Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Side 12
12 | Fréttir 9. febrúar 2011 Miðvikudagur „Við erum að sjá dæmi um börn sem eru dögum saman í reiðuleysi, týnd í undirheimum Reykjavíkur. Það er bara svoleiðis,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir starfsmaður barna- verndar Reykjavíkur. Reglulega birtast fréttir af því í fjölmiðlum að lögreglan leiti að ungum krökkum. Þessir krakk- ar koma úr mismunandi aðstæðum og mál þeirra eru jafn margvísleg og þau eru mörg. Foreldrar standa þó flestir ráðalausir frammi fyrir þessum vanda, úrræðaleysið er mikið og fag- aðilar sammælast um að þetta sé eitt- hvað sem vert sé að hafa áhyggjur af. Eitt af því sem veldur þeim ugg er þeg- ar ólögráða stúlkur flýja í faðm fullorð- inna karlmanna. Í einhverjum tilfell- um haldi þeir stúlkunum uppi og fái jafnvel kynferðislega greiða í staðinn. Stundum eru þessi börn búin að koma sér fyrir í svokölluðum gren- um þar sem hópur fíkniefnaneytenda hangir saman eða hjá vinum og kunn- ingjum. „Við þurfum að finna þau og koma þeim til hjálpar. Oft er ástæðan tvíþætt, neysla og andlegir erfiðleikar,“ segir Halldóra. „Það er ekkert á vísan að róa með að þetta séu börn sem komi úr erfið- um heimilisaðstæðum. Mörg þeirra búa við ágætar heimilisaðstæður og eiga ábyrga foreldra sem vilja og geta stutt við bakið á þeim en þurfa kannski aðstoð við það. Önnur börn koma kannski úr skelfilegum heimil- isaðstæðum. Það er ekki hægt að al- hæfa neitt um það.“ Halldóra segir líka að hér sé mik- ið af ungu fólki af erlendum uppruna sem hafi komið til landsins með eða án foreldra og eigi oft erfitt með að að- lagast íslensku samfélagi. „Þau koma hingað stálpuð og eiga erfitt með að falla inn í og skilja kerfið. Foreldrar þeirra eiga líka erfitt með það og við þurfum þá að grípa inn í.“ Týnd í tvær vikur Alls bárust barnavernd Reykjavík- ur 43 beiðnir árið 2010 frá foreldrum sem vildu að leitað yrði að barninu þeirra. Formlegar beiðnir til lögreglu voru hins vegar 24, í hinum tilvikun- um komu börnin í leitirnar áður en málið var komið í formlegt ferli. Þessi börn voru týnd mislengi, allt frá ein- hverjum dögum og upp í tvær vikur, jafnvel lengur. „Þá láta þau stundum vita að það sé allt í lagi með þau og að þau séu á lífi en vilja ekki gefa upp hvar þau eru, koma þessum skilaboð- um bara til foreldra sinna. Þegar ákveðið er að lýsa eftir barni er vandinn yfirleitt orðinn nokkuð viðamikill. Oftast er það gert vegna þess að við metum það svo að þess- ar stúlkur séu að leggja líf sitt í mikla hættu í aðstæðum sem við þekkjum ekki.“ Telja sig ástfangnar Halldóra segir að þessi mál séu oft snúin, ekki síst þegar ungar stúlkur flýi í faðm manna sem þær telji sig ástfangnar af, þótt í raun sé algengt að mennirnir séu að nýta sér varn- arleysi þeirra og sakleysi. „Þegar það er ekki hægt að færa rök fyrir því með sannanlegum hætti að stúlkan hafi verið tæld eða beitt misbeitingu eða öðru slíku er ekki hægt að kæra mál- ið. Samkvæmt lögum mega allir sofa hjá þegar þeir eru orðnir fimmtán ára. Stúlkur á átjánda ári eru komn- ar fast að því að verða sjálfráða um sitt líf. Því nær sem dregur verða að vera þeim mun sterkari rök fyrir því að taka þær út úr aðstæðunum gegn þeirra vilja. Við og dómstólar þurfum að meta það þannig að þær séu bók- staflega að stefna lífi sínu í hættu.“ Úrræðin sem barnavernd hefur upp á að bjóða eru því ekkert sérstak- lega sterk segir Halldóra. „Það er ekki hægt að binda þessar stúlkur fastar niður og henda lyklinum. Þær hafa sinn rétt og því eldri sem þær eru því erfiðara er að fást við málið. Foreldrar þurfa stundum að horfast í augu við það að geta lítið gert.“ Erfitt að koma í veg fyrir þetta Halldóra veltir því upp hvort það sé of snemmt að veita fimmtán ára börn- um fullt frelsi á kynferðissviðinu: „Sumir segja að það þýði ekkert að loka augunum fyrir því að stór hluti barna sé farinn að stunda kynlíf fyr- ir fimmtán ára aldur. Á að setja ein- hver aldursmörk á það? Það er spurn- ing. Persónulega finnst mér fimmtán ár fullsnemmt. Ég held að við værum alla vega betur sett ef aldursmörkin væru miðuð við sextán ára aldur.“ Líkt og Halldóra veltir Steinunn Bergmann á Barnaverndarstofu sjálf- ræðisaldrinum fyrir sér. „Börn sem eru orðin fimmtán ára gömul mega vera í kynferðissambandi en það er ekki þar með sagt að það sé viðeig- andi að þau séu í kynferðissambandi við eldri menn. Margir foreldrar gera athugasemdir við það. En ef þær vilja þetta sjálfar er sannarlega erfitt að bregðast við því og erfitt fyrir foreldra að koma í veg fyrir það. Sum lönd miða við átján ára aldur og mér þætti ekkert óeðlegt að þessi mörk yrðu færð ofar hér líka. Hins vegar er það mjög tvíbent líka því það er spurning um persónufrelsi barnanna og rétt- indi. Það mætti kannski skoða það að börn á aldursbilinu fimmtán til átján ára gætu verið í kynferðislegu sam- neyti við hvert annað, þótt að þeim væri ekki heimilt að vera í sambandi við fertuga menn.“ Í slagtogi við glæpamenn Halldóra tekur orðið og segir að það sé vissulega erfitt fyrir foreldra að horfa upp á ólögráða dóttur sína í faðmi eldri manns, sérstaklega ef hann umtalaður sem misindismað- ur. „Ég get ímyndað mér að það þætti mjög alvarlegt að stúlka væri hjá Jóni stóra. Í tilfelli þar sem vitað er að mað- urinn stundar áhættusamt líferni og hefur verið dæmdur fyrir það, jafnvel gróft ofbeldi, og ætla mætti að mik- ið af hættulegu fólki væri í kringum hann er hægt að grípa sterkar inn í. En ef stúlka er í slagtogi við fullorð- inn einstakling sem lítið er vitað um annað en að hann er með hreint saka- vottorð og hún lifir ekki áhættusömu lífi vandast málið. Hún er kannski flutt að heiman og inn á annað heim- ili gegn vilja foreldranna, en það er lít- ið hægt að gera. Börn eru nefnilega löglegir aðilar að barnaverndarmál- um frá fimmtán ára aldri. Ef foreldrar óska eftir því getum við með aðstoð lögreglu tekið barn með valdi út af heimili þar sem það vill endilega vera, stundum frá kær- astanum sínum eins og í þessu til- felli. Vandinn er hins vegar sá að oft fer stúlkan strax aftur til mannsins. Þá þurfum við að fá úrskurð um að senda barnið á meðferðarheimi. Barnið á rétt á lögmanni sem fer með mál þess fyrir dómstólum.“ „Þær leita þetta uppi.“ Valgerður Rúnrsdóttir læknir á Vogi bendir á að börnin sæki yfirleitt í þessar aðstæður sjálf. „Persónulega held ég ekki að einhver maður úti í bæ búi til fíkil úr ungri stúlku. Ég lít ekki svo á að þær séu bara í neyslu vegna þess að þær séu minni máttar gagn- vart stærri mönnum sem toga þær niður í svaðið, heldur eru þær í vand- ræðum og þetta er þeirra leið til þess að spjara sig. Þetta samfélag verður til því ungar stúlkur vilja prófa efnin og vera í þess- um hópi. Þessu fylgir ákveðinn status, þessir menn eiga bíl, fallegt heimili og hafa aðgang að vímuefnum. Þeg- ar þær eru orðnar háðar vímuefnum fer þetta að snúast um að finna efni og komast í vímu. Þær eiga kannski erfitt með að verja sig og standa með sjálfum sér og fara út úr erfiðum sam- böndum. Þær eru oft í mikilli neyslu og hafa ekki mikil fjárráð þannig að þær leita þetta uppi.“ Halldóra segir að þær borgi fyrir dóp, landa, brennivín og alla mögu- lega hluti með kynlífi. „Þær eru kannski ekki í markvissu vændi eins og eldri konur en gefa kynlíf í skipt- um fyrir peninga, föt, áfengi eða ann- að sem þær telja sig vanta frá degi til dags. Ég efast bara um þær segi okkur allar frá því ef eitthvað slíkt er í gangi. Margar segja aldrei frá því. Aðrar segja bara smá, halda að við þolum ekki að heyra meira, hvað þá foreldrarnir.“ Trúar svokölluðum kærasta Þau mál þar sem ungar stúlkur búa inni á glæpamönnum eru fá en þeim mun alvarlegri. „Algengara er að þær fari inn á heimili kærasta sem er kannski tveimur, þremur árum eldri,“ segir Halldóra: „Að þær flytji bara að heiman og inn á annað heimili án þess að það hafi nokkurn tímann ver- ið samþykkt. Stundum geta foreldrar tekist á við þetta sjálfir en þegar þeir halda að það sé um óregluheimili að ræða er það erfiðara. Þá leita þeir til okkar og við reynum að komast að því hvað sé í gangi. Það getur verið erfitt að meta það hvort þessar stúlk- ur séu raunverulega sjálfviljugar í að- stæðunum. Viðbrögð þeirra geta lit- ast af hræðslu og þá halda þær trúnað við þann mann sem þær óttast, eða því, sem mér finnst nú algengara, að þær telji sig vera í ástarsambandi við manninn. Þær líta á þessa menn sem kærasta sína, alla vega um tíma. Þess vegna eru þær trúar þeim og segja ekki frá neinu misjöfnu sem þær verða fyrir. Þar að auki gætu einhverj- ar verið háðar þessum kærustum sín- um um efni. Á meðan svo er er ólík- legt að þær trúi okkur fyrir því sem hefur gerst.“ Beittar þvingunum Hins vegar eru dæmi þess að þegar meðferðaraðilar ná til þeirra, ef það er hægt að koma þeim í meðferð og styðja þær yfir lengri tíma, að þær segi þá frá því að þær hafi verið beittar þvingunum eða hótunum. „Í kjölfar- ið er það metið hvort þær treysti sér til þess að kæra málið en þær myndu sjaldnast gera það. Sú skylda hvílir þó á okkur, en þar sem þær neita að bera vitni fyrir dómstólum þá er erf- itt að eiga við það. Þær guggna nú yf- irleitt á því fyrir dómi að segja frá því sem gerðist, þó að þær hafi sagt frá því annars staðar í kerfinu að þær hafi orðið fyrir líkamlegu, kynferðislegu eða annars konar ofbeldi og hótun- um af hendi fyrrverandi kærasta síns. Þetta eru ungar stúlkur sem óttast að þeim verði refsað. Þær eru hræddar. Fólk er hrætt,“ segir Halldóra. Steinunn segir að það komi alltaf upp mál þar sem menn misnoti ung- ar stúlkur með þessum hætti. „Þeir halda þeim frá foreldrum sínum og neita því að þær séu þar sem þær eru. Þannig koma þeir í veg fyrir að for- eldrar geti sótt börnin sín. Það hafa al- veg verið dæmi um það að menn hafi leynt börnum fyrir foreldrunum. Það er refsivert en ég veit ekki til þess að því ákvæði hafi verið beitt.“ Ákvæðið aldrei nýtt Steinunn myndi vilja sjá það gerast. „Þá gildir einu hvort um er að ræða menn í fíkniefnaheiminum sem laða að sér ungar stúlkur eða aðra sem halda jafnvel að þeir séu að hjálpa barni. Auðvitað eru til dæmi um að fólk leyni barni því það segist hafa það svo slæmt heima hjá sér. Í sumum til- vikum er kannski allt í lagi heima hjá barninu en barnið vill fá að gera eitt- hvað sem það má ekki. Ef einhver tel- ur að barn búi við slæmar aðstæður og geti ekki verið hjá forsjáraðilum verður hann að snúa sér til barna- verndar. Kerfið er með innbyggða ferla til að aðstoða börn sem búa við erfiðar heimilisaðstæður.“ Halldóra segir að það megi skerpa betur á lagaákvæði sem segir að óheimilt sé að hýsa börn undir lög- aldri gegn vilja foreldranna. „Kannski þarf líka að veita starfsmönnum betri leiðbeiningar og hvetja þá til að nýta það betur. En ég veit ekki hvort það hefði einhvern tilgang, hvort það væri einhver fælingarmáttur í því. Hvort þeir fengu dóma yfirhöfuð. Þessir lokkunardómar hafa verið mjög væg- ir. Við yrðum að trúa því að vinnan sem fylgdi því að kæra málið til lög- reglu hefði einhvern tilgang. Að það hefði fælingarmátt þannig að þess- ir menn myndu ekki telja það svara kostnaði að standa í þessu veseni. Núna gerum við það ekki.“ Í mikilli hættu Steinunn segir að öll flóran sé hér eins n Ungmenni strjúka að heiman n Eru dögum saman í reiðuleysi n Fá dóp, brennivín, peninga og föt fyrir kynlíf n Þegja yfir ofbeldi og þvingunum n Halda að þær séu ástfangnar n Engar afleiðingar fyrir þessa menn n Foreldrar ráðalausir Ólögráða stúlkur í fangi eldri manna Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Er það að segja manni eitthvað þegar lögrelgan kemur heim til að sækja kærust- una að beiðni barnavernd- ar ... 6 mán í að hún verði 18 ... lenti í þessu í síðustu viku. „Þær líta á þessa menn sem kærasta sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.