Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Síða 3
Fréttir | 3Mánudagur 31. janúar 2011
FLOKKURINN Á 626 MILLJÓNIR
tvö fyrirtæki sem styrktu bæði Sam-
fylkinguna og Vinstri græna.
Engar upplýsingar er að finna í
þeim gögnum sem Ríkisendurskoð-
un hefur birt um hvaða einstaklingar
hafi styrkt flokkana. Einungis er þar
að finna málsgrein þar sem segir að
fyrirliggjandi sé staðfesting endur-
skoðenda um að framlag hvers ein-
staklings hafi verið innan lögboð-
inna marka, sem eru 300 þúsund
krónur.
Fyrirtæki Fjárhæð
1912 ehf. 300.000 kr.
AKSO ehf. 300.000 kr.
Alexander Ólafsson ehf. 300.000 kr.
Arkur ehf. 300.000 kr.
Atlantsolía ehf. 300.000 kr.
ÁF hús. 300.000 kr.
ÁRÓS leigufélag sf. 300.000 kr.
Baldur Jónsson ehf. 300.000 kr.
Bjarkar ehf. 300.000 kr.
Brim hf. 300.000 kr.
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf.
300.000 kr.
Byggingarfélagið Gustur ehf. 300.000 kr.
BYKO hf. 300.000 kr.
Eskja hf. 300.000 kr.
Fiskimið ehf. 300.000 kr.
Fiskmarkaður Íslands hf. 300.000 kr.
Fjársjóður ehf. 300.000 kr.
G Fjárfestingafélag ehf. 300.000 kr.
Gámaþjónustan hf. 300.000 kr.
Gjögur ehf. 300.000 kr.
Guðmundur Runólfsson hf. 300.000 kr.
Hafnarbakki Flutningatækni ehf.
300.000 kr.
HB Grandi hf. 300.000 kr.
Eimskipafélag Íslands hf. 300.000 kr.
Hraunbjarg ehf. 300.000 kr.
Húsvirki hf. 300.000 kr.
Hvalur hf. 300.000 kr.
Icelandair Group hf. 300.000 kr.
Icelandic Group hf. 300.000 kr.
Íslenska auglýsingastofan ehf. 300.000 kr.
Ístak hf. 300.000 kr.
Juris hf. 300.000 kr.
K.S. verktakar hf. 300.000 kr.
Kaupfélag Skagfirðinga. 300.000 kr.
KG Fiskverkun ehf. 300.000 kr.
KPMG hf. 300.000 kr.
Lýsi hf. 300.000 kr.
Mannvit hf. 300.000 kr.
Mata hf. 300.000 kr.
MH ehf. 300.000 kr.
Mjólkursamsalan ehf. 300.000 kr.
Primex hf. 300.000 kr.
Rammi hf. 300.000 kr.
S.Þ. verktakar ehf. 300.000 kr.
Samherji hf. 300.000 kr.
SC hf. 300.000 kr.
Sérverk ehf. 300.000 kr.
Síldarvinnslan hf. 300.000 kr.
Skeljungur hf. 300.000 kr.
Smáragarður ehf. 300.000 kr.
Staðarhóll ehf. 300.000 kr.
Stálskip ehf. 300.000 kr.
Stjörnublikk ehf. 300.000 kr.
V.M. Ehf. 300.000 kr.
Vísir hf. 300.000 kr.
Þorbjörn hf. 300.000 kr.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.
300.000 kr.
Ragnar og Ásgeir ehf. 293.964 kr.
Greiðslumiðlun hf. Visa Ísland 250.000 kr.
Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. 250.000 kr.
Þrastarverk ehf. 250.000 kr.
Brekkuhús ehf. 200.000 kr.
Bæjarins bestu sf. 200.000 kr.
Eyrir Invest ehf. 200.000 kr.
Ísf.élag Vestmannaeyja hf. 200.000 kr.
John Lindsay ehf. 200.000 kr.
N1 hf. 200.000 kr.
Sam félagið ehf. 200.000 kr.
Soffanías Cecilsson hf. 200.000 kr.
SS Byggir ehf. 200.000 kr.
Vesturgarður ehf. 200.000 kr.
Vinnslustöðin hf. 200.000 kr.
Austursel ehf. 150.000 kr.
Góa Linda sælgætisgerð ehf. 150.000 kr.
Gullberg ehf. 150.000 kr.
Hraðfrystihús Hellissands hf. 150.000 kr.
Klasi hf. 150.000 kr.
Lögmenn Höfðabakka ehf. 150.000 kr.
Ólafur Þorsteinsson ehf. 150.000 kr.
Rolf Johansen & Co ehf. 150.000 kr.
Skinney Þinganes hf. 150.000 kr.
Tor ehf. 150.000 kr.
Ó.Johnson & Kaaber ehf. 120.000 kr.
Borgun hf. 100.000 kr.
Dala Rafn ehf. 100.000 kr.
Dynjandi ehf. 100.000 kr.
G.P.G. fiskverkun ehf. 100.000 kr.
Huginn ehf. 100.000 kr.
Kjaran ehf. 100.000 kr.
Kjörís ehf. 100.000 kr.
Lögmenn Thorsplani sf. 100.000 kr.
Miklatorg hf. IKEA 100.000 kr.
Ós ehf. 100.000 kr.
Samhentir Kassagerð ehf. 100.000 kr.
Samskip hf. 100.000 kr.
Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar ehf.
100.000 kr.
Ögurvík hf. 100.000 kr.
Hlíð ehf. 60.000 kr.
Kjarnafæði hf. 60.000 kr.
Álnabær ehf. 50.000 kr.
Bílaleigan Geysir ehf. 50.000 kr.
Fönix ehf. 50.000 kr.
Höldur ehf. 50.000 kr.
Íslenska gámafélagið ehf. 50.000 kr.
Lyfja hf. 50.000 kr.
Narfi ehf. 50.000 kr.
Raftákn ehf. 50.000 kr.
Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs ehf.
50.000 kr.
Vélaverkstæðið Þór ehf. 50.000 kr.
Samtals 23.983.964 kr.
Styrkir til Sjálfstæðisflokksins
Til stendur að skera niður framlag
Reykjarvíkurborgar til tónlistarskóla
í Reykjavík um 140 milljónir króna
á þessu ári. Niðurskurðurinn mun
þó ekki taka gildi fyrr en núgildandi
þjónustusamningar renna út í haust
og mun hafa í för með sér 30–40%
niðurskurð á síðustu mánuðum árs-
ins.
Nú standa yfir samningar við
ríkið um að taka yfir niðurgreiðslu
tónlistarnáms, en útgangspunktur
þeirra samninga er mjög umdeild-
ur. Náist samningar mun ríkið niður-
greiða tónlistarnám 16–24 ára nem-
enda á mið- og framhaldsstigi sem
einnig stunda nám í framhaldsskól-
um. Þetta þykir mörgum í hæsta lagi
skrýtið, því muni þessar breytingar
ná í gegn getur nemandi sem hefur
náð tvítugsaldri og lokið framhalds-
skóla ekki lengur geta stundað tón-
listarnám nema með því að borga
fyrir það sjálfur að fullu.
Mun hafa miklar afleiðingar
Þó flestir byrji að læra á hljóðfæri á
barnsaldri er það ekki hægt í öllum
tilvikum. Erfitt er að læra klassískan
söng fyrir alvöru fyrr en um tvítugs-
aldur en það á sérstaklega við um
karlmenn, því rödd þeirra er í raun
ekki fullþroskuð fyrr en þá.
Margir af okkar færustu söngvur-
um hófu ekki söngnám fyrr en á þrí-
tugsaldri eða seinna og má þar nefna
Kristinn Sigmundsson, Kristján Jó-
hannsson, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur
og Jóhann Friðgeir Valdimarsson.
Margir þeirra nemenda sem sýna
framúrskarandi hæfileika í tónlist
ákveða oft að helga sig henni að fullu
og fara því ekki í framhaldsskóla, en
frami í klassískri tónlist krefst margra
klukkustunda æfinga á dag auk þess
sem nemendum er skylt að stunda
skyld fög eins og tón- og hljómfræði,
tónlistarsögu og fleira. Niðurskurð-
ur mun því hafa gríðarlega miklar
afleiðingar fyrir fjölmarga tónlistar-
nemendur, tónlistarkennara og ís-
lenska tónlistarmenningu í framtíð-
inni.
Framtíð í óvissu
Jóhann Kristinsson er 22 ára söng-
nemi við Söngskólann í Reykjavík.
Hann byrjaði að læra söng fyrir einu
og hálfu ári og hefur á stuttum tíma
náð góðum árangri. Faðir hans er
stórsöngvarinn Kristinn Sigmunds-
son svo hann á ekki langt að sækja
hæfileikana. Honum líst illa á fyrir-
hugaðar breytingar sem hann segir
setja plön um áframhaldandi söng-
nám í óvissu. „Það er algjör synd að
þeim skuli á annað borð detta þetta
í hug. Pabbi minn er óperusöngv-
ari en hann var 28 ára gamall þeg-
ar hann byrjaði að læra söng. Hann
væri ekki óperusöngvari í dag ef
þetta fyrirkomulag hefði verið við
lýði þegar hann var í námi. Nú er
hann reglulegur söngvari í Metro-
politan-óperunni í New York. Fyrir
mig persónulega þýðir þetta að skól-
anum verði líklega lokað og ég og
mínir samnemendur höfum þá eng-
an stað til þess að læra söng nema í
útlöndum.“
Ekki bara hobbí
Jóhann fær ekki niðurgreiðslu á tón-
listarnámi ef breytingarnar ganga
í gegn þar sem hann er búinn með
framhaldsskóla. Hann segir það sýna
óþolandi viðhorf þeirra sem koma
að málum sem snerta tónlistarnám.
„Það er verið að senda út þau skilaboð
að þetta sé bara eins og hvert ann-
að hobbí, en málið er að þetta er at-
vinnugrein. Árið 2009 veltu skapandi
greinar meira en bæði landbúnaður
og fiskveiðar. Ef enginn grundvöll-
ur er fyrir tónlistarmenntun í land-
inu eru miklar líkur á að heildarvelta
skapandi starfa til lengri tíma lit-
ið muni rýrna mjög mikið. Þar tapar
þjóðarbúið mjög miklum fjármun-
um. Stjórnmálamenn virðast ein-
ungis hugsa hvað þeir geti gert á sínu
kjörtímabili til þess að ná endurkjöri.
Þetta er bara skammsýn pólitík. Eins
skýtur svolítið skökku við að verið sé
að byggja risastórt tónlistarhús og í
raun og veru leggja niður tónlistar-
menntun í landinu í leiðinni.‘‘
Menningarslys í uppsiglingu
Varðandi framtíð sína í söngnámi
segist Jóhann nú þurfa að spýta í
lófana og eyða næstu þremur mán-
uðum í að læra undir framhaldsstigs-
próf. „Þetta þýðir að ég verð að taka
framhaldsstigsprófið á einni önn til
að komast upp á háskólastig en það
verður að teljast frekar mikið þrek-
virki. Ég veit ekki hvað ég mun gera,
ætli ég verði ekki bara að fara til út-
landa í nám og taka námslán með
öllu sem því fylgir,“ segir Jóhann en
hann vill hvetja alla sem láta sig mál-
ið varða til að mæta á mótmælin á
þriðjudag. „Þessi mótmæli eru mikil-
væg því það er menningarslys í upp-
siglingu.‘‘
Munur á fjárveitingum
Víkingur Heiðar Ólafsson píanó-
leikari tók saman tölur úr fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar og setti
inn á Face book-síðu sína og má þar
sjá þróun í fjárveitingum til tónlist-
arskóla annars vegar og æfinga- og
húsaleigustyrkja til íþróttasviðs hins
vegar. Árið 2004 voru þessar fjárveit-
ingar nokkuð sambærilegar en þró-
un síðustu sjö ára sýnir að tónlist-
arskólarnir hafa samanlagt fengið
8 prósent hækkun á meðan æfinga-
og húsaleigustyrkir íþróttasviðs hafa
hækkað um 173 prósent. Fjárfram-
lög til húsaleigu- og æfingastyrkja
eru aukin árið 2011 og standa í 1.584
milljónum á sama tíma og tónlistar-
skólum eru áætlaðar 620 milljónir.
Til stendur að mótmæla þess-
um fyrirhuguðu breytingum fyrir
utan Ráðhús Reykjavíkur þriðjudag-
inn 1. febrúar klukkan 13.30 og hafa
yfir 1.000 manns staðfest komu sína
á Facebook-síðu sem stofnuð hefur
verið vegna málsins.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
n 140 milljóna niðurskurður í tónlistarnámi n Margir munu neyðast til að hætta námi n Milljörðum varið í að byggja Hörpuna
„Þróun síðustu
sjö ára sýnir
að tónlistarskólarnir
hafa samanlagt fengið
8 prósenta hækkun
á meðan æfinga-
og húsaleigustyrkir
íþróttasviðs hafa hækkað
um 173 prósent.
Jóhann Kristinsson söngnemi „Það er
verið að senda út þau skilaboð að þetta sé
bara eins og hvert annað hobbí.“
Kristján Jóhansson Byrjaði
að læra söng á þrítugsaldri.
Hann hefði ekki getað lært söng
hér ef fyrirhugaðar breytingar á
söngnámi hefðu verið í gildi þá.
„ALGJÖR SYND“