Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 15
Settu innkaupin í samhengi Góð sparnaðarráð eru gulls ígildi. Eitt þeirra má finna á vef Matarkörfunnar en þar eru neytendur hvattir til að reikna í huganum hve langan tíma það taki þá að vinna fyrir hlutnum sem þeir eru að hugsa um að kaupa. Sagt er að maður líti öðruvísi á til dæmis gallabuxur sem kosta 20.000 krónur ef maður hugsar til þess að það taki mann 10 tíma að vinna fyrir þeim. Það er að segja ef maður er með 2.000 krónur á tímann eftir skatt. Á vefnum segir einnig að þetta ráð geri mann meðvitaðri um hvað hlutirnir kosti. Það fær mann til að hugsa um þörfina fyrir hlutnum og dregur þá vonandi úr skyndikaupum. Heilsubót og sparnaður Hvað er betra en að spara um leið og maður hugsar um heilsuna? Gott ráð til þess er að ganga í búðina ef þess er kostur. Á vef Matarkörfunnar segir að með því hafi maður það bak við eyrað, meðan verslað er, að ganga þurfi heim með pokana sem hafi jákvæð áhrif á innkaupin. Það leiði til þess að innkaupin verða léttari þar sem færri þungir hlutir endi í innkaupakerrunni. Gangan til og frá búð er auk þess fyrirtaks heilsubót fyrir utan bensínið sem sparast. Neytendur | 15Miðvikudagur 9. febrúar 2011 Neytendasamtökin undrast ákvörðun íslenskra stjórnvalda: Skráargatið til Íslands Flestir vilja neyta matar sem er holl- ur og næringarríkur en oft getur það vafist fyrir fólki að lesa á umbúðir matvæla. Svíar hafa fundið ráð við því sem þeir hafa notað í tvo áratugi en það er að merkja matvæli sem hollust eru í hverjum flokki. Matvæli þessi eru merkt með mynd af skrá- argati. Það getur ekki hver sem er merkt sín matvæli með merkinu því til þess verða þau að uppfylla ákveð- in skilyrði varðandi magn sykurs, salts, fitu og trefja. Nú hafa Danir og Norðmenn einnig tekið það upp og merkið því orðið samnorrænt. Neytendasamtökin vekja at- hygli á því á heimasíðu sinni að fyrir helgi var í fjórða sinn sent erindi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytisins þar sem íslensk stjórn- völd eru hvött til að taka upp notk- un á skráargatinu. Þar segir að það veki furðu að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að taka ekki þátt í þessu samstarfi þrátt fyrir að margir hafi lagt á það áherslu. Einnig að það hljóti að vera hagur allra að bæta lýðheilsu landans og mikilvægt skref í þá átt hljóti að vera að gera fólki auðvelt að velja hollan mat. Þar segir einnig að íslenskir framleið- endur hafi verið neikvæðir gagn- vart merkinu sem sé athyglisvert þar sem þeir sem framleiði hollar vörur ættu að vilja auglýsa það. Framleið- endur á hinum Norðurlöndunum sjá hins vegar sóknarfæri í þessu. gunnhildur@dv.is Innkaup Skrárgatið er samnorrænt merki sem gefur til kynna hollustu matvælanna. FIMM MANNA FJÖLSKYLDA ÞARF HÁLFA MILLJÓN þrenns konar. „Í fyrsta lagi er dæmi- gert viðmið sem lýsir hóflegri neyslu. Í öðru lagi skammtímaviðmið byggt á sömu forsendum en þar er gert ráð fyrir að fólk geti dregið úr neyslu og frestað útgjaldaliðum tímabundið og í þriðja lagi grunnviðmið sem gefa á vísbendingar um hvað fólk þarf að lágmarki til að framfleyta sér.“ Það síðastnefnda má nýta við umfjöllun og ákvarðanatöku um bætur og laun hjá ríki og sveitarfélögum, sem og sem viðmið við gerð kjarasamninga. Húsnæðiskostnaður breytilegur Viðmiðunum er skipt niður í fimm grunnflokka sem eru neysluvörur, þjónusta, tómstundir, samgöngur og húsnæðiskostnaður. Undir þeim eru svo fimmtán undirflokkar. Kostn- aður vegna húsnæðis er ekki tekinn með í grunnviðmiði þar sem hann er talinn svo breytilegur að í besta falli gæfi slíkur útreikningur vísbend- ingu um dæmigerðan kostnað. Það eigi í raun einnig við um dæmigerð og skammtímaneysluviðmið og hafa þurfi í huga hve mismunandi hús- næðiskostnaður einstaklinga og fjöl- skyldna er. Dæmigerð útgjöld íslenskra heimila Grunnviðmiðin eiga að endurspegla sem heildstæðasta mynd af dæmi- gerðum útgjöldum íslenskra heim- ila og tekið er fram að hvorki sé um lágmarks- né lúxusviðmið að ræða. Benda má á að munurinn á heildar- útgjöldum fjölskyldunnar, miðað við n Ný neysluviðmið hafa verið kynnt n Þau eiga að vera viðmið fyrir íslensk heimili til að áætla eigin útgjöld n Neytenda- samtökin og talsmaður neytenda fagna framtakinu n „Mikilvægt upphaf,“ segir formaður Neytendasamtakanna dæmigerð viðmið án húsnæðis sem lýsir hóflegri neyslu, og grunnvið- miðum eru 207.866 krónur á mán- uði. Grunnviðmiðin sem eiga að gefa hugmynd um lágmarksframfleytingu og nýta má til ákvarðanatöku um bætur eru einnig 39.501 krónu lægri en skammtímaviðmið sem segja til um hversu mikið við getum minnkað neyslu tímabundið. Útreikningarnir miða við fimm manna fjölskyldu í eigin húsnæði á höfuborgarsvæðinu sem er kynnt með hitaveitu. Börnin þrjú eru á grunnskólaaldri og keyptur er hádegismatur fyrir þau í skólanum: Útgjaldaflokkar Dæmigerð Skammtíma Grunnviðmið Neysluvörur Matur, drykkjarvörur og aðrar dagvörur til heimilishalds 123.324 kr. 123.324 kr. 123.324 kr. Föt og skór 37.733 kr. 3.773 kr. 28.535 kr. Heimilisbúnaður 14.397 kr. 1.440 kr. 1.440 kr. Raftæki og viðhald raftækja 10.382 kr. 1.038 kr. 1.038 kr. Samtals 185.836 kr. 129.576 kr. 154.338 kr. Þjónusta Lyf, lækningavörur og heilsugæsluþjónusta 18.748 kr. 18.748 kr. 18.748 kr. Sími og fjarskipti 19.799 kr. 16.235 kr. 16.235 kr. Menntun og dagvistun 18.804 kr. 18.804 kr. 18.804 kr. Veitingar 33.653 kr. 0 kr. 0 kr. Önnur þjónusta fyrir heimili 16.167 kr. 12.125 kr. 12.125 kr. Samtals 107.170 kr. 65.911 kr. 65.911 kr. Tómstundir Tómstundir og afþreying 88.501 kr. 38.455 kr. 51.486 kr. Samtals 88.501 kr. 38.455 kr. 51.486 kr. Útgjöld án samgangna og húsnæðiskostnaðar 381.507 kr. 233.942 kr. 271.735 kr. Samgöngur Ökutæki og almenningssamgöngur 116.488 kr. 105.294 kr. 28.000 kr. Annar ferðakostnaður 9.606 kr. 0 kr. 0 kr. Samtals 126.094 kr. 105.294 kr. 28.000 kr. Útgjöld án húsnæðiskostnaðar 507.601 kr. 339.236 kr. 299.735 kr. Húsnæðiskostnaður (áætlaður m.v. dæmigert 151 fermetra húsnæði Húsaleiga/reiknuð húsaleiga 113.603 kr. 113.603 kr. 0 kr. Viðhaldskostnaður húsnæðis 11.982 kr. 1.198 kr. 0 kr. Rafmagn og hiti 13.426 kr. 13.426 kr. 0 kr. Samtals 139.012 kr. 128.228 kr. 0 kr. Heildarútgjöld fjölskyldunnar 646.613 kr. 467.464 kr. 299.735 kr. Neysluviðmið fimm manna fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu „ Í skýrslunni segir að viðmiðin hafi verið reiknuð með svokallaðri útgjaldaaðferð sem byggist á raunverulegum útgjöldum og sýni það útgjaldastig sem heimili þurfi til að ná tilteknum lífskjörum. Viðmiðin séu þrenns konar. Velferðarráðherra kynnti ný neysluvið- mið Eiga að nýtast heimilunum í landinu til að áætla útgjöld. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.