Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Síða 20
20| Fókus 2. mars 2011 Miðvikudagur
Menningarverðlaun DV afhent í 32. skipti:
Aldrei fleiri flokkar
Menningarverðlaun DV verða af-
hent í Gyllta salnum á Hótel Borg
á milli 17 og 19 í dag. Þetta er í 32.
skipti sem verðlaunin eru veitt en
þau voru fyrst afhent árið 1978.
Verðlaunin hafa þróast og breyst í
gegnum árin en að þessu sinni eru
veitt verðlaun í níu flokkum; bók-
menntum, byggingalist, danslist,
fræðum, hönnun, kvikmyndum,
leiklist, myndlist og tónlist. Þetta er
í fyrsta sinn sem veitt eru verðlaun
í danslist.
Í hverjum flokki eru fimm til-
nefningar sem valdar eru af þriggja
manna nefnd. Tilnefningarnar í ár
eru því 45 talsins en auk þess eru
veitt verðlaunin Val lesenda og sér-
stök heiðursverðlaun. Val lesenda
fór fram á DV.is og gafst lesendum
kostur á að kjósa á milli tilnefn-
inganna 45. Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra mun afhenda
hin árlegu heiðursverðlaun en þetta
er í níunda sinn sem þau eru veitt.
Sem fyrr sagði voru Menningar-
verðlaun DV stofnuð árið 1978.
Stofnað var til þeirra þegar svoköll-
uð gagnrýnendaverðlaun lögðust af,
Silfurlampinn og Silfurhesturinn.
Í nokkur ár fram að fyrstu afhend-
ingu lágu öll listaverðlaun niðri hér
á landi en það var fyrst og fremst fyr-
ir áhuga og atbeina Ólafs Jónssonar
gagnrýnanda sem Menningarverð-
laun DV urðu að veruleika. Upphaf-
lega voru verðlaunin veitt fyrir leik-
list og bókmenntir en flokkunum
fjölgaði hratt. Þeir hafa aldrei verið
fleiri en í dag eða níu talsins.
asgeir@dv.is
Þjóðleg stef, sungin af löngu látnu fólki:
Raddir þjóðar á Háskólatónleikum
„Þetta er spuni þar sem hljóðfæra-
leikur okkar kallast á við raddir
þeirra gengnu,“ segir Pétur Grétars-
son tónlistarmaður um áhugaverða
tónleika í Árnastofnun miðviku-
daginn 2. mars. Tónleikarnir bera
nafnið Raddir þjóðar og eru með
þeim Pétri Grétarssyni og Sigurði
Flosasyni en í tilefni aldarafmæl-
is Háskóla Íslands verður röð Há-
skólatónleika með frumsamdri ís-
lenskri tónlist á ólíkum stöðum um
háskólasvæðið. Raddir þjóðar hefj-
ast 12.30 og er aðgangur ókeypis.
Pétur Grétarsson leikur á slag-
verk, sér um rafhljóð og rödd og
Sigurður Flosason á saxófón og
rödd. En eins munu þeir flytja sam-
felldan spuna þar sem hljóðfæra-
leikur þeirra kallast á við raddir úr
söfnum í Stofnun Árna Magnús-
sonar og Þjóðminjasafni Íslands.
Ýmis þjóðleg stef munu koma fyrir,
sungin af löngu látnu fólki.
Pétur Grétarsson er mörgum
kunnur en hann hefur leikið á slag-
verkshljóðfæri í aldarfjórðung.
Pétur nam við Tónlistarskólann í
Reykjavík, en stundaði framhalds-
nám við Berklee College of Music
í Boston. Þar nam hann jazztónlist,
en kynntist jafnframt framúrstefnu-
tónlist og afrískum trommuleik.
Pétur leikur reglulega með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands og tekur þátt
í kammertónlist. Hann hefur hald-
ið einleikstónleika og tekið þátt í
miklum fjölda tónlistarverkefna á
ólíkum sviðum.
Sigurð Flosason þekkja síðan
allir áhugamenn á Íslandi um jazz-
tónlist en hann hefur fjórum sinn-
um hlotið hlotið íslensku tónlistar-
verðlaunin og tvívegis að auki verið
tilnefndur til tónlistarverðlauna.
Sigurður hefur verið yfirkennari
jazzdeildar Tónlistarskóla F.Í.H. frá
1989.
Gluck í
Sambíóunum
Í kvöld verður endurflutt í Sambíó-
unum-Kringlunni bein útsending
Metropolitan-óperunnar í New York
á óperu Glucks, Iphigénie en Taur-
ide. Óperan er eitt af síðustu verkum
Glucks sem sagði steinrunnum hefð-
um óperulistarinnar stríð á hendur á
síðari hluta átjándu aldar og bjó með
því í haginn fyrir hinar dramatísku
óperur Mozarts, Verdis, Wagners og
annarra stórskálda óperulistarinnar.
Það eru þau Susan Graham og Plac-
ido Domingo sem syngja burðarhlut-
verkin ásamt Paul Groves í sviðsetn-
ingu Stephens Wadsworth frá 2007.
Þó að Iphigénie en Tauride, sem
sækir efnivið sinn í grísku sögnina af
harmleik Agamemnos konungs í Ar-
gos og fjölskyldu hans, sé ekki jafn oft
flutt og frægasta verk Glucks, Orfeus
og Evridís, er hún engu að síður jafn-
an talin eitt af merkustu verkum hans.
Íslenska hljómsveitin Retro Stefson hefur
gert útgáfusamninga við Universal-útgáf-
una í Berlín um útgáfu á plötunni Kimbabwe
í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og Austur-Evr-
ópu. Í samningnum er líka gert ráð fyrir því
að fyrirtækið fái fyrsta rétt á næstu tveimur
plötum sveitarinnar. Þá hefur sveitin einnig
gert samning við Sony ATV-útgáfuna til
næstu þriggja ára sem nær til kynningar
á tónlist hennar. Slíkur samningur hjálpar
sveitinni að koma verkum sínum á framfæri
í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, segir í
fréttatilkynningu frá sveitinni.
Valgerður syng-
ur í listasafninu
Valgerður Guðrún Guðnadóttir, leik-
og söngkona, kemur fram á hádegis-
tónleikum í listasafninu Hafnarborg í
Hafnarfirði á miðvikudag. Hún er ein
þriggja sópransöngkvenna sem fram
koma á hádegistónleikum á árinu.
Valgerður Guðrún mun flytja lög úr
söngleikjum og líflegar aríur. Meðal
þess sem hún mun syngja eru lög úr
Söngvaseið, eftir Rodgers og Hamm-
erstein, en hún vakti mikla athygli
fyrir söng og leik í hlutverki sínu sem
María þegar söngleikurinn var síðast
settur upp í Borgarleikhúsinu. Fyrir
hlutverk sitt í Söngvaseið fékk hún
meðal annars Grímuna, íslensku leik-
listarverðlaunin, sem söngvari ársins.
Magnús Jóns
opnar sýningu
Magnús Jónsson leikari opnar
sína fyrstu málverkasýningu und-
ir heitinu SKRÁMUR næstkom-
andi laugardag. Sýningin verður
í galleríinu Auga fyrir Auga sem
staðsett er að Hverfisgötu 35 en
sýningin verður opin frá klukkan
15.00 til 17.00 alla fimmtudaga og
föstudaga og frá klukkan 14.00 til
17.00 laugardaga og sunnudaga.
Sýningin stendur til 27. mars.
Gera SamninG Við
UniVerSal oG Sony
Sigurður Flosason og Pétur Grétars-
son Áhugaverðir tónleikar í Árnastofnun
miðvikudaginn 2. mars kl. 12.30
Sigurvegararnir frá því í fyrra Aldrei
fleiri verðlaunaflokkar en nú.
L
isa (Reese Witherspoon) spil-
ar hafnabolta með landsliðinu
af mikilli ástríðu. Skyndilega er
hún í þeirri hrikalegu stöðu að
vera hafnað í nýrri uppstillingu liðs-
ins og verður í kjölfarið alveg týnd og
vonlaus. Hún veit ekkert hvað hún á að
gera við sig og það er oft þá sem nýjar
hugmyndir banka upp á. Á sama tíma
fylgjumst við með George (Paul Rudd)
sem á svipaðan hátt fellur úr hæstu
hæðum en í hans tilfelli er það vegna
fjármálamisferlis innan fjölskyldufyrir-
tækis hans.
George leitar til Lisu sem síðan leit-
ar í hafnaboltastjörnuna Matty (Owen
Wilson) en honum gengur allt í hag-
inn. Hún reynir að finna sig aftur, end-
urmeta sína stöðu og væflast um í
þessum ástarþríhyrningi með þeim fé-
lögum. Þeir eru gjörólíkir en hafa engu
að síður aðdráttarafl sem hún þarf svo
að meta styrkleikann á. Matty er gleði-
gjafi mikill en veitir ef til vill ekki vits-
munalegu örvunina sem Lisa þarfnast,
sérstaklega á þeim tímamótum sem
hún stendur á þegar hér er komið sögu.
George hins vegar er hálfskrýtinn lúði
sem er hjartahlýr í meira lagi.
Myndin spyr þig síðan hvor verði
fyrir valinu. Málaferlin gegn fyrirtæki
Georges hafa töluverð áhrif á sög-
una og þar spilar pabbi Georges (Jack
Nicholson) stórt hlutverk. Hann er fínn
svo sem en ekkert meira en það. Reese
Witherspoon er rosa sæt en heldur ekk-
ert mikið meira að frétta þar. Hún leik-
ur klisjukennt og er með nóg af sápu-
óperusvipum fyrir allan gjaldeyrinn.
Owen Wilson er eins og svo oft áður
mjög hressandi og fyndinn í meira lagi.
Maður nær að hlæja yfir honum þar
sem hann gerir gloríur í sínu stóra egói
og dettur óvart í sjálfumgleðina stund-
um án þess að meina neitt illt með því.
Við erum sem sagt með hefðbundna
rómantíska gamanmynd sem dýfir
tánni rétt sem snöggvast í alvöru lífs-
ins. En ekki djúpt. Myndin gerir eflaust
allt sem hún ætlar sér og kemur fín út
sem slík. Hún er oft bráðfyndin og upp-
fyllir kröfur „feelgood“-iðnaðarins.
Hlutar handritsins eru sæmilega
raunverulega skrifaðir og boðskapur-
inn er góður en teiknimyndastrengja-
sveit í stemningsdeildinni minn-
ir mann reglulega á það hvílík froða
er hér á ferð. Þetta er mynd sem væri
hægt að gera sömu skil í sjónvarps-
þætti, sápuóperu jafnvel. En af þessari
og fleiri myndum Brooks metur maður
það þannig að leikstjórinn er alveg full-
fær um að taka á sínum myndum með
dýpri dýfu í efniviðinn og þann veru-
leika sem við búum við utan girðing-
arinnar kringum Hollywood. Kannski
þora menn það ekki, hver veit? Svo um
leið og ég segi að myndin sé fín sem
slík og hressi alveg þá verð ég að viður-
kenna að áður en ég skrifa endapunkt
þessa kvikmyndadóms verð ég búinn
að steingleyma öllu sem viðkemur
þessari mynd. Og það er þannig.
Fín mynd til að
SteinGleyma
How Do You Know?
IMDb 5,3 RottenTomatoes 30% Metacritic 46
Leikstjóri: James L. Brooks
Handrit: James L. Brooks
Leikarar: Reese Witherspoon, Paul Rudd og
Owen Wilson
121 mínúta
Bíómynd
Erpur
Eyvindarson