Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Qupperneq 4
4 | Fréttir 9. febrúar 2011 Miðvikudagur
Kvartað undan bílhræjum og öðru rusli á iðnaðarsvæði:
Sóðaskapur í Hafnarfirði
„Ég vona að þetta horfi allt til betri veg-
ar. Sóðarnir eru nógu margir,“ segir
Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipu-
lags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar-
bæjar. Borið hefur á slæmri umgengni
á iðnaðarsvæðunum á Hraunum og
Hellnahraunum í Hafnarfirði. Um-
gengnin er einna verst á Lónsbraut
þar sem bílhræ og annað verkstæðis-
rusl liggur eins og hráviði um svæðið.
Skammt frá er vinsælt útivistarsvæði
og má þar nefna golfvöll þar sem Golf-
klúbburinn Keilir er með aðstöðu.
Sóðaskapurinn hefur vakið litla hrifn-
ingu þeirra sem ganga um svæðið og
segist Bjarki taka undir skoðanir bæj-
arbúa.
Hafnarfjarðarbær fer brátt af stað
með átak í hreinsun á iðnaðarsvæðinu
og hefur fyrirtækið Fura ehf. verið feng-
ið til verksins. Þann 10. janúar héldu
fulltrúar skipulags- og byggingarsviðs
bæjarins fund með fulltrúum húsfélags
við Lónsbraut vegna hreinsunarátaks-
ins. „Þetta eru mörg fyrirtæki sem eru í
húsinu og einhverjir af þeim eiga þetta
drasl,“ segir Bjarki en ósamkomulag
var innan húsfélagsins um það hvern-
ig standa ætti að hreinsunarátakinu.
„Til að hjálpa þeim tókum við þetta inn
á fund og hvöttum þá til að taka til hjá
sér. Þetta er vinna sem er í gangi og við
settum ákvæði um dagsektir ef menn
myndu ekki bregðast við,“ segir hann.
Bjarki segist þó vona að ekki komi
til þess að beita þurfi dagsektum. „Við
settum engan sérstakan frest á það en
sögðum þeim að við myndum beita
úrræðum í samræmi við heimildir
mannvirkjalaga.“ einar@dv.is
Verð: 9.750 kr.
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is
• Dregur úr vöðvaspennu
• Höfuð- háls- og bakverkjum
• Er slakandi og bætir svefn
• Notkun 10-20 mínútur í senn
• Gefur þér aukna orku og vellíðan
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Nálastungudýnan
Bílhræ Hér má sjá bílhræ á Lónsbraut í Hafnarfirði.
Undir snjónum er að finna talsvert af öðru rusli.
Jón Gnarr glímir við veikindi:
Borgarstjóri
á sjúkrahúsi
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík,
er með sýkingu í ennisholum og
þarf af þeim sökum að taka sér frí frá
vinnu það sem eftir lifir vikunnar.
Jón þurfti að leggjast inn á sjúkrahús
vegna veikindanna sem hafa háð
honum frá því í haust. Í fréttum RÚV
á þriðjudag kom fram að reiknað
væri með því að hann yrði frá vinnu
fram á mánudag.
Þetta er ekki
í fyrsta skipti
sem Jón er undir
læknishendi frá
því hann tók við
stjórnartaumun-
um í borginni. Í
lok október var
Jón lagður inn á
sjúkrahús vegna
sýkingar í handlegg. Sýkinguna
mátti rekja til húðflúrs, með merki
Reykjavíkurborgar, sem Jón lét húð-
flúra á sig. Jón þurfti meðal annars
að fá pensilín í æð vegna sýkingar-
innar.
Borgarstjóratíð Jóns hefur ekki
alltaf verið dans á rósum. Í síðustu
viku var baulað á hann þegar hann
hélt ræðu yfir mótmælendum við
Ráðhúsið. Var boðað til mótmæl-
anna vegna niðurskurðar borgarinn-
ar í tónlistarnámi. „Fór svo beint og
hitti meðmælendur með Tónlistar-
skólum og lét púa á mig. Hræðilega
langur og erfiður borgarstjórnar-
fundur frá 2–8. Þarf að passa hroka,
paranoju, ótta, reiði og annað drasl,“
sagði Jón á Facebook-síðu sinni þeg-
ar hann lýsti líðan sinni.
Helstu einkenni bráðrar ennis-
holusýkingar eru andremma, lélegt
lyktarskyn, hósti, þreyta og almenn
vanlíðan, höfuðverkur, þrýstingsverk-
ur, verkur bak við augun, tannverkur
eða viðkvæmni í andliti, nefstífla, nef-
rennsli og hálssærindi. Þrálát bólga
hefur sömu einkenni, en vægari.
„Ég stytti mér leið einhvers staðar frá
Kvennó í átt að styttunni að Tómasi
Guðmundssyni og svo á miðri leið
þá brotnaði ísinn,“ segir Ellert Björg-
vin Schram sem féll niður um ís á
Reykjavíkurtjörn aðfaranótt sunnu-
dags. Tilviljun réð því að Andri Vil-
bergsson sá til Ellerts þar sem hann
barðist ofan í Tjörninni í kuldan-
um og gat við annan mann bjargað
honum á þurrt land. Hann var síðan
fluttur á slysa- og bráðamóttökuna.
Ellert lýsir atburðarásinni þannig
að hann hafi reynt að klifra upp á ís-
inn, en hann hafi alltaf brotnað aft-
ur. „Þannig gekk þetta þar til ég var
kominn aðeins nær bakkanum, þá
heyrði ég í manni og sá hann koma.
Hann kallaði á mig: „Haltu áfram!“
Það í rauninni hvatti mig áfram til
að drífa nógu nálægt honum til að
hann gæti hjálpað mér. Ég var orð-
inn alveg búinn á því, en hann náði
að kveikja í mér smá þrótt til að drífa
þennan lokaspöl,“ segir Ellert Björg-
vin.
Þreyttur og kvefaður
Aðspurður hversu lengi hann hafi
verið ofan í ísköldu vatninu segist
Ellert ekki gera sér fyllilega grein fyr-
ir því. „Það voru eitthvað á milli 5 og
20 mínútur,“ segir hann. Atburða-
rásin er nokkuð óljós í huga Ellerts.
„Ég reyndi að teygja mig í Andra
en ég náði því ekki alveg af því að
ég var búinn á því og fann ekki fyr-
ir fótunum. Þeir voru held ég tveir
sem gripu svo í mig,“ segir hann um
augnablikið þegar hann komst upp
úr vatninu.
Hann var orðinn kaldur og þrek-
aður og var hann látinn hoppa sér til
hita á meðan hann var spurður um
nafn og fleira til þess að halda hon-
um gangandi. „Svo vorum við eitt-
hvað að hoppa þarna og þá kom lög-
reglan og skutlaði mér á slysó,“ segir
hann.
Ellert var hætt kominn í Tjörn-
inni og má teljast heppinn að ekki
fór verr. „Ég er ekkert mikið skorinn
sem er heppni af því að þetta er svo
skítugt vatn. Ég er hins vegar rosa-
lega kvefaður og þreyttur. Ég er bú-
inn að borða mikið og það er greini-
legt að líkaminn er í losti. Ég fer
ekkert í skólann og er bara heima að
jafna mig. Mig langar að geta farið í
skólann og gert hluti, því ég hef svo
mikið að gera,“ segir hann.
Líkamshitinn fór niður í 33,3°C
Næstu daga verður Ellert að jafna sig
en líkamshiti hans lækkaði skart á
meðan hann barðist um í Tjörninni.
Líkamshitinn var mældur 33,3°C en
þess má geta að ofkæling miðast við
að líkamshitinn fari niður í 31°C.
Litlu mátti því muna í tilfelli Ellerts.
„Lögreglan fór með mig upp á
slysló þar sem þeir hituðu mig upp
og klæddu mig í hlý föt. Þar var ég í
um það bil tvo tíma. Mamma kom
svo með föt og við fórum heim. Hún
er hjúkrunarkona og veit ef eitthvað
er að,“ segir hann.
Ellert segist þakklátur Andra og
hinum bjargvættinum fyrir hjálpina
á ögurstundu. „Jú, algjörlega, ég er
að hugsa um að hafa samband við
þá og þakka þeim fyrir.“
Hann segist aldrei hafa misst von-
ina. „Ég hugsaði ekki um neitt annað
en að halda áfram. Ég var orðinn svo
þreyttur í lokin að ég gat voðalega lít-
ið haldið áfram, en hann hvatti mig
og ég gat allavega komist eitthvað.“
Ótrúlegt að hafa séð Ellert
Andri Vilbergsson bjargvættur seg-
ir í samtali við DV að hann hafi ver-
ið á leiðinni í leigubíl í átt Hljóm-
skálagarðinum þegar hann hafi séð
einhverja hreyfingu á vatninu. „Ég
spurði leigubílstjórann hvort þetta
væri maður. Fyrst hélt ég að þetta
væri gæs eða hundur eða eitthvað
en þá sagði hann að þetta væri mað-
ur. Svo stoppaði hann hjá brúnni og
þá sá ég að þetta var strákur og fór út
á móti honum.“
Andri segir Ellert hafa verið mjög
kaldan og þrekaðan þegar þeir komu
honum upp á bakkann. „Ég lét hann
hoppa til að halda á sér hita og til að
halda sér vakandi og í gangi.“ Líkt og
Ellert segist Andri ekki muna hvað
þetta tók langan tíma en segir það
hafa verið dágóða stund. „Hann var
svolítið langt úti í og ég var svolítið
lengi að brjóta ísinn á móti honum.
Það er ótrúlegt að ég hafi náð að sjá
hann því að hann var svartklæddur,“
segir Andri mjög feginn að þetta fór
allt saman vel.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Ætlaði aldrei
að gefast upp
n Ellert Björgvin Schram féll niður um ís á Reykjavíkurtjörn n Fann ekki fyrir fótunum
n Líkamshitinn fór niður í 33,3°C n Tilviljun að Andri sá hann og gat bjargað honum
Ellert Björgvin Schram „Ég var orðinn svo þreyttur í lokin að ég gat voðalega lítið haldið áfram, en hann hvatti mig og ég gat allavega
eitthvað.“
Andri Vilbergsson „Það er ótrúlegt
að ég hafi náð að sjá hann því hann var
svartklæddur.“
„Ég er ekkert mikið
skorinn sem er
heppni af því að þetta
er svo skítugt vatn. Ég
er hins vegar rosalega
kvefaður og þreyttur.
Tölvuþrjótur
herjar á ráðherra
„Ég get fullvissað alla um að Árni
Páll er ekki búinn að segja af sér,“
sagði Hrannar B. Arnarsson, að-
stoðarmaður forsætisráðherra, á
þriðjudag, skömmu eftir að dul-
arfull bloggfærsla birtist á heima-
síðu Árna Páls Árnasonar, efna-
hags- og viðskiptaráðherra. Þar
kom fram að Árni Páll væri búinn
að segja af sér ráðherradómi.
Líklegasta skýringin á færsl-
unni er sú að tölvuþrjótur hafi
komist í síðuna hjá Árna.