Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Síða 22
22 | Viðtal 21. febrúar 2011 Mánudagur
J
óhanna Þorsteinsdóttir er 21 árs.
Fyrir þremur árum fór hún að
finna fyrir óvenjulegri og óþægi-
legri líðan. Hún varð eirðarlaus-
ari en hún átti að sér og hafði þörf fyr-
ir að hugsa um hluti og framkvæma
sem trufluðu hversdagslegt líf henn-
ar. Hún fór til heimilislæknis síns í
Danmörku sem greindi hana með
áráttu- og þráhyggjuröskun. Hún var
send heim með lyf til að halda ein-
kennum niðri.
En allt kom fyrir ekki. Einkenn-
in tóku breytingum og undir álagi
fór Jóhanna að fá tilfinningar og of-
skynjanir sem skelfdu hana. „Mér fór
að líða eins og einhver væri að fylgj-
ast með mér og ná stjórn yfir mér. Ég
heyri ekki raddir, það er mikill mis-
skilningur að allir geðveikir sem fái
þessa tilfinningu heyri raddir eða séu
með skiptan persónuleika. Þetta var
einfaldlega óþægileg tilfinning sem
ágerðist.
Þegar þessi tilfinning varð hvað
sterkust fannst mér ég ekki hafa stjórn
á sjálfri mér og tilfinningin um að
einhver annar væri við stjórnvölinn
ágerðist svo mikið að ég missti tök á
sjálfráðri hegðun og fór að hegða mér
ósjálfrátt. Í verstu tilvikunum skar ég
mig, klóraði, reyndi að brjóta bein og
þess háttar. Ég varð einnig vör við of-
skynjanir og þá helst lykt. Til dæmis
þegar ég vann á vélaverkstæði, þá gat
það gerst að ég fann bakaríslykt. Ég
vissi allan tímann af sjálfri mér og gat
leitað mér hjálpar.
Þegar ég fór aftur til heimilislækn-
is og lýsti þessum einkennum var ég
send á bráðamóttöku geðdeildar í
Danmörku.“
Gat ekki unnið
Ástand Jóhönnu versnaði í Dan-
mörku þar sem hún segist hafa átt-
að sig á að hún hafði misst ákveðna
færni í lífinu og tökin á að hugsa um
sjálfa sig. „Þarna var ég orðin það veik
að ég gat ekki farið út úr húsi og gat
jafnvel ekki hugað að öryggi mínu og
grunnþörfum. Dagarnir liðu og þegar
ég var búin að vera frá vinnu í meira
en átta mánuði fann ég fyrir þrýstingi
á að „koma mér á vinnumarkaðinn“.
Þrýstingurinn kom líka frá sjálfri mér.
Ég gerði þetta og fór að vinna aft-
ur. Ég entist í nokkra mánuði, mætti
illa og átti erfitt með að höndla það að
sjá um sjálfa mig á meðan. Einkennin
ágerðust með álaginu og ég ákvað að
hætta að vinna og fluttist inn á sam-
býli fyrir fólk með geðraskanir.“
Vildi ná meiri bata
Jóhanna segir að á sambýlinu hafi
hún búið í nærri því ár og tíminn þar
hafi reynst henni góður á þann máta
að þar hafi viðmót allra verið for-
dómalaust og í því hafi verið hvíld.
Hins vegar hafi hún fundið fyrir því
að hún þyrfti að halda áfram með
sjálfa sig og það að vinna bug á veik-
indunum.
„Ég fékk gott næði til þess að
vinna í sjálfri mér og móta mér stefnu
og þarna ákvað ég að prófa að vinna
aftur. Ég fékk vinnu í matvöruversl-
un, launalaust, og prófaði mig áfram.
Þetta var hluti af starfsþjálfunarpró-
grammi í heilbrigðiskerfinu í Dan-
mörku. Ég vann lítið, fyrst 16 tíma á
viku, en það var alltof mikið. Ég fékk
strax aftur ranghugmyndir um leið og
álagið óx. Ég minnkaði vinnu álagið
en allt kom fyrir ekki. Minnsta vinnu-
álag olli því að veikindin ágerðust.
Ég reyndi meira en ég gat og það
var þarna sem ég áttaði mig á því
að ég hafði misst vinnufærnina. Að
minnsta kosti í bili. Þetta er áfall fyr-
ir hvern sem er. Allir vilja vera gildir
samfélagsþegnar og vera með sjálfs-
traust sem slíkir.“
Ætlast til þátttöku
á vinnumarkaði
Í sumarlok í fyrra ákvað Jóhanna að
Við erum manneskjur
„Það þarf enginn að efast um að þeir sem
eru veikir á geði vilji láta sér batna,“ segir
Jóhanna Þorsteinsdóttir ung kona
sem var greind með geðklofa fyrir
nokkrum árum og glímir við þau við-
horf samfélagsins að geðsjúkir utan
vinnumarkaðar þurfi að taka sig á
og finna sér verkefni til að gera sig
gildandi í samfélaginu. Jóhanna
skrifaði opinskáan pistil um
upplifun sína á Face book-síðu
sinni. „Það er áfall fyrir hvern
sem er að veikjast og vera utan
vinnumarkaðar,“ segir Jóhanna
og bendir fólki á að nálgast þá
sem veikjast á geði eins og þá
sem veikjast líkamlega.
hún þyrfti stuðning fjölskyldu sinnar
og faðir hennar sótti hana til Dan-
merkur.
Hún fór í viðtalsmeðferð hjá geð-
lækni og var send í endurhæfingu.
„Ég reyndi eins og ég gat að sinna
mætingunni en gekk ekki sem skyldi.
Um leið og krafan óx var eins og ég
fengi bakslag sem tók úr mér allan
kraft og lamaði mig um leið og ein-
kennin ágerðust. Þegar þarna var
komið sögu fannst mér eins og það
væri ætlast til þess að ég yrði fullgild á
vinnumarkaði og að það skorti skiln-
ing á raunverulegri getu minni og því
að ég væri jafnveik og ég upplifði sjálf.
Sjálf þrái ég það eitt að upplifa
ekki þessi óþægilegu einkenni. Ég vil
ekki vera veik, ég vil bata og vil vinna í
sjálfri mér til þess að fá hann.“
Tekur langan tíma og
hefur fá úrræði
Jóhanna segir læknismeðferðina að
mestu leyti hafa byggst á lyfjameðferð
og því að halda niðri ranghugmynd-
um. Greiningin var ekki staðfest og
læknar vildu fylgjast betur með henni
í viðtölum.
„Þetta vita fáir, það tekur tíma að
fá greiningu. Þú veikist ekki og ert þar
með með þennan eða hinn sjúkdóm-
inn. Það getur tekið tímann sinn að
finna út hver meinsemdin er og hver
réttu lyfin og meðferðarúrræðin eru.
Ég er til dæmis ekki enn komin með
örorku og get ekki séð fyrir mér sjálf.
Ég bý hjá móður minni og föður og
hef fá úrræði þó að þau sem ég hafi
séu ágæt. Ég fer á göngudeild geð-
deildar á Landspítala og það gagnast
mér að mörgu leyti.“
Sýnið virðingu
Jóhanna segir erfiðast að mæta fólki
sem geri lítið úr því að hún sé veik
og geti ekki unnið. „Eftir að ég skrif-
aði pistilinn fékk ég viðbrögð frá fleira
fólki sem lýsir því sama og ég. Því
finnst í raun erfiðast að mæta í fjöl-
skylduboð og mæta fjölskyldumeð-
limum sem það hittir ekki reglulega.
Þegar ég er spurð: Hvað er að
frétta? svara ég einfaldlega sannleik-
anum samkvæmt að ég hafi verið
greind með geðklofa og sé að vinna
í því. Þá bregður fólki og það slítur
samtalinu. Sumir spyrja mig af hverju
ég sé ekki í vinnu eða skóla eða hvort
það sé ekki hægt að finna eitthvað að
gera fyrir mig. Það áttar sig ekki á því
að ég sé verulega veik og verði veikari
ef ég er sett undir þá pressu að fara á
vinnumarkaðinn.
Fólk veit afskaplega lítið yfirhöfuð
nema að hafa reynt andleg veikindi á
eigin skinni. Ég finn líka fyrir því að
fólk heldur að ég sé að gera mér þetta
allt saman upp af hreinum og klárum
aumingjaskap.“ Jóhanna vill benda
fólki á að það sé farsælla og virðing-
arverðara að spyrja fólk frekar út í það
hvernig meðferðin gangi og hvernig
henni líði og jafnvel óska henni bata.
„Alveg eins og fólk gerir þegar um er
að ræða einstaklinga sem veikjast á
líkama.
Ég finn fyrir því að fólk með geð-
sjúkdóma er ekki spurt um skoðun
eða tilfinningar, það er rætt um það
að þeim forspurðum og þá við ein-
hverja allt aðra. Kannski foreldra,
maka eða vini.“
Enginn vill vera veikur
Jóhanna telur mikilvægt að fólk skilji
að fólkið er ekki sjúkdómurinn þó að
einkennin hafi oft áhrif á framkom-
una. „Við erum manneskjur sem eig-
um skilið að komið sé fram við okkur
sem slíkar. Ég þarf að hafa meira fyr-
ir því en margir aðrir að láta einfalt líf
ganga upp. Bar það að vakna, klæða
mig, borða og mæta á göngudeild
getur verið heilmikið verkefni fyrir
mig. Það þarf enginn að efast um það
að þeir sem eru veikir á geði vilji láta
sér batna. Það vill enginn vera veikur
og hverjum eiginlega dettur það í hug
í fyrsta lagi?“ kristjana@dv.is
M
Y
N
D
S
IG
TR
Y
G
G
U
R
A
R
I