Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Side 23
Úttekt | 23Miðvikudagur 9. febrúar 2011 Nota fundarherbergið sem svefnherbergi Hún segir að konur sem leiti til Kvennaathvarfsins geti búið þar tímabundið og komið með börn sín. Stundum hafi þær ekkert nema tann- bursta og náttföt með sér. Í Kvennaathvarfinu eru aðeins fjögur herbergi og stundum er fund- arherbergið notað sem svefnher- bergi. „Við búum við tilfinnanleg- an fjárskort en reynum okkar besta í stöðunni. Ef við hefðum afskaplega góð fjárráð myndum við vilja ná til fleiri kvenna og stækka húsnæðið okkar.“ Erfið glíma Hún segist verða mjög vör við að kon- ur í ofbeldissamböndum séu með miklar ranghugmyndir um réttindi sín og getu og að þvingunarhjóna- bönd séu einna erfiðust að glíma við. „Það er logið að þeim að ekki sé hægt að tala við lögregluna og öllu því sem viðkemur kerfinu, lögum og reglum. Það er ekki erfitt að hrekja þær röngu upplýsingar og þessir bæklingar sem eru nýkomnir út reynast okkur fjár- sjóður. Það er hins vegar miklu erf- iðara að hrekja þær ranghugmyndir sem fylgja öllum þeim konum sem hafa verið í ofbeldissambandi um að þær séu ömurlegar, vondar mæður, geðveikar og ljótar.“ Ná ekki til allra „Það er talsvert af taílenskum og pólskum konum sem kemur hingað, við náum til þeirra og það er jákvætt. En við vitum ekki hvernig við náum til þeirra kvenna sem eru mest ein- angraðar, eru frá löndum sem eiga sér ekki samfélög hér á landi. Við vitum ekki hvernig við eigum að ná til þeirra. Svo er það auðvitað mikið áhyggjuefni okkar að við erum bara hér í Reykjavík.“ Sigþrúður segir mikilvægt að muna að konur sem vilja vera áfram á Íslandi geri það ekki endilega vegna þess að þær „kjósi“ það heldur hafa þær gjarnan brennt allar brýr að baki sér í heimalandinu og geta ekki snúið heim af ýmsum ástæðum. Til dæm- is sem fráskildar konur. Þá hafa þær oft sagt upp starfi, selt allt sitt og slitið sambandi við fjölskyldu sína. Læstar inni og þekkja ekki húsið Hún þekkir mýmörg dæmi um grófa kúgun á erlendum konum og seg- ir slíkt algengt. „Það eru dæmi um konur sem hafa búið á landinu í ein- hver ár en hafa ekki hugmynd um það hvar þær búa, vita hvorki hvert heimilisfangið er né þekkja húsið – þær hafa verið í einangrun allan þennan tíma.“ Sigþrúður segir við- horf manna þeirra með ólíkindum: „Þið eruð bara rusl, sagði íslenskur maður við eiginkonu sína og börnin hennar,“ segir Sigþrúður og bætir við að rannsókn Hildar Guðmundsdótt- ur um stöðu erlendra kvenna frá 2009 hafi sýnt að erlendar konur sem eru giftar íslenskum mönnum séu oftar beittar ofbeldi og fái oftar morð- og sjálfsvígshótanir en erlendar konur sem giftar eru samlöndum sínum. Þrauka í þrjú ár Aðspurð hvort lög og reglur ýti und- ir að slík kúgun viðgangist segir Sig- þrúður konur utan EES „þrauka“ í hjónabandi vegna reglna um dvalar- leyfi sem fæst eftir þriggja ára hjóna- band. „Oft þarf mjög mikið að ganga á áður en kona yfirgefur manninn,“ bendir hún á. Hún segir einnig erlendar konur, og reyndar íslenskar líka, upplifa varnarleysi í samskiptum sínum við „kerfið“. Þær þurfi að ganga í gegnum ýmis flókin ferli og skilji misvel hvað sé að gerast. Í því sambandi megi helst nefna að sýslumaður býður ekki upp á túlkun. „Það er hins vegar mikilvægt að muna að ofbeldi einskorðast ekki við erlendar konur,“ segir Sigþrúður. Hún minnir á nýlega rannsókn sem vel- ferðarráðuneytið kynnti þar sem í ljós kom að 42% kvenna sögðust hafa ver- ið beitt líkamlegu og/eða kynferðis- legu ofbeldi einhvern tíma á ævinni. „Ímyndaðu þér hversu há sú tala væri ef andlegt ofbeldi hefði verið kannað líka.“ Af hverju fær hann að vera heima? En er lögreglan að standa sig? „Hún stendur sig með ágætum en mætti hafa fleiri verkfæri til þess að hjálpa þessum konum,“ segir Sig- þrúður. Við upplifum oft að erlend- ar konur verði undrandi þegar þær koma í Kvennaathvarfið en ofbeldis- maðurinn er ennþá heima, þær segja að „heima“ hefði lögreglan fjarlægt ofbeldismanninn. Karlar í bata Körlum sem vilja losna úr viðjum ofbeldisbeitingar býðst aðstoð með hópnum Karlar til ábyrgðar. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hóp- meðferð hjá sálfræðingum. Andrés Ragnarsson er einn meðferðaraðila og segir gríðarlega fjölgun hafa orð- ið á aðsókn í átakið síðan í haust, það fylgi aukningu kvenna sem leiti skjóls í Kvennaathvarfinu. Á sama tíma fái þeir of lítið fjármagn til þess að bregðast við. „Það er greinilegt að frá ágústmánuði síðasta árs hefur orð- ið mjög mikil fjölgun hjá okkur,“ seg- ir Andrés. „Bæði hringingar og kom- ur hafa tvöfaldast og það stemmir við aðsóknina í Kvennaathvarfið. Ofbeldi í nánum samböndum eykst þegar harðnar á dalnum. Það er vel þekkt staðreynd. Á sama tíma hefur fjár- magn til að halda starfseminni gang- andi verið skorið niður frá síðasta ári, en þá var starfsemin í algeru lágmarki vegna takmarkaðs fjármagns. Ef við sinnum þeirri aukningu sem orðin er, þá er ljóst að fjármagn dugar alls ekki út árið.“ Góður árangur Andrés segir langflesta þeirra karla sem komi til þeirra vilja í fullri ein- lægni losna úr viðjum ofbeldis og meðferðin dugi þeim afar vel. „Bæði makar og gerendur lýsa betri lífs- gæðum og við sjáum að árangurinn er svipaður þeim og mælist í líkum meðferðarúrræðum á Norðurlönd- unum. En svo eru það hinir, sem beita hvað grófasta ofbeldinu og leita sér aldrei aðstoðar,“ segir hann. „Þar eru margir siðblindir og koma ekki til okkar af þeim sökum. Sið- blinda tekur illa meðferð.“ Í samvinnu við Andrés fáum við að heyra sögu eins þeirra karlmanna sem hafa leitað hjálpar hjá Körlum til ábyrgðar til að losna úr viðjum of- beldis og náð góðum árangri. Mað- urinn lýsti konu sinni sem erfiðri og sjálfur sagðist hann vera með mikið skap. kristjana@dv.is Algengar spurningar kvenna í ofbeldissambandi Ofbeldismenn halda margvíslegum ranghugmyndum að eiginkonum sínum til að hafa yfir þeim stjórn og kúga þær. Hér er listi yfir algengar spurningar sem konur í ofbeldissamböndum spyrja í viðtölum við ráðgjafa og svör við þeim. n Eiga konur á Íslandi að hlýða eiginmönnum sínum skilyrðislaust? Nei, það er ekki rétt. Konur og karlmenn eru jafningjar. n Eiga eiginkonur að afhenda eiginmönnum laun sín? Nei, það er ekki rétt. Þú átt launin en eflaust ættir þú að nota hluta þeirra til reksturs heimilisins og eiginmaður þinn líka. Það fer eftir því hversu mikilla launa þið aflið hversu mikið þið leggið til. n Er það rétt að við skilnað fái faðirinn forræði yfir börnunum? Nei, það er ekki rétt. Almenna reglan er sú að við skilnað fái foreldrar sameiginlegt forræði en ef það eru deilur um slíkt þá úrskurðar dómari um forræði. Niðurstaðan fer eftir aðstæðum og málsatvikum. n Er það venjan á Íslandi að konur gangi um naktar eða á undirfötunum heima við? Líka þegar vinir eiginmanns míns eru í heimsókn? Nei, það er ekki rétt. Konur ganga í þeim klæðnaði sem þær kjósa sjálfar, hvort sem þær eru heima eða ekki. n Er það siður á Íslandi að kona verður að hafa kynmök við vini eiginmanns síns? Nei, það er ekki rétt. Þú ræður sjálf yfir þínum líkama. n Á eiginmaður minn rétt á kynlífi hvar og hvenær sem er? Nei, hann hefur ekki þann rétt nema þú viljir það sjálf. n Eiginmaður minn hefur neytt mig í vændi; verð ég fangelsuð eða send úr landi? Nei, vændi er ekki glæpur en það er glæpur að kaupa vændi og að miðla vændi. Þér verður ekki refsað en eiginmanni þínum og þeim sem kaupa vændi verður refsað. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að verða send úr landi vegna þessa. „Einn karl kom til okkar eftir að hafa skoðað heimasíðu Kvenna- athvarfsins og eftir ábendingar konu sinnar. Hann hafði í 2–3 tilvik- um beitt nokkru líkamlegu ofbeldi en fyrst og fremst var um andlegt ofbeldi að ræða. Eftir sex skipti í einstaklingsmeðferð fór hann í hóp- meðferð hjá okkur. Fyrir þessum manni voru öll hans viðbrögð svör við algerum van- mætti sem hann fann fyrir þegar konan hans gekk á hann með ýmis mál. Okkar vinna fólst fyrst og fremst í því að hjálpa honum að finna, læra og æfa nýjar leiðir til að bregðast við. Samhliða vann hann úr mörgum þáttum í umgengni sinni við sína nánustu og endurskrif- aði gildismat sitt. Hann hafði alist upp við töluvert ofbeldi í umhverfi sínu og var „mikið skap“ í ættinni. Í upphafi meðferðar var hann sannfærður um að hann væri bara að bregðast við „erfiðri konu sinni“ á réttmætan hátt, en fyrsta skrefið í meðferð okkar er að gera ofbeldið sýnilegt og gera honum ljóst að ábyrgðin á ofbeldi liggur bara á einum stað – hjá gerandanum. Konan hans kom í eitt viðtal í upphafi meðferðarinnar og annað viðtal í lok meðferðarinnar. Þau eiga tvö börn sem fóru samhliða í barnaprógramm fyrir börn sem hafa upplifað ofbeldi á heimilum sínum og er á vegum Barnaverndarstofu. Hann var áhugasamur og ábyrgur í afstöðu sinni til þess að taka á sínum málum. Árangur með- ferðar var góður hjá þessum manni og hann er útskrifaður frá okkur.“ Erfið kona og mikið skap „Konur nánast mæta næsta fórnar lambi á flugvellin- um á leiðinni heim. MyNd Atriði úr yEs yEs Taldar á að sofa hjá vinum eiginmanna sinna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.