Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Síða 18
18 | Umræða 31. janúar 2011 Mánudagur „Ég hætti í sambúð með manni sem ég hafði flutt inn með bara af því að ég kunni ekki við að móðga hann.“ n Auður Jónsdóttir um meðvirkni. – DV „Þetta voru einhverjir pappakassar eins og Högni í Hjaltalín sem er með rass í staðinn fyrir andlit.“ n Egill Gillz Einarsson – Monitor „Þetta var allt saman ein allsherjar- svikamylla.“ n Útgerðarmaður um afleiðusamninga við Landsbankann. – DV „Ég nýt ennþá lánstrausts.“ n Pálmi í Fons um lánveitingu frá Nupur til Fengs. – DV „Farið til and- skotans, Kings of Leon. Þið eruð eigingjarnir asnar.“ n Ryan Murphy þáttastjórnandi Glee. – The Hollywood Reporter Rekið Vilhjálm Jóhanna Sigurðardóttir forsætis­ ráðherra hefur sýnt hárrétt við­brögð við ofbeldishótunum Samtaka atvinnulífsins. Í stað þess að beina kröftum sínum að því að búa í haginn fyrir íslensk fyrirtæki í nauðvörn tilkynna forsvarsmenn­ irnir réttkjörnum fulltrúum þjóðar­ innar hvað þeir megi gera. Nú hef­ ur þessi fínumannaklúbbur ákveðið að ekki megi breyta lögum um stjórn fiskveiða og tryggja þjóðar­ eign á auðlindinni. Hótunin um að skaða samfélagið með því að semja ekki við launafólk er borin blygðun­ arlaust fram. Þessi inngrip í stjórn Íslands hljóta að skoðast sem alvar­ leg tilraun til að taka völd sem að­ eins þjóðin getur veitt. Enginn atvinnurekandi með sjálfsvirðingu og lýðræðisþroska getur látið óátalið að forsvarsmenn sínir gangi fram með slíkum dólgs­ hætti. Gott fólk hlýtur að segja sig úr samtökunum eða bylta stjórn þeirra. Forsætisráðherra hefur rétt fyrir sér þegar hann segir átökin nú standa milli þjóðar og sægreifa. Meirihluti Alþingis, sem starfar í umboði þjóðarinnar, verður að fá vinnufrið fyrir einstökum ofbeldis­ mönnum og þeim sem eru í skipu­ lögðum samtökum. Þjóðin verður að rísa upp gegn Samtökum atvinnulífsins. Hverjum heiðarlegum manni í landinu ber að fordæma aðför þeirra að stjórn­ völdum. Heiðarlegt fólk innan samtakanna þarf að reka fram­ kvæmdastjórann, Vilhjálm Egils­ son, og biðjast síðan afsökunar á því að hafa gerst taglhnýtingar sæ­ greifanna með því að hóta þjóð­ inni grímulaust. Gangi það eftir er mögulegt að fyrirgefa aðförina að lýðræðinu. Stjórnarflokkarnir eiga ekki annan kost en þann að standa við loforð sín frá því í kosningabarátt­ unni og færa þjóðinni eign sína að nýju. Jóhanna Sigurðardóttir sýnir sanna hetjulund í viðbrögðum sín­ um þar sem hún fordæmir fram­ göngu atvinnurekenda. Nú þurfa stjórnarflokkarnir að standa þétt saman um að afnema forréttindi sægreifanna og leiðrétta það sem kallað hefur verið stærsta rán Ís­ landssögunnar. Þetta er það rétt­ lætismál sem gæti komið umdeildri ríkisstjórn á spjöld sögunnar. Leiðari Er sannleikann að finna í áfenginu? „Já, þar sem pólitískur þanka- gangur er í gegnum flöskuhálsinn,“ segir Kolbrún Þorfinnsdóttir, sem skipar fyrsta sæti á lista Skrökvu en í fréttatilkynn- ingu félagsins kemur fram að þau muni freista háskólanema með áfengi og sýna þeim sannleik- ann. Skrökva, félag flokksbund- inna framapotara, hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér í kosn- ingum til stúdentaráðs Háskóla Íslands. Spurningin Bókstaflega Reynir Traustason „Gott fólk hlýtur að segja sig úr samtökunum eða bylta stjórn þeirra. Félag íslenskra banka n Augu manna hafa í vaxandi mæli beinst að athafnamannin­ um Steinþóri Jónssyni, hóteleiganda og fyrrverandi bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, sem hefur not­ ið gríðarlegr­ ar bankafyrir­ greiðslu, einkum í Sparisjóðnum í Keflavík, gegn ótryggum eða engum veðum. Steinþór er sann­ trúaður maður og í félagsskap Votta Jehóva. Þá er hann stjórnarformað­ ur FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeig­ enda. Óvildarmenn Steinþórs eru ósparir á grínið um hann. Í sam­ ræmi við það að hann og útrásarvík­ ingar hafi í raun rænt banka innan frá segja illar tungur að FÍB standi nú fyrir Félag íslenskra bankaræn­ ingja sem er auðvitað svívirða í garð heiðvirðra samtaka. Árni vinsæll n Vestmannaeyingurinn Árni Johnsen hefur unnið hug og hjörtu íslenskra sjómanna með öflugri framgöngu sinni á Alþingi. Þing­ maður hefur al­ farið lagst gegn því að sjómanna­ afsláttur verðu lagður af eins og stjórnvöld áforma. Bendir Árni á að sjó­ mannaafslátturinn sé í eðli sínu eins og dagpeningar landkrabba sem fara að heiman. Annar Vestmanna­ eyingur á þingi, Róbert Marshall, er á öndverðri skoðun og telur eðli­ legt að sjómenn taki skerðingunni. Róbert segist vera gamall sjómaður með þekkingu á málum. Sjómenn séu þessi árin að mokþéna og geti því vel axlað byrðar. Sendiherra í stuði n Guðmundur Árni Stefánsson, sendi­ herra Íslands í Svíþjóð, er mikill gleðimaður. Þegar gengi íslenska landsliðsins var sem best á HM fór hópur Íslendinga á pöbb að skemmta sér og fagna. Í för með ís­ lensku stuðningsmönnunum voru sendiherrahjónin. Sérstaka athygli vakti hve alþýðleg og ófeimin þau voru í taumlausum fögnuði sínum. Fyrirskipun Álfheiðar n Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, er ekki hress með það að í sandkorni var sagt frá því að fyrir vest­ an væri það álit margra að hún væri óvinur Flat­ eyrar númer eitt. Vísað var til þess að hún hefði sem ráðherra svelt rekstur elliheim­ ilisins Sólborgar að dauðamörkum. Forstjóri Heil­ brigðisstofnunar Vestfjarða lýsti því í bréfi eftir áramót að ráðherrann Álf­ heiður hefði bannað að fleiri en tvö hjúkrunarrými yrðu á Sólborg. Þar er hægt að hafa allt að sex vistmenn í senn. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johannh@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Þegar öllu er á botninn hvolft er auðvelt að finna sökudólg­inn í öllu því sem afvega fer á Íslandi. Það eru fíflin. Þau birtast í ýmsum gervum og leynast víðs vegar á meðal vor. Erfitt er að greina þau úr nema með því að gaumgæfa atferli þeirra. Þá er nauðsynlegt að þekkja hegðunarmynstur fíflanna. Það fyrsta sem fífl gerir þegar það mætir á vettvang er að leggja bílnum sínum ólög­ lega. Yfirleitt gerir það sér far um að leggja bifreiðinni upp á gang­ stétt, með þeim afleiðingum að fólk, og þá sérstaklega foreldrar með barnavagna, þarf að ganga á götunni til að komast fram hjá bif­ reið fíflsins. Ef þú sérð Range Rover uppi á gangstétt geturðu litið á það sem óræk ummerki um að fífl sé nærri. Mikilvægt er að horfa ekki í augun á fíflinu þegar það er stað­ ið að verki. Fífl skynjar augngotur þeirra sem það angrar sem aðdáun og espast það aðeins upp við þær. Þess vegna breytir fíflið ekki hegð­ unarmynstri sínu. Þegar fífl er hins vegar ávarpað, eftir að hafa verið staðið að háttsemi sinni, á það til að belgja út brjóstkassann í tilraun til að hrekja viðmælandann á brott. Þegar fíflið uppveðrast á það til að þenja vélina á bifreið sinni. Til að hámarka há­ vaða er fíflið gjarnt á að spóla á malbikinu. Þetta gerir fíflið til að vekja á sér athygli og fá útrás fyrir fýsnir sínar. Fólki er sterklega ráðið frá því að eiga samskipti við fífl. Farsælast er að umgangast fíflið í hæfilegri fjarlægð og beina athuga­ semdum sínum um fíflið út í loftið, nógu nálægt svo það heyri, en án þess þó að mynda augnsamband við það. Við svo búið er æskileg­ ast að hringja í fagaðila, sem sérhæfa sig í meðhöndl­ un fíflanna. Þetta get­ ur verið lögreglan, stöðumælaverðir eða sérstakur saksóknari, eftir atvikum. Fíflið er glys­gjarnt og það klæðist gjarnan jakkafötum. Það tekur sér gjarnan bólfestu í einbýlishúsi, þar sem það á erfitt með samlífi með öðrum. Iðulega gerist fíflið sníkjudýr á fyrirtækjum. Það nær­ ist með því að soga til sín fjármuni þar til hýsillinn er orðinn tómur að innan og fer í þrot. Í kjölfarið stofn­ ar fíflið nýja kennitölu og nærist á nýju fyrirtæki, og svo koll af kolli. Bankar hafa gjarnan verið kjörlendur fyrir fífl, en talið er að uppræta megi skæða faraldra í bönkunum með því að svipta af þeim svokallaðri banka­ leynd. Bankaleyndin er eins konar slímhjúpur sem fíflið sveipar sig þegar það fer í hamskipti. Undir hjúpnum vex síðan þéttur og stamur vefur sem veitir næringu á milli fíflanna. Er þetta talið til marks um að fíflin eigi sér mýkri hliðar og séu fær um hjálpsemi í garð eigin teg­ undar. Slík net geta hins vegar orðið ærið þéttriðin og teygt sig milli þúsunda fífla innan banka, fyrirtækja og stjórnkerfisins, með þeim afleiðingum að hýslar þeirra láta undan. Þegar fíflið nær­ ist eða skiptir um ham þolir það ekki dagsbirtuna og er því talið að gegnsæi sé einhver besta vörnin gegn útbreiddum faraldri. Kenningar eru uppi um að fífl séu óforbetran­leg. Hins vegar benda dæmi til þess að fíflið geti bælt eðli sitt, sé það tekið rækilega í gegn. Þegar fíflið er tekið á beinið eða dregið út í dagsljósið gefur það frá sér hátíðnivæl, sem er talið vera öðrum fíflum til viðvörunar. Oft hefur verið reynt að hunsa fíflin til lengdar, einkum vegna þess hve ógeðfellt er að veita þeim athygli, en slíkt eykur aðeins far­ aldurinn. Svarthöfði MINNISPUNKTAR UM FÍFL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.