Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Síða 14
Þolinmóður verslunarstjóri n Lofið að þessu sinni fær verslunin Timberland í Kringlunni. „Ég keypti skó á dóttur mína í jólagjöf en fljót- lega gaf rennilásinn sig og verslun- arstjórinn tók þá orðalaust til baka. Verslunarstjórinn dekraði við hana og leyfði henni að máta allt. Allt kom fyrir ekki og dóttirin vildi ekkert af því sem henni var sýnt, fengum við inneignarnótu með uppruna- legu verði, þó svo að þarna hafi verið komið að útsölu- lokum og allt annað verð á skónum. Við vorum afar ánægð og þolin- mæðin var til fyrir- myndar,“ segir ánægður viðskiptavinur. Reiknum út sparnaðinn Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyr- irtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en þar segir einnig að meðalheimili á Íslandi eyði árlega á bilinu 300.000 til 600.000 króna í orkukaup. Með auðveldum hætti megi hins vegar draga verulega úr þessum kostnaði með því að spara orku í formi hita, rafmagns og olíu. Á vefnum má finna reiknivélar þar sem hægt er að reikna kostnað og sparnað á ýmsum útgjaldaliðum. Má þar nefna saman- burð á bílum, sparnað við að ganga eða hjóla og sparnað við að skipta um gler. Neytendur er hvattir til að nýta sér reiknivélarnar og mögulega lækka útgjöld sín. Okur og bið n Kona vildi lasta þjónustuna í Blá- fjöllum. Um helgina fór hún ásamt fjölskyldu sinni þangað á skíði. Eitt af börnunum þurfti að fá leigða skíðaskó en það tók einn og hálf- an tíma. „Við biðum fyrst í röðinni úti í hálftíma, og klukkutíma þegar inn var komið. Þegar því lauk var klukkutími eftir af opnunartíma svo ég tók við kvittuninni og dreif mig út. Þegar ég kom heim sá ég að ég hafði verið rukkuð um of mikið.“ Þegar út var komið tók við önn- ur háltíma biðröð eftir miðum. Hún tekur fram að starfsfólkið hafi verið elskulegt en það vanti fleiri starfs- menn. „Þetta hef ég aldrei séð gerast í Hlíðarfjalli,“ segir hún að lokum. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Vítamín rýrnar í örbylgjuofni Örbylgjuofnar hafa verið umdeildir síðan þeir komu á markaðinn. Margir nota örbylgjuofna til matargerðar og finnst hann vera hið mesta þarfaþing á meðan aðrir vilja ekki sjá slíka hluti í sínu eldhúsi og finnst örbylgjueldaður matur óspennandi. Á vef Heilsubankans segir að skeggrætt hafi verið um áhrif slíkra ofna á matvælin. Rannsóknir hafi einnig verið framkvæmdar á viðfangs- efninu en ekki hafi fengist sannanir á því að notkun örbylgjuofna sé skaðleg. Hins vegar hefur til dæmis verið staðfest að fólínsýra rýrnar meira við örbylgjuhitun en venjulega eldun en vítamínið má finna meðal annars í korni, kjöti, baunum, mjólkurvörum, laxi, og rótargrænmeti. 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 9. febrúar 2011 Miðvikudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 207,8 kr. Verð á lítra 207,8 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 206,8 kr. Verð á lítra 206,8 kr. Verð á lítra 208,7 kr. Verð á lítra 208,7 kr. Verð á lítra 206,7 kr. Verð á lítra 206,7 kr. Verð á lítra 206,8 kr. Verð á lítra 206,8 kr. Verð á lítra 207,8 kr. Verð á lítra 207,8 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð FIMM MANNA FJÖLSKYLDA ÞARF HÁLFA MILLJÓN Velferðarráðuneytið hefur tek- ið saman skýrslu þar sem sett eru fram ný neysluviðmið sem eiga fyrst og fremst að vera stuðningur fyrir heimilin í landinu til að áætla eigin útgjöld. Auk þess eiga þau að verða viðmið til að meta útgjaldaþörf ein- staklinga og fjölskyldna til lágmarks- framfærslu í landinu. „Við lítum á þetta sem mikilvægt upphaf en að það eigi að vinna áfram að þessu. Þetta er jákvæð byrjun þar sem slík viðmið hafa verið baráttumál Neyt- endasamtakanna í ein tuttugu ár,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna. Nýtist á margvíslegan hátt Jóhannes segir að þessi viðmið nýtist á þann hátt að með þeim séu komn- ar fram tölur sem stjórnvöld hljóti að líta til þegar ákvarðað sé um félags- lega aðstoð. Eins gagnast viðmiðin í greiðslumati hjá fjármálafyrirtækj- um og að lokum fyrir heimilin sjálf til að bera sig saman við tölurnar. „Fólk getur skoðað hvort heimilisbókhald- ið sé á skjön við það sem telst með- altal og þá hvaða útgjaldaliðum sé hægt að breyta. Þetta getur því nýst á margvíslegan hátt,“ segir hann og bætir við að samtökin leggi gríðar- lega áherslu á að þetta verði þróað áfram og gert enn betra. „Ég gat ekki betur heyrt en að ráðherra hefði tek- ið það skýrt fram að þetta væri upp- hafið og ég geng út frá því að svo sé.“ Ætlast til að viðmiðin verði notuð Aðspurður hvort stjórnvöld eða fjár- málafyrirtæki eigi að fara eftir við- miðunum segir hann að ekkert segi til um að þau eigi að fylgja þeim. Samtökin ætlist þó til þess því hér sé kominn ákveðinn grunnur til að meta fólk betur en áður. Það ætti einnig að vera í hag heimilanna að ekki sé verið að ofmeta greiðslugetu þeirra því það sé ávísun á vanda- mál. „Mikilvægt er að greiðslumat, til dæmis vegna íbúðarkaupa, sé byggt á sem raunhæfastri neyslu. Ég hef ít- rekað haldið því fram að það sé engu heimili greiði gerður með því að lána því umfram greiðslugetu,“ segir hann og bætir við að hann voni að viðmið- in verði notuð því það hafi verið til- gangurinn með þessu. Útgjöld breytileg eftir heimilum Athygli vekur að ef sett er inn það leitarskilyrði að fjölskyldan leigi sér húsnæði þá sé leigukostnaðurinn 83.835 krónur fyrir utan hita og raf- magn. Jóhannes segir að þó Neyt- endasamtökin hafi stundum birt upplýsingar um leigukostnað þá hafi sárlega skort nákvæmar upp- lýsingar um leigumarkað. „Svona fljótt á litið sýnist mér þetta frek- ar óraunhæft.“ Hann tekur þó fram að erfitt sé að vera með fastar nið- urnegldar tölur því útgjöld heimila geti verið breytileg í ýmsum flokk- um, til að mynda hvað varðar hús- næðis- og lyfjakostnað. Þarna sé um að ræða ákveðnar viðmiðunar- tölur sem hægt sé að nýta í ýmsum tilgangi. Einkabíllinn dýr Eins bendir hann á að þótt sumir lið- ir séu óhreyfanlegir eigi það ekki við alla. „Öðrum er hægt að hreyfa við og sem dæmi er hægt að spara þegar kemur að mat og hreinlætisvörum. Auk þess er einkabíllinn mjög dýr og þar sem almenningssamgöngur eru fyrir hendi þá geti fólk sparað,“ seg- ir Jóhannes. Þetta sé misjafnt eftir útgjaldaliðum og því mikilvægt fyrir heimilin að skoða þá liði sem hægt er að hagræða en það sé að sjálfsögðu mismunandi frá einu heimili til ann- ars. Virðingarvert framtak Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, tekur í sama streng og Jóhann- es og segir að framtakið sé gott og virðingarvert hjá ráðherra enda þótt það hafi verið löngu tímabært. Hann segir einnig að tölurnar virðist raun- hæfar þótt mörgum finnist þær háar. „Þetta eru lýsandi viðmið sem eru byggð á raunneyslu sem kann þó að endurspegla það að menn lifi um efni fram eða að launin séu of lág,“ segir hann. Auk þess sé mikilvægt að setja fram ákvarðandi viðmið sem byggð séu á þörf. Þá vísar hann í 76. grein stjórnarskrárinnar en þar segir að allir eigi rétt á aðstoð í samræmi við þarfir sínar. „Það er ekki víst að fari saman raunneysla hóps og þörf en ég tel að sú skylda hvíli á löggjaf- anum að skilgreina þörfina,“ bætir hann við. Íslensku neysluviðmiðin Í skýrslunni segir að viðmiðin hafi verið reiknuð með svokallaðri út- gjaldaaðferð sem byggist á raunveru- legum útgjöldum og sýni það út- gjaldastig sem heimili þurfi til að ná tilteknum lífskjörum. Viðmiðin séu Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „ Ég gat ekki betur heyrt en að ráðherra hefði tekið það skýrt fram að þetta væri upphafið og ég geng út frá því að svo sé. n Ný neysluviðmið hafa verið kynnt n Þau eiga að vera viðmið fyrir íslensk heimili til að áætla eigin útgjöld n Neytenda- samtökin og talsmaður neytenda fagna framtakinu n „Mikilvægt upphaf,“ segir formaður Neytendasamtakanna Jóhannes Gunnarsson Formaður Neytendasamtakanna segir viðmiðin jákvæða byrjun. MYND: STEFÁN KARLSSON Gísli Tryggvason Talsmaður neytenda segir þetta lýsandi viðmið sem séu byggð á raunneyslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.