Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Mánudagur 31. janúar 2011
fór gaumgæfilega yfir það að hon-
um bæri að hætta að keyra og ég
varð vitni að því. En sjúklingurinn
gat alveg farið þvert á þessi tilmæli
því hann hafði fullgild ökuréttindi.
Í raun er verið að setja fullt traust á
viðkomandi.
Mér þætti reyndar forvitnilegt að
sjá hvernig málið stæði fyrir dómi
þegar viðkomandi fer á skjön við
tilmæli læknis og heldur áfram að
keyra. Ekki það, fólk á ekki að taka
ákvarðanir út frá því hvort það geti
fengið dóm eða sekt. Skynsemin og
ábyrgðin á að skipta máli, maður
ber ábyrgð á lífi sínu og annarra.“
Hann bendir á að okkur öllum
beri borgaralega skylda til að láta
vita ef ökumaður er vanhæfur til að
stjórna ökutæki. „Ég tel að sú skylda
eigi líka við um lækna. Að mínu mati
ber þeim siðferðisleg skylda til að
koma í veg fyrir að viðkomandi fari
út í umferðina þegar þeir verða þess
varir að tilmælum þeirra er ekki
hlýtt. Dómgreind manna á að segja
þeim hvenær þeir eigi að láta lög-
reglu vita.“
Ástandið oftast þekkt fyrir slys
Af þeim þrettán banaslysum sem
rannsóknarnefndin rannsakaði á ár-
unum 1999 til 2007, þar sem megin-
orsök slyssins var veikindi ökumanns-
ins var ástand ökumannsins nánast
alltaf þekkt fyrir slysið, eða í ellefu
tilvikum af þrettán. Aðeins í tveim-
ur tilvikum var ástand ökumannsins
óþekkt, í öðru þeirra var ökumaður-
inn flogaveikur en í hinu með hjarta-
eða æðasjúkdóma þannig að hann
fékk aðsvif eða slag undir stýri.
Samtals urðu fimm slík slys á
þessu tímabili, tveir voru flogaveik-
ir og tvisvar sinnum var ökumað-
ur haldinn kæfisvefni. Í tveimur
tilfellum voru geðræn vandamál or-
sök slyssins þar sem ökumenn voru
annaðhvort í tilfinningalegu ójafn-
vægi eða undir áhrifum geðdeyfðar-
lyfja og í báðum tilvikum var talið að
ökumennirnir hefðu framið sjálfs-
víg. Tveir ökumenn höfðu sykursýki
og var talið að þeir hefðu orðið fyrir
sykurfalli við akstur, lognast út af og
valdið árekstrum.
Eins og fyrr segir var nánast allt-
af vitað af ástandi ökumannsins,
ökumenn höfðu fengið greiningu og
meðhöndlun lækna en mismunandi
var hve lengi þeir höfðu átt við um-
rædd veikindi að stríða. Í einu tilviki
átti atvinnubílstjóri langa sjúkrasögu
en hafði fengið starfshæfnivottorð
hjá lækni eftir veikindafrí skömmu
áður en slysið varð.
Hafa heimild til að tilkynna
sjúklinga
Í umferðarlögum segir meðal ann-
ars: „Ökumaður skal vera líkam-
lega og andlega fær um að stjórna
ökutæki því, sem hann fer með.
Enginn má stjórna eða reyna
stjórna ökutæki, ef hann vegna
veikinda, hrörnunar, ofreynslu,
svefnleysis, neyslu áfengis eða
annarra örvandi eða deyfandi efna
eða annarra orsaka er þannig á sig
komin, að hann er ekki fær um að
stjórna ökutæki örugglega.“ Útgef-
andi getur afturkallað ökuréttindi
ef ökumaður uppfyllir ekki lengur
skilyrði fyrir veitingu ökuréttinda.
Lagaleg ábyrgð lækna er aftur
takmörkuð, þó að lagalegar heim-
ildar séu fyrir því að rjúfa þag-
mælsku vegna brýnnar nauðsynj-
ar. Ef hætta er á ofbeldi hafa þeir
tilkynningaskyldu sem er rökstudd
með því að það þurfi að vernda
saklausa borgara sem eru ekki í
aðstöðu til að verja sig. Það gæti
líka átt við um vegfarendur í um-
ferðinni sem geta ekki varið sig
gagnvart hættunni sem skapast af
óhæfum ökumönnum. „Enda er
kveðið á um það í drögum að nýj-
um umferðarlögum sem liggja nú
fyrir hjá ráðuneytinu að læknir til-
kynni slík mál til trúnaðarlækn-
is Umferðarstofu, sem á að skipa
samkvæmt nýju lögunum,“ segir
Einar Magnús.
Veigra sér við vandanum
Það getur nefnilega verið óþægi-
leg staða fyrir lækna að þurfa að
takast á við þennan vanda og
þeir hafa sjálfir talað um tregðu
til að blanda sér í slík mál, af ótta
við að stofna trúnaðarsambandi
sínu við sjúklinginn í hættu, eins
og kom til dæmis fram í grein um
ökumenn með heilabilun sem
Helga María Hallgrímsdóttir og
Jón Snædal skrifuðu í Læknablað-
ið árið 2002. Landlæknir tók einn-
ig í sama streng þegar hann sagði
í samtali við blaðamann: „Þegar
læknir hefur verið heimilislæknir
einstak lings um árabil er það oft-
ast þannig að hann nálgast þennan
vanda með því að reyna að komast
að sameiginlegri niðurstöðu með
viðkomandi.“
Óþægilegt fyrir alla
Staðan er ekki bara óþægileg fyr-
ir lækna. Í grein sinni fara þau
Helga María og Jón líka vel yfir það
hversu erfitt það geti verið að taka
völdin af nánum fjölskyldumeðlim
og stöðva akstur hans. Þau segja
ákvörðunina jafnvel þá erfiðustu
sem fjölskyldur þurfi að taka. Akst-
ur sé mikilvægur þáttur í nútíma-
samfélagi, sá samgöngumáti sem
flestir eldri borgarar kjósi og mikil-
vægur fyrir sjálfstæði þeirra. Miss-
ir réttinda hafi tilfinningalegar og
hagrænar afleiðingar í för með sér
og geti leitt til félagslegrar einangr-
unar og þunglyndis. Óþægindi geti
skapast vegna daglegra athafna og
þátttöku í félags- og tómstunda-
starfi. Viðkomandi verði öðrum
háður og geti upplifað sig sem
byrði. Neikvæðar tilfinningar um
eigin verðleika geti komið fram.
Auk þess sem missir ökuleyfis geti
haft áhrif á fleiri því maki, vinir,
aldraðir ættingjar og jafnvel full-
orðin börn geti verið háð því að
ökumaðurinn geti keyrt.
Ók á öfugri akrein til læknis
Guðrún Sveinsdóttir þekkir þetta af
eigin raun. Maðurinn hennar veikt-
ist þegar hann var 55 ára. Þá fékk
hann blóðtappa í heila og lamað-
ist hægra megin. Smám saman fékk
hann aftur smámátt í líkamann og
gat því gengið. „En bílprófið var ekki
tekið af honum. Það gerði ég,“ segir
hún. „Einu sinni þurfti hann að fara
niður í Lágmúla á hjartadeildina í
blóðþrýstingsmælingu og skoðun.
Hann fór einn því hann mátti keyra
en lenti í því að aka eftir öfugri ak-
rein. Einhvern veginn, sennilega
með hjálp einhvers, komst hann yfir
á réttan vegarhelming og á áfanga-
stað. Við það að fara yfir á rangan
vegarhelming náði streitan tökun-
um á honum og blóðþrýstingurinn
hækkaði. Hann mældist með 200 í
neðri mörkum og ég veit ekki hvað
í efri mörkum en læknirinn sagði
honum að fara heim, slaka á og
koma aftur seinna. Átti hann ekki að
senda hann heim í leigubíl? Mað-
urinn var ekki fær um að aka bíl.
Mér fannst þetta svakalega léleg af-
greiðsla.“
Með hjartað í buxunum
Hún ræddi það ekki við fjölskylduna
en hún hafði stöðugar áhyggjur af
honum í umferðinni. „Ég verð að
segja eins og er að ég var alltaf með
lífið í lúkunum og hjartað í buxunum
þegar hann var að keyra.
Í raun var það ekki mitt að ná af
honum ökuskírteininu en læknarn-
ir tóku það aldrei af honum þannig
að ég gerði það á endanum. Þú hætt-
ir ekki að keyra nema skírteinið sé
tekið af þér því þú ert ekki dómbær
á eigin getu þegar þú ert orðinn veik-
ur. Það verður einhver að hafa vit fyr-
ir þér,“ segir hún ákveðin.
Einar Magnús tekur undir það
og segir það skiljanlegt. „Þú getur
ímyndað þér að þú fáir úrskurð frá
lækni sem segir að þú megir ekki
keyra en þér finnst þú vera í fínu
formi. Þetta er ekki eins einfalt og
ég vildi óska. Meginorsök slysa er að
fólk ofmetur eigin hæfni.“
Hræddi hann til að hætta
Guðrúnu reyndist ekki auðvelt að fá
eiginmanninn til þess að hætta að
keyra þótt það hafi á endanum tek-
ist. „Ég hræddi hann og sagði að það
myndi enda með því að hann fengi
heilablóðfall ef hann héldi þessu
áfram. Þannig náði ég ökuskírtein-
inu af honum en það tók mig lang-
an tíma. Ég tók aldrei þá umræðu að
hann hefði gert vitleysu en talaði um
að hann hefði ekki heilsu til að keyra
og hræddi hann til þess að hætta því.
Það var kannski kvikindisháttur, en
hvað átti ég að gera? Þetta virkaði. Ég
held að hann hafi nú samt ekki verið
mjög þakklátur fyrir það.“
Tekur frekar leigubíl
Sjálf minnist hún alltaf varnaðar-
orða sem hún fékk að heyra þegar
hún tók bílprófið. „Um leið og mér
var óskað til hamingju með prófið
var mér sagt að nú væri ég komin
með drápsvopn í hendurnar. Þetta
var nú svolítið svakalegt en þetta var
alveg rétt.
Ég hef keyrt í fimmtíu ár og var
lengi eini bílstjórinn á heimilinu. All-
an þann tíma hef ég haft það mottó
að keyra ekki ef ég er lasin eða illa
fyrirkölluð. Frekar tek ég leigubíl. Ég
vil miklu heldur gera það en að lenda
í slysi. Maður á ekki að keyra ef heils-
an er ekki í lagi.“
Banaslys af völdum veikinda ökumanns á árunum 1999-2007
Flokkur Fjöldi Þekkt ástand fyrir slys
Hjarta- og æðasjúkdómar 5 4
Geðræn vandamál 2 2
Sykursýki 2 2
Flogaveiki 2 1
Kæfisvefn 2 2
Alls 13 11
(UPPLÝSINGAR FRÁ UMFERÐARSTOFU)
Banaslys af völdum veikinda ökumanns
Fjöldi alvarlegra umferðarslysa 2002–2010
Ár Banaslys Alvarleg slys
2002 22 124
2003 20 115
2004 20 97
2005 16 106
2006 28 121
2007 15 163
2008 12 158
2009 15 150
Jan–nóv 2010 5 155
Samtals 153 1189
(UPPLÝSINGAR FRÁ UMFERÐARSTOFU)
Alvarleg slys
MEÐ DRÁPSVOPN Í HÖNDUNUM
1. janúar 2002 til 30. nóvember 2010.
Banaslys Alvarleg slys Slys með litlum óhöppum Óhöpp án meiðsla Samtals
Lyfjanotkun – lögleg lyf 8 13 42 201 264
Andleg veikindi 1 3 13 46 63
Svefn 9 42 168 369 588
Flogaveiki 0 0 12 29 41
Líkamleg veikindi 11 11 66 121 209
Andlát undir stýri 1 0 2 1 4
Samtals 30 69 303 767 1.169
(UPPLÝSINGAR FRÁ UMFERÐARSTOFU)
Fjöldi slysa vegna veikinda ökumanns
Banaslys af völdum áfengis eða vímuefna
n Á árunum 2005–2009 urðu 86 banaslys í umferðinni
n Áfengi, lyf og fíkniefni koma við sögu í 34 slysum, eða 40% banaslysa í umferðinni
n Lögleg lyf koma við sögu í 6 banaslysum, ein og sér eða með áfengi
n Oftast er um svefnlyf eða róandi lyf að ræða
n Ólögleg fíkniefni koma við sögu í 5 banaslysum, ein og sér eða með áfengi
n Amfetamín, alsæla, kannabis og kókaín hafa komið við sögu og amfetamínið oftar en hin
„Læknir á
taugadeild fór
gaumgæfilega yfir það
að honum bæri að hætta
að keyra og ég varð vitni
að því. En sjúklingurinn
gat alveg farið þvert á
þessi tilmæli því hann
hafði fullgild ökuréttindi. Í
raun er verið að setja fullt
traust á viðkomandi.
„Ég tók aldrei þá
umræðu að hann
hefði gert vitleysu en
talaði um að hann hefði
ekki heilsu til að keyra
og hræddi hann til þess
að hætta því. Það var
kannski kvikindisháttur,
en hvað átti ég að gera?
Oftast vitað af ástandi ökumanns Í ellefu banaslysum af
þrettán sem Rannsóknarnefnd umferðarslysa skoðaði, þar sem
veikindi ökumanns voru meginorsök slyssins, var vitað af slæmu
ástandi hans fyrir slysið en ekki gripið inn í með afgerandi hætti.