Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Page 24
24 | Sport 9. febrúar 2011 Miðvikudagur Toure varar United við n Varnarmaðurinn Kolo Toure hef- ur kynt undir stuðningsmönn- um Manchester United fyrir slag Manchester-lið- anna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Hann varar Un- ited-menn við að fyrsta tap liðs- ins á tímabil- inu um síðustu helgi gæti verið upphafið að lægð. „Það verður allt erfiðara þegar þú ert taplaus og tap- ar svo loks. Sjálfstraust manna fer í hnút. Kannski gerist það hjá þeim. Þetta var sárt tap,“ segir Toure sem þekkir það frá tíma sínum með Ars- enal hversu erfitt það er að jafna sig eftir tapleik þegar allt hefur leikið í lyndi svo lengi. Adam ekki að spá í peninga n Charlie Adam fyrirliði Blackpool segir að meiri peningar hafi ekki verið ástæðan fyrir því að hann ósk- aði eftir að fara frá nýliðunum í janúar. Honum stóð til boða að semja við Liver- pool og Totten- ham og færa sig upp um nokkur þrep hvað laun varðar. „Kannski hefði ég fengið miklu meiri peninga en ef þú ert alvöruknattspyrnumað- ur þá ertu í þessu til að spila fót- bolta. Fyrir mér snýst þetta allt um að spila fótbolta hjá stóru liði.“ Búist er við að Adam fari frá Blackpool í sumar. Malouda dreymir um Brasilíu n Franska kantmanninn Florent Malouda dreymir um að ljúka ferli sínum í Brasilíu þegar ferli hans hjá Chelsea lýk- ur. Hann segir í samtali við Le Parisien að hann hafi dreymt um það í æsku að leika með bras- ilíska landslið- inu. Malouda er fæddur í Frönsku Gvæjana í S-Ameríku sem á landamæri að Brasilíu. Menning- in þar er mjög brasilísk og eigin- kona Malouda er þaðan. „Það yrði frábært að leika með Flamengo eða Vasco da Gama.“ Malouda ætlar að reyna að komast í HM-hóp Frakka fyrir HM 2014. Silva bestu kaupin n Carlos Tevez fyrirliði Manchester City segir að bestu kaup félagsins hafi verið að fá David Silva til liðsins. City hefur eytt gríðarlegum fjár- hæðum í að setja saman meistara- lið og Silva kost- aði félagið 24 milljónir punda. Þrátt fyrir að hafa aðeins skor- að eitt mark þá lítur Tevez á hann sem mikilvægan leikmann. „Hann er leikmaður sem getur unnið leiki. Hann getur gefið sendingar sem sprengja upp varnir og koma framherjunum í marktæki- færi. Hann hressti upp á liðið og er einn besti leikmaður okkar.“ Molar Danski framherjinn hjá Arsenal Nicklas Bendtner hefur lengi þótt yfirlýsinga- glaður. Ef hann sjálfur er ekki að tala um sitt eigið ágæti í fjölmiðlum þá eru það hans nánustu fjölskyldumeðlimir eða ættingjar. Nú kann að vera komin skýring á því gríðarlega mikla áliti sem Daninn virðist hafa á sjálfum sér. Egóið hans á sér engin takmörk. Það er í það minnsta niðurstaða Jacques Crevoisier, íþróttasálfræðings Arsenal, sem hefur nú ljóstrað því upp að framherjinn sprengi alla skala í vís- indalegum mælingum á sjálfstrausti. Trú Bendtners á sjálfum sér er eiginlega komin yfir í hreinan hroka. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er eins og flestir vita mik- ill hugsuður þegar kemur að knatt- spyrnu. Félagið lítur því ekki aðeins til knattspyrnuhæfileika manna heldur er stuðst við sálfræðipróf til að meta andlegan og sálrænan styrk þeirra líka þegar kemur að knattspyrnuiðkun. Og Bendtner er það sér á báti. „Einn hluti prófsins er að menn leggja mat á eigin hæfileika,“ segir Cre- voisier í samtali við sænska blaðið Offside. „Á skala sem nær upp í 9 fékk Bendtner 10! Við höfum aldrei séð ann- að eins. Pat Rice [aðstoðarstjóri Arsen- al] sat við hliðina á mér þegar við reikn- uðum þetta út og hann gat ekki hætt að hlæja.“ Sálfræðingurinn skeleggi segir að þegar Bendtner klúðri marktækifæri sé hann gjörsamlega sannfærður um að það hafi ekki verið honum að kenna. Prófið samanstendur af 117 spurn- ingum sem hannaðar eru til að mæla sjálfstraust leikmanna, einbeitingu og ákveðni og er Crevoisier sérfræðingur í þessum mælingum. mikael@dv.is Ef framherjinn klúðrar færi er það aldrei honum að kenna: Egó Bendtners sprengir alla skala Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamað- ur úr Skotfélagi Reykjavíkur er ný- kominn heim frá Haag í Hollandi þar sem hann vann til tvennra silfurverð- launa á alþjóðlega loftbyssumótinu Inter-Shoot. Ásgeir á Íslandsmetið í greininni en hann stefnir ótrauð- ur á Ólympíuleikana í London árið 2012. Þjálfari Ásgeirs er Svíinn Ragn- ar Skanåger sem er ein reynslumesta skytta heims í greininni og hefur unn- ið til verðlauna á öllum helstu stór- mótum. „Þetta voru þrjú mót á þrem- ur dögum og ég náði silfri á fyrstu tveimur mótunum en sjötta sæti á því þriðja. Ekki alveg nógu sáttur við það,“ segir Ásgeir sem hefur verið að klífa upp heimslistann í greininni. „Í minni grein voru um 60 keppendur svo að ég er á heildina litið nokkuð sáttur,“ segir Ásgeir en hann hugsaði þessi mót sem undirbúning fyrir komandi stórmót. Á þeim mótum mun Ásgeir reyna að klífa heimslistann enn frekar en hann er nú í fimmtugasta sæti en þarf að komast í það þrítugasta til að ná inn á leikana. 120 tímar í æfingar Skotfimi er vinsæl íþróttagrein um allan heim en fær ekki mikla athygli í fjölmiðlum hér á landi. Ásgeir segir þó aðstæður hérna vera nokkuð góð- ar en hann æfir fjórar til fimm klukku- stundir á dag í Egilshöll. „Ég æfi sex sinnum í viku og yfirleitt um fjóra til fimm tíma í einu. Þetta eru svona í kringum 25 til 30 tímar á viku,“ seg- ir Ásgeir en það eru um 100 til 120 klukkustundir sem fara í æfingar á mánuði hverjum. Það er óhætt að segja að það skorti ekki metnaðinn hjá þessari ungu skyttu en Ásgeir er fæddur árið 1985. „Ég er að skjóta 130 skotum á hverri æfingu,“ heldur hann áfram en það gerir 3.120 skot á mán- uði. En hvernig fer keppni í greininni fram? „Það er skotið 60 skotum af tíu metra færi og maður fær mest tíu stig fyrir að hitta í miðjuna. Það er því mest hægt að fá 600 stig,“ en Ís- landsmet Ásgeirs í greininni eru 586 stig. „582 stig nægja yfirleitt inn í átta manna úrslit á svona mótum og því er alveg raunhæft markmið að komast á Ólympíuleikana,“ segir Ásgeir og bæt- ir við að góður árangur á einu móti geti jafnvel nægt. Ekki með veiðileyfi Þjálfari Ásgeirs er Svíinn Ragnar Skanåger en hann er gríðarlega reynslumikil skytta og hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramóti. „Hann hefur hjálpað mér alveg gríð- arlega mikið og á eftir að hjálpa mér enn meira.“ Ásgeir hefur verið að prófa sig áfram í nýrri grein eða skot- fimi með 22 kalibera skammbyssu þar sem skotið er af 50 metra færi: „Það hefur bara gengið vel ég er strax kom- inn á heimslistann þar.“ Ragnar ætti að nýtast Ásgeiri vel í þeirri grein þar sem hún var hans sterkasta. Ásgeir lætur það ekki aftra sér þótt þjálfarinn sé búsettur í Svíþjóð. „Hann flýgur stundum hingað til mín og ég fer líka út til hans í æfingabúðir.“ Þrátt fyrir mikla fimi Ásgeirs með byssu hefur áhuginn ekkert smit- ast yfir í veiðina. „Ég hef bara engan áhuga á því. Ég er ekki einu sinni með veiðileyfi.“ Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is n Ásgeir Sigurgeirsson vann tvenn verðlaun á Inter-Shoot n Æfir 25 til 30 tíma á viku og stefnir á ólympíuleika n Þjálfaður af ólympíu-, heims- og Evrópumeistara Tvö silfur í farteskinu Ásgeir Sigurgeirsson Æfir 100 til 120 tíma á mánuði.Ásgeir og Ragnar Ferðast á milli landa fyrir æfingar. Karlinn getur ekki klikkað Bendtner trúir því að það sé öllum öðrum að kenna en honum sjálfum þegar hann klúðrar færi. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.