Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Side 10
10 | Fréttir 9. febrúar 2011 Miðvikudagur Samherji hf. er á góðri leið með að verða eitt voldugasta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Evrópu. Það ræður firnamiklum aflaheimildum innan Evrópusambandsins. Mest- ur hluti landvinninga félagsins að undanförnu er erlendis, nú síðast með uppkaupum á frönsku sjávar- útvegsfyrirtæki og veiðiheimildum þess, en einnig í Kanada. Fyrirtækið er með umsvif í Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandseyjum, Spáni, Kanada og Færeyjum og gerir beint og óbeint út um 50 skip og báta víðs vegar um heim. Tekjur Samherja og hátt í 20 dótt- urfélaga námu um 58 milljörðum króna árið 2009, en samanlagður hagnaður var um 3,5 milljarðar króna miðað við gengi evrunnar í dag. Það eru um 8 prósent af saman lögðum hagnaði íslenska sjávarútvegsins á síðastliðnu ári. Tekjur Samherja og undirfélaga voru um 65 milljarðar á síðasta ári og hagnaðurinn enn meiri en árið 2009. Þess má geta að hagnaður ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja nam samtals um 45 milljörðum króna á nýliðnu ári og lætur nærri að Sam- herji og dótturfélög standi undir 10 prósentum heildarhagnaðarins í fyrra. Þess má geta að starfsemi Sam- herja er gerð upp í evrum og hafa fé- lagið og dótturfélög þess verið starf- rækt í evrum frá og með árinu 2009. Stærri en íslenski togaraflotinn? Í árslok 2009 gerði Samherji út 26 skip víðs vegar um heiminn og rak á þeim tíma landvinnslu á Dalvík, í Grindavík, Cuxhaven í Þýskalandi og Grimsby í Bretlandi. Umsvif félags- ins voru á þeim tíma einnig umtals- verð á Kanaríeyjum vegna útgerðar skipa við Afríkustrendur. Miklar fjár- festingar á síðasta ári í Frakklandi, á Spáni og í Kanada hafa hins veg- ar leitt til þess að Samherji og dótt- urfélög gera nú út yfir 50 fiskiskip allt frá rækjubátum til stærri verk- smiðjuskipa en þekkjast í íslenska fiskiskipaflotanum. Ljóst má einnig vera að aðeins lítill hluti tekna Sam- herja og dóttur- og hlutdeildarfélaga á rætur í veiðum og vinnslu á Íslandi. Aflaverðmæti tveggja uppsjávarskipa og fimm togara Samherja hér á landi nam liðlega 7 milljörðum króna árið 2009, en það eru aðeins 12 prósent af heildartekjum samstæðunnar hérlendis og erlendis. Ljóst er þó að hlutfall teknanna er í reynd hærra hér á landi vegna virðisaukans af landvinnslu og fullvinnslu afla. Sjálf- ur ætlar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, að aðeins um fjórðungur umsvifanna sé hér á Ís- landi, 70 til 75 prósent séu á erlendri grundu. Hann áætlar að innan sam- stæðunnar allrar starfi nú um 3.500 manns. 75 prósent umsvifa erlendis Af þessu má vera ljóst að vöxtur Sam- herja á sér nú einkum stað innan að- ildarlanda Evrópusambandsins þar sem markaður félagsins er jafnframt stærstur. Samherji á helmingshlut í UK Fisheries en það félag hefur keypt á skömmum tíma tvö sjávarútvegsfyr- irtæki, Pesquera Ancora og Euro nor, og helmingshlut í því þriðja. Þessi fyr- irtæki gera út samtals um 16 skip að togurum UK Fisheries meðtöldum fyrir utan nokkra rækjubáta, eins og greint var frá í Fiskifréttum snemma í janúar. Fyrir utan framangreind félög festi UK Fisheries kaup á helmings- hlut í franska fyrirtækinu Compagnie des Peches Saint Malo á síðasta ári. Franska félagið gerir út eða á hlut í 3 skipum, þar á meðal Joseph Roty 2, 90 metra löngum frystitogara sem stundar kolmunnaveiðar, en félagið veiðir einnig ufsa og vinnur einkum surimi úr honum. Þetta sama félag rekur einnig frystitogara í Norður- höfum og gerir auk þess út 15 rækju- báta í Frönsku Gvæjana á norðaust- urströnd Suður-Ameríku. UK Fisheries Ltd., sem stendur í raun fyrir framangreindum kaupum, er í helmingseigu Onward Fishing í Skotlandi en það er dótturfélag Sam- herja og hollenska fyrirtækisins Parl- evliet & Van Der Plas. Þetta félag fjár- festi einnig í útgerðarfélagi í Kanada á síðasta ári sem gerir út eitt fiskiskip. Hvað segir Þorsteinn Már sjálfur? „Árið í fyrra var gott og getum við sagt og hagnaðurinn hafi verið meiri af samstæðunni en árið 2009,“ segir Þorsteinn Már í samtali við DV. „Þú spyrð um fjölda starsmanna innan Samherja og samstæðunn- ar. Ég held að þetta séu um 3.500 manns. Það vinna 600 manns hjá Samherja hér á landi. Það vinna kannski um 800 manns í álverinu í Reyðarfirði og í tengslum við það svona til samanburðar.“ Tímarit um sjávarútveg í Evrópu hafa lengi talið Samherja í hópi fyr- irtækja sem ættu góða vaxtarmögu- leika. Ýmsir halda því fram að Sam- herji ásamt dótturfélögum sé að verða með stærstu sjávarútvegsfyr- irtækjum í Evrópu; árlegar tekjur komnar í 65 milljarða króna og afla- heimildir eitthvað nálægt 80 þúsund tonnum. Þorsteinn Már segist lítið hugsa um slíka hluti. „Það eru 15 ár síðan við komum til Þýskalands. Við reynum að vinna með stjórnvöldum á hverjum stað en auk þess höfum við haft gott fólk sem kann og getur. Almennt séð kunna Íslendinga veið- ar og vinnslu og ekki má gleyma því að hluti verðmætasköpunarinnar liggur í markaðsstarfinu.“ Sannleikurinn um Icelandic Stærsta úrvinnslu-, sölu- og mark- aðsfyrirtæki Íslendinga í sjávar- afurðum, Icelandic, lenti í miklum hremmingum og var á endanum tek- ið yfir af Landsbankanum þrátt fyrir 30 milljarða króna lán bankans eftir bankahrunið. Icelandic komst síð- ar í hendur Vestia, eignarhaldsfélags Landsbankans, sem síðar var selt Framtakssjóði Íslands sem Finnbogi Jóhann Hauksson ritstjórnarfulltrúi skrifar johannh@dv.is n Útrás Samherja var voldug á síðasta ári n Félagið er með 3.500 manns í vinnu um alla Evrópu og víðar n Á góðri leið með að verða eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu n Allt byggist á kunnáttu og hæfu fólki, segir Þorsteinn Már n Volgur Evrópusinni með mikla hagsmuni um alla Evrópu Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Voldugasta útrásin eftir hrun Verður Ísland útibú? Um 75 prósent tekna Samherja koma að utan og rekstur fyrirtækisins er í evrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.