Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Side 4
4 | Fréttir 31. janúar 2011 Mánudagur Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 29.750 kr. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Heildarskuldir eignarhaldsfélagsins Knattspyrnuakademíu Íslands ehf. námu 1.700 milljónum króna í árs- lok 2009 og var eigið fé félagsins nei- kvætt um 135 milljónir króna. Tap hafði orðið á rekstrinum á árinu upp á tæpar 100 milljónir króna og lá fyr- ir að félagið myndi eiga í erfiðleikum með að standa í skilum við helsta lán- ardrottin sinn, Landsbanka Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélagsins sem skilað var til ársreikningaskrár í sept- ember í fyrra. Eigendur Knattspyrnuakademíunnar, Arnór Guðjohnsen, sonur hans Eið- ur Smári, Guðni Bergsson, Ásgeir Sig- urvinsson og Logi Ólafsson, voru því í erfiðri stöðu þegar þarna var komið sögu. Hrunið setti strik í reikninginn Knattspyrnuakademía Íslands hafði gert samstarfssamning við Kópa- vogsbæ árið 2005 sem fólst í því að akademían byggði íþróttaaðstöðu í Vallakór í Kópavogi og leigði bænum síðan afnot af henni. Meðal þess sem gert var ráð fyrir að eigendur Knatt- spyrnuakademíunnar myndu byggja á svæðinu var íþróttahús, sundlaug, fjölnota knattspyrnu- og sýningarhús þar sem átti að vera keppnisaðstaða fyrir knattspyrnu auk þriggja fótbolta- valla utandyra. Bærinn ætlaði að leigja íþróttaaðstöðuna til 25 ára samkvæmt upprunalega samkomulaginu. For- svarsmenn Kópavogsbæjar töldu að hagstæðara væri fyrir bæinn að gera slíkan samning við Knattspyrnuaka- demíuna frekar en að byggja íþrótta- mannvirkin sjálfir og eiga þau til fram- tíðar. Efnahagshrunið árið 2008 setti hins vegar strik í reikninginn og eigend- ur Knattspyrnuakademíunnar stóðu frammi fyrir því að geta ekki staðið í skilum við Landsbankann út af fjár- festingunni og uppbyggingu á svæð- inu. Viðskiptablaðið greindi svo frá því í apríl í fyrra að Kópavogsbær þyrfti að greiða 1.600 milljónir króna fyrir íþróttaaðstöðuna í Vallakór þar sem kreppti að hjá eigendum Knattspyrnu- akademíunnar. Heildarskuldbinding- ar bæjarins vegna íþróttamannvirkj- anna fóru með þessu frá því að vera á bilinu 700 til 800 milljónir króna upp í á þriðja milljarð króna. Áttu að greiða 630 milljónir í fyrra Skuldirnar sem voru inni í eignar- haldsfélaginu í árslok 2009 voru því nokkurn veginn jafnháar og kaup- verðið sem Kópvogsbær þurfti að reiða fram fyrir eignirnar, samkvæmt því sem stendur í ársreikningn- um. Kaupverðið sem Kópavogsbær greiddi fyrir eignirnar mun því vænt- anlega verða notað til að greiða nið- ur skuldir eignarhaldsfélagsins við Landsbankann. Ekki er hins vegar hægt að fullyrða neitt um þetta þar sem ársreikningur Knattspyrnuaka- demíu Íslands fyrir árið 2010 liggur ekki fyrir en ætla má að peningarnir frá Kópavogsbæ verði notaðir til að greiða niður skuld knattspyrnumann- anna við Landsbankann. Í ársreikningi Knattspyrnuaka- demíunnar fyrir árið 2009 kemur fram að félagið hefði átt að greiða tæplega 630 milljónir króna af þessum tæp- lega 1.700 milljóna króna skuldum á síðasta ári, 2010. Hugsanlegt er að for- svarsmenn Knattspyrnuakademíunn- ar hafi áttað sig á því að þeir gætu ekki staðið í skilum með þessar afborganir í fyrra og hafi þess vegna gert ráðstafan- ir til að selja íþróttamannvirkin. Viðræður hófust haustið 2009 Heimildir DV herma að forsvarsmenn Knattspyrnuakademíunnar hafi kom- ið að máli við forsvarsmenn Kópa- vogsbæjar um haustið 2009 með það fyrir augum að selja þeim íþróttaað- stöðuna. Samningaferlið var tíma- frekt, tók upp undir hálft ár, og var ekki gengið endanlega frá viðskiptunum fyrr en í mars í fyrra. Af þessu er ljóst að forsvarsmenn Knattspyrnuakademí- unnar höfðu verið meðvitaðir um það í nokkuð langan tíma að þeir þyrftu að losna út úr fjárfestingunni. Kópavogsbær fjármagnaði kaupin á íþróttamannvirkjunum með láni frá fjármálafyrirtæki, líklega Landsbank- anum. Bærinn fékk fremur hagstætt lán – ein heimild DV segir það vera á 4,9 prósenta vöxtum – og keypti að- stöðuna af eignarhaldsfélagi knatt- spyrnumannanna. Strax eftir kaupin byrjaði Kópavogsbær að nota aðstöð- una og í dag nota skólar og íþróttafélög í Kópavogi hana. Hluthafarnir tapa væntanlega Af ársreikningi félagsins er einnig ljóst að miðað við kaupverðið á íþrótta- mannvirkjunum munu þeir sjálfir tapa einhverjum fjármun- um. Þannig kem- ur fram í reikningn- um að félagið skuldi hluthöfunum rúmar 275 milljónir króna. Meðal þessara skulda er um 130 milljóna króna viðskipta- krafa Eiðs Smára Guðjohnsen á hend- ur akademíunni vegna láns upp á 700 þúsund evrur sem hann veitti félag- inu á sínum tíma. Fjármunirnir höfðu runnið í fasteignaverkefni Knatt- spyrnuakademíunnar. Ekki er vitað hvaðan afgangur lánanna kom. Um 100 milljóna króna munur var á heildarskuldum félagsins og þeim 1.600 milljónum króna sem það fékk frá Kópavogsbæ fyrir íþróttamann- virkin, auk þess sem gera verður ráð fyrir því að meira hafi bæst við skuld- ir félagsins, meðal annars ýmiss konar kostnaður. Því má reikna með að hlut- hafar félagsins þurfi að afskrifa kröfur á hendur félaginu. Eignir Eiðs ofmetnar Samkvæmt heimildum DV reyndi Eiður Smári að selja viðskiptakröf- una árið 2009 en án árangurs: Enginn vildi kaupa kröfuna. Ástæðan fyrir því að Eiður vildi selja kröfuna var sú að hann vantaði peninga til að grynnka á um 1.200 milljóna króna skuldum sínum við Kaupþing í Lúxemborg og Glitni sem hann hafði stofnað til vegna ýmissa fjárfestingarverkefna, líkt og DV hefur greint frá. Ein af ástæðunum fyrir því að erfiðlega gekk að selja við- skiptakröfuna var sú að enginn lána- samningur var gerður á milli Knatt- spyrnuakademíunnar og Eiðs Smára og ekkert veð var fyrir láninu frá hon- um. Viðskiptakrafan við Knattspyrnu- akademíuna var metin sem hluti af 750 milljóna króna eignum Eiðs Smára sem koma áttu á móti á 1.200 milljóna króna skuldum. Af ársreikningi Knatt- spyrnuakademíunnar verður því ekki annað séð en að eign- ir Eiðs Smára hafi verið of- metnar í skuldauppgjöri hans við Kaupþing og Glitni og að hann muni ekki endurheimta alla þá fjármuni sem hann lánaði til Knattspyrnuakademíunnar. Eiður Smári, líkt og Kópa- vogsbúar, kemur því illa út úr þessum viðskiptum með Knatt- spyrnu- akademí- una. Komu 1.600 milljóna skuld yfir á almenning n Kópavogsbúar greiða niður skuldir Knattspyrnuakademíunnar við Landsbankann n Eigendur akademíunnar áttu að borga 630 milljónir í fyrra n Félagið tapaði tæpum 100 milljónum 2009 n Eigið fé var neikvætt n Eiður Smári þarf væntanlega að afskrifa lán sem hann veitti félaginu. „Kaupverðið sem Kópavogsbær greiddi fyrir eignirnar mun því væntanlega verða notað til að greiða niður skuldir eignarhaldsfélags- ins við Landsbankann. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Skrifað undir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs- bæjar, sést hér skrifa undir samkomulagið við fjóra af fimm aðstandendum Knattspyrnuakademíunnar árið 2005. Fjárfestingin til almennings Eiður Smári fjárfesti í Knattspyrnuakademíu Íslands ásamt nokkrum öðrum þekktum knatt- spyrnumönnum, meðal annars föður sínum. Sú fjárfesting endaði á því að Kópavogsbær keypti af þeim íþróttamannvirki í bænum. Krónan eins og þriðji bjór í þynnku Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingarinnar í Reykjavík og for- maður borgarráðs, lá ekki á skoðun sinni á gjaldeyrismálum á Facebook á sunnudaginn. Dagur skrifaði: „Að dásama krónuna sem bjargvætt eftir hrun er einsog þegar örlaga alkó- hólisti dásamar (þriðja) bjórinn í þynnkunni (í afneitun á hlut hans í ruglinu, þynnkunni og draslinu sem einhver þarf að þrífa og ógreiddu reikningunum sem einhver þarf að borga).“ Síðar bætti Dagur B. því við að þessi orð væru stolin og stíl- færð „frá þeim eðalsnillingi Óttari Proppé“, eins og hann komst að orði. Ófært á Norðurlandi Ófært var yfir Öxnadalsheiði á sunnudag vegna stórhríðar sem þar geisaði. Í tilkynningu frá Vega- gerðinni á sunnudag, kom fram að á Norðurlandi hafi verið hálka og stórhríð. Þrátt fyrir það voru flestar aðrar leiðir greiðfærar, þó snjóþekja hafi verið á Vatnsskarði og hálku- blettir á Hálsum og Brekknaheiði. Vegagerðin minnir vegfarendur á að víða sé ekki mokstur eða önnur þjónusta á vegum á kvöldin og nótt- unni. Raunar séu sumir vegir ekki í þjónustu nema fáa daga í viku. Nú um hávetur er rétt að minna á að upplýsingar um færð á vegum má fá í síma 1777 og á vef Vegagerðar- innar. Krónan bjargaði okkur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, sagði við bandarísku sjón- varpsstöðina CNBC að viðreisn ís- lenska efnahagslífsins sé krónunni að þakka og þeirri staðreynd að íslensku bankarnir voru látnir falla. Ólafur Ragnar hefur verið viðstaddur al- þjóðlega efnahagsráðstefnu í Davos í Sviss. Forsetinn sagði Íslendinga hafa nýtt sér krónuna sem sérstakan gjald- miðil til þess að laga sig að breyttum aðstæðum í kjölfar efnahagshruns- ins. Gengisfelling krónunnar hefði haft mikið að segja við viðreisnina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.