyrsta risatitli ársins í tennis þegar
hann lagði Bretann Andy Murray
í úrslitaleik
opna ástralska
meistaramótsins
í þremur settum.
Þurfa Bretar
því að bíða enn
um sinn eftir
risatitli í tennis
en biðin er nú
þegar orðin 75
ár. Djokovic fór létt með Murray í
úrslitunum og vann settin þrjú: 6–4,
6–2 og 6–3. Djokovic fór hreinlega á
kostum á mótinu og tapaði aðeins
einu setti. Síðustu þrjár viðureignir
sínar gegn Tomas Berdych, Roger
Federer og Murray vann hann
samanlagt, 9–0.
Á heima í fjórum efstu
sætunum
n Úrúgvæski framherjinn Luis
Suarez er hæstánægður með að
hafa landað samningi við Liverpool
og hlakkar mikið til þess að hefja
leik með því. Í
viðtali við Sky
Sports fóru allar
gömlu tuggurnar
af stað. „Þetta
er frábært
tækifæri fyrir
mig. Liverpool er
fallegur klúbbur
og hér vilja allir
spila. Liverpool er alltaf í Meistara-
deildinni eða Evrópudeildinni og á
heima á meðal þeirra fjögurra efstu
á Englandi,“ sagði Suarez. Úrúgvæ-
inn á þó líklega einn leik eftir með
Ajax og kveður liðið um helgina í
leik gegn NAC.
Torres verður
launahæstur
n Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea
hefur ekki verið nískt þegar kemur
að launum sinna helstu stjarna.
Hefur margoft komið fram að bæði
John Terry og Frank Lampard þéni um
og yfir 150.000 pund á viku. Breskir
miðlar héldu því þó fram í gær að
nái Fernando Torres sínu fram
og semji við Chelsea verði hann
gerður að launahæsta leikmanni
liðsins. Vildu sum blöð meina að
hann fengi allt að 200.000 pundum
í vikulaun.
Molar
ÍBV og Keflavík leika til úrslita ÍBV lagði
FH, 3–2, og Keflavík vann HK, 4–2, í lokaumferð riðlakeppni
Fótbolta.net-mótsins sem fram fór um helgina. Tryggðu liðin sér
því efstu sæti riðlanna og leika fyrsta úrslitaleikinn í þessu nýja
æfingamóti. ÍA hafði sigur á Stjörnunni, 1–0, og leikur um þriðja
sætið við hitt fyrstu deildar liðið á mótinu, HK. Grindavík, sem
vann Breiðablik 1–0, um helgina, mætir Garðbæingum í leiknum
um fimmta sætið en Íslandsmeistarar Breiðabliks og bikarmeist-
arar FH bítast um neðstu tvö sætin.
Lék allan leikinn gegn Arsenal
Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Huddersfield, sem
leikur í þriðju efstu deild, sem tapaði gegn Arsenal, 2–1, í ensku
bikarkeppninni í gær á Emirates-vellinum í Lundúnum. Arsenal
komst yfir í fyrri hálfleik með sjálfsmarki en missti miðvörðinn
Sebastien Squillaci af velli. Huddersfield jafnaði metin í seinni
hálfleik með marki Alan Lee. Tíu leikmenn Arsenal komust þó
áfram með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins en úr henni
skoraði fyrirliðinn Cesc Fabregas.
Danir þurftu að sætta sig við silfrið eftir tap í framlengdum úrslitaleik:
Frakkar vörðu titilinn í handbolta
Frakkland varð í gær heimsmeist-
ari í handbolta eftir sigur á Dönum
í framlengdum úrslitaleik, 37–35.
Frakkar voru skrefinu á undan all-
an tímann en Danir gáfust ekki upp
og skaut Bo Spelleberg þeim inn í
framlengingu með marki á loka-
sekúndu leiksins, staðan 31–31 eft-
ir venjulegan leiktíma. Í framleng-
ingunni reyndust Frakkar sterkari
á lokasprettinum og unnu 37–35.
Munaði þar um þegar marvörður-
inn magnaði Thierry Omeyer varði
tvisvar, þótt hann væri ekki upp á
sitt besta í leiknum.
Leikurinn var hreint út sagt stór-
kostleg skemmtun þar sem skær-
ustu stjörnur beggja liða, Nicola
Karabatic hjá Frökkum og Mikkel
Hansen hjá Dönum, fóru hreinlega
á kostum. Báðir skoruðu tíu mörk,
ekkert þeirra úr vítaköstum. Fór
Hansen svo illa með Frakkana að
Claude Onesta, þjálfari Frakklands,
brá á það ráð að taka hann úr um-
ferð í lokakafla leiksins. Herbragð
sem tókst á endanum.
Ef einhver stimplaði sig inn var
það markvörður Dana, hinn ungi
Niclas Landin. Hann varði tuttugu
skot og hélt Dönum hreinlega inni
í leiknum á kafla. Eru Danir þar svo
sannarlega búnir að finna sér fram-
tíðarmarkvörð.
Þetta er í fyrsta skiptið í fjörutíu
og sjö ár sem lið ver heimsmeistara-
titil. Það gerðist þegar Rúmenía varð
heimsmeistari árið 1970 í Frakk-
landi og aftur fjórum árum síðar í
Austur-Þýskalandi að liði tókst að
vinna tvö heimsmeistaramót í röð.
Frakkar eru sem fyrr ríkjandi Evr-
ópu-, heims- og ólympíumeistarar.
tomas@dv.is
Langbestir Frakkar hafa nú unnið síðustu fjögur stórmót og eru handhafar allra titla.
MYND REUTERS
„Tilfinningin var auðvitað frábær, ég
er svona ennþá að melta þetta,“ seg-
ir landsliðsframherjinn Kolbeinn Sig-
þórsson sem skoraði fimm mörk fyrir
lið sitt AZ Alkmaar í hollensku úrvals-
deildinni um helgina í 6–1 sigri á VV
Venlo. Hann var hinn rólegasti þeg-
ar DV tók tal af honum í gær. „Það er
langt síðan maður hefur skorað fimm
mörk. Alveg síðan í yngri flokkunum,“
segir Kolbeinn en á sínum yngri árum
var þessi 20 ára framherji mikil barna-
stjarna. „Maður hugsar svona í mesta
lagi að það væri gaman að skora þrjú
mörk. Það myndi maður kalla góðan
leik. Fimm er kannski aðeins fjarlæg-
ari draumur,“ segir Kolbeinn sem fékk
þó færi til að bæta við fleiri mörkum
í leiknum. „Ég hefði alveg getað skor-
að fleiri en ég held að fimm séu alveg
nóg,“ segir hann og hlær við.
Vilja spila svona bolta
Myndband af mörkunum fór eins og
eldur í sinu um netheima. AZ gjörsam-
lega valtaði yfir VV Venlo eða VVV eins
og það er kallað. Þurfti Kolbeinn ekki
að hafa mikið fyrir mörkunum, nema
því fyrsta, spilamennskan var svo góð.
Í fyrsta markinu hirti hann boltann af
aftasta varnarmanni VVV, brunaði upp
með boltann og skoraði á milli fóta
markvarðarins.
„Hann var eitthvað óákveðinn varn-
armaðurinn og vissi ekki hvað hann
átti að gera við boltann. Ég setti bara
pressu á hann og þegar hann ákvað
að snúa hirti ég af honum boltann og
kláraði þetta svo,“ segir Kolbeinn sem
hrósar spilamennsku liðsins mikið.
„Við leggjum upp með að spila svona
bolta. Í þessum leik gekk náttúrulega
allt upp og ég var að fá mikið af bolt-
um. Ég var einfaldlega staðráðinn í að
klára mín færi fengi ég þau og af þeim
var nóg. Á heildina litið höfum við ekki
verið að spila nægilega vel undanfarið
en svona bolta erum við að leitast við
að spila. Við erum bara bjartsýnir á að
þetta gangi svona áfram.“
„Sagði að ég yrði að skora“
Hollenskir fjölmiðlar hrósuðu AZ-
liðinu ekkert síður en Kolbeini fyrir
frammistöðuna gegn VVV. Segja þeir
liðið oft hafa verið að spila góðan fót-
bolta, miklu betri en andstæðinga
sína, en ekki getað klára leikina með
mörkum. „Já, það er satt. Við erum
búnir að vera of mikið í því og það er
hundleiðinlegt. Fyrstu tveir leikirnir
eftir jólafríið enduðu með jafntefli og
maður fór að heyra raddir um að fólkið
væri ekki sátt. Það gaf manni samt bara
auka kraft til að gera betur og þessi
leikur gegn Venlo var frábær fyrir mig,“
segir Kolbeinn sem hefur verið að nýta
tækifærin sín afar vel að undanförnu.
„Ég byrjaði tímabilið á bekknum
sem er alveg skiljanlegt þar sem ég var
bara að koma upp í aðalliðið og við
erum með nýjan þjálfara. Undanfar-
ið hef ég samt verið að fá tækifærin og
nýtt þau. Þjálfarinn sagði við mig að ég
n Kolbeinn Sigþórsson skoraði fimm
mörk gegn VV Venlo í hollensku úrvals-
deildinni n Hann jafnaði 34 ára gamalt
met hjá AZ Alkmaar n Var sagt fyrir
leikinn að skora mark n Líkar lífið í
Hollandi, talar tungumálið reiprennandi
en ætlar að skoða sín mál í sumar
SVARAÐI ÞJÁLFARANUM
MEÐ FIMM MÖRKUM
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is