Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 14. mars 2011 Mánudagur
Samtök lífrænna neytenda vilja auka veg lífrænna framleiðsluaðferða:
„Auðlindir hverfa“
Samtök lífrænna neytenda hafa verið
stofnuð og var húsfyllir á stofnfund-
inum sem fram fór fyrir viku. „Þetta
er ekki félag með stjórn heldur vild-
um við hafa þetta hreyfingu. Það fá
allir tækifæri til að skrá sig í nefndir
og starfshópa. Það virðist vera mikill
áhugi fyrir þessu alls staðar í samfé-
laginu og fólk tekur þessu fagnandi,“
segir Oddný Anna Björnsdóttir,
hvatamaður að stofnun samtakanna.
Oddný bjó í Bandaríkjunum þar
sem hún var í svipuðum samtökum.
„Þegar ég kom heim sá ég að það var
margt að gerast hér en það vantaði
samtakamátt neytenda. Það vantaði
sameiginlegan vettvang þar sem all-
ir gætu unnið saman; framleiðend-
ur, bændur, söluaðilar og neytend-
ur. Okkar markmið er að auka veg
þessara framleiðsluaðferðar og auka
neysluna á slíkum vörum því það er
betra fyrir heilsuna, umhverfið og
búfénaðinn.“
Aðspurð segir Oddný að Íslend-
ingar séu um það bil 5–10 árum á eft-
ir þeim löndum sem við berum okk-
ur saman við þegar kemur að þessum
málum. Til að mynda hafi þingsá-
lyktunartillaga um aðlögunarstuðn-
ing og mótun framleiðslustefnu ver-
ið lögð fram í hátt í áratug en hafi ekki
enn fengið þar hljómgrunn. „Við trú-
um því statt og stöðugt að þetta sé til
bóta fyrir samfélagið og viljum koma
því á framfæri með stofnun þessara
samtaka. Hér á jörðinni okkar eru
auðlindir sem eru að hverfa og þetta
gengur allt út á sjálfbærni og notk-
un náttúrulegra aðferða sem menga
ekki og að selja matvæli sem eru ekki
stútfull af aukaefnum og eitri.“
Oddný segir að hingað til hafi
starfið ekki krafist fjármagns en þau
muni reka þetta meðal annars með
fjáröflun. „Við munum ekki vera með
auglýsingar heldur biðja um styrki
en þeir munu ekki vera of háir. Við
viljum frekar fá frá mörgum smá-
um aðilum og þetta á ekki að vera of
dýrt,“ segir hún að lokum.
gunnhildur@dv.is
NoseBuddy
nefskolunarkannan
Nefskolun er gott ráð gegn
• Áhrifum loftmengunar
• Ryki og frjókornum
• Bakteríum og veirum
Mælt er með nefskolun til að draga úr líkum á kvefi
og ofnæmi – og til að auka skýrleika í hugsun!
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16 Verð: 3.975 kr.
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Almennir starfsmenn Sparisjóðsins
í Keflavík eru bæði sorgmæddir og
reiðir, að sögn séra Erlu Guðmunds-
dóttur, sóknarprests í Keflavíkur-
kirkju. Starfsmenn sparisjóðsins,
sem var sameinaður Landsbankan-
um í síðustu viku, leituðu til Erlu og
báðu hana um aðstoð en flestir þeirra
urðu fyrir miklu tilfinningalegu áfalli.
Starfsmönnunum gramdist það sér-
staklega að þeir voru ekki látnir vita
af sameiningunni við Landsbankann,
heldur þurftu þeir að lesa um mál-
ið í netheimum um þarsíðustu helgi.
Þegar starfsmenn sparisjóðsins fóru
heim úr vinnu sinni föstudaginn 4.
mars vissu þeir ekkert af fyrirhugaðri
sameiningu. Eftir helgi, mánudaginn
7. mars, voru þeir hins vegar orðnir
starfsmenn Landsbankans.
Sorg og reiði
„Starfsmennirnir áttu erfitt með að
svara í símann þegar þeir mættu til
vinnu þarna á mánudaginn. Þeir
svöruðu með nafni eins og tíðkast,
en kynntu sig ekki sem starfsmenn
Landsbankans – heldur sem fyrrver-
andi starfsmenn Sparisjóðs Kefla-
víkur,“ segir Erla, sem opnaði dyr
Keflavíkurkirkju fyrir starfsmönnum
sparisjóðsins síðastliðið fimmtudags-
kvöld. „Þau þurftu nú bara á áfalla-
hjálp að halda. Að fá svona fréttir sem
koma öllum starfsmönnum að óvör-
um er eins og hvert annað áfall. Fyrst
voru einfaldlega allir í sjokki, en eftir
því sem leið á vikuna fóru tilfinning-
arnar að koma fram. Þær einkenndust
af kvíða, sorg og jafnvel mikilli reiði,“
segir hún.
Engin huggun
Á fimmtudaginn birti Landsbankinn í
Keflavík, áður Sparisjóður Keflavíkur,
fréttatilkynningu þess efnis að eng-
inn starfsmanna gamla sparisjóðs-
ins ætti á hættu að verða sagt upp.
Starfsmönnunum fannst hins vegar
litla huggun vera að finna í þeirri til-
kynningu. Þeir eru óvissir um fram-
tíðina, sérstaklega í ljósi þess með
hvaða hætti þeir fréttu af samruna
sparisjóðsins og Landsbankans. „Fólk
er hrætt um framtíðina, það er ekk-
ert leyndarmál. Okkar litla samfélag
hérna á Reykjanesi hefur þurft að þola
margt á síðustu árum. Nú þurfum við
að horfa upp á aldargamla stofnun
hverfa og vitanlega eru starfsmenn-
irnir fullir efasemda um framtíðina.“
Starfshættir stjórnvalda
vonbrigði
Erla segir að margir starfsmannanna
hafi á fundinum látið í ljós reiði sína í
garð stjórnvalda. Telja þeir að stjórn-
völd hafi ekki komið hreint fram í
málinu og hafa þeir enn fremur orðið
fyrir miklum vonbrigðum með þing-
menn kjördæmisins. Að mati starfs-
mannanna áttu þeir að geta tekið upp
hanskann fyrir Reykjanesskagann, af
mun meiri krafti en raunin varð. „Það
braust fram mikið tilfinningaflóð,
bæði reiði og sorg. Sumir felldu tár
á meðan aðrir fengu útrás fyrir reiði
sína. En í því felst einmitt áfallahjálp-
in, að gefa fólkinu tækifæri til að losa
um tilfinningar sínar og finna jafn-
vægi á nýjan leik.“
Þrátt fyrir erfiða tíma í Reykjanes-
bæ segist Erla vonast til þess að fólk
sjái ljósið í myrkrinu. „Fundurinn var
góður því fólkið gat komið saman og
fundið samhug. Því miður þarf sam-
félagið okkar að búa í mikilli óvissu
enn um sinn, örlög heilbrigðisþjón-
ustunnar eru til að mynda óráðin. En
það er ætíð til hins betra þegar samfé-
lagið stendur saman, eins og á fund-
inum á fimmtudag,“ segir Erla að lok-
um.
„Fólk er hrætt
um framtíðina“
n Starfsmenn Sparisjóðs Keflavíkur þurftu áfallahjálp í kjölfar samruna
sjóðsins við Landsbankann n Fréttu fyrst af samrunanum í netheimum
n Kvíða framtíðinni og óttast um störf sín, þrátt fyrir loforð Landsbankans„Eftir því sem leið
á vikuna fóru til-
finningarnar að koma
fram. Þær einkenndust
af kvíða, sorg og jafnvel
mikilli reiði.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Oddný Anna Björnsdóttir Einn af
hvatamönnum að stofnun samtakanna.
Breiðholtsbúar
mótmæla harðlega
Haldinn var íbúafundur í Breiðholti
á laugardaginn þar sem rædd voru
sameiningaráform borgaryfirvalda í
hverfinu. Fundarmeðlimir sendu frá
sér einróma ályktun þar sem mótmælt
var áformum um víðtæka samein-
ingu á leikskólum í hverfinu og ýmsar
breytingar á tilhögun menntastofn-
ana þar í hagræðingaskyni. Í ályktun-
inni segir meðal annars að fundurinn
mótmæli harðlega þeirri aðför sem
blasi við Breiðholtinu og skorað sé
borgarráð að falla frá fyrirhuguðum
sameiningaráformum í leikskólum og
grunnskólum hverfisins.
Karlmenn
fá skoðun
Karlmönnum á öllum aldri býðst
nú sérstök skoðun hjá Heilsu-
vernd í tilefni af Mottumars. Þar
geta menn pantað sér tíma og
komið í yfirgripsmikla heilsufars-
skoðun og viðtal þar sem meðal
annars er skimað fyrir ristilkrabba
séu menn komnir á vissan aldur.
Teitur Guðmundsson, læknir og
framkvæmdastjóri Heilsuverndar,
segir þetta þarfaþing því almennt
sé ekkert markvisst eftirlit með
heilsufari karlmanna meðan konur
séu hvattar sérstaklega til að koma
í kynbundna krabbameinsskoð-
un. Þeim hjá Heilsuvernd fannst
því kjörið að nýta Mottumars til að
vekja sérstaka athygli á þessu.
Launakostnaður
hækkar
Áætlað er að launakostnaður Fjár-
málaeftirlitsins hækki um 42 prósent
á þessu ári. Forstjóri FME segir þetta
vera vegna nýrra ráðninga á árinu
ásamt launakostnaði í tengslum við
tilfallandi verkefni.
Fréttastofa RÚV greinir frá því að
stöðugildum verði fjölgað um 18 á
árinu. Þá sé ekki um að ræða meðal-
lagslaunahækkun á starfsmenn held-
ur nýjar ráðningar. Enn fremur hefur
launakostnaður á hvern starfsmann
hækkað frá því í fyrra um tæp 20 pró-
sent, frá um 745 þúsund krónum upp
í 892 þúsund krónur.
Launakostnaðar Fjármálaeftirlits-
ins er getið í frumvarpi á Alþingi um
greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit.
Erla Guðmundsdóttir „Það braust
fram mikið tilfinningaflóð, bæði reiði
og sorg. Sumir felldu tár á meðan aðrir
fengu útrás fyrir reiði sína.“