Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 31. janúar 2011 Mánudagur Mótmælum linnir ekki í Egypta- landi en þau hafa nú staðið yfir síðan á þriðjudaginn. Á laugar- dag ákvað Hosni Mubarak, for- seti Egyptalands síðan árið 1981, að skipta út ríkisstjórn sinni í von um að það lægði öldurnar með- al mótmælenda. Sú áætlun hefur ekki gengið eftir og tugir þúsunda hafa fylkt liði á götum allra stærstu borga Egyptalands. Rúmlega 150 manns hafa fallið í mótmælunum og þúsundir eru særðir. Þegar tekur að rökkva sjást eld- ar loga víðs vegar um Egyptaland, á meðan fólkið á götunum kyrjar sína æðstu ósk – að Mubarak víki tafarlaust úr valdastóli. Mubarak hefur skipað bæði lögreglunni og hernum að ná tökum á ástandinu en án árangurs. Skriðdrekar voru sendir á Tahrir-torg í miðborg Ka- író á sunnudag þar sem hermenn tóku að skjóta úr byssum sínum út í loftið til að reyna að skapa ótta og dreifa mannfjöldanum. Fólkið hreyfði sig hins vegar ekki, heldur stóð saman og hélt áfram að syngja baráttusöngva. Varaforseti í fyrsta sinn Hosni Mubarak hefur aldrei á ferli sínum sem forseti Egyptalands haft varaforseta, en hann ákvað á laugardag að skipa náinn sam- starfsmann sinn til margra ára, Omar Suleiman, í embættið. Sulei- man hefur starfað allt frá árinu 1993 sem yfirmaður egypsku leyni- þjónustunnar og er af mörgum tal- inn einn valdamesti njósnaforingi í heimi. Fréttaskýrendur leiða lík- ur að því að ákvörðun Mubaraks sé liður í því að sýna egypsku þjóðinni að hann hafi látið af áætlunum um að koma syni sínum, Gamal Mu- barak, í stól forseta. Lengi hefur legið fyrir að Mubarak vilji fá Gam- al til að taka við af sér, þvert gegn vilja þjóðarinnar. Sem forsætisráðherra skipaði Mubarak gamlan félaga sinn, Ah- med Shafik. Hann á það sameigin- legt með þeim Mubarak og Suleim- an að koma úr hernum en þar hófu þeir allir starfsframa sinn. Mu- barak hefur veitt Shafik umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar en um sinn standa þeir þremenning- ar einir að kjötkötlunum, öll önnur ráðuneyti standa nú auð. Lokað fyrir netið Allt síðan á fimmtudagskvöld hef- ur verið lokað fyrir aðgang að ver- aldarvefnum í Egyptalandi. Fjar- skiptasamband hefur verið með versta móti og erfitt hefur reynst að senda sms-skilaboð auk þess sem talsamband hefur verið lélegt. Eg- ypsk stjórnvöld skipuðu fjarskipta- fyrirtækjum, meðal annars Voda- fone, að loka fyrir þjónustu sína með það fyrir augum að gera fólki erfiðara með að skipuleggja mót- mælafundi. Ritskoðun á háu stigi Stjórnvöld létu sér ekki nægja að loka fyrir netaðgang heldur var fréttastofu Al Jazeera í Kaíró skyndilega lokað um hádegisbil- ið á sunnudag. Í tilkynningu sem var flutt af Mena-fréttastöðinni, sem er í eigu ríkisins, kom fram að útsendingarleyfi Al Jazeera hefði verið dregið til baka og að skrifstofu fréttastofunnar í Kaíró yrði lokað. Þar að auki missa allir starfsmenn fréttastofunnar í Eg- yptalandi fréttamannapassa sína. Í yfirlýsingu sem var birt á Al Jazeera, sem fékk að vita um áform egypskra stjórnvalda snemma á sunnudagsmorgun, sagði að fréttastöðin fordæmdi aðgerð- ir stjórnvalda. „Al Jazeera hefur verið hrósað um allan heim fyr- ir vandaða umfjöllun á ástand- inu í Egyptalandi. Al Jazeera lítur á þessar aðgerðir sem tilraun til að halda niðri frjálsri fjölmiðlun og þagga niður í blaðamönnum. Á þessum miklu umbrotatímum er nauðsynlegt að segja frá öll- um hliðum ástandsins. Aðgerðir stjórnvalda hafa engan annan til- gang en að ritskoða og þagga niður í egypsku þjóðinni.“ Talsmaður Al Jazeera sagði að fréttamenn stöðvarinnar ætluðu sér að halda áfram að færa Egypt- um, og heimsbyggðinni allri, frétt- ir af byltingarástandinu í Egyptal- andi, hvað sem tautaði og raulaði. Lögreglan farin – herinn tekinn við Frá því á þriðjudag, þegar mótmæl- in hófust, hafði lögreglan átt í fullu fangi við að hemja mannfjöldann sem þyrptist út á götur helstu stór- borga landsins. Á laugardag var svo komið að verkefnið reyndist þeim of- viða. Lögreglumenn sjást ekki lengur á götum úti og hefur herinn tekið við löggæslu. Það virðist þó vart nægja því mikið hefur borið á að fólk fari ránshendi um yfirgefin svæði, versl- anir, bifreiðar og íbúðarhúsnæði. Fólkið sem hefur fjölmennt á götum úti virðist þó taka hermönn- unum vel, í öllu falli mun betur en óeirðalögreglunni. Á laugardag átti yfirmaður egypska hersins, hers- höfðinginn Sami Hafez Enan, fund með bandaríska herforingjaráðinu en þurfti frá að hverfa þegar frétt- ist af því að hermenn óhýðnuðust fyrirmælum. Svo virðist sem fjöl- margir hermenn neiti nú að skjóta á óvopnaðan mannfjöldann. Fólk- ið hefur þakkað fyrir sig með því að faðma að sér hermennina og dansa á skriðdrekum þeirra. Allra augu á Mubarak Þjóðarleiðtogar hafa lýst yfir áhyggjum sínum á ástandinu í Eg- yptalandi og hafa hvatt Mubar- ak til að láta af ofbeldi í garð mót- mælenda. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Nicolas Sarkozy, for- seti Frakklands, og David Camer- on, forsætisráðherra Bretlands, sendu frá sér sameiginlega yfirlýs- ingu vegna ástandsins. „Egypska þjóðin hefur réttmætar áhyggjur og kröfur til réttlátari og bjartari fram- tíðar. Við hvetjum Mubarak til að hefja breytingar sem skili sér í betri ríkisstjórn og frjálsum og sann- gjörnum kosningum.“ Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, ræddi einnig við Muba- rak í síma um helgina. Hann hvatti Mubarak til að sýna breytingar í verki og koma á varanlegum um- bótum. Mubarak hefur löngum verið dyggur bandamaður Banda- ríkjanna og hafa forsetar Banda- ríkjanna, allt frá Ronald Reagan, sýnt honum skilning og átt við hann góð samskipti. Ekki er tal- ið líklegt að Obama víki frá þeirri stefnu að fullu, þó hann hafi lát- ið að því liggja að breytingar í Eg- yptalandi væru óumflýjanlegar. Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox ELDAR LOGA Í EGYPTALANDI n Mótmælin í Egyptalandi hafa staðið yfir síðan á þriðjudag n Mubarak hefur nú sagt upp ríkisstjórninni og skipað varaforseta í fyrsta sinn n Lokað er fyrir netað- gang og Al Jazeera-fréttastofunni er bannað að flytja fréttir af mótmælunum Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Við hvetjum Mubarak til að hefja breytingar sem skili sér í betri ríkisstjórn og frjálsum og sanngjörnum kosningum. Dansað á skriðdreka Hermenn hafa neitað að skjóta á óbreytta borgara. Því er vel tekið og er þess í stað dansað á skriðdrekunum. Eldar loga Mótmælandi í mið- borg Kaíró aðfaranótt sunnudags.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.