Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Síða 20
127 Hours fjallar um ævintýramann-
inn Aron Ralston sem heldur í ævin-
týraleiðangur um gljúfur Utah árið
2003. Hann fellur hins vegar niður
gjótu og festir höndina undir stórum
grjóthnullungi. Þar situr hann fastur,
með nærri því engar birgðir af mat og
vatni í fimm sólarhringa.
Mikið mæðir á James Franco, sem
leikur langstærsta hlutverkið í mynd-
inni. Óhætt er að segja að hann eigi al-
gjöran stjörnuleik, þar sem hann situr
fastur í gjótunni og reynir hvað hann
getur til þess að losa sig. Leikur Fran-
cos er svo sannfærandi að áhorfand-
inn engist um þegar hann fylgist með
nærri því vonlausri baráttu hans fyr-
ir eigin lífi. Hann kveður fjölskylduna
með því að taka upp kveðju til þeirra á
myndbandsupptökuvél og rispar svo
sitt eigið dánardægur á klettavegginn.
Jafnvel þó hann virðist sannfærður
um að hann muni deyja, þá er lífsvilj-
inn svo mikill að hann gerir hið ótrú-
lega, þegar hann sargar af sér höndina
með sljóum vasahníf.
Klippingin í myndinni er til fyrir-
myndar og jafnvel þó myndin gerist
nærri því öll ofan í gjótu, þá nær hún
á sinn hátt að vera mögnuð. Tónlist-
in og kvikmyndatakan eiga svo vel
við myndina. Þær lýsa lífsglöðum
og hraustum manni í upphafi, en ná
einnig að fanga svo vel hvernig hann
missir allan þrótt og nærri því alla von.
Frábærlega raunsönn og frumleg
mynd sem á allar óskarsverðlaunatil-
nefningarnar fyllilega skildar.
20 | Fókus 21. febrúar 2011 Mánudagur
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands var flutt í Sjónvarpinu miðvikudaginn 16. febrúar:
Fékk stórkostlegar viðtökur
„Flutningurinn fékk stórkostlegar
viðtökur,“ segir tónskáldið Karólína
Eiríksdóttir um verkið Stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands sem hún gerði
í samvinnu við Libiu Castro og Ólaf
Ólafsson. Tónlistina samdi Karólína
árið 2007 og fyrir hana hlaut hún til-
nefningu til Íslensku tónlistarverð-
launanna árið 2008. Verkið var flutt
af kammerkórnum Hymnodiu undir
stjórn Eyþórs Inga Jónssonar ásamt
einsöngvurunum Ingibjörgu Guð-
jónsdóttur sópran og Bergþóri Páls-
syni baritón.
Karólína segir reynslu sína af því
að vinna tónverk upp úr jafn þurr-
um lagatexta og stjórnarskránni hafa
verið krefjandi. „Ég er vön að vinna
með innblásinn texta skálda en ekki
þurran texta eins og þann sem finna
má í stjórnarskránni um skipun
hæstaréttardómara og annað slíkt.
Hins vegar er það visst frelsi að vinna
með slíkan texta því hann gerir enga
kröfu og ég hugsa að enginn hafi sér-
stakar væntingar um hvaða tilfinn-
ingum þessi texti á að miðla.“
Karólína segist halda að gjörning-
urinn sem sjónvarpið sýndi á mið-
vikudaginn hafi fengið stórkostlegar
viðtökur. „Ég varð aðeins vör við að
verkinu væri vel tekið og hafði gam-
an af því að sjá það í sjónvarpinu.“
Sprell og fjör
D
V leit inn á æfingu á far-
sanum Nei, ráðherra! sem
verður frumsýndur þann
25. febrúar. Uppselt er á yfir
20 sýningar á verkinu nú þegar og
greinilegt að landinn er til í að létta
lund sína í leikhúsinu en áhuga-
samir geta skellt sér á forsýningar á
þriðjudag og miðvikudag í Borgar-
leikhúsinu. Með hlutverk í sýning-
unni fara Guðjón Davíð Karlsson,
Lára Jóhanna Jónsdóttir, Sigurður
Sigurjónsson, Hilmar Guðjónsson,
Bergur Þór Ingólfsson, Unnur Ösp
Stefánsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason
og Elma Lísa Gunnarsdóttir.
Nei, ráðherra! kemur úr smiðju
Rays Cooneys og hlaut hin eftirsóttu
Olivier-verðlaun sem besti gaman-
leikurinn í Bretlandi. Það er Gísli
Rúnar Jónsson sem hefur heimfært
verkið á íslensku.
Ný bók frá
Patterson
Ný bók er komin út í vinsælum
flokki spennusagna James Patter-
son. Söguþráðurinn er á þá leið að
brennuvargur
kveikir í húsum
auðmanna í San
Francisco og
brennir þá inni.
Lögreglukonan
Lindsay Boxer
og félagi hennar,
Rich Conklin,
leita hans en
rannsaka um leið
hvarf einkason-
ar ríkisstjórans. Vísbending leiðir
til handtöku og játningar og málið
kemur inn á borð saksóknarans Yuki
Castellano, vinkonu Lindsay og fé-
laga í Kvennamorðklúbbnum – en
réttarhöldin taka óvænta stefnu. Á
meðan brenna eldar í auðmanna-
hverfunum og færast sífellt nær.
Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
King of Limbs
komin á netið
Nú geta aðdáendur Radiohead nálg-
ast nýjustu plötu þeirra, The King
of Limbs, og hlaðið niður af vefsíðu
þeirra, theking-
oflimbs.com fyrir
rúmar 1.000 krón-
ur. Þetta fyrir-
komulag er ólíkt
fyrri plötunni,
In Rainbows, en
þá leyfðu þeir aðdáendum sínum
að borga hvað sem þeir vildu ef þeir
vildu þá borga eitthvað fyrir hana.
Sú ráðagerð hefur greinilega ekki
gengið upp. Einnig er hægt að kaupa
vinylplötu í fallega hönnuðu plötu-
umslagi fyrir tæpar 5.000 krónur (án
flutningsgjalda og skatta). Í umslag-
inu eru tvær vinylplötur, geisladiskur
og margar síður af myndlist og öðru
efni.
Þrír litir í
Háskólabíói
Á árunum 1993–1994 gerði pólski
leikstjórinn Krzysztof Kieslowski
þrjár kvikmyndir sem eru þekktar
sem Litaþríleik-
urinn, eða Þrír
litir: Blár, Þrír
litir: Hvítur og
Þrír litir: Rauður.
Myndirnar verða
sýndar saman í
Háskólabíó í vik-
unni. Myndirnar
þrjár kallast á við
franska fánann
og liti hans sem
tákna frelsi (blár), jafnrétti (hvítur),
og bræðralag. Hver mynd segir sjálf-
stæða sögu, og eru tengslin þeirra
á milli fyrst og fremst þematengd
þar sem mismunandi leikarar koma
fram í hverri mynd. Tengslin eru
engu að síður sterk og saman mynda
þau margslungna og magnaða
heildarmynd.
Þurr texti Karólína er vön að vinna með innblásinn texta skálda og vinnan við stjórnar-
skrána var því töluvert frávik.
Libia og Ólafur Verkið Stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands er eftir Libiu Castro og
Ólaf Ólafsson.
í leikhúsinu Sigurður SigurjónssonFer á kostum í sýningunni!
Vandræðaleg nekt
Rúnar Freyr Gíslason kemur nakinn fram.
Leikarar
Nei, ráðherra! er hressilegt leikrit.
Gengur á ýmsu
Rúnar Freyr og Unnur Ösp ræða málin.
Bíómynd
Valgeir Örn
Ragnarsson
127 hours
IMDb 8,1 RottenTomatoes 93% Metacritic 82
Leikstjóri: Danny Boyle.
Handrit: Danny Boyle, Simon Beaufoy.
Leikarar: James Franco, Kate Mara, Amber
Tamblyn, Treat Williams.
94 mínútur
Raunsönn hetjusaga
James Franco Á algjöran stjörnuleik.