Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Qupperneq 6
6 | Fréttir 2. mars 2011 Miðvikudagur
Framkvæmdastjóri Strætós bs. boðar breytingar:
Loksins hægt að nota kort
Á þessu ári verður tekið upp greiðslu-
kortakerfi í vögnum Strætós bs. „Við
höfum verið að undirbúa þetta að
undanförnu og við gerum ráð fyr-
ir því að þetta verði komið í gagn-
ið á þessu ári,“ segir Reynir Jónsson,
framkvæmdastjóri Strætós, í samtali
við DV.
Um byltingu er að ræða fyrir not-
endur strætisvagna því hingað til hef-
ur einungis verið hægt að greiða með
peningum eða fyrirframgreiddum
kortum eða miðum. Að sögn Reynis
verður þó aðeins hægt að greiða fyr-
ir eina staka ferð með greiðslukorti,
sem kostar 350 krónur.
Gjaldskrá Strætós bs. var nýlega
samræmd og breytt þannig að stök
ferð kostar í öllum tilvikum 350 krón-
ur. Áður hafði stök staðgreidd ferð
kostað 100 krónur fyrir börn og ung-
menni en 280 krónur fyrir fullorðna.
Reynir segir að undanfarið hafi
Strætó unnið að því að endurnýja
upplýsingatæknibúnað í vögnunum.
Þeim breytingum, sem felast meðal
annars í GPS-tækni sem ber saman
áætlun vagnanna og staðsetningu
þeirra, er að mestu lokið að sögn
Reynis. Síðasta skrefið sé að útbúa
vagnana þannig að hægt sé að senda
greiðslukortaupplýsingar úr vögn-
unum. Búið sé að leysa allar helstu
öryggiskröfur og dulkóðun sem þurfi
að vera til staðar svo leyfi fáist fyrir
þessum greiðslumáta. „Við munum
fara í prófanir á kerfinu fyrir vorið og
ætlum að gefa okkur góðan tíma til
að prófa þetta og sannreyna. Vonir
okkar standa til að þetta verði kom-
ið í alla vagna á þessu ári,“ segir hann
en bætir því við að Strætó bs. horfi
til frekari rafrænna lausna í náinni
framtíð og nefnir þar greiðslu með
farsíma sem dæmi.
baldur@dv.is
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Bað og sturta!
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum - Flúðum
30.900
13.995
NAPOLI hitastýrð blöndunar-
tæki f. baðkar SAFIR sturtusett
2.995
NAPOLI hitastýrð blöndunartæki
fyrir sturtu 11.900
NAPOLI
hitastýrt
sturtusett
Miðasala hafin
í Hörpuna
Miðasala fyrir fyrstu atburði í tónlist-
ar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu hófst
á hádegi á þriðjudag í Aðalstræti 2.
Augljóslega var gríðarlegur áhugi
meðal almennings því mikil örtröð
var á sölustað.
Smá babb kom í bátinn við miða-
söluna þar sem tölvukerfið hrundi
og var því ekki hægt að anna eftir-
spurn. Viðgerðarmenn voru hins
vegar kallaðir til og löguðu bilunina
fljótlega.
Árás fyrir utan
myndbandaleigu
Kona á fertugsaldri veittist að stúlku
um tvítugt við myndbandaleigu á
höfuðborgarsvæðinu á laugardags-
kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu er ekki ljóst hvað árásar-
konunni gekk til.
Þessi árás var meðal þeirra
þriggja sem tilkynntar voru til lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
um helgina. Karlmaður á sextugs-
aldri slasaðist á höfði þegar hann var
að yfirgefa skemmtistað aðfaranótt
laugardags en málsatvik eru ekki að
fullu ljós.
Þá var unglingur sleginn í andlit-
ið á sunnudagskvöld.
Löggan endur-
heimtir þýfi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur lagt áherslu á að endur-
heimta þýfi úr fjölda innbrota í
heimahús undanfarið. Húsleit-
ir hafa verið gerðar í því skyni á
fjölmörgum stöðum. Hefur lög-
reglan meðal annars farið í íbúð-
ir fólks sem grunur leikur á að
hafi keypt stolna muni. Fundist
hafa flatskjáir og fartölvur, meðal
annars.
Þeir einstaklingar sem höfðu
þessa muni í vörslu sinni hafa
verið yfirheyrðir af lögreglu sem
sakborningar. Mega þeir eiga von
á ákæru vegna þessa auk þess að
sæta upptöku munanna.
Bylting Farþegar geta brátt greitt fyrir eina staka ferð með greiðslukorti. MYND RÓBERT REYNISSON
Afskriftaþörf Byggðastofnunar vegna
rækjukvóta hefur verið fyrir hendi
undanfarin misseri, segir Arndís Soff-
ía Sigurðardóttir, varaþingmaður VG,
en hún situr í stjórn Byggðastofnun-
ar. Með þessu heldur hún því fram að
afskriftirnar snerti ekkert þá ákvörð-
un sjávarútvegsráðherra í fyrrasumar
að kvótasetja ekki úthafsrækju vegna
vannýtingar á útgefnum kvóta und-
anfarin ár.
Greint hefur verið frá fjárhags-
vanda Byggðastofnunar í fréttum
undanfarna daga en ljóst er að rík-
ið þarf að leggja stofnuninni til mun
meira en þann eina milljarð króna
sem hún á þegar vísan. Stofnun-
in tapaði að minnsta kosti 2,6 millj-
örðum króna í fyrra samkvæmt árs-
skýrslu síðasta árs. Skipuð hefur verið
nefnd sem ætlað er að móta tillög-
ur um framtíðarstarfsemi stofnunar-
innar. Að minnsta kosti þrír fulltrú-
ar í stjórn Byggðastofnunar eiga sæti
í þeirri nefnd sem komið hefur einu
sinni saman til fundar.
Arndís mótmælir því í skrifum á
vefnum á þriðjudag að Byggðastofn-
un hafi þurft að afskrifa 700 milljónir
króna vegna ákvörðunar Jóns Bjarna-
sonar, sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra, í fyrra að undanskilja út-
hafsrækju við ákvörðun aflamarks.
Ákvörðunin vakti hörð viðbrögð
kvótaeigenda og stefndi Rammi hf. á
Siglufirði ráðherranum vegna máls-
ins. Það er enn óútkljáð; Rammi tap-
aði málinu í undirrétti og var því áfrýj-
að til Hæstaréttar.
Afskriftir ekki af völdum Jóns
Arndís segir ekki rétt að afskriftirn-
ar og ákvörðun Jóns tengist. „Það
var löngu ljóst að gera þyrfti ráð fyrir
frekara tapi á útlánum vegna rækju
í afskriftarreikningi stofnunarinn-
ar enda höfðu veiðar á rækju legið
meira og minna niðri í mörg ár. Sú
staðreynd að sjávarútvegsráðherra
skyldi gefa frjálsar veiðar á úthafs-
rækju breytti engu hvað þetta varð-
ar. Engu að síður er sú ákvörðun af
einhverjum notuð sem blórabögg-
ull fyrir afskriftum vegna rækjukvóta
og Morgunblaðið stillir þessu svona
smekklega upp á forsíðu sinni. Það
sem gerðist hins vegar við ákvörðun
ráðherra var að rækjuveiðar hófust
aftur af krafti, sem er vel,“ segir Arndís.
Alls staðar við borðið
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram um
stöðu Byggðastofnunar að Ríkisend-
urskoðun teldi að stofnunin hefði
ekki gengið of langt í áhættulánveit-
ingum. Arndís segir það góðar frétt-
ir, en bendir á að Ríkisendurskoðun
standi afar nærri Byggðastofnun sem
eftirlitsaðili. „Ríkisendurskoðun ber
líka endanlega ábyrgð á reikningum,
staðfestir þá og hefur það hlutverk að
koma með ábendingar um hvað betur
mætti fara. Ríkisendurskoðun hefur
einnig haft á hendi verðmat á útlána-
safni, hlutafjáreign og fullnustueign-
um Byggðastofnunar. Þarna eru mörg
hlutverk á sömu hendi,“ segir hún
og bætir við að fulltrúar VG í stjórn
Byggðastofnunar hafi með bókunum
lengi vakið athygli á sérstakri stöðu
Ríkisendurskoðunar sem eftirlitsað-
ila með Byggðastofnun. Ein þeirra
var lögð með ársreikningi Byggða-
stofnunar 2010: „Ítarlega hefur verið
farið yfir útlánasafn, hlutafjáreign og
fullnustueignir og verðmæti þeirra
metin með reglulegum hætti. Þó er
vakin athygli á því að matið hefur
verið í höndum Ríkisendurskoðunar
sem einnig ber ábyrgð á endurskoð-
un reikninga stofnunarinnar. Þá er
Byggðastofnun með veð í nokkrum
skipum með veiðiheimildir en áhöld
eru uppi nú, eins og á undanförnum
árum, um verðmat á aflaheimildum
og teljum við að slíkt geti haft áhrif á
niðurstöðu ársreiknings.“
Fulltrúum VG í stjórn Byggða-
stofnunar þykja afskriftir rækju-
kvótans nú tortryggilegar. Þeir setja
spurningarmerki við það að Ríkis-
endurskoðun sé í mörgum hlutverk-
um gagnvart stofnuninni. Ekki að-
eins beri Ríkisendurskoðun ábyrgð á
reikningum Byggðastofnunar, skrifi
upp á þá og geri athugasemdir við at-
riði eins og eiginfjárstöðu, afskriftir og
fleira, heldur sé henni nú fengið það
verkefni að meta stöðu Byggðastofn-
unar og lánasafnið. „Þetta er eins og
að hafa eftirlit með sjálfum sér,“ segir
stjórnarmaður í samtali við DV.
n Löngu fyrirséðar afskriftir vegna rækjukvóta, segir stjórnarmaður í Byggðastofnun
n Ótengt ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að kvótasetja ekki úthafsrækju n Ríkisendur-
skoðun í óeðlilega mörgum hlutverkum gagnvart Byggðastofnun n Hefur eftirlit með sjálfri sér
Ríkisendurskoðun
skoðar sjálfa sig
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johann@dv.is
Ríkisendurskoðun á mörgum stöðum
við borðið Ríkisendurskoðun rannsakar sjálfa
sig að mati Arndísar Soffíu Sigurðardóttur.
Óráðin framtíð Byggðastofn-
un tapaði 2,6 milljörðum í fyrra.