Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2011, Síða 25
Sport | 25Mánudagur 31. janúar 2011 Gylfi kom við sögu í sigri Landsliðs- maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 86. mínútu hjá liði sínu Hoffenheim í þýsku úrvals- deildinni um helgina. Hoffenheim vann þá góðan sigur á stórliði Schalke, 1–0, en markið var skorað í fyrri hálfleik. Hoffenheim er sem stendur í áttunda sæti deildarinnar með tuttugu og níu stig, fimm stigum frá Hannover 96 sem er í fimmta sætinu. Það sæti gefur keppnisrétt í Evrópudeildinni en þangað stefna Gylfi og félagar. Ótrúlegur lokakafli Fram Stjarnan fór heldur betur illa að ráði sínu í N1-deild kvenna þegar það fékk bikarmeistara Fram í heimsókn. Stjarnan hafði undirtökin í seinni hálfleik og leiddi með sex mörkum, 23–17, en Framkonur skoruðu sjö síðustu mörk leiksins og unnu með einu marki, 24–23. Fram er því efst í deildinni með 24 stig en Valskonur koma næstar með 22 og eiga leik til góða. Stjarnan er svo í þriðja sætinu með 20 stig og Fylkir hefur 18. Úrslit Enski bikarinn Everton - Chelsea 1-1 1-0 Louis Saha (62.), 1-1 Salomon Kalou (75.). Aston Villa - Blackburn 3-1 1-0 Ciaran Clark (12.), 1-1 Nikola Kalinic (18.), 2-1 Robert Pires (35.), 3-1 Nathan Delfoun- eso (43.). Swansea - Leyton Orient 1-2 0-1 Jimmy Smith (35.), 1-1 Cedric van der Gun (45.), 1-2 Alan Tate (88. sm.). Torquay - Crawley Town 0-1 0-1 Matt Tubbs (39.). Southampton - Man. United 1-2 0-1 Richard Chaplow (45.), 1-1 Michael Owen (65.), 1-2 Javier Hernandez (76.). Watford - Brighton 0-1 0-1 Ashley Barnes (16.). Bolton - Wigan 0-0 Burnley - Burton Albion 3-1 1-0 Chris Eagles (29.), 2-0 Chris Eagles (70.), 2-1 Zola (81.), 3-1 Martin Paterson (90.). Birmingham - Coventry 3-2 0-1 Marlon King (11.), 0-2 Richard Wood (26.), 1-2 David Bentley (35.), 2-2 Stuart Parnaby (67.), 3-2 Kevin Phillips (74.). Stevenage - Reading 1-2 0-1 Mikele Leigertwood (23.), 1-1 Darius Charles (72.), 1-2 Shane Long (87.). Sheff. Wed - Hereford 4-1 0-1 Stuart Fleetwood (9.), 1-1 Darren Potter(15.), 2-1 Clinton Morrison (69. víti), 3-1 Jermaine Johnson (77.), 4-1 Clinton Morrison (79. víti). Arsenal - Huddersfield 2-1 1-0 Peter Clarke (22. sm), 1-1 Alan Lee (66.), 2-1 Cesc Fabregas (85. víti). Úlfarnir - Stoke 0-1 0-1 Robert Huth (80.). Notts County - Man. City 1-1 1-0 Neal Bishop (59.), 1-1 Edin Dzeko (79.). West Ham - Nott. Forest 3-2 1-0 Victor Obinna (4.), 1-1 Dele Adebola (18.), 1-2 David McGoldrick (39.), 2-2 Victor Obinna (41.), 3-2 Victor Obinna (51.). Fulham - Tottenham 3-0 1-0 Danny Murphy (10.), 2-0 Danny Murphy (14.), 3-0 Brede Hangeland (22.) Enska B-deildin Crystal Palace - Norwich 0-0 Hull - QPR 0-0 Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR. Scunthorpe - Preston frestað Staðan Lið L U J T M St 1. QPR 28 14 11 3 46:18 53 2. Norwich 28 13 9 6 44:35 48 3. Cardiff 27 14 5 8 45:33 47 4. Swansea 28 14 5 9 35:26 47 5. Nottingham F. 26 12 10 4 36:22 46 6. Leeds 28 12 9 7 52:45 45 7. Watford 26 12 6 8 52:39 42 8. Millwall 28 11 9 8 37:28 42 9. Reading 27 10 11 6 41:28 41 10. Burnley 27 10 10 7 41:34 40 11. Leicester 28 11 6 11 41:46 39 12. Hull 28 9 11 8 29:30 38 13. Barnsley 28 10 7 11 33:40 37 14. Coventry 28 10 6 12 32:34 36 15. Derby 27 10 4 13 39:39 34 16. Doncaster 26 9 7 10 40:45 34 17. Bristol City 28 8 8 12 31:42 32 18. Portsmouth 27 8 7 12 38:43 31 19. Ipswich 26 9 4 13 30:36 31 20. Middlesbro 27 8 6 13 31:36 30 21. Sheffield Utd 27 7 6 14 26:43 27 22. Cr. Palace 28 7 6 15 26:47 27 23. Scunthorpe 25 7 3 15 26:44 24 24. Preston 26 5 6 15 29:47 21 Íþróttamaður ársins fór á kostum á HM: Alexander valinn í úrvalsliðið Alexander Petersson sýndi svo sann- arlega hvers hann er megnugur á heimsmeistaramótinu í handbolta en þátttöku Ísland lauk á föstudag- inn með tapi gegn Króatíu í leikn- um um fimmta sætið. Alexander var langbesti leikmaður Íslands á HM og var hann valinn í úrvalslið mótsins sem vinstri skytta. Alexander var markahæsti leik- maður Íslands með 47 mörk en þau gerði hann úr 76 skotum sem þýðir 61 prósent skotnýting. Hann gaf auk þess tólf stoðsendingar. Varnarlega var hann magnaður sem fyrr og stal hann tólf boltum auk þess að verja tvö skot. Hann lék þriðja lengsta tímann íslensku leikmannanna á mótinu, samtals 6 klukkustundir og 26 mínútur. Aðeins Björgvin Páll Gústavsson og Guðjón Valur Sig- urðsson léku meira. Þá fékk hann að- eins á sig einn tveggja mínútna brott- rekstur. Úrvalsliðið er nokkuð fjölbreytt en leikmennirnir sjö koma frá sex þjóðum. Aðeins Frakkar eiga tvo leikmenn, línumanninn Bertrand Gille og markvörðinn ótrúlega Thi- erry Omeyer. Skandinavar eiga fjóra leikmenn, Frakkar tvo og Króatar einn. tomas@v.is Leikstaða Nafn Land Vinstra horn: Håvard Tvedten Noregur Hægra horn: Vedran Zrnic Króatía Lína: Bertrand Gille Frakkland Vinstri skytta: Mikkel Hansen Danmörk Leikstjórnandi: Dalibor Doder Svíþjóð Hægri skytta: Alexander Petersson Ísland Markvörður: Thierry Omeyer Frakkland Úrvalslið HM í Svíþjóð Besti leikmaður Íslands Alexander fór á kostum á HM í Svíþjóð. MYND REUTERS yrði að skora í þessum leik og það gerði ég,“ segir Kolbeinn. En býst nú fólk ekki við því að hann fari að raða inn mörkum? „Það er allt- af gott að það sé pressa á manni. Ég er bara sáttur við það. Fólk kannski held- ur að maður skori þrjú til fjögur mörk í leik en það verður nú ekki. Ég er fram- herji og sem slíkur stefni ég alltaf á að skora. Ég vona nú samt að fólk haldi ekki að ég sé að fara skora fimm í hverj- um leik,“ segir Kolbeinn. Skoðar sín mál í sumar Kolbeinn samdi við AZ Alkmaar sum- arið 2007 og er því á sínu fjórða ári hjá félaginu. Honum líkar lífið vel í Hol- landi. „Mér líður bara mjög vel, sér- staklega þegar ég er að spila. Það er ekkert skemmtilegra en þegar maður er að spila fóbolta. Ég byrjaði illa hjá félaginu og var mikið meiddur. Það er samt allt miklu auðveldara þegar mað- ur er að spila. Það er bara virkilega fínt að vera hérna í Hollandi. Hér er ég bú- inn að vera í fjögur ár. Ég stefni á að klára þetta tímabil og skoða svo í sum- ar hvað verður gert. Ég á eitt ár eftir af samningnum þannig að kannski verð ég áfram og það væri allt í lagi.“ Eftir leikinn gegn VVV var Kolbeinn tekinn í viðtal af hollenskri sjónvarps- stöð en þar talaði framherjinn ungi hollenskuna reiprennandi. „Það tók mig svona ár að komast inn í hana og núna er ég að slípa hana til. Þetta er kannski ekki skemmtilegasta tungu- málið að tala en hún er fín,“ segir Kol- beinn kátur. Hjá AZ er annar Íslendingur, væng- maðurinn Jóhann Berg Guðmunds- son, sem einmitt skoraði eina mark leiksins sem Kolbeinn setti ekki sjálfur. Kolbeinn segir þá félaga eyða miklum tíma saman og reyna að hjálpa hvor öðrum innan sem utan vallar. Einnig ferðast þeir ávallt saman í landsleiki, bæði með A-liðinu og U21. „Við erum búnir að spila fótbolta saman nánast frá því við vorum á leikskóla. Við erum góðir félagar og það er gaman að vera með Jóa með sér í þessu,“ segir Kol- beinn. SVARAÐI ÞJÁLFARANUM MEÐ FIMM MÖRKUM „Þjálfarinn sagði við mig að ég yrði að skora í þessum leik og það gerði ég. Lífshlaup Kolbeins Sigþórssonar n 1990 Fæðist í Reykjavík 14. mars n 1995 Byrjar að æfa knattspyrnu með Víkingi n 1998 Spilar ár upp fyrir sig á Shellmótinu í Eyjum en verður markakóngur með sextán mörk n 1999 Verður markakóngur Shellmótsins annað árið í röð ásamt Birni Jónssyni, ÍA, með fimmtán mörk n 2000 Leiðir Víking til sigurs á Shellmótinu og verður marka- kóngur þriðja árið í röð með 25 mörk. Enginn annar hefur orðið markakóngur ofter en einu sinni n 2003 Æfir með unglingaliði Arsenal í eina viku. Skoraði eitt mark og lagði upp tvö í æfingaleik. Boðið að koma aftur n 2004 Fer aftur út til Arsenal og skorar eitt marka U17 ára liðsins í 6–1 sigri á Southampton á gamla Wembley n 2005 Yfirgefur Víking eftir meiðslum hrjáð tímabil með þriðja flokki Víkings og gengur í raðir HK n 2006 Spilar sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir HK 7. júlí, sextán ára að aldri, gegn Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni og skorar sitt fyrsta mark n 2006 Spilar sinn fyrsta U17 ára landsleik fyrir Ísland 31. júlí og er í byrjunarliðinu í 5–2 sigri gegn Finnlandi á Norðurlandamótinu n 2007 Skorar sín fyrstu mörk fyrir U17 ára landsliðið í 2–2 jafntefli gegn Norður–Írum 19. mars n 2007 Tilboð berst frá enska úrvalsdeild- arliðinu Arsenal í maí en ekkert verður úr því að Kolbeinn fari þangað n 2007 Semur við hollenska liðið AZ Alkmaar til þriggja ára 20. júní en tíu skrifleg tilboð bárust í Kolbein n 2007 Valinn í U21 árs landsliðið sautján ára gamall og spilar í riðlakeppni EM gegn Kýpur n 2008 Góð byrjun með varaliði AZ eftir meiðslum hrjáð fyrsta tímabil. Skorar fimm mörk í tveimur leikjum og samningurinn er framlengdur um tvö ár í ágúst n 2009 Fer á kostum með varaliði AZ og raðar inn mörkum. Spilar þrjá leiki með U21 árs landsliðinu og skorar eitt mark n 2010 Spilar áfram með varaliði AZ og skorar reglulega n 2010 Spilar sinn fyrsta A-lands- leik gegn Færeyjum í Kórnum og skorar sitt fyrsta landsliðsmark í 2–0 sigri á Færeyjum í mars n 2010 Skorar sitt annað lands- liðsmark í sínum þriðja landsleik gegn Andorra á Laugardalsvellinum í maí n 2010 Er byrjunarliðsmaður í U21 árs liði Ísland sem vinnur í fyrsta skipti sæti á EM n 2010 Spilar sinn fyrsta mótsleik með aðalliði AZ Alkmaar gegn IFK Gautaborg í Evrópudeildinni n 2010 Skorar sitt fyrsta mark fyrir AZ Alkmaar gegn Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni 29. ágúst n 2011 Skorar fimm mörk gegn VV Venlo og jafnar 34 ára gamalt met hjá félaginu Markamaskína Kolbeinn Sigþórsson er bróðir Andra Sigþórssonar. Hann er búinn að skora þrjú mörk í fimm landsleikjum með Íslandi. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.