Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 2. mars 2011 FYRIRTÆKI PÁLMA FÉKK UM 800 MILLJÓNIR AFSKRIFAÐAR Fékk afskrifað Eignarhaldsfélag í eigu Pálma Haraldssonar, Ferðaskrifstofa Íslands, fékk um 800 milljóna króna afskriftir hjá Landsbank- anum á síðasta ári. Um var að ræða afskriftir á skuldum sem fyrri eigendur félagsins höfðu stofnað til. Með um 60 prósenta markaðshlutdeild Tveir stórir aðilar eru með ríkjandi markaðsstöðu í orlofs- og sólar- landaferðum á Íslandi. Undir Ferða- skrifstofu Íslands, sem var í eigu FL Group og Saxbyggs en er nú í eigu Pálma Haraldssonar, eru þrjár ferða- skrifstofur sem áður voru sjálfstæð- ar. Það eru Plúsferðir, Úrval Útsýn og Sumarferðir. Ferðaskrifstofa Íslands er talin hafa um 60 til 65 prósenta hlutdeild á markaðnum en um fjórð- ungur utanlandsferða Íslendinga er keyptur í gegnum ferðaskrifstofur. Hinn stóri aðilinn á markaðnum er Heimsferðir. Ljóst má vera að velta Ferðaskrif- stofu Íslands hefur verið mikil síð- astliðin ár. Þannig sýna mælingar Hagstofunnar árin 2007 og 2008 að á bilinu 31 til 41 prósent þeirra sem ferðuðust til útlanda gerðu það með aðstoð ferðaskrifstofa en það hlut- fall hefur heldur lækkað. Samkvæmt upplýsingum DV bítast ferðaskrif- stofurnar nú um fjórðung markað- arins en um þrír fjórðu Íslendinga kaupa utanlandsferðir beint af flug- félögunum. Enn fremur kemur á vef Hagstofunnar fram að fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 fóru Íslending- ar í um 119 þúsund utanlandsferð- ir. Út frá hlutfalli þeirra sem versla við ferðaskrifstofur og því að Ferða- skrifstofa Íslands sé með 60 til 65 prósenta markaðshlutdeild má ætla að margir tugir þúsunda Íslendinga kaupi ferðir af Sumarferðum, Plús- ferðum og Úrvali Útsýn á ári hverju. Sökum eignarhalds Pálma Haralds- sonar á Ferðaskrifstofu Íslands og flugfélaginu Iceland Express má ætla að staða skrifstofanna þriggja hafi batnað umtalsvert frá því að Pálmi eignaðist þær í ársbyrjun 2009. Saga þessara þriggja fyrirtækja, sem nú eru undir sama hatti, er löng saga sameininga. Þannig keypti Ferðaskrifstofan Úrval ferðaskrif- stofuna Útsýn árið 1989 en þaðan er nafnið komið. Of langt mál væri að rekja sameiningar þessara ferða- skrifstofa hér en þær eiga allar rætur sínar að rekja til frumkvöðla í ferða- þjónustu á Íslandi. Mörg fyrirtæki hafa lagt upp laupana eða samein- ast öðrum og þar má nefna Veröld, Sögu, Atlantik, Pólaris og Samvinnu- ferðir/Landsýn. Í stuttu máli má segja að fyrirtæk- in þrjú starfi á sama markaði og því sé ekki óeðlilegt í sjálfu sér að þau sameinist. Úrval Útsýn býður fjöldann allan af ferðum til margra landa. Á heima- síðunni má bóka ævintýraferðir, skíðaferðir, ferðir í golf, borgarferðir og ferðir á íþróttaviðburði. Úrval Út- sýn hefur gríðarlega fjölbreytt úrval af ferðum. Plúsferðir, rétt eins og Sumarferð- ir, leggja áherslu á sólarlandaferðir en helstu áfangastaðir beggja ferða- skrifstofa eru Alicante, Kanaríeyj- ar, Flórída og Tenerife. „Okkar fólk leggst í sólbað undir sömu sólinni, við sama hafið og fólkið sem ferð- ast með hinum ferðaskrifstofunum. Bara fyrir mun lægri upphæð,“ segir á heimasíðu Plúsferða. Lausleg athug- un á verði vikulangrar ferðar fyrir tvo fullorðna til Kanaríeyja með Sumar- ferðum annars vegar og Plúsferðum hins vegar leiðir í ljós að verðið er ná- kvæmlega það sama. baldur@dv.is Fjórðungur kaupir ferðir af ferðaskrifstofum á Íslandi: Tveir risar eiga mark- aðinn Flestir Íslendingar kaupa ferðirnar beint af flugfélögum. hluthafafundi þann 2. febrú- ar 2010 var hlutafé félagsins fært niður að fullu, samtals að fjárhæð 307,7 millj. kr. að nafnverði til að mæta tapi. Jafnframt var hlutafé félagsins aukið um 750 millj. kr. að nafnverði. Skuldbréf félagsins við NBI var fryst í ársbyrjun 2009 þá að uppreiknuðum eft- irstöðvum 496 millj. kr. Samkvæmt samningi dagsettum 29. janúar 2010 hefur félagið fengið heimild til að greiða lánið að fullu með eingreiðslu að fjárhæð 250 millj. kr. Að því gefnu að greiðslan eigi sér stað eigi síðar en 3. febrúar 2010 og að hlutafé félagsins hafi verið aukið um 750 millj. á sama tíma. Félagið nýtti sér ofangreinda heimild.“ Getur samþætt reksturinn Staðan á viðskiptum Pálma með Ferðaskrifstofu Íslands er því sú að fé- lagið hefur gengið í gegnum fjárhags- lega endurskipulagningu sem ætti að geta gert rekstur þess viðráðanlegri fyrir Pálma þótt skuldirnar séu enn- þá mjög miklar. Afskriftir á skuldum félagsins við Landsbankann nema, samkvæmt ársreikningnum, um 800 milljónum króna. Landsbanki Íslands hefur væntan- lega metið stöðu félagsins sem svo að betra væri fyrir bankann að halda fé- laginu gangandi með nýjum eiganda frekar en að setja það í þrot vegna slæmrar skuldastöðu þess. Mat bank- ans hefur væntanlega byggst á því að hann myndi að öllum líkindum fá meira upp í kröfur sínar með þessum hætti. Því til stuðnings skal þess get- ið að rúmar 600 milljónir af tæplega 1.000 milljóna króna eignum Ferða- skrifstofu Íslands eru svokölluð við- skiptavild, óefnislegt eignamat sem eingöngu er hægt að bókfæra sem eign ef félagið heldur áfram rekstri. Landsbankinn hefði því ekki getað gengið að nema litlum hluta þessara eigna til að fá upp í kröfur sínar ef félagið hefði verið sett í þrot. Til að koma til móts við þennan nýja eig- anda áttu sér stað skuldaafskrift- ir. Án skuldaafskrifta má ætla að erfiðlega hefði gengið að fá ein- hvern til að taka félagið yfir. Eignarhald Pálma á Ferða- skrifstofu Íslands getur kom- ið sér vel fyrir hann þar sem hann getur samþætt rekst- ur hennar og flugfélags- ins Iceland Express, og hefur hann gert þetta í einhverjum mæli sam- kvæmt heimasíðum ferðaskrifstofanna. Pálmi er því í nokkuð góðri stöðu að þessu leyti og ætti þessi staða hans að hafa góð áhrif á rekst- ur allra fyrirtækj- anna fjögurra. „Því leikur vafi á áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.