Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Síða 8
8 | Fréttir 21. febrúar 2011 Mánudagur
Ingibjörg og Jón Ásgeir segja félagið ekki til sölu:
365 stendur í skilum
Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem er að
mestu í eigu Ingibjargar Pálma-
dóttur athafnakonu, stendur í skil-
um við helsta lánardrottinn sinn
Landsbanka Íslands, samkvæmt
heimildum DV. Heimildir DV
herma að á meðan Landsbankinn
fái greitt af skuldum 365 sé bank-
inn ánægður með viðskiptasam-
band sitt við fjölmiðlafyrirtækið
og muni ekki hlutast til um að það
verði selt.
Ef til stæði að selja 365 þyrftu
eigendur fjölmiðlafyrirtækisins því
heldur ekki að hafa Landsbankann
með í ráðum þrátt fyrir að skuldir
félagsins við bankann hafi numið
að minnsta kosti tæpum fimm
milljörðum króna í lok árs 2009.
Heildarskuldir 365 námu þá 7,5
milljörðum króna. Eigendur 365
gætu því selt félagið að bankanum
forspurðum ef svo bæri undir.
Orðrómur hefur verið um að til
standi að selja félagið. Bæði Ingi-
björg Pálmadóttir og eiginmaður
hennar og fyrrverandi aðaleigandi
365, Jón Ásgeir Jóhannesson, segja
hins vegar aðspurð að ekki standi
til að selja félagið. Í svari sínu við
fyrirspurn DV um hvort 365 sé til
sölu segir Ingibjörg: „Ég get upp-
lýst þig um þessi mál, þar sem ég er
eigandi að rúmlega 90% hlutafjár,
að svo er ekki.“ Eins og er bendir
því ekkert til að fjölmiðlafyrirtækið
365 verði selt á næstunni.
ingi@dv.is
Rekstrarfélag Bókabúðar Máls og
menningar var komið með neikvæða
eiginfjárstöðu í árslok 2009 samkvæmt
ársreikningi félagsins fyrir það ár. Nei-
kvæð eiginfjárstaða þýðir í raun að fé-
lag sé tæknilega gjaldþrota fari það
ekki í fjárhagslega endurskipulagn-
ingu eða auki hlutafé sitt með ein-
hverjum hætti þar sem skuldir félags-
ins eru þá orðnar meiri en eignir þess. Í
lok árs 2009 voru skuldir félagsins um-
fram eignir tæplega 10 milljónir króna.
Greint var frá því í Fréttablaðinu á
föstudaginn að starfsmönnum bóka-
búðarinnar hefði verið tilkynnt um
það á fimmtudaginn að til stæði að
taka félagið til gjaldþrotaskipta.
Samningar náðust ekki
við bankann
Samkvæmt ársreikningi rekstrarfé-
lagsins, Bókabúðar Máls og menning-
ar ehf., hefur gjaldþrot félagsins verið
yfirvofandi að öllu óbreyttu frá því í lok
árs í hittiðfyrra. Eigandi eignarhaldsfé-
lagsins er fasteignafélagið Kaupangur,
eigandi fasteignarinnar að Laugavegi
18 sem hýst hefur bókaverslun félags-
ins frá því haustið 2009. Þar áður rak
Eymundsson bókaverslun í húsnæð-
inu en eftir gjaldþrot þess félags, og yf-
irtöku Arion banka á því, náðust ekki
samningar um áframhaldandi leigu á
húsnæðinu á milli bankans og Kaup-
angs. Fasteignafélagið ákvað því að
opna sjálft bókabúð í húsinu en Ey-
mundsson flutti sig um set í gamla
SPRON-húsið á Skólavörðustíg sem er
steinsnar frá Bókabúð Máls og menn-
ingar. Bókabúð hefur verið rekin í hús-
næðinu, sem var byggt sérstaklega til
að hýsa slíka verslun, síðastliðin fimm-
tíu ár, allt frá árinu 1961.
Tap á rekstrinum 2009
Rúmlega 10 milljóna króna tap varð af
starfsemi Bókabúðar Máls og menn-
ingar ehf. árið 2009. Heildarskuldir
félagsins á þessum tíma voru tæplega
124 milljónir króna og heildareignir
voru rúmar 114 milljónir króna. Þrátt
fyrir þetta var staða félagsins ekki það
slæm í árslok 2009 að það hefði ekki
getað rétt úr kútnum á árinu 2009. Af
því varð þó ekki þó félagið væri í þeirri
heppilegu stöðu að leigja húsnæði af
móðurfélagi sínu, sem væntanlega
hefur ekki falið í sér eins harða leigu-
skilmála og ef félagið hefði leigt af ein-
hverjum öðrum, og þurfti því heldur
ekki að burðast sjálft með háar afborg-
anir af fasteignaskuldum.
Eigendur félagsins, Bjarki Júlíusson
og Jóhannes Sigurðsson, hafa reyndar
kvartað undan því í fjölmiðlum að erf-
itt sé að reka bókabúð í samkeppni við
bókabúðir sem reknar eru af bönkum
um þessar mundir, líkt og Eymunds-
son.
Fékk 500 milljóna lán frá
Arion banka
Góð samkeppnisstaða Eymundsson
sést til dæmis á því að móðurfélag
bókaverslananna, Penninn á Íslandi
ehf., fékk 500 milljóna króna lán frá
Arion banka í fyrra. Lánið var meðal
annars til að greiða upp skuld vegna
kaupa á þrotabúi gamla rekstrarfé-
lags Pennans sem varð gjaldþrota
í kjölfar hrunsins 2008. Kaup nýja
rekstrarfélagsins á kröfunum í þrota-
bú gamla rekstrarfélagsins námu
rúmum 650 milljónum króna. Kaup-
in á kröfunum áttu sér stað svo nýja
rekstrarfélagið ætti auðveldara með
að viðhalda viðskiptasambandi við
lánardrottna gamla rekstrarfélagsins.
Í ársreikningi félagsins kemur fram
að rúmar 550 milljónir króna af þess-
um kröfum á hendur gamla rekstr-
arfélaginu hafi verið færðar niður
vegna óvissu um að hægt verði að
innheimta þær.
Af þessu sést að nýja rekstrarfé-
lagið nýtur þess vitanlega að vera í
eigu Arion banka sökum þess að það
þjónar hagsmunum bankans að búa
til lífvænlegt fyrirtæki sem hægt verð-
ur að selja fyrir sem hæst verð þegar
þar að kemur. Bankinn getur leyft sér
að leggja félaginu til fé sem síðan er
afskrifað vegna þess að bankinn tel-
ur slíkt þjóna langtímahagsmunum
sínum. Fyrirgreiðsla frá Arion banka
til félagsins getur vitanlega þjónað
þessu markmiði. Einnig ber að geta
þess að húsnæðið sem bókabúð Ey-
mundsson á Skólavörðustíg 11 er í er
eign fasteignafélagsins Reita en Ar-
ion banki er stærsti eigandi þess fé-
lags með nærri 43 prósenta eignar-
hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt
Eignabjarg.
Þrátt fyrir umrætt tap vegna nið-
urfærslunnar á kröfunum á hendur
gamla rekstrarfélaginu og heildartap
á árinu 2009 upp á nærri 700 millj-
ónir króna nemur eigið fé félagsins
nærri 470 milljónum króna, eignir
þess eru verðmetnar á um 2,4 millj-
arða og eiginfjárhlutfall félagsins er
20 prósent. Eymundsson stendur því
afar vel þrátt fyrir himinhátt tap árið
2009.
n Bókabúðin hafði aðeins verið rekin í nokkra mánuði í árslok 2009 n Sam-
keppni verslunarinnar við Eymundsson endaði ekki vel n Ársreikningur Ey-
mundsson sýnir að það kemur sér vel fyrir bókaverslanir að vera í eigu banka
BÓKABÚÐIN VAR MEÐ
NEIKVÆTT EIGIÐ FÉ 2009
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Kvarta undan samkeppni við
banka Eigendur Kaupangs, móðurfélags
Bókabúðar Máls og menningar, hafa kvartað
undan því að þurfa að eiga í samkeppni við
bókaverslanir sem eru í eigu banka. Bjarki
Júlíusson er annar eigandi Kaupangs.
50 ára saga Bókabúð hefur verið rekin í húsinu
á Laugavegi 18 frá því árið 1961. Þessi saga gæti
verið á enda í kjölfar gjaldþrots rekstrarfélagsins
sem rekið hefur bókabúð þar frá haustinu 2009.
Ekki til sölu Ingibjörg og Jón Ásgeir
segja að fjölmiðlafyrirtækið 365 sé
ekki til sölu. Félagið stendur í skilum
samkvæmt heimildum DV.
Háhyrningar í
Grundarfirði
Háhyrningarnir sem heimsóttu
höfnina á Grundarfirði í janúar
snéru aftur í fjörðinn um helgina að
sögn heimamanna. Háhyrningarnir
héldu fyrst og fremst til í og við höfn-
ina í bænum.
Háhyrningarnir hurfu í tvo daga í
síðustu viku, en eru nú snúnir aftur
við góðar undirtektir heimamanna.
Talið er að þeir séu að sækja í síldina
í Grundarfirði en heimamenn segja
nóg um hana í firðinum um þessar
mundir.
Leiðrétting
Fyrrverandi starfsmönnum dag-
blaðsins 24 stunda í Hádegis-
móum brá í brún þegar þeir lásu
nærmynd af Birni Inga Hrafns-
syni, útgefanda Pressunnar og
eiganda Caramba, í DV á föstu-
dag. Þar var því haldið fram að
hann hafi um tíma verið ritstjóri
þess sáluga blaðs. Rétt er að
halda því til haga að um rang-
hermi var að ræða, Björn Ingi var
aldrei ritstjóri blaðsins. Er beðist
velvirðingar á rangherminu.
Segir skipið hafa verið selt:
„Ekki lengur á
okkar vegum“
Togarinn Merike frá Tallinn í Eist-
landi sökk um 45 sjómílur suðaustur
af Hjörleifshöfða á föstudag þegar
verið var að draga hann til Dan-
merkur en þar átti að rífa hann niður
í brotajárn. Merike var áður í eigu
fyrirtækisins Reyktals ehf. en hafði
verið seldur til fyrirtækisins Fornes í
Danmörku til niðurrifs.
„Ég veit ekki hvað gerðist því
skipið var ekki lengur á okkar veg-
um. Þetta var á vegum kaupandans
en þeir voru með dráttarbát sem
kom frá Danmörku,“ segir Óttar
Yngvason framkvæmdastjóri Reyk-
tals. Hann segir skipið hafa verið
mjög öflugt svo honum finnst skrýt-
ið að það skyldi sökkva. „Það getur
þó allt gerst þegar um gamalt skip er
að ræða,“ segir hann. Aðspurður um
hættu á mengun frá skipinu segir
hann skipið hafa verið alveg tómt.
„Það var búið að tæma allt úr því og
engin olía var í því.“
Samkvæmt upplýsingum Land-
helgisgæslunnar fór togarinn á hlið-
ina og sökk á mjög skömmum tíma
en mikið dýpi er á þessu svæði eða
líklega um 1.800 metrar.
Merike hafði verið í Hafnarfjarð-
arhöfn í rúmlega fjögur ár, hann var
síðast gerður út á rækjuveiðar. Eins
og fram kom á DV.is á laugardag
munu sjópróf vegna slyssins að öll-
um líkindum fara fram í Danmörku
þegar dráttarbáturinn Eurosund,
sem dró skipið, kemur þangað.