Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Síða 12
12 | Fréttir 21. febrúar 2011 Mánudagur
GÆTU HAFNAÐ
SAMNINGI STRAX
„Ég er hugsi yfir því að forsetinn skuli
taka meira mark á minnihluta þjóð-
arinnar í undirskriftasöfnun en aukn-
um meirihluta Alþingis í rökstuðn-
ingi fyrir ákvörðun sinni um að synja
Icesave-lögunum staðfestingar,“ segir
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra í samtali við DV. „Þarna fer for-
setinn nálægt því að höggva í þing-
ræðið. Þetta er hans ákvörðun og við
verðum að virða hana. Það er ágætt að
ráðast í þessa atkvæðagreiðslu sem
fyrst. Gangi þetta ekki verður dóm-
stólaleiðin virkjuð. Ég tel að forsetinn
sé að taka þar verulega áhættu. Þeir
sem hafa skoðað þetta ofan í kjölinn
telja svo vera. Að fá niðurstöðu dóm-
stóla gæti tekið tvö til fjögur ár. Og
kröfurnar á hendur okkur gætu orð-
ið þar miklu hærri en er að finna í
fyrirliggjandi Icesave-samningi. Lee
Buchheit, formaður samninganefnd-
arinnar, hefur sjálfur sagt að dóm-
stólaleiðinni gæti fylgt mikil áhætta
þannig að það er ekkert ofsagt í þeim
efnum. Þar myndu menn virkja jafn-
ræðisregluna og fleira. Menn gætu
þar verið tala um 1.100 til 1.200 millj-
arða króna sem þar yrðu undir auk
dráttarvaxta, en á móti kæmu endur-
greiðslur úr búi Landsbankans.“
Bretar og Hollendingar geta
blásið samninginn af
Jóhanna telur ekki loku fyrir það
skotið að verði ekkert af samning-
um seinki það efnahagsuppbygging-
unni. „Ég ætla ekki að vera með neina
dómsdagsspá en menn geta sagt sér
það sjálfir að þetta getur haft áhrif
meðal annars á gjaldeyrishöftin verði
samningurinn felldur. Raunverulega
geta Bretar og Hollendingar nú litið
svo á að enginn samningur sé leng-
ur fyrir hendi, en vonandi gefa þeir
okkur tíma til að ljúka þessu enda
var það forsendan þegar flokkarn-
ir gengu sameiginlega að samninga-
borðinu, og sett málið í hendur dóm-
stóla úr því þetta fór á þennan veg.
Fari svo fer samningurinn ekki einu
sinni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá
blasir dómstólaleiðin við með þeirri
áhættu sem ég rakti hér áðan. Við
erum alltaf að reyna að endurreisa
trúverðugleikann gagnvart alþjóða-
samfélaginu. Það getur vitanlega
komið einhver afturkippur í þetta
allt saman ef samningurinn verður
felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. En
við tökum niðurstöðunni og erum
alveg róleg og stefnum á þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Það kemur sterklega
til greina og ákveðin rök eru fyrir því
að kjósa á ný um stjórnlagaþingið á
sama tíma,“ segir Jóhanna.
Krafan um þjóðaratkvæði
Þegar Ólafur Ragnar kynnti ákvörð-
un sína í gær orðaði hann það svo,
að þegar meta skyldi hvort forseti
staðfesti sem lög hið nýja frumvarp
um Icesave væri „grundvallaratriði
að horfa til þess að Alþingi og þjóðin
hafa saman farið með löggjafarvald-
ið í þessu máli. Það Alþingi sem 16.
febrúar afgreiddi málið er eins skip-
að og áður; þjóðin hefur ekki endur-
nýjað umboð þess í almennum kosn-
ingum.“
Ólafur rakti síðan að ekki hefði
náðst víðtæk samstaða um að mál-
ið yrði til lykta leitt af Alþingi einu
og sér. „Grundvallaratriðið sem hlýt-
ur að ráða niðurstöðu forseta, hvað
sem líður kostum hinna nýju samn-
inga, er að þjóðin fór með löggjafar-
vald í Icesave-málinu og ekki hefur
tekist að skapa víðtæka sátt um að
Alþingi ráði nú eitt niðurstöðu máls-
ins. Ég hef því ákveðið í samræmi við
26. grein stjórnarskrárinnar að vísa
hinu nýja frumvarpi í þjóðaratkvæða-
greiðslu.“
Þjóðin sem löggjafarvald
Á það er bent, að með þessum rökum
hafi nánast verið fyrirfram ljóst frá
þjóðaratkvæðagreiðslunni um Ice-
save í fyrra, að forsetinn myndi einnig
vísa nýjum Icesave-lögum í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Þessi rök voru þing-
inu ekki ljós það best er vitað, en ætla
má að þingið hefði hagað afgreiðslu
sinni á Icesave-samningnum með
öðrum hætti ef það hefði þekkt þessi
sjónarmið forsetans fyrirfram, það er
að segja, að með því að þjóðin hefði
gerst löggjafi í Icesave-málinu í fyrra
ásamt Alþingi ætti hið sama að gilda
nú.
Þetta studdi Ólafur Ragnar með
því að Alþingi hefði naumlega fellt
þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, að
um 40 þúsund kjósendur hefðu ósk-
að eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og að
skoðanakannanir bentu til þess að
meirihluti þjóðarinnar vildi að hún
kæmu að endanlegri afgreiðslu máls-
ins.
„Hins vegar þegar búið er að
hugsa sig í gegnum málið þá stendur
efir þetta grundvallaratriði að þjóð-
in fór með löggjafarvaldið í málinu.
Málið væri ekki á dagskrá nú ef þjóð-
in hefði ekki beitt löggjafarvaldi sínu
á þennan sérstaka hátt. Og til þess að
hún geti verið sátt við niðurstöðuna
þarf að vera víðtæk samstaða um það
að Alþingi ljúki málinu eitt ef það á að
vera þannig,“ sagði forsetinn.
Einkennileg rök forsetans
„Í fyrsta lagi er þetta í fullkomnu
ósamræmi við að sem forsetinn sagði
þegar hann synjaði Icesave-lögunum
í fyrra, að það væri vilji Íslendinga
að semja,“ segir Össur Skarphéðins-
son utanríkisráðherra. „Ég tel ekki
að uppsetning forsetans á framhaldi
málsins geri það mögulegt að semja.
Það er alveg ljóst miðað við rökfærslu
hans að hvaða niðurstaða sem fæst
hlýtur samkvæmt hans skilningi að
fara aftur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Með öðrum orðum er ekki hægt að
hnýta neinn loknahnút á þetta ferli. Í
raun er þetta að verða samningsferli
þjóðarinnar í gegnum forsetann við
þjóðirnar tvær, Hollendinga og Breta.
Þannig leggur hann þetta upp. For-
setinn taldi með öðrum orðum óhjá-
kvæmiilegt að þetta færi í þjóðarat-
kvæðagreiðslu nú vegna þess að það
fór það í fyrra skiptið.“
Aðspurður kveðst Össur ekki hafa
verið verið kunnugt um þennan
skilning forsetans þegar málið var til
afgreiðslu á Alþingi. „Utanríkisráð-
herranum var að minnsta kosti ekki
kunnugt um þettan skilning. Mér
vitanlega var bresku og hollensku
viðsemjendunum ekki kunnugt um
þetta. Menn spurðu oft um afstöðu
forsetans og var alltaf svarað á þann
veg að hann hefði þennan tiltekna
rétt. En það var jafnframt ítrekað að
hann hefði margoft sagt sjálfur við er-
lenda sem innlenda fjölmiðla að að
Íslendingar vildu semja.“
Góður samningur
Össur kveðst vona að þjóðin sam-
þykki fyrirliggjandi samning í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. „Ég held að þetta sé
hagstæð niðurstaða fyrir þjóðina. Það
má jafnvel færa rök fyrir því að með
samningnum þurfi Íslendingar nánast
ekkert að borga. Þá á ég einkum við
það að ég tel að þrotabú Landsbank-
ans sé það gott að höfuðstóllinn muni
allur greiðast og að það sem er í Trygg-
ingasjóði innstæðueigenda fari langt
með að greiða helming vaxtanna. Ég
er sammála fremsta hagfræðing sjálf-
stæðismanna, Tryggva Þór Herberts-
syni, um að samningarnir séu það
hagstæðir að það sé mjög líklegt að
Íslendingar þurfi einungis að greiða
óverulega upphæð af framangreind-
um ástæðum.“
Halda má því fram að í landinu
ríki viðvarandi stjórnkerfiskreppa
þegar forseti Íslands hefur öðru sinni
á skömmum tíma synjað lögum frá
Alþingi staðfestingar. Össur telur úr
vöndu að ráða og erfitt sé að fara gegn
ákvörðun forsetans. „Á þingið nokk-
urra kosta völ? Þetta er stjórnskipan-
in sem við búum við og eins og hún
er meitluð í stjórnarskrána. Á með-
an henni er ekki breytt verður svo að
vera,“ segir Össur.
Fyrst harmleikur, svo
skrípaleikur
Þórólfur Matthíasson hagfræðipró-
fessor hefur slegið mati á hvað tafir á
afgreiðslu Icesave-málsins hafi kostað
þjóðina. „Það verða vitanlega frekari
tafir á þessu nú og það verður fróðlegt
að sjá hvort þetta hefur einhver áhrif
á lánshæfismatið. Nýjar tölur Seðla-
bankans um erlendar skuldir þjóðar-
innar vísa til þess að áhættuálagið ætti
að vera lítið um þessar mundir. Skuld-
irnar eru 20 til 50 prósent af lands-
framleiðslu og enn lægri ef til dæm-
is skuldir Acta vis eru dregnar frá. Það
ætti því að vera lítil áhætta að lána okk-
ur. Þessar stærðir geta hæglega sagt
okkur hvað þetta Icesave-mál kostar
okkur núna. Forstjóri Landsvirkjun-
ar hefur gefið til kynna að afgreiðsla
erlendra lána til framkvæmda bíði
þess að Ice savemálið leysist. Forset-
inn stærir sig af því að ekkert af þessu
hafi haft neikvæð áhrif. Það er vitan-
lega rangt. En við höfum þó ekki alger-
lega verið sett út í kuldann vegna þess
að stjórnvöld sýndu lit og reyndu að
gera gott úr málinu og semja. En það
er hætt við að viðsemjendurnir taki
öðruvísi á málum ef Íslendingar fara
að sýna síbrotaathæfi í þessu máli. Var
það ekki Karl Marx sem sagði að sag-
an endurtæki sig, fyrst sem harmleik-
ur, síðan sem skrípaleikur.“
n Hollendingar og Bretar geta hafnað samningi nú þegar n Þá yrði ekkert af þjóðaratkvæða-
greiðslu n Forsætisráðherra vonar að viðsemjendur gefi svigrúm til að ráða fram úr synjun for-
setans n Værum að hafna mjög góðum samningi ef hann yrði felldur segir utanríkisráðherra
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johann@dv.is
„Raunverulega geta
Bretar og Hol-
lendingar nú litið svo á
að enginn samningur sé
lengur fyrir hendi en von-
andi gefa þeir okkur tíma
til að ljúka þessu.
Forseti í miðju stjórnmálanna
Ólafur Ragnar Grímsson tekur minna mark
á auknum meirihluta þings en skoðana-
könnunum segir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir „Gangi þetta
ekki verður dómstólaleiðin virkjuð.“