Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Page 3
Fréttir | 3Mánudagur 14. mars 2011
um áframhaldandi rekstur en að það
hafi ekki borið árangur. Málinu var
því stillt þannig upp að bankinn væri
að keyra lífvænlegt og vel rekið fyrir-
tæki í þrot.
Þegar þarna var komið sögu hafði
Viðarsúla hins vegar tekið við inn-
flutningi á vörum sem Sigurplast
hafði áður flutt inn og seldi fyrirtæk-
ið Sigurplasti í einhverjum tilfellum
þessar vörur á óeðlilega háu verði á
árinu 2010, með allt að 300 prósent
álagningu. Endurskoðendur Ernst og
Young telja þessi viðskipti ekki vera
eðlileg.
Eftir því sem heimildir DV herma
var Jón Snorri meðvitaður um þessi
viðskipti á milli Sigurplasts og Við-
arsúlu og tengdra félaga enda hafa
hann og Sigurður þekkst um nokk-
urt skeið og stundað saman viðskipti
en þeir unnu meðal annars saman
hjá Öryggismiðstöð Íslands á sínum
tíma. Jón Snorri var þá framkvæmda-
stjóri félagsins en Sigurður fjármála-
stjóri. Jón Snorri bar auk þess ábyrgð
á rekstri félagsins sem stjórnarfor-
maður þess.
Bað um athugun á millifærslum
Eitt af þeim atriðum sem skipta-
stjóri þrotabús Sigurplasts, Grímur
Sigurðsson, bað Ernst og Young um
að greina frá í skýrslunni voru milli-
færslur af reikningum Sigurplasts
til Sigurðar og Jóns Snorra og eign-
arhaldsfélaga þeirra Grænumýri og
Agli. Einnig var beðið um athugun á
því hvort Sigurplast hafi greitt reikn-
inga fyrir stjórnendur fyrirtækisins
sem fyrirtækið hefði að ekki átt að
greiða.
Meginatriði rannsóknar Ernst og
Young snéri þó að því að kanna við-
skipti sem áttu sér stað á milli Sigur-
plasts og Viðarsúlu og tengdra félaga
og áttu endurskoðendurnir meðal
annars að hafa til hliðsjónar „kæru
sem send hefur verið Ríkislögreglu-
stjóra vegna meints fjárdráttar og
annarra brota í rekstri Sigurplasts
ehf.“
Niðurstaða Ernst og Young varð-
andi þetta atriði er mjög skýr en
endurskoðendurnir nefna fjölmörg
dæmi úr starfsemi Sigurplasts þar
sem milljóna króna eignir og fjár-
munir fóru til Viðarsúlu og tengdra
félaga án þess að greitt væri fyrir
þessar eignir. Með þessu var gengið
á eignir sem ekki voru alfarið í eigu
framkvæmdastjóra og stjórnarfor-
manns Sigurplasts heldur einnig í
eigu Arion banka.
Með þessu var einnig gengið á
hagsmuni Arion banka sem lang-
stærsta kröfuhafa Sigurplasts en líkt
og áður segir lá það ljóst fyrir á þess-
um tíma að fyrirtækið yrði gjald-
þrota.
Alveg ljóst verður að telja að fram-
kvæmdastjóri og stjórnarformaður
Sigurplasts voru meðvitaðir um þess
stöðu félagsins en í skýrslu Ernst og
Young kemur fram að Sigurplast hafi
verið í verulegum vanskilum við Ar-
ion banka frá bankahruninu. Meðal
annars segir í skýrslunni: „Greining á
rekstri félagsins og sjóðstreymi sýn-
ir glöggt að rekstrarhagnaður þess
dugði flesta mánuði, frá árslokum
2007 og fram í desember 2010, ekki
fyrir vaxtakostnaði, hvað þá afborg-
unum af lánum.“ Sigurplast greiddi
einungis um 3 milljónir króna af
skuldum sínum við bankann frá því
að lánin voru tekin 2007 og þar til
félagið fór í þrot. Sigurplast var því
í vanskilum á sama tíma og gengið
var með óeðlilegum hætti á eignir fé-
lagsins.
Sigurplast greiddi ýmsan
kostnað fyrir Jón
Í yfirliti í skýrslu Ernst og Young um
greiðslur frá Sigurplasti vegna Jóns
Snorra kemur fram að félagið greiddi
fjölmarga reikninga fyrir hann sem
endurskoðendurnir telja ólíklegt að
hafi tengst rekstri fyrirtækisins. „Við
skoðun bókhalds Sigurplasts ehf.
kom í ljós ýmis kostnaður sem gæti
talist persónulegur kostnaður Jóns
Snorra Snorrasonar, sem var greidd-
ur og gjaldfærður af Sigurplasti ehf.“
Jón fékk greiddar 75 þúsund krón-
ur á mánuði frá Sigurplasti vegna
starfs síns sem stjórnarformaður fé-
lagsins og gaf einkahlutafélag hans,
Agli, út reikning fyrir þessari vinnu
hans. Ernst og Young fettir ekki fing-
ur út í þetta enda eðlilegt að stjórn-
arformaður í fyrirtæki þiggi slík laun.
Heimildir DV herma að Jón hafi að-
eins átt að þiggja umrædd laun frá
fyrirtækinu fyrir starf sitt en ekki aðr-
ar sporslur umfram þau.
Ernst og Young gagnrýnir hins
vegar fjölmargar aðrar færslur í bók-
haldi Sigurplasts þar sem fyrirtækið
virðist vera að greiða persónulegan
kostnað Jóns Snorra. Meðal annars
er um að ræða tæplega 74 þúsund
króna reikning frá St. Giles-hótel-
inu í London frá því í ársbyrjun 2010
en Jón Snorri gisti þar í fjórar nætur
ásamt eiginkonu sinni. Endurskoð-
endurnir gagnrýna það í bókhaldi
Sigurplasts er ekki að finna frekari
skýringu á því af hverju Sigurplast
greiddi umræddan reikning fyrir Jón:
„Engin frekari skýring er á þessum
kostnaði.“
Endurskoðendurnir gagnrýna
einnig að Sigurplast hafi greitt rúm-
lega 280.000 krónur í kostnað vegna
heimasíma og sjónvarps Jóns Snorra
frá því lok desember 2008 og þar til í
lok ágúst 2010. Um þetta atriði seg-
ir í skýrslunni að ekki verði „séð hver
rekstrarlegur tilgangur þessa kostn-
aðar“ hafi verið fyrir Sigurplast.
Einnig er bent á að óeðlilegt sé
að Sigurplast hafi greitt 740 þúsund
krónur fyrir GSM-notkun Jóns Snorra
á tímabilinu frá því í apríl 2007 og þar
til í lok ágúst 2010 þó hugsanlega
megi réttlæta hluta af kostnaðinum
vegna starfa Jóns fyrir félagið.
Veitingakostnaður greiddur
af Sigurplasti
Ernst og Young gagnrýnir einn-
ig tæplega 740 þúsund króna ann-
an kostnað vegna Jóns Snorra sem
endurskoðendurnir telja vera per-
sónulegan kostnað stjórnarfor-
mannsins. Annars vegar er um að
ræða rúmlega 435 þúsund króna
kostnað vegna kreditkortafærslna
Jóns Snorra frá því árslok 2008 – eftir
bankahrunið – og þar til í september
2010 og hins vegar rúmlega 300 þús-
und króna færslur sem færðar voru
á viðskiptareikning Jóns Snorra hjá
Sigurplasti.
Þessi kostnaður samanstend-
ur fyrst og fremst af reikningum
frá veitingahúsum, leigubílastöðv-
um og hótelum. Þarna er þó einnig
að finna reikninga vegna þrifa á bíl
Jóns Snorra. Í einhverjum tilfellum
er tilgreint að um sé að ræða kostn-
að vegna viðskiptatengdra erinda en
það á þó alls ekki við um allar færsl-
urnar.
Tekið skal fram að endurskoð-
endurnir gera þann fyrirvara í úttekt
sinni á greiðslum vegna kostnaðar
fyrir Jón Snorra að allur kostnaður í
bókhaldi Sigurplasts sem bókaður er
út frá VISA-yfirlitum en ekki reikn-
ingum er flokkaður sem einkakostn-
aður Jóns Snorra.
Rannsókn á byggingarvöru-
verslunum tefur fyrir
Heimildir DV herma að rannsókn
lögreglu á meintu samráði byggingar-
vöruverslananna Byko og Húsasmiðj-
unnar með grófvöru, sem greint var
frá í fjölmiðlum í síðustu viku, hafi
sett strik í reikninginn varðandi rann-
sóknina á Sigurplasts málinu. Rann-
sókn lögreglunnar á málefnum Sigur-
plasts hefur því tafist vegna þessarar
rassíu lögreglunnar í síðustu viku en
þá var gerð húsleit í byggingarvöru-
verslununum. Rannsóknin gæti því
dregist eitthvað á langinn.
Auk lögreglurannsóknar er afar
líklegt að þrotabú Sigurplasts muni
höfða riftunar- og eða skaðabótamál
gegn fyrrverandi stjórnendum fé-
lagsins vegna þess hvernig eignum
og fjármunum félagsins var ráðstafað
áður en félagið varð gjaldþrota í fyrra.
Sigurplastsmálið mun því að öllum
líkindum enda fyrir dómstólum og
gæti bæði verið um að ræða opinbert
sakamál sem lögreglan höfðar sem
og einkamál sem þrotabú Sigurplasts
mun höfða til að ná eignum, sem
færðar voru frá félaginu með óeðli-
legum hætti, aftur inn í búið.
Ekki náðist í Jón Snorra vegna
málsins um helgina. Eina síma-
númerið sem skráð er á Jón Snorra í
símaskránni er lokað.
LEKTOR Í VIÐSKIPTA-
FRÆÐI FLÆKTUR Í
LÖGREGLURANNSÓKN
Skiptastjóri
Sigurplasts óskaði
eftir því að viðskipti
Sigurplasts og
Viðarsúlu yrðu
könnuð af Ernst og
Young. Í erindisbréfi
til Ernst og Young
bað skiptastjórinn
sérstaklega um að
öll viðskipti Sigurplasts og Viðarsúlu yrðu
skoðuð en grunurinn um mögulega refsi-
verða háttsemi í fyrirtækinu beinist fyrst
og fremst að því hvernig eignir og fjármun-
ir Sigurplasts voru færðir yfir til Viðarsúlu
án þess að greitt væri fyrir þessar eignir
með eðlilegum hætti. Orðrétt segir um
þetta atriði í skýrslunni: „Kaupsamningar,
veðsamningar, viðskiptasamningar og
hvers konar löggerningar milli Sigurplasts
ehf. og Viðarsúlu ehf. (félags í eigu
Sigurðar L. Sævarssonar, framkvæmda-
stjóra hins gjaldþrota félags). Óskað er
rannsóknar á því hvort viðskipti hafi átt
sér stað á milli félaganna, og ef svo er,
hvort umsamið kaupverð og greiðslumáti
geti talist eðlileg í viðskiptum tveggja
ótengdra aðila (arms length). Komi í ljós
að bein viðskipti hafi ekki átt sér stað
á milli félaganna er óskað rannsóknar
á því hvort óeðlileg skörun hafi orðið í
rekstri þessara tveggja félaga, m.a. með
hliðsjón af hjálagðri kæru sem send hefur
verið Ríkislögreglustjóra vegna meints
fjárdráttar og annarra brota í rekstri
Sigurplasts ehf. “
Grunur um fjárdrátt
„Engin frekari skýring
er á þessum kostnaði.
Til ríkislögreglustjóra Lögreglan rannsakar málefni Sigurplasts vegna gruns
um að fjölmörg lögbrot hafi átt sér stað í starfsemi félagsins áður en það varð
gjaldþrota. Skiptastjóri Sigurplasts sendi um 7 blaðsíðna kæru til Ríkislögreglu-
stjóra vegna málsins. Jón Snorri Snorrason var stjórnarformaður Sigurplasts.