Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19Mánudagur 31. janúar 2011 Hvað er betra en sett af ömmum? 1 „Sjúk í viðurkenningu annarra“Elísabet Jökulsdóttir fann fyrst fyrir meðvirkni þegar hún var tvítug og ástfangin í fyrsta sinn. 2 Kristbjörg fer á kostum með SteindaKristbjörg Kjeld leikkona stóð sig vel í þættinum Steindanum okkar. 3 Slíta samskiptum í skugga hengingarHollenska stjórnin sleit samskipti við Íran eftir að hollensk kona var hengd þar fyrir smygl. 4 Stóð upp eftir 305 metra fallEnskur fjallagarpur féll niður 305 metra, stóð upp eftir fallið og fór að skoða kortið sitt. 5 Ástæður þess að karlmenn kaupa vændi: „Konan vill ekki prófa neitt nýtt“ Árlega sækja 30–40 konur viðtöl hjá Stígamótum vegna reynslu sinnar af vændi eða klámiðnaði. 6 Endurreikna húsnæðislán: Lánin lækki um þriðjung Íslandsbanki hyggst endurreikna húsnæðislán í samræmi við nýsett lög frá Alþingi. 7 Afhausuðu múmíur í gróðavonÞjófar brutust inn í safn í Kairó í von um gróða. Margrét Pála Ólafsdóttir var verðlaunuð af Félagi kvenna í atvinnurekstri á fimmtudag. Hver er maðurinn? „Ég elska börn og er búin að verja starfs- ævinni í að vinna fyrir þau og vil sjá fleiri koma til liðs við mig á þeim vettvangi.“ Hvaða merkingu hefur viðurkenningin? „Þetta kallast hvatningarverðlaun svo að ég vel að líta svo á að Hjallastefnan sé rétt að byrja. Ég er bara búin að vera að í 20 ár, þetta eru greinilega fyrstu skrefin. En svo er líka gaman að fá hvatningu fyrir það sem vel er gert. Þetta hefur gengið fyrir 300 samstarfskonur og -menn og svo öll börnin og foreldrin sem hafa treyst okkur og eru að treysta okkur í dag. Þetta eru margfeldisá- hrif, ég er bara fulltrúi.“ Hvað er efst á baugi hjá þér? „Það er að sinna barnabörnunum. Ég sé um þau í heila viku þar sem foreldrarnir skruppu í smá frí. Hvað er þá betra en eitt sett af ömmum, því það þarf svo marga fullorðna í kringum börn? Þess utan er ég að klára MBA-nám í Háskólanum í Reykjavík í viðskiptafræði og stjórnun. Ég ákvað að dengja mér í þetta.“ Hvernig fer þér að læra viðskiptafræði? „Ég viðurkenni að fyrst þá sortnaði mér fyrir augum, en nú er ég rífandi kát.“ Eru fullorðnir óþekkari en börn? „Þeir eru óþekkari á annan hátt. Fullorðnir eru góðir í að blekkja sig sjálfa. Sá er munurinn að börn hafa miklu dýpri skilning á sjálfum sér.“ Eitt gott ráð til foreldra? „Já, R-reglur Hjallastefnunnar. Röð, regla og rútína!“ „Já, það á að kjósa aftur.“ Svanhildur Guðmundsdóttir 46 ára, starfsmaður Íbúðalánasjóðs „Nei, ég vil ekki að það verði kosið aftur.“ Einar Jónsson 73 ára, smiður „Nei, ég er ánægður með þá fulltrúa sem voru kosnir á stjórnlagaþingið og vil halda þeim.“ Einar Sigurðsson 40 ára, flugmaður „Já, það á ekki að láta þessa dóna komast upp með þetta. Ég er til í að kjósa aftur, gefst ekki upp í fyrstu lotu.“ Jón Þór Jónasson 72 ára, bílasmiður „Mér finnst koma til greina að skipa þá sem voru kosnir til þess að endurskoða stjórnar- skrána. Annmarkar Heimdellinganna ógilda ekki kosningarnar.“ Gunnlaugur Ástgeirsson 61 árs, kennari Mest lesið á dv.is Maður dagsins Á að kjósa aftur til stjórnlagaþings? Framtíð stjórnlagaþings er óljós svo ekki sé fastar að orði kveðið Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræddi við þá sem kosnir voru til stjórnlagaþings á sunnudaginn. „Ég þarf að heyra þeirra afstöðu,“ sagði ráðherrann. Hér sést hann á tali við Eirík Bergmann prófessor og séra Örn Bárð Jónsson. MYND SIGTRYGGUR ARI Myndin Dómstóll götunnar Ástæða er til að fagna nýsprottn-um áhuga sjálfstæðismanna á formfestu í stjórnkerfinu og kröfum þeirra á hendur stjórnvöld- um um að stöðuveitingar innan þess verði í samræmi við verðleika, menntun og formleg umsóknarferli, en fari ekki eftir ætt eða flokksstimpl- um. Formfestan var ekki aðall flokks- ins nema að svo miklu leyti sem hún þjónaði valdinu sem safnað hafði verið saman í Valhöll. Þar sem form- festu og lagafyrirmælum sleppti hafði landsstjórnin oftar en ekki verið á skilmálum flokksins og háð geðþótta flokksforystunnar. Hluti þessa valds er dómsvald- ið. Vert er að hafa hugfast að einnig dómsvaldið á rætur að rekja til fólks- ins. Þjóðin framselur vald sitt til kjör- inna þingmanna sem ráða því hvaða háttur er hafður á því að manna dóm- stóla landsins. Í sögu lýðveldisins hefur Sjálfstæð- isflokkurinn – með vissum undan- tekningun – lagt undir sig dómstól- ana. Svo langt hefur þetta gengið að frami lögfræðinga innan stjórnkerf- isins var nær útilokaður nema þeir gengju í Flokkinn og sýndu hollustu í verki. Deilur um veitingu dómara- embætta urðu af þessum sökum að innanflokksdeilum; hvort þessi eða hinn ráðherrasonurinn eða flokks- gæðingurinn ætti að fá laust dómara- embætti. Hinir komu ekki til álita. Allir vanhæfir Á áttunda áratug síðustu aldar hafði vinstristjórnin 1971 til 1974 áhuga á að vísa Bandaríkjaher úr landi. Við þessu brugðust hægrimenn og fleiri, sem vildu hafa herinn áfram í land- inu, og söfnuðu tugþúsundum und- irskrifta gegn slíkum áformum. Einn helsti hvatamaðurinn var sjálfstæð- ismaðurinn og hæstaréttardómarinn Þór Vilhjálmsson. Þegar fjöldi meið- yrðamála kom fyrir Hæstarétt neydd- ust allir dómararnir til þess að víkja sæti. Málin höfðuðu flokksbræður Þórs. Hann og fleiri dómarar höfðu beint og óbeint blandað sér í hápól- itískar deilur og voru vitanlega van- hæfir. Í nýliðinni viku áttu allir 9 dómar- ar Hæstaréttar þess kost lögum sam- kvæmt að álykta um lögmæti kosn- inga til stjórnlagaþings. Þrír þeirra sögðu sig frá málinu vegna tengsla við frambjóðendur eða fólk í lands- kjörstjórn. Með líku lagi hefðu Jón Steinar Gunnlaugsson, Árni Kolbeinsson, Viðar Már Matthíasson og jafnvel Gunnlaugur Claessen átt að segja sig frá afskiptum af stjórnlagaþing- inu, en augljóst mátti vera að nær allir kjörnu stjórnlagaþingsfulltrú- arnir stefndu að því að setja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auð- lindum. Umræddir fjórir dómar- ar hafa á ýmsum stigum unnið að málum sem tengjast kvótakerfinu og eignarhaldi á kvóta og haft af því pólitísk afskipti. Þetta á sérstak- lega við um Jón Steinar Gunnlaugs- son. Viðar Már hefði sem bróðir eins stærsta kvótahafa landsins og aðal- eiganda Morgunblaðsins, Guðbjarg- ar Matthíasdóttur, einnig átt að segja sig frá afskiptum af kosningum til stjórnlagaþingsins. Rangur dómur Fallist menn ekki á vanhæfisrök- semdirnar gegn þremur til fjórum af dómurunum sex er hægt að líta á sjálfa ályktun þeirra um ágallana í kosningunum. Líkja má úrskurði dómaranna við dóm án glæps. Enginn hefur sýnt fram á – ekki heldur dómararnir – að ágallarnir hafi haft áhrif á úrslit kosn- inganna í anda 120. greinar laga um þingkosningar. Huginn Freyr Þorsteinsson, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, vitn- aði í Silfri Egils til deilna um bókstaf- inn V eða U fyrir VG á sínum tíma. Sumar kjördeildir notuðust í sjálfum kosningum enn við stimpil með U en ekki V, stafnum sem framboðið hafði valið sér. Þetta gat haft áhrif á úrslit kosninga en ekkert var gert. Augljós áhrif á úrslit, sem lesa má úr þessu dæmi, hefur ekki kom- ið fram varðandi kosningarnar til stjórnlagaþingsins. Heilbrigð skyn- semi segir því að rétturinn hefði átt að áminna menn um að gæta að sér varðandi aðfinnsluatriðin en láta kosningarnar standa vegna skorts á sönnunum fyrir því að ágallarnir hefðu haft áhrif á úrslitin. Í öðru lagi er almenna reglan sú að þegar menn kæra eða höfða mál verður að liggja fyrir að meintur þol- andi hafi persónulegra hagsmuna að gæta eða að hann hafi orðið fyrir einhverju tjóni. Ekki er að sjá að kær- endur stjórnlagaþingskosninganna hafi átt einhverra slíkra hagsmuna að gæta eða að þeir hafi orðið fyrir tjóni. Málatilbúnaðurinn brýtur því í bága við almenna réttarfarsreglu. Allt þetta dregur úr þeirri virðingu sem Hæstarétti ber. Vonandi eykst dómgreindin þar innan veggja með tíð og tíma. Dómstóll fólksins eða flokksins Kjallari Jóhann Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.