Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Page 12
„Ungur maður missir meðvitund og er fluttur á sjúkrahús. Fram kemur að yfirlið hafa verið endurtekin undan- farnar vikur. Ekki finnst fullnægjandi skýring á yfirliðunum og er hann út- skrifaður heim, en fyrirhugaðar frek- ari rannsóknir og eftirlit. Útskýrt er fyrir honum að hann sé óökuhæfur vegna hættu á endurteknum yfirlið- um. Nokkrum vikum síðar er kom- ið með hann á bráðamóttöku með alvarlega áverka eftir að hafa misst meðvitund undir stýri og valdið árekstri. Í viðtali við lækni í endur- komu eftir slysið er ítrekað að við- komandi sé ekki ökuhæfur, en hann mótmælir því og bendir á að hann hafi undir höndum gilt ökuskírteini.“ Frá þessu segir í grein um Ökuhæfi sjúklinga sem var birt í Læknablað- inu árið 2005 og ekki hefur ástandið batnað síðan. Þetta dæmi er byggt á raunverulegum atburðum og á sér margar hliðstæður, jafnvel verri. Tök- um annað dæmi: Sjúklingur und- ir áhrifum sterkra lyfja ók í veg fyrir annan bíl og lét lífið. Hætta á vanmati Frá janúarbyrjun ársins 2002 og til nóvemberloka árið 2010 ollu öku- menn sem voru sjúkir, þreyttir eða undir áhrifum löglegra lyfja 30 bana- slysum og 69 alvarlegum slysum. Þá urðu 303 slys með litlum meiðslum og 767 óhöpp án meiðsla á þessu tímabili af sömu sökum, eða alls 1.169 slys. Enn er verið að vinna úr tölum fyrir árið 2010 og þær því ekki til, en árið 2009 urðu fjögur banaslys af völdum ökumanna sem voru sjúkir, þreyttir eða undir áhrifum löglegra lyfja og tíu alvarleg slys. Það ár ollu ökumenn í þessum hópi alls 152 slys- um. Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að það sé hætt við vanmati þar sem nauðsynleg gögn um andlegt og líkamlegt ástand ökumanna liggja ekki fyrir í öllum tilvikum. Hættan eykst Almennt er viðurkennt að akstur og notkun ólöglegra fíkniefna sé alvar- legt brot á umferðarlögum, en þegar sjúkdómar eða lyf skerða ökuhæfni er áhættan einnig mikil. Líkur á því að valda umferðarslysi aukast stór- lega ef ökumenn þjást af vissum sjúkdómum, þótt áhættan sé mis- munandi eftir tegund og alvarleika þeirra. Samkvæmt erlendum rannsókn- um eru heilabilun og kæfisvefn þeir sjúkdómar sem líklegastir eru til þess að valda aukinni hættu á slys- um, utan misnotkun á áfengi og lyfj- um. Rannsóknir hafa líka sýnt fram á tengsl milli umferðarslysa og sjúk- dóma eins og flogaveiki, þunglyndis og sykursýki en einnig er fylgni milli hjarta- og æðsjúkdóma og umferð- arslysa. Þá eru ótalin tengsl þeirra sjúkdóma og heilsubrests sem fylgja hækkandi aldri. Ökuskírteinið gildir í 51 ár Það var því ekki að ástæðulausu sem Rannsóknarnefnd umferðarslysa gaf út varnaðarskýrslu vegna um- ferðarslysa af völdum veikinda öku- manna. Óskaði nefndin eftir sértæk- um reglum um mat á ökuhæfni, því rannsóknir nefndarinnar bentu til þess að greiningarkerfið sem nú er notað væri ófullnægjandi. Eitt af þeim atriðum sem nefnd- in benti á var að fólk væri beðið um að greina sjálft frá veikindum sín- um þegar það sækti um ökuréttindi. Eftir eitt til þrjú ár fá flestir fullnað- arskírteini sem gildir til sjötíu ára aldurs. Í 51 ár getur fólk því haldið ökuréttindum sínum óháð andlegu og líkamlegu ástandi, nema einhver grípi inn í, ökumaður valdi slysi eða lögregla þurfi að hafa afskipti af honum. Að lokum taldi nefndin að það hefði ekki tekist að framfylgja lögum og reglum um heilbrigðiskröfur sem gerðar væru til ökumanna. Hvatti hún ökumenn líka til þess að bregð- ast við ef þeir væru í áhættuhópi og gangast undir skoðun á ökuhæfi sínu. Árlega fær nefndin eina til þrjár tilkynningar um atvik þar sem ökumenn látast undir stýri án þess að hægt sé að rekja andlátið til slyss. Sumt af þessu fólki hefur verið lang- veikt en með ökuréttindi. Ábyrgð aðstandenda og atvinnurekenda DV bar það undir Geir Gunn- laugsson landlækni hvort lækn- ar ættu oftar að grípa inn í og til- kynna um sjúka ökumenn. „Ég á erfitt með að segja að læknar eigi auðvitað að tilkynna sjúklinga sína og brjóta þar með trúnað. Það þarf þá að skoða það mjög vel og kafa ofan í önnur siðferðismál í þessu samhengi. Til dæmis hvort það séu þá bara læknar sem eigi að til- kynna viðkomandi til lögreglunn- ar. Það gæti líka átt við um heimil- isfólk sem hefur fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af viðkomandi. Eða atvinnurekendur þegar um er að ræða menn á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að fólk sé vakandi fyr- ir því að það eru menn í umferð- inni sem eru ekki hæfir til þess. Fólk sem sér einhvern keyra eins og api á að tilkynna það til lög- reglu, sem borgarar í þessu sam- félagi. Það gæti snert lækna, en þá þarf að setja einhverja umgjörð um það og skoða það sérstaklega. Í grundvallaratriðum tel ég að læknar reyni eftir bestu getu að meta líkamlegt og andlegt ástand þeirra sem þeir eru að sinna og þá sérstaklega með tilliti til þess hvort þeir geti keyrt. Það held ég að sé almenn vinnuregla hjá öllum vel starfandi læknum. Ég held líka að það sé almenn vinnuregla hjá læknum að vekja athygli á hugs- anlegum aukaverkunum lyfja sem gætu haft áhrif á getu einstaklinga til að keyra eða viðbragðsflýti. Það er mín tilfinning að læknar reyni að sinna þessu eins vel og þeir geta.“ Sjúklingar hundsa fyrirmælin Þó að læknar fari yfir áhættuna með sjúklingnum dugar það ekki allt- af til eins og þau Kristín Sigurðar- dóttir og Hjalti Björnsson komust að raun um þegar þau lögðu spurn- ingalista fyrir lækna á þeim deild- um Landspítalans sem eru líkleg- astir til að sinna þeim sem verða óökuhæfir vegna veikinda, slysa- og bráðadeild, taugalækningadeild, hjartalækninga deild og öldrunar- deild. Af 42 læknum sem svöruðu vissu 27, eða 64 prósent, um sjúklinga sem héldu akstri áfram gegn ráð- leggingum læknis. Vissu þeir um 52 tilvik þar sem sjúklingur hafði vald- ið skaða eftir að hafa ekið bíl án þess að hafa færni til þess. Algengast var að einstakling- ar með flogaveiki eða heilabilum hefðu haft fyrirmælin að engu, en eins voru nefnd dæmi um misnotk- un lyfja og áfengis, óútskýrð yfirlið, sykursýki, kæfisvefni og sjónskerð- ingu. Könnunin var ekki vísinda- leg en niðurstöðurnar staðfestu að um raunverulegt vandamál væri að ræða. Siðferðisleg skylda lækna Einar Magnús Magnússon hjá Umferðarstofu hefur sjálfur orð- ið vitni að því að einstaklingur sem er honum nákominn fékk fyrir- mæli lækna um að hætta að keyra. „Hann fékk tímabundin flogaköst á meðan hann var í lyfjameðferð eft- ir krabbamein. Læknir á taugadeild 12 | Fréttir 31. janúar 2011 Mánudagur n Veikir ökumenn eru hættulegir n Ollu 30 banaslysum á átta árum n Slæmt ástand þeirra var oftast þekkt fyrir slys n Þagnarskylda lækna skarast á við tilkynningaskyldu n Ók á röngum vegarhelmingi til læknis n Var sendur aftur heim á bílnum og sagt að jafna sig MEÐ DRÁPSVOPN Í HÖNDUNUM Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Hvað getur þú gert? Veist þú um einhvern sem ekur bíl án þess að vera í ástandi til þess? Reyndu að sannfæra hann um að skila ökuskírteininu eða tilkynntu hann til lögreglu. Ef þú átt við veikindi að stríða og þarft að neyta lyfja verður þú að líta í eigin barm og meta hæfi þitt. Rannsóknarnefnd umferðarslysa hvetur ökumenn sem eru í áhættuhópi til að bregðast við af ábyrgð og gangast undir skoðun á ökuhæfi sínu hjá læknum og stjórnvöldum. „Ég á erfitt með að segja að læknar eigi auðvitað að tilkynna sjúklinga sína og brjóta þar með trúnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.