Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Side 17
Erlent | 17Miðvikudagur 2. mars 2011 Hvítir námsmenn í Texas stofna samtök: Námsstyrkir fyrir hvíta Frjáls félagasamtök hafa verið stofn- uð í Texas-ríki í Bandaríkjunum og ætla þau að beita sér fyrir veitingu námsstyrkja. Styrkirnir verða þó háð- ir því, að umsækjendurnir séu hvítir á hörund og karlkyns. Það voru nokkrir nemendur við Texas State-háskólann sem stofnuðu samtökin, sem bera nafnið „Samtök fyrrverandi meirhlut- ans fyrir jafnrétti.“ Tóku þeir félag- ar eftir því að fjölmargir námsstyrkir væru iðulega í boði fyrir nemendur í Texas, en í langflestum tilvikum væru það aðeins minnihlutahópar sem ættu þess kost að sækja um styrkina. Töldu félagarnir því tilvalið að stofna samtök sem hefðu að markmiði að greiða götu hvítra til náms. Einn nemendanna sem stofnaði samtökin er Colby Bohannan og tók fréttastofa Reuters viðtal við hann. „Við gerum okkur grein fyrir því að við munum þurfa að verja okkur grimmi- legum árásum þar sem við verðum sakaðir um kynþáttafordóma eða kynþáttaníð.“ Bohannan segir það ekki vera það sem samtökin vilji. Þau vilji alls ekki beita sér fyrir kynþátta- mismunun. „Við viljum bara hjálpa nemendum,“ segir Bohannan. „Við höfum engin pólitísk markmið.“ Þeir nemendur sem vilja sækja um styrk hjá Bohannan og félögum hans verða að geta sannað að þeir séu að minnsta kosti að fjórðungi hvítir. Það þýðir að amma eða afi viðkomandi verði að hafa verið hvít á hörund. „Við erum ekkert að leita að ljóshærðum, bláeygðum, dæmigerðum hvítum karlmönnum,“ sagði Bohannan að lokum. bjorn@dv.is ERDOGAN HVETUR TYRKI Í ÞÝSKALANDI TIL DÁÐA Harvard, Radissonblu, Hótel Saga Fimmtudaginn 3. mars, kl. 8-10 Steven Demink, 41 árs Bandaríkja- maður frá Michigan, hefur verið dæmdur sekur fyrir að hafa villt á sér heimildir og sannfært fjölda mæðra um að misnota börn sín kynferðis- lega. Þrjár þessara kvenna hafa einn- ig verið handteknar en ljóst er að konurnar sem létu blekkjast af Dem- ink voru mun fleiri. Málið þykir hið ótrúlegasta en Demink, sem nú sit- ur í gæsluvarðhaldi, gæti átt von á 15 ára til lífstíðarfangelsi fyrir glæpi sína. Tóku upp á vefmyndavél Demink setti sig í samband við ein- stæðar mæður víðs vegar um Banda- ríkin og þóttist vera sálfræðingur og sérfræðingur í meðferð barna. Sannfærði hann mæðurnar um að misnota börn sín kynferðislega sem hluta af meðferð, þannig að börnin yrðu heilbrigðari einstaklingar fyr- ir vikið. Mæðurnar létu sannfærast og tóku upp á vefmyndavél kynferð- islegar athafnir með börnum sínum svo Demink gæti fylgst með því sem fram fór. Þegar Demink var ekki við tölvu sína tóku mæðurnar ljósmynd- ir sem þær sendu honum síðan með tölvupósti. „Myndarlegur, einstæður faðir“ Demink notaði myndir af karlkyns fyrirsætum sem sjálfsmyndir á spjall- forritum, og lofaði einstæðu mæðr- unum oftar en ekki stefnumóti við sig – hlýddu þær fyrirskipunum hans. Hann sagðist heita Dalton St. Clair, vera einstæður faðir 14 ára stúlku. Demink mun hafa sannfært mæð- urnar sem hann komst í samband við um að hann hefði notast við kyn- ferðislegar athafnir með sinni eigin dóttur til að lækna hana af geðræn- um sjúkdómum. Börnin sem urðu fórnarlömb blekkingarvefs Deminks, og sinna eigin mæðra, voru á aldrin- um þriggja til fimmtán ára. Mök við átta ára gamlan einhverfan son Í dómskjalinu koma fram hryllileg- ar sögur af kynferðislegri misnotk- un barna. Í einu málinu náði Dem- ink að sannfæra einstæða móður frá Oregon um að hún gæti læknað átta ára son sinn af einhverfu, ef hún stundaði kynlíf með honum. Hún lét til leiðast og leyfði Demink að fylgj- ast með því sem fram fór í gegnum vefmyndavél. Í dómskjalinu segir að Demink hafi „þvingað konurnar með loforðum um betri heilsu barna þeirra.“ Ljóst er að öll kurl eru ekki komin til grafar í málinu en Demink bíður nú refsingar sem verður kveðin upp í júní næstkomandi. n Ógeðfellt barnamisnotkunarmál lítur dagsins ljós í Bandaríkjunum n Steven Demink, 41 árs maður frá Michigan, taldi fjölda einstæðra mæðra á að misnota börn sín n Þær misnotuðu börn sín kynferðislega og sýndu Demink athafnir sínar með vefmyndavél SANNFÆRÐI MÆÐUR UM AÐ MISNOTA BÖRN SÍN Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Ófreskja í mannsmynd Steven Demink gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Menntun fyrir útvalda Mótmælandi með fána í hönd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.