Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Page 11
Fréttir | 11Miðvikudagur 9. febrúar 2011 Samherji hf. AtlantexDFFU Icefresh GmbH Onward Fishing Ice Fresh Seafood ltd Compagnie-St. Malo Euronor UK fisheriesSeagold Samherji hf. Ice Fresh Ice Fresh Framherji Ice Fresh Ice Fresh Í S L A N D FÆ R E YJ A R B R E T L A N D ÞÝ S K A L A N D F R A K K L A N D S PÁ N N K A N A D A P Ó L L A N D Umsvif Samherja hf. FR A N SK A G VÆ JA N A K A N A R ÍE Y JA R Jónsson, frændi Þorsteins Más stýr- ir. Fyrir aðeins nokkrum dögum fóru út um þúfur viðræður um kaup fjár- festingasjóðsins Triton á Icelandic, en félagið er metið á um 50 millj- arða króna. Í kjölfarið sagði Finnbogi Baldvinsson, bróðir Þorsteins Más, lausri forstjórastöðu sinni hjá Ice- landic en Brynjólfur Bjarnason tók við af honum til bráðabirgða. Sög- ur hafa verið á kreiki um að Sam- herji hafi verið á bak við tilboð Triton og meðal annars bent á ofangreind tengsl. Þorsteinn Már neitar þessu afdráttarlaust. „Hvergi nokkurs stað- ar komum við að þessu og hefur aldrei hvarflað að okkur. Við höfum heldur engan áhuga á að taka þátt í umræðunni á Íslandi um þessi mál. Við höfum átt samskipti við Iceland- ic í mörg ár, einkum í Englandi. Við höfum reynt að vera í dýrari enda markaðarins og selt afurðir til Marks & Spencer-keðjunnar í gegnum Ice- landic. Við þurfum þar að tryggja afhendingu og halda birgðir. Þessi viðskipti hafa staðið í 15 ár. Ef við höldum ekki þennan lager og förum undir tiltekin mörk er sektum beitt. Menn eru kannski ekki mjög næmir fyrir markaðsstarfinu í umræðu um sjávarútveg á Íslandi. En almennt séð byggist útrás okkar á Íslending- um, góðu fólki sem er reiðubúið að búa erlendis. Við höfum ekki átt í erfiðleikum með að fá lánsfé enda hafa fyrirtækin okkar vaxið fyrir eigin afli og við höfum lagt fram eigið fé á móti lánum. Samherji er þátttakandi í þessu en fyrirtækin ytra hafa gengið vel og þess vegna stækkum við.“ 70–80 tonna heimildir Þess er getið hér að framan að Sam- herji sé starfræktur í evrum en ekki íslenskum krónum. Þorsteinn Már segir að það eitt skipti ekki öllu máli og ráði ekki úrslitum. „Við höfum fjármagnað okkur með erlendum lánum, einnig hér á landi, og sölu- verðið og laun sjómanna eru tengd erlendri mynt. Það eru helst laun í íslenskum krónum sem sitja eftir. Við vorum líka með myndarlegan bónus fyrir okkar starfsfólk í desember. Hér er mikið af góðu og hæfu fólki í út- vegi og vinnslu sem útlendingar vilja fá í vinnu. Deilurnar um sjávarútveg- inn hér á landi er eins og hvalreki fyr- ir Norðmenn, keppinauta okkar.“ Á árinu 2010 bættust við umtals- verðar aflaheimildir hjá Samherja og dótturfélögum. „Ég ætla að veiði- heimildir samstæðunnar séu 70 til 80 þúsund tonn. Einhver samdrátt- ur verður á árinu í veiðum á Kyrra- hafinu. Við erum að skipuleggja þær veiðar. Þú spyrð hvort við séum ekki að verða með stærstu fyrirtækjum í Evrópu varðandi aflaheimildir. Ég velti þessu ekkert fyrir mér. Þetta hef- ur vaxið fyrir eigin afli. Vð höfum ver- ið lánsamir með fólk sem rekur ein- ingarnar vel og þess vegna vex þetta. Þú spyrð um kvóta og ég get sagt að í Þýskalandi eru aðallega tvö fyrirtæki um kvótann, annað þeirra er dóttur- fyrirtæki Samherja sem er með um helming kvótans.“ Skip á vegum dótturfélags Sam- herja stunda veiðar við Afríkustrend- ur og ýmsir hafa efasemdir um að þær veiðar séu sjálfbærar eða í sam- ræmi við þær kröfur sem gerðar séu til dæmis hér á landi. Þorsteinn neit- ar þessu. „Þetta er byggt á rannsó- kum og fiskveiðisamningum milli ESB og viðkomandi landa. Þetta eru svo ákvarðanir sem teknar eru í viðkom- andi löndum og við virðum þær. Svo fara nær allar afurðirnar – sem eru próteinríkar – til neyslu innan Afríku. Veiðar í Kyrrahafinu byggjast hins veg- ar á ákvörðun margra þjóða sem ná samkomulagi um þær. Þarna er um að ræða ákvarðanir viðkomandi landa.“ Vill skoða víðara samhengi Þorsteinn Már er umdeildur og rekur vaxandi fyrirtæki í litlu landi. Flest- ir vita hver afstaða hans er til kvóta- kerfisins. „Margt er umdeilt eins og framsal og leiga. Svo hefur fólki fækkað í vinnslu og veiðum vegna þess að kvótinn hefur minnkað. Við höfum aukið kaupmátt í fiskvinnslu með framleiðniaukningu. Fólki hef- ur fækkað en hagur þess einnig vænkast. Við getum ekki flutt út verð- bólgu til annarra landa. Við getum farið til Noregs, Evrópusambandsins eða Kanada. Alls staðar eru menn að færa sig nær fiskveiðistjórnun sem við þekkjum. Kvóti er að hluta veð- hæfur innan ESB og sums staðar af- skrifaður. Í Noregi hvetja menn til sameiningar og hagræðingar. Mér sýnist systurflokkar VG og Samfylk- ingarinnar í Noregi taka allt öðruvísi á málum en gert er hér á landi. Ég sakna þess í umræðunni að gerður sé samanburður við það sem aðrar þjóðir eru að gera. Ég vil ræða breyt- ingar og er opinn fyrir því. En við verðum að fá að vera þátttakendur í því ferli. Við höfum staðið okkur vel og haft forskot en það forskot fer minnkandi. Norðmenn eru farnir að sækja hæft fólk til okkar og það getur gerst hratt eins og ástatt er.“ Við kjósum um ESB! Þorstein Már verður var um sig þeg- ar spurt er um aðild að Evrópusam- bandinu, en innan greinarinnar og á vettvangi stjórnmálanna eru þeir til sem telja að hann aðhyllist í raun aðild að ESB. „Ég svaraði þessu svo fyrir nokkr- um árum að ef við þyrftum áfram að búa við þá vexti sem buðust hér á landi myndi unga fólkið með fjárfest- ingar sínar í húsnæði greiða atkvæði fyrir okkur um að ganga í Evrópu- sambandið. Kynslóðin á aldrinum 25 til 40 ára myndi taka völdin af okkur hinum ef efnahagsumhverfið yrði ekki lagfært og vextir lækkaðir. Á sama hátt segi ég nú að við verðum að komast aðeins lengra út úr vand- anum áður en lengra er haldið. Um þetta verður kosið að sjálfsögðu. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að um þetta verði kosið. Ég held að ljóst sé að við missum ákveðið forræði á ákveðinni stjórnun veiða og jafnljóst er að við munum hafa tiltölulega lítil áhrif á fiskveiðistjórnun ESB þótt við færum inn. Ég endurtek að það verð- ur yngra fólkið sem tekur ákvörðun- ina um þetta. Fólki verður ekki boðið aftur upp á það sem var hér til dæm- is í vaxtamálum. Ákvörðunin verður ekki endilega tekin út frá hagsmun- um sjávarútvegsins.“ Í raun má halda því fram að Sam- herji sé nú evrópskt fyrirtæki með útibú á Íslandi; 75 prósent umsvif- anna og nauðsynlegur aðgangur að auðlindum hafsins er fenginn í gegn- um ESB eða einstök aðildarlönd en einungis um 25 prósent umsvifanna eru hér á landi og stefnir í enn lægra hlutfall með auknum vexti erlendis. „Já, þetta er þannig,“ segir Þorstein Már. „En ég er þessu einnig ósam- mála. Við segjum gjarnan að við séum ekki staðsettir á Íslandi heldur á Akureyri,“ bætir hann við og hlær. Vill hann eignast flugfélag? Þorsteinn Már var stjórnarformað- ur Glitnis þegar bankinn féll eins og alkunna er og ekki víst að hann hafi löngun til fjárfestinga utan sjávarút- vegsins hér á landi. En langar hann til að eignast banka eða til dæm- is flugfélag? „Nei það get ég ekki sagt. Ég get alveg verið þátttakandi ef margir eru um fjárfestingarn- ar. Við erum með tvo til þrjá banka sem enginn veit hver á og tvo ríkis- banka ef sparisjóðirnir eru einnig taldir. Menn hafa rætt talsvert um kvótann, veðin og eignarhald. Um þetta get ég sagt að bankar horfa ekki sérstalega á veð og tryggingar. Þeir horfa á reksturinn, rekstrarmögu- leikana og stjórnendateymið þeg- ar þeir taka ákvarðanir um að lána fé og vaxtakjör. Í erlendum bönkum horfa menn á árangur en ekki skip eða kvóta. Verð á heimildum fer upp og niður og verð á skipum fer upp og niður. Í þetta þarf öflug atvinnutæki og hæft fólk. Bankarnir horfa á þetta. Á bankamálinu heitir þetta að horfa á sjóðstreymið.“ Erfið samskipti við stjórnvöld „Við erum góð í sjávarútvegi. Við erum góð í veiðum, vinnslu og mark- aðssetningu og þessi virðisaukakeðja er í heildina góð. Við ættum að vera duglegri að bera okkur saman við aðra og þessi árangur byggist á stöð- ugleika sem tekið er eftir. Það hefur fengist peningur fyrir stöðugleikann samfara kvótakerfinu. Ég vil breyta ýmsu en fyrst og fremst þarf að sýna okkur virðingu og tala við okkur. Ég þekki evrópskan sjávarútveg vel. Ég þekki norskan sjávarútveg jafn vel og þeir sjálfir. Ég þekki útveginn í Kan- ada og í Færeyjum og ég fullyrði að samskiptin við stjórnvöld hér á landi eru allt önnur en í þessum löndum. Ég tala þarna af reynslu,“ segir Þor- seinn Már. „Mér sýnist systurflokkar VG og Samfylkingarinnar í Noregi taka allt öðruvísi á sjávarútvegsmálum en gert er hér á landi. 45 milljarða hagnaður sjávarútvegsins Hreinn hagnaður sjávarútvegsins nam 45 milljörðum króna árið 2009, samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, gerði þennan hagnað að umtalsefni í upphafi þingfundar á Alþingi í síðustu viku og sagði það áhyggju- og umhugsunarefni að greinin skili aðeins 3 milljarða króna veiðigjaldi til samfélagsins af þessum hagnaði á sama tíma og allir leggi hart að sér við að rétta við hag heimila eftir hrunið. Helgi sagði það réttlætiskröfu að almenningur nyti meiri arðs af auðlind sini. Engu að síður ætti að vera svigrúm fyrir myndarlegan hagnað sjávarútvegsins. Hann taldi að þessar staðreyndir skerptu á nauðsyn þess að ná fram nauðsynlegum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hagnaður sjávarútvegsins fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt – sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegsins – hækkaði milli áranna 2008 og 2009. Í fiskveiðum og -vinnslu hækkaði þetta hlutfall (án milliviðskipta) úr 27,4% í 31%. Í fiskveiðum hækkaði það úr 25% árið 2008 í 26,3% af tekjum árið 2009 og í fiskvinnslu úr 17% í 20,8%, eins og segir í gögnum Hagstofunnar. „Hugsum okkur að hið opinbera kalli inn 8 prósent af úthlutuðum veiðiheimildum og leigi síðan frá sér. Leigutekjur af þessum 8 prósentum myndu líklega nema um 1,6 til 3 milljörðum króna í ár. Ofurhagnaður útgerðarinnar yrði því um 18 til 43 milljarðar króna á þessu ári. Ætli útgerðin geti ekki lifað við það,“ spurði Þórólfur Matthíasson í grein í Fréttablaðinu í gær. Voldugasta útrásin eftir hrun Umsvif víða um heim Kortið sýnir umsvif Samherja í um 20 dóttur- og hlutdeildarfélögum í Evrópu, Kanada og víðar. Útrásin fær jákvæða merkingu á ný Um 3.500 manns starfa hjá Samherja og dótturfélögum um allan heim. Þorsteinn Már Baldvinsson segir heildartekjur síðasta árs vera 65 milljarða króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.