Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Qupperneq 12
„Meiri móðursýkin í þessum kelling- um alla daga. Undir niðri dauðlangar hana í nauðgun, það er nú heila mál- ið.“ Þetta sagði Baldur Hermanns- son, eðlisfræðikennari í fjölbrauta- skólanum Flensborg, þann 30. apríl í fyrra. Ummælin lét hann falla á Face- book-síðu Ásgeirs Þórs Davíðssonar, sem oftast er kenndur við Goldfinger, og átti þar við Sóleyju Tómasdóttur borgarfulltrúa. Baldur heldur sjálfur úti heima- síðu og komst í fréttirnar vegna at- hugasemdar sem hann skrifaði þar, þar sem hann hvatti til kynferðis- legrar áreitni með þessum orðum: „Og sýna kellingunum kynferðislega áreitni. Ekki gleyma því.“ Var þetta svar hans við annarri athugasemd þar sem maður sagðist vilja að níu- menningarnir yrðu settir í búr eða gapastokk, þeir síðan grýttir og loks yrði sparkað í þá. Erfitt að áreita femínista Daginn áður en sú færsla birtist sagði annar bloggari í kommenta- kerfi Baldurs að það ætti að áreita femínista hvar sem til þeirra næðist, helst kynferðislega, og að á Alþingi væru allmargar sem full þörf væri á að áreita. Þá svaraði Baldur og sagði að þessar ábendingar væru „... góðra gjalda verðar en sá böggull fylgi skammrifi að flestir femínistar eru þannig útlítandi að erfitt mun reyn- ast jafnvel hraustasta karlmanni að áreita þær kynferðislega.“ Og bætti því síðan við að það þyrfti minnst fimm bláar viagra-pillur á þær óðu frenjur. „Fjöldi kvenna lætur sig dreyma um nauðgun“ Ummælin sem hann lét falla á fés- bókarsíðu Ásgeirs Þórs voru þó öllu grófari og þegar þeim var mótmælt stóð ekki á svari frá Baldri: „Bjána- gangur er þetta. Það er alþekkt vís- indaleg staðreynd að fjöldi kvenna lætur sig dreyma um nauðgun. Um þetta má finna lærðar ritsmíðar en það er líka til fjöldi vefsíðna, t.d. Wiki pedia, fyrir þá sem ekki hafa bækur við höndina,“ og vitnaði í um- ræðu um að konur hefðu kynferð- islegar fantaísur um nauðganir. Þar segir meðal annars að sumir telji að þetta sé leið kvenna til þess að fást við sektarkennd eða leið til þess að tjá langanir án ábyrgðar. Ásgeir Þór leiðrétti þennan mis- skilning Baldurs og sagði að slík- ar hugrenningar ættu ekki við um raunverulega nauðgun heldur það að draumaprinsinn tæki þær föstum tökum. „Það er að Georg Clooney eða Tom Cruise komi og bindi þær við rúmið silkiklút og flengr þeim, ekki einhver hardkor nauðgari.“ Við þá, sem ekki tóku undir þetta, sagði Baldur: „Þetta eru dæmi um menn sem annað hvort hafa aldrei kynnst konum eða lifa í afneitun.“ „Gert til þess að stríða“ Blaðamaður bar þessi ummæli undir Baldur og spurði hvort hann stæði í þeirri meiningu að kon- ur vildu lenda í nauðgun. „Nei, nei, nei. Þetta er bara gert til þess að stríða. Þetta er látið falla á Fac- ebook, það kemur alltaf mýgrút- ur manna þarna inn og æ, ég lét þetta flakka. Auðvitað hefði ég átt að sleppa þessu. Ef ég segi þér alveg eins og er þá hef ég ekki verið svo heppinn að vera kona og ég veit ekkert hvernig kon- ur hugsa. Og langar eiginlega ekkert sérstaklega til að vita það.“ Í huga Sóleyjar Tómasdóttur er þó ekki hægt að túlka slík ummæli sem stríðni. „Það kemur mér ekki á óvart að hann skuli reyna að halda því fram að þetta sé stríðni enda alþekkt að þegar karlar hafa afhjúpað skoð- anir sínar með þessum hætti reyni þeir að slá því upp í grín.“ Orðin ýmsu vön Sjálf hefur hún oftar en einu sinni þurft að sitja undir hótunum um kynferðisofbeldi og þessi ummæli komu henni ekki á óvart. „Ég er orðin ýmsu vön sjálf en ég óska engri konu þess að þurfa að taka á sig svona at- hugasemdir né þess að fleiri konur þurfi að venjast þessu. Konur eiga ekki að þurfa að venjast því að það sé farið með fleipur um kynferðis- ofbeldi gagnvart þeim. Ég vildi geta sagt að þetta kæmi mér á óvart en það virðist vera ótrúlega algengt, og það á meðal allra þjóðfélagshópa, að karlmönn- um takist að sannfæra sjálfa sig og reyni að sannfæra aðra um að kyn- ferðisofbeldi sé réttlætanlegt með einhverjum hætti. Mér finnst það vera alvarlegt áhyggjuefni að mað- ur með þessar skoðanir skuli gegna mikilvægu hlutverki í lífi og upp- eldi ungmenna, mér finnst það áhyggjuefni að stúlkur og drengir þurfi að reiða sig á siðferðisvitund þessa manns.“ „Afar sorglegt“ Sóley er ekki sú eina sem hefur áhyggjur og Eiríkur Jónsson, formað- ur kennarasambandsins, fordæmir ummæli Baldurs. „Mér finnst þessi orðræða alveg ömurleg og ég get ekkert annað en fordæmt öll um- mæli í þessa veru. Sama hvort það eru kennarar eða aðrir sem eiga hlut að máli. Kennarar eru í þeirri stöðu að þurfa enn frekar en aðrir að gæta orða sinna og gjörða því þeir vinna með börnum og unglingum og eiga að hegða sér í takt við það, þeir eiga að vera fyrirmyndir. Það sem ég hef frétt af þessu máli, þá hefur það far- ið út yfir allt. Það er afar sorglegt að menn skuli detta niður í svona.“ Spurning um siðanefnd Eiríkur segir að í fæstum tilfellum sé kennurum vikið beint úr starfi. „Ef maðurinn er búinn að fá áminningu frá skólanum er skólastjórinn búinn að grípa til þeirra ráða sem hann hef- ur. Lögin eru alveg skýr þannig að ef hann lætur áminningu sér ekki að kenningu verða er framhaldið alveg ljóst. Það hafa komið upp mál sem maður hefði viljað að væri tekið á og þetta er eitt af þeim. En við getum í sjálfu sér lítið gert því við erum ekki með siðanefnd, aðeins siðareglur og siðaráð. Nú verðum við með kenn- arasambandsþing eftir rúman mán- uð og það er ekkert ólíklegt að þar munum við ræða það hvort það eigi að skipa siðanefnd, fagráð eða eitt- hvað þess háttar.“ Veitt áminning í gær Einar Birgir Steinþórsson, skóla- meistari Flensborgar, var í fríi frá því að þessi ummæli féllu og þar til á mánudagsmorgun. Þá kom hann aftur til starfa og hans fyrsta verk var að kynna sér allar hliðar málsins og ræða við Baldur. Í kjölfarið var Baldri veitt formleg áminning vegna um- mæla sinna í netheimum. „Það gilda ákveðin lög og reglur um starfsmenn ríkisins og réttindi þeirra og skyldur. Það verða menn að skilja að þau lög verðum við að virða. Þetta eru orð sem ekki nokkur maður á að láta sér um munn fara, hvorki í gamni né alvöru. Hins veg- ar dettur engum sem þekkir Baldur hér innan skólans annað í hug en að þetta sé gaspur í honum. Hann hef- ur starfað hér í nokkur ár og er einn vinsælasti kennari skólans í áfanga- mati þannig að ég hef engar áhyggjur af störfum hans hér innanhúss. Hins vegar hef ég áhyggjur af svona um- mælum.“ Í yfirlýsingu frá skólanum eru ummæli Baldurs fordæmd. „Af hálfu skólans eru þau ummæli sem þarna eru höfð eftir fordæmd og skiptir engu mál hvort þau eru sett fram í gamni eða alvöru.“ Reiðialda gagnvart skólanum Mikil reiðialda hefur dunið á skólan- um og þangað hafa borist bréf og sum hver ljót. „Í svona málum verðum við líka að hugsa um nemendur og aðra starfsmenn skólans. Það er ömurlegt að verið sé að setja alla starfsmenn undir sama hatt, allt það góða starf sem hefur verið unnið í skólanum í þessum málum sem og öðrum. Það er líka ábyrgðarefni. Menn eru voðalega fljótir að skjóta og stundum á fleiri en eiga það skilið. Það er ekkert endilega allt smekklegt sem hingað berst. En eins og ég hef sagt við mína kennara, að vissu marki erum við op- inberar persónur og menn verða að gæta sín. Mönnum er það ekki alltaf augljóst, hvorki í þessu starfi né öðr- um, hvar sú ábyrgð byrjar og hvar hún endar. Hins vegar eru ákveðnar siða- reglur sem menn verða að fara eftir. Núna er það okkar hlutverk að vinna með nemendum og foreldrum.“ Ætlar að reyna að bæta sig Aðspurður segist Baldur ætla sér að halda kennslu áfram. „Því á ég fylli- lega von á, en það er ekki á mínu valdi hvort þetta hefur áhrif þar á. Ég verð samt að reyna að bæta mig, bæta mitt ráð og bæta mína mynd. Við erum öll í þeirri stöðu. Það er aldrei að vita nema mér takist það. Lærum við ekki öll af lífinu? Lærum við ekki af því sem við gerum rétt og af mistökum okkar? Ég veit að þú skilur það að akkúrat þessa dagana er þetta mál rosalega íþyngjandi fyrir skólann og skóla- meistarann. Skólastjórnendur eru núna á fullu að gera hreint fyrir sín- um dyrum gagnvart nemendum og foreldrum, senda út bréf og veita mér áminningu. Á meðan það ástand er hef ég ekki alveg frjálsar hendur til þess að tala. En það er tvennt sem stendur eftir. Í fyrsta lagi hefðu öll þessi orð betur verið ósögð. Í öðru lagi hefði ég átt að hlusta á konuna mína.“ Óheiðarlegt að segjast sjá eftir þessu „Það væri svolítið óheiðarlegt af mér að segja að ég sæi eftir þessu,“ segir hann. „Ég er bara gamall strigakjaft- ur sem hefur látið margt flakka um ævina. Það er enginn vandi að finna urmul af ummælum sem ég hef lát- ið falla sem eru óviðurkvæmileg. En ég get sagt þér hverju ég sé eftir, því að hafa ekki hlustað betur á konuna mína. Hún sagði við mig: „Baldur þú ert allt of mikill glanni. Þú verður að vara þig á því hvað þú lætur út úr þér.“ Ég sé eftir því að hafa ekki hlust- að betur á hana. Ég hvet alla karla til þess að hlusta á konuna sína.“ 12 | Fréttir 2. mars 2011 Miðvikudagur KENNARI SAGÐI KONUR DREYMA UM NAUÐGUN n Menntaskólakennari hvatti til kynferðislegrar áreitni n Sagði að Sóleyju Tómasdótt- ur dauðlangaði í nauðgun n „Gert til þess að stríða“ n Sóleyju er ekki skemmt n „Væri óheiðarlegt af mér að segja að ég sæi eftir þessu“ n Áminntur en heldur kennslu áfram „Ég óska engri konu þess að þurfa að taka á sig svona athugasemdir né þess að fleiri konur þurfi að venjast þessu. Konur eiga ekki að þurfa að venjast því að það sé farið með fleipur um kynferðisofbeldi gagnvart þeim. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Hver er maðurinn? Baldur Hermannsson er fæddur árið 1942. Hann lærði raungreinar í Noregi og Svíþjóð. Þar dvaldi hann lengi við nám og ýmis störf. Síðan kom hann heim og starfaði á fjölmiðlum, meðal annars á DV og í sjónvarpinu. Fyrir 18 árum gerði hann heimildarmyndina Þjóð í hlekkjum hugarfarsins sem var eins konar uppgjör við fortíð Íslendinga og vakti mikla athygli. Hann hóf að kenna stærðfræði og eðlisfræði árið 1999 við Iðnskólann í Reykjavík en færði sig yfir í Flensborg árið 2002 þar sem hann kennir nú eðlisfræði og stjörnufræði. Baldur Hermannsson Lét gróf ummæli falla um konur á netinu. Sóley Tómasdóttir Baldur sagði að Sóley vildi láta nauðga sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.