Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Qupperneq 22
22 | ÚTTEKT 31. janúar 2011 Mánudagur N ew York-borg hefur löngum þurft að líða fyrir að íbúar borgarinnar hafa verið álitn- ir þurrir á manninn og jafn- vel ókurteisir. Í könnun AFC voru lesendur beðnir um að gefa þrjátíu og fimm borgum einkunn í fimmtíu og fjórum flokkum, þeirra á meðal hótelum, veitingastöðum, róman tík og persónuleika íbúanna. Í kjörinu um óvinsamlegustu íbú- ana, í könnun fyrir árið 2010, var New York-borg ekki „ókurteisasta borgin“ í Bandaríkjunum og því ljóst að einhver önnur borg hampar þeim titli. Þegar kurteisi Bandaríkjamanna var vegin og metin kom meðal annars tvennt í ljós. Í fyrsta lagi að Suðurríkja- sjarminn virðist ekki vera mýta að öllu leyti og í öðru lagi að einhver tengsl virðast vera á milli fjölbýlli borga og grófs viðmóts, því stærri sem borgin er því ókurteisari eru íbúarnir, en taka ber fram að það var ekki algilt. Talið niður að ókurteisustu borginni Í 20. sæti könnunarinnar situr borg sem er umlukin fjöllum og hafi og státar af miklu dýralífi langt í norðri, Anchorage í Alaska. Borgin kom ekki illa út í könn- uninni í öllum flokkum því hún lenti í 9. sæti hvað varðar útsýni og umhverfi, og er, samkvæmt könnuninni, svo róleg og friðsæl að hún verðskuldaði 6. sætið. En þá virðist upptalið það sem talið er borginni til tekna því spjall við aðra er greinilega ofmetið að mati íbúanna og því haldið í lágmarki, jafnvel á öld- urhúsum og klúbbum sem kjósendur settu í 33. sæti af 35, en Anchorage lenti í 35. sæti hvað varðar lifandi tónlistar- flutning og sama sæti í þremur öðrum flokkum; lúxusverslunum, verslunum á hótelum og stíl almennt. Hins vegar kom Anchorage þokka- lega út með tilliti til ýmissa flokka sem snerta útivist og fjölskyldufrí og sumar- ið þar lenti í 7. sæti. Bestu borgararnir Borgin í 19. sæti yfir ókurteisustu borg- irnar gæti ekki verið ólíkari Anchorage því 19. sætið vermir Houston í Texas. Þó að 19. sætið gefi til kynna að borgarbú- ar taki ekki á móti gestum með breiðu brosi og opnum örmum kom borgin ágætlega út á nokkrum sviðum. Við- skiptahótel borgarinnar tryggðu henni 4. sætið í þeim flokki og hótelgisting á viðráðanlegu verði tryggði henni 3. sæt- ið. Einnig er ljóst að þátttakendum í könnuninni hugnaðist barbikjúmatur- inn sem borgin býður upp á; 5. sæti, og lúxusverslanir; 6. sæti. En Houston fékk nánast falleinkunn með tilliti til almenningssamgangna og er ekki talin væn fyrir gangandi veg- farendur; 33. sæti, og veðurs; einnig 33. sæti. Rúsínan í pylsuendanum fyr- ir Houston var þó 1. sætið fyrir bestu hamborgara í Bandaríkjunum. Með fullan munninn Providence á Rhode Island vermir 18. sætið hvað ókurteisi áhrærir og var haft á orði að ástæða þess að borgar- búar væru ekki mikið fyrir masið væri að þeir vildu ekki tala með munninn fullan af mat. Kannski má það til sanns vegar færa því borgin kemur ágætlega út í þremur flokkum sem snerta mat og er í 3. sæti í hverfisveitingastöðum og -krám, þjóðarréttum og pítsum og í 4. sæti hvað varðar „microbrew“, sem er bjór framleiddur í takmörkuðu magni af örbrugghúsi – jafnvel ákveðinni krá. Einnig kom Providence vel út með tillliti til leikhúslífs og tryggði sér 2. sæti í þeim flokki og klassísk tónlist er víða fátæklegri því borgin er í 9. sæti í þeim flokki. Söfn og gallerí eru á svipuðum slóðum; 10. sæti, sem og minnisvarðar og sögufrægir staðir fyrir þá sem hrifnir eru af slíku. Friðsæld og fornmunir Santa Fe í Nýju-Mexíkó er í 17. sæti yfir ókurteisustu borgirnar, en það segir kannski ekki alla söguna. Það er óvíst hvort ætlun íbúa borgarinnar sé að vera þurrir á manninn gagnvart þeim sem sækja hana heim en áherslan virðist vera lögð á annað en vingjarnlegheit. Ljóst er að Bandaríkjamönnum hugnast að gera sér ferð til Santa Fe í leit að friðsæld því borgin er í 1. sæti hvað hana varðar. Einnig er hún í efsta sæti sem menningarlegt afdrep, í 4. sæti í söfnum og galleríum og fornmunabúð- ir borgarinnar tryggðu henni sömuleið- is 4. sæti. Einnig virðast bóls og bita-krárn- ar (Bed and Breakfast) í Santa Fe falla í kramið því borgin vermir 3. sætið í þeim flokki. Aðra sögu er þó að segja um viðskiptahótel borgarinnar sem lenda í botnsætinu, því 35., og borg- in lendir einnig í neðsta sæti með tilliti til „villtra helga“ og öldurhúsa fyrir ein- hleypa. Vel gefið fólk og umhverfismeðvitað „Hvað er títt?“ er sennilega eitthvað sem þú heyrir sjaldan í Seattle, ef eitt- hvað er að marka könnun AFC, því borgin er í 16. sæti í ókurteisi. En ætla má að hana byggi afskaplega gáfað og umhverfismeðvitað fólk því borgin lenti í 2. sæti í því fyrrnefnda og 3. sæti í því síðarnefnda. Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að bestu möguleikana til að lenda á snakki sé að finna á bænda- mörkuðum, en þeir fá ágætiseinkunn og lentu í 2. sæti. Ef málglaður ferða- maður hefur ekki erindi sem erfiði á bændamörkuðunum gæti verið væn- legt til vinnings að taka stefnuna á ein- hvern óteljandi kaffistaða sem borgin hefur upp á að bjóða og slá þannig tvær flugur í einu höggi því kaffihús henn- ar sitja í 1. sæti. Skynsamlegast væri að sækja borgina heim að sumri til því hún er í 2. sæti í þeim flokki, en í neðsta sæti hvað varðar veturinn og jólin, og haust- ið í Seattle er ekki eftirsóknarvert sam- kvæmt könnuninni; 34. sæti. Flottir og fjölbreytilegir Blúsborgin Chicago er í 15. sæti hvað varðar ókurteisi og þurra framkomu, sem er kannski ekki alslæmt. Þrátt fyr- ir að könnun AFC gefi til kynna að gæði borgarinnar felist ekki í fólkinu sem hana byggir kemur hún vel út á ýmsum öðrum sviðum. Henni er talið til tekna að borgar- búar séu flottir og fjölbreytilegir og sit- ur borgin í 8. sæti hvað hið fyrrnefnda áhrærir og því 5. í fjölbreytileika íbú- anna. Kaupsýslufólki ætti ekki að líða illa í Chicago því hótel sérsniðin fyrir kaupsýslumenn eru í 1. sæti, auk þess sem lúxusverslanir hennar fá góða ein- kunn og eru í 3. sæti. Borgin er kölluð Borg vindanna og sennilega myndum við kalla hana rokrassgat og er því kannski ekki að undra að hún sé í 34. sæti hvað veður varðar. Chicago fær aftur á móti ágæt- is einkunn með tilliti til lifandi tónlist- ar og hljómsveita; 5. sæti, og tyllir sér á toppinn í pítsum: 1. sæti. Rok, tónlist og pítsa – hvað vill fólk fleira? Efnuð og ósnyrtileg Allir áttu að vera vinir og eiga allt sam- an í San Francisco á hippatímanum. Samkvæmt könnun AFC er það af sem áður var. Reyndar hafnar borgin í 14. sæti í ókurteisi og kemur ágætlega út hvað varðar fjölbreytileika; 2. sæti, eft- irtektarverð hverfi; 3. sæti, kaffibari; 3. sæti, og þjóðlegan mat af ýmsum toga; 4. sæti. Einnig situr borgin ofarlega hvað varðar lúxushótel, verslanir og efna- hag borgarbúa og er í 5. sæti í öllum þremur flokkunum. En eitthvað virðast þátttakendur í könnun AFC vera ósátt- ir við bæði verðlag; 28. sæti, og snyrti- mennsku; 24. sæti, sem gefur til kynna að ástæða sé fyrir borgaryfirvöld að huga að þeim þáttum. Hagkvæm hótelgisting virðist ekki vera á hverju strái í San Francisco sem lendir í 30. sæti í þeim flokki og þó þjóð- legir réttir fái fína einkunn í borginni þá virðist barbikjúið ekki vekja mikla lukku og situr í 27. sæti. Tónlist og barbikjú Memphis hefur löngum verið þekkt fyrir tónlist og því ekki skrítið að borg- in lendi í 8. sæti fyrir lifandi tónlist, tón- leika og hljómsveitir. Borgin er hins vegar ekki eins hátt skrifuð hvað varð- ar vinalegt fas borgarbúa og er í 13. sæti yfir ókurteisustu borgirnar. En borgarbúar fá verri útreið í öðr- um flokkum könnunarinnar því þeir eru ekki taldir aðlaðandi, íþrótta- mannslega byggðir eða -sinnaðir eða smart og verma botnsætið í þeim þremur flokkum. Einnig virðist það mat þátttak- enda í könnuninni að öryggi sé veru- lega ábótavant í borginni því hún sit- ur á botninum í þeim flokki. Aftur á móti hefur tónlistarlífið verulegt að- dráttarafl auk þess sem barbikjúið í Memphis á greinilega ekki sinn líka í Bandaríkjunum því það situr í 1. sæti. Allt á einum stað Í 12. sæti yfir ókurteisustu borgir Banda- OG ÓKURTEISI Þó enn sé skammt liðið á árið eru eflaust margir farnir að huga að sumrinu og sumarfríinu. Hér er horft vestur um haf til Bandaríkjanna sem án efa verða áfangastaður einhverra ferðaþyrstra Íslendinga. Könnun Travel and Leisure Magazine; America's Favorite Cities, AFC, tekur á fjölda þátta varðandi banda- rískar borgir. Hér er talið niður að þeirri borg sem kom verst út með tilliti til kurt- eisi eða vinalegs viðmóts íbúa og yfirferðin hefst í tuttugasta sæti. Auðir stólar á Times Square New York-borg slapp með skrekkinn með tilliti til kuldalegs viðmóts og kurteisi og endaði ekki í neðsta sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.