Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Page 6
6 | Fréttir 31. janúar 2011 Mánudagur Ögmundur fundaði með stjórnlagaþingmönnum: Stjórnlagaþing verður haldið Á sunnudaginn fundaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra með kjörnum fulltrúum til stjórnlaga- þings. Í kjölfar ógildingar Hæstarétts á stjórnlagaþingskosningunum hef- ur ríkt mikil óvissa um framtíðina og vildu stjórnlagaþingmenn fá upplýs- ingar um stöðu mála frá sjónarhóli ríkisstjórnarinnar. Fundurinn gekk vel fyrir sig að sögn Ögmundar. „Þarna lýstu menn sínum sjónar- miðum, og ég einnig. En aðallega var það mitt að hlusta á viðhorf fulltrú- anna,“ segir Ögmundur og bætir við að hann muni koma sjónarmiðum þeirra áleiðis til ríkisstjórnarinnar. „Það er mjög brýnt að fá úr því skorið hvert framhaldið verður í þessu máli. En við megum ekki flana að neinu og við verðum að hugsa hvert skref. Ég hef í sjálfu sér ekkert umboð til þess að taka ákvarðanir í þessu málefni, heldur er það Alþingi sem sker úr um það.“ Aðspurður hvort að hann vilji að kosið verði aftur til stjórnlagaþings segir hann það rökréttasta kostinn, en vill ekki fullyrða um skoðanir annarra þingmanna. „Á þessu stigi málsins skulum við staðnæmast við það eitt að segja, að okkar niðurstaða sé sú að stjórnlagaþing verði hald- ið. Ef menn ætla að vera sjálfum sér samkvæmir í því efni þá er rökrétt að efnt verði að nýju til kosninga. Það er mitt persónulega sjónarmið,“ segir Ögmundur í samtali við DV. simon@dv.is Eignarhaldsfélagið Sundagarðar, sem meðal annars er í eigu Gunnars Þórs Gíslasonar fyrrverandi stjórn- arformanns knattspyrnufélagsins Stoke og núverandi stjórnarmanns í Sögu Fjárfestingarbanka, greiddi út 500 milljónir króna í arð til hluthafa sinna árið 2009 þrátt fyrir að félagið hefði tapað rúmum tveimur millj- örðum á árunum 2008 og 2009. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2009. Félagið á eignir upp á rúmar 1.800 milljónir króna og er eigið fé þess jákvætt um rúmar 940 milljón- ir króna. Félagið á einnig óráðstaf- að eigið fé upp á rúmar 800 milljón- ir króna. Því er eignum til að dreifa inni í félaginu. Þar sem eiginfjár- staðan er jákvæð, en ekki neikvæð, er ekki ólöglegt að greiða út slíkan arð. Sú staðreynd að Sundagarðar greiðir út svo háan arð er hins veg- ar sérstök í ljósi þess hversu tap fé- lagsins var mikið á þessum tveimur árum og einnig í ljósi þess að dótt- urfélag þess skuldar milljarða sem það getur ekki borgað. Eigendur Sundagarða ehf. eru Eignarhaldsfélagið Mata, Gísli V. Einarsson og Edda Ingibjörg Egg- ertsdóttir. Gísli og Edda eru foreldr- ar Gunnars og framkvæmdastjóra Sundagarða, Eggerts Árna Gíslason- ar. Þau eru sömuleiðis stærstu hlut- hafar Eignarhaldsfélagsins Mata. Niðurfærðu eign í Sögu um 775 milljónir Sundagarðar er nokkuð umsvifamik- ið eignarhaldsfélag sem á hlut í fé- lögum eins og CCP, grænmetis- og ávaxtafyrirtækinu Mata, Borgarnes- kjötvörum, nokkrum félögum í Lúx- emborg, eignarhaldsfélaginu Nýrækt og enska knattspyrnuliðinu Stoke. Sundagarðar er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað er á grunni Mata en Gísli V. Einarsson stofnaði fyrirtækið á sínum tíma og starfaði sem forstjóri þess. Synir hans tóku síðar við rekstr- inum og gerðust nokkuð umsvifa- miklir í annars konar fjárfestingum, meðal annars í hlutabréfum. Sunda- garðar áttu einnig verulegt magn stofnfjárbréfa í SPRON fyrir hrun og sat Gunnar í stjórn sjóðsins. Stærsta eign félagsins er eign- arhlutur í Sögu Fjárfestingarbanka en nafnvirði hans er einn milljarður króna. Sundagarðar er næststærsti hluthafi bankans með tæplega 10,5 prósenta eignarhlut. Stærsta tap Sundagarða árið 2009 er tilkomið vegna niðurfærslu á hlutabréfum í Sögu Capital. Á árinu 2009 var hluta- bréfaeign félagsins í fjárfestingar- bankanum færð niður um 775 millj- ónir króna, í 325 milljónir króna. Vegna erfiðleika á fjármálamörk- uðum og verðhruns á hlutabréfum fengu Sundagarðar ekki greiddan neinn arð frá dótturfélögum sínum inn í félagið árið 2009, samkvæmt ársreikningnum, en greiddu eins og áður segir út 500 milljóna króna arð. 593 milljónir komu inn Í yfirliti yfir fjármögnunarhreyfingar Sundagarða á árinu 2009 kemur fram að félagið hafi tekið ný lán að upp- hæð 240 milljónir króna og að 353 milljónir króna hafi komið inn í fé- lagið frá tengdum aðilum. 593 millj- ónir króna komu því inn í félagið. 500 milljónir af þessum tæplega 600 milljónum fóru svo aftur út úr félag- inu í formi arðgreiðslna til hluthafa. Taka arð og fá afskrifað Félög í eigu þeirra aðila sem hér um ræðir hafa ekki mikið verið til umfjöllunar eftir bankahrunið árið 2008. Þó hefur DV greint frá því að eitt af málunum sem sérstakur sak- sóknari sé að skoða í rannsókn sinni á meintri allsherjarmarkaðsmisnotk- un Kaupþings með hlutabréf í bank- anum séu viðskipti áðurnefnds fé- lags, Nýræktar, í mars 2008. Þá fékk Nýrækt lán frá Kaupþingi upp á 3,8 milljarða króna til að kaupa hluta- bréf í bankanum. Til rannsóknar er hvort viðskipt- in hafi átt sér stað til þess eins að halda uppi genginu á hlutabréfun- um í Kaupþingi. Veðið fyrir láninu frá Kaupþingi til Nýræktar var í hluta- bréfunum sjálfum sem keypt voru. Gunnar Þór er annar stjórnar- manna og einn hluthafa Nýræktar og sagði hann aðspurður í samtali við DV í maí í fyrra að eigendur félagsins hefðu haft trú á Kaupþingi þegar þeir fjárfestu í bréfunum. „Við héldum að þetta myndi hækka í verði og við ætl- uðum okkur að græða á þessu. Við ætluðum að selja þetta með hagn- aði. Það gekk því miður ekki,“ sagði Gunnar Þór þá. Ætla má að fjárfesting Nýræktar í Kaupþingi sé því töpuð – félagið hef- ur ekki skilað ársreikningi síðan 2007 – og að afskrifa þurfi umrædda 3,8 milljarða. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að móðurfélag Nýræktar geti tekið 500 milljónir króna í arð út úr félaginu þrátt fyrir þessa staðreynd og tap tvö síðastliðin reikningsár. „Það gekk því miður ekki. TÓKU 500 MILLJÓNIR Í ARÐ EFTIR TVÖ TAPÁR n Sundagarðar ehf. greiða út arð þrátt fyrir tvö tapár í röð n Einn stærsti hluthafi Sögu Fjárfestingarbanka n Fjárfestu í Kaupþingi, CCP og Stoke n Dótturfélag Sundagarða skuldar milljarða sem þarf að afskrifa Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Stjórnarformaður Stoke Gunnar Þór er einna þekktastur fyrir að hafa verið stjórnarformaður knattspyrnuliðsins Stoke á árum áður. Fundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ásamt Eiríki Bergmann og Ómari Ragnarssyni, kjörnum fulltrúum til stjórnlagaþings. MYND SIGTRYGGUR ARI Skýtur á forsætisráðherra: Biðst afsökunar á frumvarpi Lilja Mósesdóttir, alþingiskona Vinstri grænna, hefur beðist afsök- unar á þeim mistökum sem voru gerð við meðferð frumvarps um stjórnlagaþing á Alþingi. Lilja notar Facebook sem vettvang afsökun- arbeiðni sinnar og segir: „Þegar frumvarpið um stjórnlagaþing- ið var í þinginu treysti ég á það sem Jóhanna kallar órofa samstöðu innan Samfylkingarinn- ar og traust sam- starf við formann og stærstan hluta VG, enda er ég hvorki lögfræðimenntuð né fulltrúi VG í Allsherjarnefnd. Það voru mis- tök og biðst ég afsökunar á því!“ Þarna var Lilja að vísa til um- mæla sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lét falla á flokks- tjórnarfundi Samfylkingarinnar um að þrátt fyrir deilur innan Vinstri grænna hefði samstarfið við stærst- an hluta flokksins gengið vel. Lilja Mósesdóttir Viðhalda eigin völdum Félag flokksbundinna framapotara hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér í kosningum til stúdentaráðs Há- skóla Íslands. Í fréttatilkynningu frá Skrökvu segir að stefnumál félagsins séu hin sömu og hjá andstæðingum þeirra, en einfaldlega betri. Þá kemur einnig fram að félagið telji mikilvægara að viðhalda flokka- kerfinu og eigin völdum heldur en að berjast fyrir hagsmunum stúd- enta. Á meðal annarra stefnumála eru stofnun nýs síldarbandalags við Rússa og bygging hljóðmúrs í kring- um Reykjavíkurflugvöll. Í tilkynningu frá Skrökvu segir að síðustu vikum hafi verið dyggi- lega eytt í fjáröflun, skotgrafahernað og djamm í stað hagsmunabaráttu. Stúdentar þurfi nefnilega að gera sér grein fyrir því að hagsmunir þeirra skipti minna máli en stjórnmála- frami framapotara í stúdentaráði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.