Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Side 14
Frábært framtak n Lofið að þessu sinni fær Fjallkonu- bakaríið á Laugaveginum. „Mér finnst þetta frábært framtak,“ segir móðir tveggja ára ærslafulls drengs. „Þetta er einstaklega góður staður fyrir foreldra sem vilja setjast inn á kaffihús með börnin sín án þess að þurfa að hugsa um hvort börnin trufli aðra kaffihús- gesti. Þar er gott að setjast inn, þjónustan er sérstak- lega góð og vinaleg og ekki skemmir að þar er boðið upp á góðan og hollan barnamat,“ segir móðirin. Innköllun á graflaxi Eðalfiskur hefur tilkynnt að fyrirtækið hafi ákveðið að stöðva sölu og innkalla Reykás grafinn lax en þetta kemur fram á heimasíðu Matvælastofnunar. Innköllunin mun vera vegna gruns um mengun af völdum bakteríunnar Listeria moncytogenes en bakterían getur valdið sýkingum hjá áhættuhópum sem eru barnshafandi konur og einstaklingar með skert ónæmis- kerfi. Innköllun vörunnar nær eingöngu til dagsetningarinnar „best fyrir 16.02.11“ en neytendur sem hafa slíka vöru í fórum sínum eru beðnir að skila henni með því að hafa samband við Eðalfisk. Varan er ekki lengur á markaði. Eitt teppi í stað tveggja n Lastið fær búðin Móðurást en óánægð móðir keypti Carters-bóm- ullarteppi þar á 2.490 krónur um daginn. „Þegar ég kom heim og ætl- aði að þvo teppið sá ég á miðanum að þar stóð „two pieces“ en ég var bara með einn. Ég ákvað þá að kíkja inn á carters.com og fann tepp- ið sem ég keypti og sá að erlendis kaupir maður tvö teppi í einum pakka á um það bil 1.100 krónur. Svo virðist sem Móðurást kaupi þetta á slikk úti og taki pakkninguna í sundur og selji í tvennu lagi með brjálaðri álagn- ingu,“ segir hún að lokum. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Skíðaganga góð fjölskylduíþrótt Skíðaganga er hin besta hreyfing sem krefst útiveru. Hún er tilvalin fjölskylduíþrótt þar sem flestir eiga auðvelt með að stunda hana. Þegar líða tekur á vetur og sól hækkar á lofti er enn víða snjór á láglendi og tilvalið fyrir fjölskylduna að fara á gönguskíði. Kosturinn við íþróttina er að auðvelt er að ná tökum á henni og hver getur stundað hana á sínum hraða. Á heimasíðu Heilsubankans segir að vissulega sé ákveðinn stofnkostnaður við að kaupa sér útbúnaðinn en hann úreldist seint. Þar er einnig bent á að vorin séu oft besti tíminn til að fjárfesta í slíkum búnaði þar sem oft séu tilboð og útsölur á skíðabúnaði þá. 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 21. febrúar 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 218,4 kr. Verð á lítra 224,3 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 218,1 kr. Verð á lítra 223,9 kr. Verð á lítra 219,9 kr. Verð á lítra 224,4 kr. Verð á lítra 218,0 kr. Verð á lítra 223,8 kr. Verð á lítra 218,1 kr. Verð á lítra 223,9 kr. Verð á lítra 218,4 kr. Verð á lítra 224,3 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð „Við hjónin höfðum ákveðið að kaupa nýjan bíl og fundum einn sem var á lánum hjá Lýsingu. Við ætluðum að yfirtaka lán upp á um það bil 700.000 krónur en borga út 500.000 krónur. Þeg- ar ganga átti frá þessu hafnaði Lýsing hf. kennitölu konu minnar sem við skiljum ekki þar sem við erum alveg hrein og bein og með öll okkar fjármál á hreinu,“ segir Kristmundur Anton Jónsson. Lýs- ing hf. vill ekki gefa honum skýringu á höfnuninni og hefur fyrirtækið hvorki svarað símtölum né tölvupóstum DV með fyrirspurnum um málið. Fann að honum leið illa Hann undrast að hafa fengið höfnun og finnst enn verra að fá ekki skýringu á henni. Starfsmaður Lýsingar gat ein- ungis gefið þeim þær upplýsingar að þeim væri hafnað en sagði að það væru verklagsreglur hjá Lýsingu hf. að gefa ekki upp ástæðuna. „Hann var eins og vélmenni þegar hann endurtók alltaf að þetta væru verklagsreglur Lýsingar. Ég fann þó á honum að honum leið illa út af þessu,“ bætir hann við. Krist- mundur útskýrir að hann og kona hans séu með öll sín fjármál á hreinu. Þau séu með húsnæðislán upp á 18.000.000 krónur, eigi skuldlausan bíl og skuld- laust fyrirtæki. „Við erum ekki einu sinni með yfirdrátt,“ segir hann. Þau séu fjölskyldufólk sem reki skuldlaust fyrir- tæki en konan hans er einnig kennari í fæðingarorlofi. Verklagsreglur Lýsingar hf. Hann segir að það sem reitt hafi hann til reiði hafi verið að þau fengu ekki sömu svör og seljandinn. „Við okkur var sagt að þetta væru verklagsreglur og ekkert gefið upp. Þegar þau töluðu við seljandann töluðu þau um okkur eins og við værum lélegur pappír,“ seg- ir Kristmundur. Hann hafi talið að það væri hans réttur að fá að vita ástæðu höfnunarinnar en segist munu fjár- magna þennan bíl á annan hátt. Lýsing hf. muni missa viðskiptin við hann og hann skilji ekki að það skipti máli hvort það sé hann eða Hrannar, seljandi bíls- ins, sem greiði mánaðargreiðslur. Hann segist hafa lent í því sama í fyrra þegar hann hugðist selja bíl sem var á lánum hjá SP fjármögnun en þeir hafi stopp- að þrjár sölur. „Kaupendurnir þrír voru fjársterkir aðilar sem var öllum neit- að. Þá fékk ég sömu loðnu svörin og þeir hummuðu þetta fram af sér,“ segir Kristmundur að lokum. Hélt sjó „Það eru einhver æðri máttarvöld sem vilja stoppa þetta,“ segir Hrannar Björn Friðbjörnsson, seljandi bílsins. Hann segist hafa verið með bílálán hjá Lýs- ingu hf. síðan 2006 og hafa haldið sjó í gegnum erfiðleikana síðustu árin. Hann hafi ákveðið að reyna að halda áfram að greiða þrátt fyrir að mánað- argreiðslur hafi farið úr rúmum 20.000 krónum í ríflega 60.000 krónur. „Ég lenti stundum í því að geta ekki greitt og skuldaði kannski tvær greiðslur en ég hélt alltaf sjó. Ég samdi við þá og greiddi mínar skuldir með vöxtum. Svo þegar maður ætlar að losa sig frá þessu tjóni gefa þeir ekki einu sinni skýringu á þessu. Þetta fær maður frá þeim þeg- ar maður reynir að skilja við þá,“ segir hann. Orðlaus yfir vinnubrögðunum Hann segist fá það á tilfinninguna að fyrirtækið hafi reynt að eyðileggja söl- una fyrir honum til þess að halda hon- um inni. Það sé þó óskiljanlegt þar sem Lýsing myndi ekki tapa neinum pen- ingum þótt hann hætti viðskiptum við fyrirtækið. „Hvaða hagsmunir eru fyrir þá að þessi skipti okkar fari ekki í gegn? Þessi hjón eru með allt sitt á hreinu svo ég skil ekki að það skipti máli hver borg- ar þessar reikninga, ég eða þau. Svo skýla þjónustufulltrúar Lýsingar hf. sér bara á bak við verklagsreglur. Ég er gjör- samlega orðlaus yfir þessum vinnu- brögðum,“ bætir Hrannar við. Hann segir hvorki stjórnvöld né eftirlitsaðila gera neitt og fyrirtækin fái bara að halda áfram. „Ég hefði bara viljað sjá þessi fé- lög sett á hausinn og frekar borga ríkinu það sem ég skulda. Peningurinn er þó minnsta málið hjá mér, það er fram- koma þessara aðila.“ Skili sér fyrir aðra í sömu stöðu Hafa Hrannar og Kristmundur ákveð- ið að fara aðra leið að sölunni. Krist- mundur mun fjármagna kaupin á annan hátt og lánið hjá Lýsingu verð- ur greitt upp. Þeir segjast hafa ákveðið að fara með þetta í blöðin í von um að það komi öðrum í sömu stöðu til góða. Þeir vona að þetta muni leysa einhverja hnúta. Þegar þeir tilkynntu starfsmanni Lýsingar að þeir myndu hafa samband við fjölmiðla var svarið: „Já, þið getið gert það, við svörum ekki fjölmiðlum.“ Hrannar segir að það myndi nú heyr- ast annað hljóð í Lýsingarfólki ef hann myndi hringja og tilkynna þeim að hann væri með sínar eigin leikreglur. Að hann myndi greiða þegar honum hentaði. „Það er ekki gott hvernig menn haga sér. Ef það er þetta sem á að bjóða almenningi upp á endar með því að hér verður þjóðarhreinsun.“ Ekki við þjónustufull- trúann að sakast Kristmundi og Hrannari þótti undar- legt að þjónustufulltrúi Lýsingar hefði sagt við hjónin að það væri ekki þeirra þjóðfélagslegi réttur að taka lán. Þeir voru þó sammála því að ekki væri við þjónustufulltrúann að sakast. „Þessi grey sem vinna þarna vita að það er enga aðra vinnu að fá. Þau þora örugg- lega ekki að segja neitt jafnvel þó þau viti að þetta sé rangt, af hræðslu við að missa vinnuna,“ segja þeir að lokum. Mega hafna yfirtökunni „Ég held að það sé ekki til nein laga- skylda sem hvílir á þeim við að upplýsa um ákvarðanir þeirra. Ef þeir neita fólki um yfirtöku þá hafa þeir í raun fullan rétt til þess,“ segir Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega, aðspurður um mál Lýsingar. „Ég hef grun um að Lýsing sé á hausnum og vegna þess að þeir eiga enga peninga reyna þeir að þvinga fram uppgjör eins og mögulegt er. Þeir vilja ekki fram- lengja lánin og er það líklega ástæðan fyrir því að þeir vilja ekki að fólk yfirtaki lán, segir hann og bætir við að Lýsing starfi á undanþágu frá Fjármálaeftirlit- inu. Fyrirtækið nær sínu fram Guðmundur Andri segir þetta kúgun- arform hjá Lýsingu þar sem það sé hag- stæðara fyrir fyrirtækið að lánið sé gert upp. „Þegar eldri lántakinn gefst upp og getur ekki borgað, þá geta þeir hirt bílinn og náð sér í pening. Ef kaupandi og seljandi ákveða hins vegar að láta kaupin ganga í gegn og fjármagna þetta á annan hátt er lánið gert upp hjá Lýs- ingu og fyrirtækið hefur náð sínu fram. Þannig virkar þetta,“ segir hann. n Áhugasamur kaupandi bíls fékk höfnun á yfirtöku hjá Lýsingu hf. n Fyrirtæk- ið gefur ekki upp ástæðu höfnunarinnar n Seljandi og kaupandi undrast vinnu- brögð fyrirtækisins n Þeir vona að umfjöllun komi öðrum í sömu stöðu til góða VAR NEITAÐ UM YFIRTÖKU LÁNS Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Hrannar Björn Friðbjörnsson og Kristmundur Anton Jónasson Krist- mundur mátti ekki yfirtaka lán Hrannars. Guðmundur Andri Skúlason Tals maður Samtaka lánþega segir þetta kúgunarform hjá Lýsingu þar sem það sé hagstæðara fyrir fyrirtækið að lánið sé gert upp. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.