Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Síða 8
Gunnar Rúnar Sigurþórsson sat níu ára gamall á heimili sínu í Hafnar- firði í djúpu áfalli eftir að hafa heyrt skotið ríða af sem varð föður hans að bana. Hann trúði því ekki að faðir hans hefði verið með hlaðna byssu á heimilinu og í huga hans var hann á sjónum eins og svo oft áður og kæmi brátt heim aftur. Hörmulegt áfall Upphafið að veikindum Gunnars Rúnars má samkvæmt geðmati rekja til sjálfsvígs föður hans, en Gunnar Rúnar var níu ára þegar faðir hans svipti sig lífi á heimili fjölskyldunn- ar. Sjálfsvíginu hefur verið lýst sem hörmulegu áfalli fyrir Gunnar Rún- ar, sem varð til þess að persónuleika- þroski hans þróaðist ekki sem skyldi og stöðvaðist á vissan hátt. Fram að því var hann eðlilegur drengur með eðlilegan þroska. Búið að vera erfitt Guðrún Bríet Gunnarsdóttir, móðir Gunnars Rúnars, sagði í samtali við DV að tíminn eftir sjálfsvígið hefði verið allri fjölskyldunni gríðarlega erfiður, en faðir Gunnars hafði átt við þunglyndi að stríða. Að hennar sögn var Gunnar Rúnar eðlilegur strákur fram að dauða föður síns, en hann hafi upplifað mikið áfall sem mark- aði djúpt spor í líf hans og hann hafi breyst mikið eftir það. Guðrún Bríet segist aðspurð ekki vera í neinu sambandi við fjölskyldu Hannesar, en hún var viðstödd að- almeðferðina í Héraðsdómi Reykja- ness á mánudag og reyndist það henni erfitt. „Þetta er mjög erfitt og er búið að vera alveg ofboðslega erfitt,“ segir hún og það er auðheyrt að það reynist henni gríðarlega þungbært að ræða um málið. „Ég er að reyna að vinna úr þessu eins og ég get,“ segir hún en hún segist ekki treysta sér til að ræða málið frekar. Afneitun á dauða Faðir Gunnars Rúnars lærði mat- reiðslu og vann sem matreiðslu- maður bæði til sjós og lands. Síðast á frystitogara. Hann var vanur að fara í langa túra og var oft frá svo vikum skipti og hafði meðal annars verið á veiðum í Smugunni í erfiðum að- stæðum. Gunnar Rúnar var mjög náinn föður sínum sem var hans helsta fyrirmynd í lífinu. Þegar hann kom heim af sjónum eyddu þeir feðgar gjarnan miklum tíma saman og áttu góðar stundir. Samkvæmt Helga Garðarssyni geðlækni gerist það yfirleitt um 9 ára aldur að börn átti sig á að dauðinn er endanlegur. Í tilviki Gunnars Rúnars var sjálfsvígið svo mikið áfall að hann fór í djúpa afneitun á dauða föður síns. Hann ímyndaði sér að pabbi sinn væri á sjónum og þeir myndu aftur upplifa þær góðu stundir sem þeir áttu þegar hann kæmi heim. Reyndi að vakna af martröð Þessi fantasía náði að rótfesta sig í hugarheimi Gunnars, meðal annars vegna þess að hann var hvorki við- staddur kistulagningu né jarðarför föður síns þrátt fyrir hvatningu fjöl- skyldunnar. Við réttarhöldin kom fram að móðir Gunnars hefði ekki sagt honum að faðir hans hefði fram- ið sjálfsvíg heldur að slysaskot hefði orðið honum að bana. Níu ára dreng- urinn, sem ekki var fyllilega farinn að skilja dauðann, hristi höfuðið aftur og aftur eins og til að vakna upp af martröð. Tveir persónuleikar Gunnar Rúnar einangraði sig eft- ir dauða föður síns og missti tengsl við þá vini sem hann hafði áður átt. Hann lifði í sínum eigin hugarheimi, bjó til nokkurs konar griðastað sem einungis hann og faðir hans áttu saman. Þegar Gunnar Rúnar upplifði erfiðleika eða mótlæti í lífinu leitaði hann skjóls á þessum griðastað hug- ar síns og fann þar ró. Hann þróaði með sér það sem Helgi kallar sjúk- legt sálarlíf á geðrofsgrunni. Helgi sagði að innra með Gunnari Rún- ari væru tveir persónuleikar eða tvö tilfinningaleg öfl. Annar persónu- leikinn væri tiltölulega heill en hinn mjög sturlaður. Góði persónuleikinn reyndi að grípa inn í drápshugmynd- ir hins sturlaða, en á vanþroskaðan hátt og að lokum hafði sá vondi sig- ur. Drápshugsanir fylltu hugann og drifu hann á endanum út í verknað- inn. Glaður fyrir morðið Gunnar Rúnar lýsti því fyrir geðlækni hvernig allt hefði verið óraunverulegt kvöldið áður en hann myrti Hannes. Honum hefði ekki fundist hann vera hann sjálfur. Hann var glaður og gekk rólegur með bros á vör upp að húsi Hannesar í þeim tilgangi að ráða honum bana. Honum leið vel þar sem sem hann stakk hann 20 sinn- um af miklu afli. Eftir morðið varð hann raunveruleikatengdari og trúði því ekki sjálfur að það hefði verið hann sem framdi morðið. Aftur greip hann til sama ráðs og eftir dauða föð- ur síns. Hann hristi höfuðið í sífellu í von um að láta aðstæðurnar hverfa. Hann ætlaði sér að beita sömu að- ferð eftir morðið og eftir dauða föður síns. Grófri afneitun. Stóð ekki á sama Gunnar Rúnar gekk í grunnskóla í Hafnarfirði og sóttist námið ágæt- lega. Hann var einfari og komu ein- staka sinnum upp vandamál þar sem hann varð fyrir stríðni og aðkasti samnemenda sinna. Við tvö slík atvik missti Gunnar Rúnar stjórn á skapi sínu á svo alvarlegan hátt að kennur- um hans og móður stóð ekki á sama. Þá hafði hann safnað saman vopn- um í þeim tilgangi að skaða pilt sem hafði sig mikið í frammi og hafði náð að reita Gunnar Rúnar til mikillar reiði. Honum var vísað á BUGL þar sem hann fór í tvö viðtöl hjá sálfræð- ingi en fékk enga formlega greiningu og ekki þótti ástæða til að afhafast frekar í hans málum. Sérstakur einfari Þegar hann útskrifaðist úr fram- haldsskóla fór hann að vinna í tölvu- verslun í Smárahverfinu í Kópavogi 8 | Fréttir 9. febrúar 2011 Miðvikudagur n Móðir Gunnars Rúnars segir hafa verið erfitt að sitja í réttarsalnum n Gunnar stöðvaðist í þroska eftir sjálfsvíg föður hans n Með tvískiptan persónuleika og haldinn ástsýki n Hræðist sjálfan sig og er sagður hættulegur „OFBOÐSLEGA ERFITT“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Góði persónuleik- inn reyndi að grípa inn í drápshugmyndir hins sturlaða, en á vanþrosk- aðan hátt og að lokum hafði sá vondi sigur. Hið illa sigraði Innra með Gunn- ari Rúnari eru tveir persónuleikar eða tvö tilfinningaleg öfl, að mati geðlæknis. Annar persónuleikinn er tiltölulega heill en hinn mjög sturlaður. MYND SIGTRYGGUR ARI Sjúkleg ást Hugsunin um Hildi var allsráðandi í huga Gunnars Rúnars. Hann trúði því að hún yrði hans ef Hannes Þór hyrfi úr lífi hennar. „Þú ert svo mikill aumingi að geta ekki einu sinni verið viðstaddur,“ kallaði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, til Gunnars Rúnars þegar hann yfirgaf réttarhöldin á mánudaginn. Verjandi Gunnars Rúnars tjáði dómara að hann myndi ekki svara spurningum dómara og lögregluskýrslur yrðu látnar duga. Var Gunnari veitt leyfi til að yfirgefa réttarsalinn í kjölfarið. Fjölskylda Hannesar var mjög ósátt við það. Kristín hljóp því á eftir Gunnari Rúnari út í bíl sem flutti hann burt frá Héraðsdómi Reykjaness, barði á rúðuna og lét ofangreind orð falla. Kristín hefur verið í forsvari fyrir fjölskyldu Hannesar í fjölmiðlum og við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness þann 19. nóvember lét hún þessi orði falla: „Ég get ekki séð að það sé neitt að þessum dreng. Hann vissi nákvæmlega hvað hann gerði og hann á að gjalda fyrir það.“ Fjölskyldan hefur frá upphafi talið að Gunnar Rúnar hafi myrt Hannes að yfirlögðu ráði og að hann sé ábyrgur gjörða sinna. Við lok aðalmeðferðar á mánudaginn sagði Kristín að þau væru enn á þeirri skoðun. „Okkur líður ennþá jafn illa. Líðan breytist ekki á sex mánuðum. Við lítum enn svo á að morðingi Hannesar sé bara kaldrifjaður morðingi og við förum ekki af þeirri skoðun [...] Hann stakk bróður okkar 20 sinnum. Þetta var vel skipulagt og vel hugsað hjá honum. En dómari hefur síðasta orðið og við berum fullt traust til hans,“ sagði Kristín. solrun@dv.is þar sem yfirmaður hans lýsti hon- um sem einfara og örlítið sérstök- um. Hann borðaði ekki með sam- starfsfólki í mötuneyti fyrirtækisins heldur fór í hverju hádegi einsamall á pitsustað í Smáralindinni. Þar hitti hann gamla bekkjarsystur sína, Guð- laugu Matthildi Rögnvaldsdóttur, eða Hildi eins og hún er kölluð. Þau fóru að spjalla saman og Hildur bauð honum í partí heim til Hannesar. Eft- ir að Gunnar Rúnar fór að umgang- ast Hildi, Hannes og vini þeirra var hann kominn í flóknari félagslegar aðstæður en hann hafði áður átt að venjast og réð ekki fyllilega við, eins og því var lýst af geðlæknum. Ástsýki Á sama tíma hófst sjúkleg þráhyggja hans gagnvart Hildi. Þráhyggjan heitir á fagmáli eratomania, eða fix- ed idea, og lýsir sér sem algjörlega allsráðandi hugmynd sem einstak- lingur getur ekki með nokkru móti losað úr huga sínum. Á íslensku kall- ast hún ástsýki. Einstaklingar sem eru haldnir ást- sýki geta túlkað hvers kyns líkams- tjáningu, orð eða athafnir sem merki um gagnkvæma ást. Eftir að mynd- bandið þar sem Gunnar Rúnar tjáir Hildi ást sína birtist á YouTube bað hún hann að taka það út og hætti að hafa samband við hann í einhvern tíma. Seinna byrjuðu þau þó aftur að tala saman. Hildur var byrjuð í sam- bandi með Hannesi á þessum tíma sem tók myndbandinu af léttúð. Gunnar Rúnar var engin ógn í hans augum. Í viðtölum við geðlækni eftir morðið á Hannesi viðurkenndi Gunnar Rúnar að Hildur hefði aldrei tjáð honum ást sína í beinum orðum en sagði: „Hún sagði aldrei nei.“ Þar með var hinni sjúklegu ást viðhald- ið. „Nei“ var svar Hildar þegar blaða- maður DV spurði hana hvort hún hefði orðið vör við að Gunnar Rúnar ætti við geðræn veikindi að stríða. Skilaboð til samfélagsins Geðlæknarnir þrír sem framkvæmdu geðmatið á Gunnari Rúnari voru allir sammála um að hann væri hættuleg- ur umhverfi sínu og þyrfti að vera vist- aður á stofnun fyrir ósakhæfa glæpa- menn. Tveir þeirra sögðust hafa orðið hræddir þegar Gunnar Rúnar brotn- aði niður með óhugnanlegum hætti í viðtali eftir að þeir höfðu þrýst á hann vegna ranghugmynda. „Ég gjóaði aug- unum í áttina að dyrunum til að at- huga hvort ég kæmist undan,“ sagði Tómas Zoega í vitnisburði sínum. Sjálfur segist Gunnar hræðast sjálfan sig og ekki vita hvað hann myndi gera ef hann hitti Hildi í dag eða ef einhver reitti hann til mikillar reiði. Systir Hannesar heitins hefur látið ýmis ummæli falla: „Þú ert svo mikill aumingi“ Ósátt Fjölskylda Hannesar vildi að Gunnar Rúnar yrði viðstaddur aðalmeðferð á mánudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.